Morgunblaðið - 21.07.1985, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 21.07.1985, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. JÚLÍ 1985 33 Kveðjuorð Sturlaugur Guðna son frá Sandgerði Drottinn góður liö mér ljáðu lífs þá endar hérvist mín. Bið ég þig af hjarta hrjáðu heilög leið mig höndin þín. (Ólafur Gunnarss. frá Baugsstöðum) Sunnudagurinn 23. júní, einn lengsti dagur ársins, rann upp bjartur og notalegur. Ég var sæmilega snemma á fótum, fór út í garöinn og sló, rakaði og snyrti eftir þörfum. Þetta var góð stund innan um blóm og tré og indælt að anda að sér ilminum úr nýslegnu grasinu. Mæðgurnar höfðu daginn áður skroppið austur á Stokkseyri til að hitta ættingja og vini. Þær komu heim með fyrra fallinu, meðal annars til að njóta sem best heim- sóknartímans með tengdaföður mínum, en hann lá nú í Landspít- alanum eftir mikla skurðaðgerð. Hann var á góðum batavegi því aðgerðin hafði heppnast vel. Skyldi hann halda heim eftir ör- fáa daga og von var m betri tíma framundan. Að lokinni heimsókn var ekið í Kópavog, á Suðurbrautina, hellt upp á könnuna og sest við kaffi- borðið. Var rætt um hitt og þetta, með- al annars hvaða dag skyldi nú Sturlaugur fara heim og hvernig væri best að standa að því. Allt í einu verður tengdamóðir mín hugsi og hlustar: Ég heyri svo mikinn og sterkan klukknahljóm, nú er einhver að deyja sem ég þekki vel,“ segir hún. Lítil stund líður. Síminn hringir og hún fær sorgartíðindin af sjúkrahúsinu. Sturlaugur er dáinn. Höggið mikla var fallið, þungt og miskunnar- laust. Hér varð engu þokað. Lífsförunautur og ástkær eigin- maður var fallinn. Svo skörp eru skilin milli lífs og dauða, milli gleði og sorgar, eða var þetta upp- hafið að ævintýrinu mikla sem flestir þrá að megi rætast. Stur- laugur Guðnason fæddist í Sand- gerði á Stokkseyri þann 18. ágúst 1904. Var hann sonur hjónanna Guðna Gíslasonar frá Þverspyrnu í Hrunamannahreppi og Vilborgar Sturlaugsdóttur frá Starkaðar- húsum á Stokkseyri. Má því segja að styrkir stofnar úr Árnesþingi hafi staðið að honum í báðar ætt- ir. Hann var elstur systkinanna Margrétar og Gísla. Mjög ungur að árum fór Sturlaugur til sjós, því heimilisástæður urðu þannig að ekki varð hjá því komist. Heim- ilisfaðirinn og fyrirvinnan varð fyrir svo miklu heilsutjóni að hann varð óvinnufær það sem eft- ir var ævi. Kom það í hlut Stur- laugs sem elsta sonarins að leita fanga og færa heimilinu lífsbjörg. Kork-o-Plast Gólf-Gljái Fyrir PVC-filmur, linoleum, gúmmí, parket og steinflísar. CC-Floor Polish 2000 gefur endingargóða gljáhúð. Notkun: Þvoið gólfið. Berið CC-Floor Polish 2000 óþynnt á gólfið með svampi eða rakri tusku. Notið efnið sparlega en jafnt. Látið þorna í 30 mín. Á illa farið gólf þarf að bera 2—3svar á gólfið. Til að viðhalda gljáanum er nóg að setja í tappafylli af CC-Floor Polish 2000 í venju- lega vatnsfötu af volgu vatni. Til að fjarlægja gljáann er best að nota R-1000 þvotta- efni frá sama framleiðanda. Notið aldrei salmíak eða önn- ur sterk sápuefni á Kork-o- Plast. Einkaumboö é ísland: 1». Þorgrímsson & Co., Ármúla 16, Reykjavík, s. 38640. Var það gert svikalaust, því hann hafði verið knár og kröftugur ung- ur maður sem bar fyrir brjósti velferð og hag sinna foreldra og systkina. Upp úr tvítugu kynntist Sturlaugur ungri og fallegri stúlku úr Gaulverjabæjarhreppi, Aðalheiði Eyjólfsdóttur frá Mið- meðalholtum. Var hún dóttir Eyj- ólfs Eyjólfssonar og Guðrúnar Magnúsdóttur er bæði voru frá Laugarvatni. Þau fluttu alfarið til Kanada 1910, en Aðalheiður