Morgunblaðið - 21.07.1985, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 21.07.1985, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUÐAGUR 21 JÚLÍ 1985 Minnisrarðinn afhjópaður af sonardóttur Eiríks. Hjðrtur sonur Eirfks er til vinstri. Fri athöfninni. Tómas Ingi Olrieh, formaóur Skógræktarfélags Eyfirðinga, ávarpar niðja Eirilts og aðra viðstadda. Svarfaðardalur: Minnisvarði um Eirík Hjartarson afhjúpaður Dalrfli. 17. jáll. SUNNUDAGINN 7. júlí sl. var aí- hjúpaður minnisvarði um Eirík Hjartarson í svonefndum Hinefs- staðareit í Svarfaðardal, en það er allstór skógarreitur sem hann gróð- ursetti i árunum 1945—55. Minn- isvarðinn er lágmynd eftir Ragnar Kjartansson myndhöggvara en það eru afkomendur Eiríks sem reistu honum varðann í tilefni af því að 100 ir eru liðin frá fæðingu hans. Eiríkur Hjartarson fæddist á Uppsölum í Svarfaðardal 1. júní árið 1885. Ungur sigldi hann til Vesturheims til rafvirkjanáms. Er heim kom settist hann að i Reykjavík og stofnaði fyrirtækið Hita og ljós sem hann starfrækti til ársins 1944. Um 1930 reisti hann sér hús i Laugardalnum i Reykjavík. Eiríkur hafði mikinn áhuga á alls konar ræktun og þar vann hann ötullega að gróður- setningu trjáa og blómplantna sem nú eru stofninn að hinum einstæða Grasgarði Reykvikinga. Eiríkur Hjartarson bar ætíð mik- inn hlýhug til æskustöðva sinna og árið 1944 keypti hann jörðina Hánefsstaði i Svarfaðardal, en sú jörð liggur að Uppsölum, bernskuheimili hans. Ungan hafði Eirík dreymt um að klæða Hánefsstaðaholtin skógi og nú ætlaöi hann að láta þann draum sinn rætast. Hóf Eiríkur skóg- ræktarstarf á holtunum á jörð sinni árið 1946 en meginhluti þeirra plantna sem hann gróður- setti þar kom úr gróðurbeðum hans í Laugardal. Gróðursetti hann þarna birki, greni, lerki og furu ásamt víðitegundum. Vann Eiríkur að þessari gróðursetn- ingu ásamt fjölskyldu sinni til nokkurra ára og voru áriega gróðursettar um 12.000 plöntur. Nú um 40 árum síðar er þar vax- inn upp myndarlegasti skógur. Þegar Eiríkur gat ekki annast lengur um jörð sína í Svarfaðar- dal afhenti hann Skógræktarfé- lagi Eyfirðinga hana að gjöf ásamt skógrækt sinni og hefur félagið annast umhirðu reitsins. Árið 1982 seldi félagið jörðina en undanskildi skógarreit Eirfks og er hann þvi enn í eigu Skógrækt- arfélagsins, en andvirði Hánefs- staða hefur runnið til Skógrækt- arfélagsins í Hörgárdal. Það voru afkomendur Eiríks Hjartarsonar sem reistu honum minnisvarðann í Hánefsstaðareit í tilefni aldarafmælis hans. Við afhjúpun varðans flutti sonur Eiríks, Hjörtur, stutta ræðu og minntist starfs föður síns er hann vann að gróðursetningu í Hánefsstaðareit. Dóttir Hjartar afhjúpaði minnisvarðann, sem er lágmynd gerð af Ragnari Kjart- anssyni myndhöggvara, en sams konar lágmynd prýðir nú Gras- garðinn í Laugardal. Tómas Ingi Olrich, formaður Skógræktarfé- lags Eyfirðinga, veitti minnis- varðanum viðtöku og flutti niðj- um Eiríks þakkir Skógræktarfé- lagsins. Við athöfnina í Hánefs- staðareit flutti Hjörtur Þórar- insson bóndi á Tjörn ávarp og kirkjukór Svarfdæla söng nokkur lög undir stjórn Jóhanns ólafs- sonar bónda á Ytra-Hvarfi. Fréttaritarar fyriitiyggja er allt sem þarf ÚFWSWWi SVIWS At> ÍKKÍM KEMUR U VfG fYIm S4V5 A SJÓ A*VÍ KJW. DOMGAfBM© OG KtWtATTA SIÖMAMA SíÁtFHA Þorvaldur Slcúlaaon: Stormur, 1970-71. Olíulitir á léréft Listasafn Há- skóla íslands Myndlíst Bragi Ásgeirsson Á dögunum skeði það, að Listasafn Háskóla íslands var opnuð formlega og gerðist það nær þegjandi og hljóðalaust. Að vísu birtust litlar fréttaklausur í dgblöðunum en það fór ekki mik- ið fyrir þeim. Listrýnirinn skundaði á vett- vang og bjóst við nokkru fjöl- menni en því var öðru nær því að á þeim tæpa hálftíma sem hann var í salarkynnunum var þar að- eins einn annar gestur fyrir utan starfsfólk og einn af forráða- mönnum safnsins ásamt maka sínum. Ég varð dálítið undrandi því að mér þóttu þetta nokkur tímamót í íslenzkri listasögu og verð allrar athygli en máski hef- ur þetta verið ósk forráðamanna safnsins þótt ekki gætu þeir ráð- ið aðstreymi að safninu þennan dag. Safnið hefur fengið húsrými á efstu hæð hugvísindastofnunar- innar og sómir sér þar að ýmsu leyti vel þótt ekki sé um sér- hannað húsnæði fyrir málverk. Margt ágætra mynda prýða safnið og forráðamenn þess hafa nokkra sérstöðu um myndaval. Hafa þeir tekið stefnuna að leggja mikla áherslu á innkaup eftir yngri kynslóð listamanna en þó eiga margir hinna eldri einnig myndir þar. Þetta er prýðileg stefna og hér er komiö millistigið á Listasafni íslands og Nýlistasafninu og hefur öll skilyrði til að verða með merk- ustu söfnum þjóðarinnar. Það bíður betri tíma að fjalla ítarlega um þetta safn og ein- stakar myndir en ég get ekki stillt mig um að geta einnar myndar er blasir við sýningar- gestunum er upp er komið, en það er hin stórfallega módel- mynd Jóns Stefánssonar. Hún ein er heimsóknar virði. Þá er þarna margt ágætra verka Þor- valds Skúlasonar. Eitt Iangar mig til að benda á og það er að nú gefst íslending- um gullið tækifæri til að sýna útlendingum góðan þverskurð af íslenskri myndlist á sama svæð- inu. í Listasafni Islands er gull- falleg sýning á fjórum frumherj- um — máski merkilegasta ís- lenska sýningin sem sett hefur verið upp í húsakynnum safns- ins. Svo er það sýning á verkum Gunnlaugs Scheving í Norræna húsinu og loks Listasafn háskól- ans. Það kunna að líða tímar áð- ur en slíkt tækifæri kemur aftur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.