varð eftir hjá móðursystur sinni, Vig- dísi Magnúsdóttur. Þessi kynni Sturlaugs og Aðalheiðar voru nú ekki á sandi byggð. Árin urðu hartnær fimmtíu og fjögur er þau stóðu saman í blíðu og stríðu, því árið 1931 gaf séra Gísli Skúlason þau saman i hjónaband. Nú hófst lífsbaráttan fyrir alvöru og draumur ungu hjónanna að eign- ast hús og heimili virtist svo fjar- lægur með létta pyngju. Þótt mörgum reyndist nú erfitt að ná þessu marki, þá hefur tími kreppuáranna örugglega verið miklu þyngri í skauti. Ekki voru þá íbúðarlán eða lífeyrissjóðir að treysta á og létta átakið. Þó ekki seú liðin nema liðlega fimmtíu ár, sem er auövitað stuttur tími í sögu þjóðarinnar, hefur aðstöðumunur landsmanna vaxið svo mikið til hins betra að þar er nær engu saman að líkja, hvað varðar lífs- þægindi og hibýlakost. Hjónin ungu lögðust á eitt um að láta draum sinn rætast. Með mikilli vinnu, sparsemi og elju gátu þau eignast lítið hús i Hólstúninu á Stokkseyri, er kallað var Útgarð- ar. Þar stækkaði fjölskyldan og börnin urðu fimm. Guðrún Ásdis, gift þeim er þessar línur ritar, Guðni Vilberg, giftur Ósk Gísla- dóttur, Margrét, gift Herði Páls- syni, Viktor Ingi, giftur Sigríði Mathiassen, og Einar, giftur Svölu Valgeirsdóttur. Á þrettánda ári í búskap sínum ákvað Sturlaugur að stækka húsið og bæta híbýla- kost því þörfin var knýjandi. En ekki var nú gefinn langur tími til að njóta ávaxta erfiðisins. Aðeins í nokkra mánuði. Eldurinn, sem engu eirir, lagði hús og heimili i rúst á örskammri stund. Þetta bar svo brátt að, að engu var bjargað. Aðalheiður sem var ein heima með yngsta drenginn Einar, gat með snarræði brotist út um glugga og bjargað lifi þeirra beggja. Ber handleggur hennar þess merki ennþá í dag. Þetta var mikið áfall. í þá daga munu tryggingar á íbúðum og inn- búi ekki hafa verið svo algengar og svo var einnig hér, aðeins lá brunatrygging á húsinu. Ekki var látið hugfallast. Sturlaugur fékk lóð skammt frá og hóf að byggja gott hús er hann kallaði Baldurs- heim. Margir Stokkseyringar lögðust á eitt að létta byggingu hússins nýja. Skulu hér endur- teknar og færðar þakkir til allra þeirra sem sýndu svo mikinn drengskap og hjálpsemi þegar erf- iðleikarnir voru mestir. Er mér fullkunnugt um að Sturlaugur taldi það aldrei fullþakkað. í Bald- ursheimi bjuggu Sturlaugur og Aðalheiður næstu sex árin og enn stækkaði fjölskyldan. Þau tóku til sín Vigdísi Magnúsdóttur, móð- ursystir Aðalheiöar, en hún lést fyrir um það bil 18 árum í hárri elli, tæplega 103 ára. Einnig tóku þau til sín sonarson sinn, Jakob, og gengu honum í föður- og móð- urstað. Á þessum árum var Stur- laugur að mestu hættur sjó- mennsku en þess í stað fékk hann sér vinnu hjá Kaupfélagi Árnes- inga á Selfossi, á bifreiðaverk- stæðinu. Einnig vann hann um tíma á Keflavíkurflugvelli þegar atvinnuleysi var sem mest á Stokkseyri og erfitt að leita lífs- bjargar nær en það. Árið 1953 urðu talsverð kaflaskipti í lífi þeirra hjóna. Þau seldu Baldurs- eim og fluttust til Reykjavíkur. Þar eignuðust þau íbúð í vestur- bænum. Sturlaugur vann lengst- um hjá Eimskipafélagi íslands og var þar þangað til hann varð að hætta störfum, liðlega sjötugur að aldri. Ég held að þetta hafi verið honum í raun þó nokkuð áfall sem svo mörgum öðrum á þessu aldursskeiði. Hann sem hafði ver- ið svo árrisull, stundvís og trúr sínu starfi fannst nú heldur dauf- legt að líta fram á veginn. Þótt honum væri ánægja af lestri bóka, að heimsækja ættingja og vini eða þá fá sér gönguferð um hafnar- svæðið og vesturbæinn, var það ekki sú lífsfylling og markmið sem vinnan hafði gefið honum. Upp úr þessu fór heilsu hans að hraka verulega og geta hans til hins daglega lífs var takmörkuð. En hann átti trygga konu og hjálp- söm börn sem léttu undir með honum svo sem hægt var. Því var það fyrir tveimur árum að þau hjónin fluttust alfarið úr Reykjavík til Þorlákshafnar. Ég hef áður getið þess að þau tóku til sín sonarson sinn, Jakob, er býr í Þorlákshöfn, giftur Oddnýju Rík- harðsdóttur. Hann hafði ekki gleymt hve vel afi og amma höfðu reynst honum á hans æsku- og uppvaxtarárum. Var þeim nú boð- ið notalegt athvarf á heimili þeirra hjóna þar sem þau gætu látið elliárin líða í ró og næði. Þessa naut Sturlaugur í ríkum mæli þar til yfir lauk. Ég hef nú í örfáum línum talið það helsta upp í æviskeiði Stur- laugs. Ef hann mætti nú við mig mæla, teldi hann örugglega enga ástæðu til að tíunda þar nokkuð, þar væri ekkert markvert fram að telja. Hann var einn af alþýðunni sem vann störf sín í kyrrþey og lagði sitt að mörkum hávaðalaust. Var í eðli sínu fremur fáskiptinn og hógvær í framgöngu, en tröll- tryggur vinum sínum. Skilvís og orðheldinn, já, eins og stundum er sagt, einn af gamla skólanum. Þótt hann væri oft glettinn og spaugsamur þegar það átti við, var í raun um hann skel sem fáum tókst að komast inn úr. Slíkir menn kunna stundum að vera mis- skildir. Mér fannst eitt mjög áber- andi í skapgerð Sturlaugs, það var hve hann var einstaklega barngóð- ur. Ég er viss um að barnabðrnin og barnabarnabörnin hafa veitt honum margar ánægju- og gleði- stundir og veg þeirra vildi hann sem mestan og bestan. Þau áttu stórt rúm í hjarta hans. Áður en ég lýk þessum línum hef ég verið beðinn að koma á framfæri þakk- læti frá mágum og mágkonu Stur- laugs, þeim Ágústi, Ragnari og Botnýju, er allan sinn aldur hafa búið í Kanada. Þau biðja fyrir hjartans þakklæti fyrir hlýjar og alúðlegar móttökur er þau heim- sóttu ísland. Heimili Sturlaugs hafi ávallt staðið þeim opið af gestrisni og höfðingsskap. Ég held að Sturlaugur hafi ekki verið kallinu í raun óviðbúinn. Hann gat naumast trúað því að hann gæti lifað þessa miklu skurð- aðgerð af. Hans hlutur væri orð- inn góður, hér væri komið að leið- arlokum. Lífið hafði gefið honum svo margt gott, en þó fyrst og fremst trúa og trygga konu sem hann unni af hjartans einlægni. Hún hafði alið honum fimm mannvænleg börn og alls þess hafi hann fengið að njóta í langan tíma. Hann kvaddi sáttur við allt og alla. Á sólbjörtum júlidegi var Stur- laugur lagður til hinstu hvíldar í Stokkseyrarkirkjugarði, við hlið Gísla bróður sins, steinsnar frá fæðingarstað þeirra beggja. Þetta var hans ósk, því á Stokkseyri voru ræturnar og þar hafði hann lifað sínar mestu og bestu gleði- stundir. Hann unni í hjarta sínu þessum litla friðsæla fiskimannabæ með fjallahringinn víða, brimgnýinn þunga og fallegu litskrúðugu fjör- urnar. Ég kveð Sturlaug með þakklæti og fyrir allt það sem hann gerði fyrir mig og mína fjöl- skyldu. Ég óska honum góðrar ferðar yfir móðuna miklu. Þar bíða hans vinir í varpa. Þorsteinn Alfreðsson Á ÁRIÆSKUNNAR Tilboð í kaupfélögunum 22. til 27. júlí ’85 til þeirra sem ferðast innanlands Nú, á ári æskunnar, viljum við hjálpa ungu fólki til að ferðast um eigið land. í því skyni bjóðum við ýmsar vörur í ferðalagið á sérlega hagstæðu verði í kaupfélögum um land allt. Vörumar sem um er að ræða em meðal annars: CARÁVAN göngutjöld I CARAVAN svefnpokar Vinnum saman Vertu með h Kaupfélögin

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.