Morgunblaðið - 21.07.1985, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 21.07.1985, Blaðsíða 52
OPINN 9.00-00.30 BTT KORT AliS SXADAR SUNNUDAGUR 21. JÚLÍ 1985 VERÐ í LAUSASÖLU 30 KR. Golfvöllur í Fossvogi? ÍÞRÓTTARÁÐ Kópavogs fór fram á í vor að fá leyfi bæjarráðs til að gerð yrði frumkönnun á staðsetningu golfvallar í bæjarlandinu með það fyrir augum að taka frá land fyrir 18 holu golfvöll. Ef af golfvellinum verður stendur til að stofna golfklúbb fyrir Kópavogsbúa. Að sögn Stefáns Guðmundsson- ar tómstunda- og íþróttafulltrúa Kópavogs stendur frumkönnun um staðsetningu vallarins yfir um þessar mundir. Þegar hafa verið nefndir þrír staðir og eru það svæði, sem merkt eru græn svæði samkvæmt nýja aðalskipulaginu. Fossvogsdalurinn er einn stað- anna, sem er til athugunar þrátt fyrir að hann sé nokkuð þröngur og óvíst hvort hægt verði að koma brautunum fyrir. Svæði suður frá Elliðavatni í dalverpi gæti einnig hentað vel og loks hefur verið nefnt svæði við Lækjarbotna en sennilega er það ekki hentugt því landið stendur of hátt yfir sjó og snjó tekur seint upp. Búist er við að frumkönnun verði lokið í haust. Skútur í Reykjavík MÖRGUM skútum hefur verið stefnt hingað til lands í sumar. Meðal þeirra eru þessi þrjú fley, sem Olafur K. Magnússon festi á filmu í Reykjavíkurhöfn á föstudaginn. Lengst til vinstri er skútan Tarzan frá Hamborg, þá Wild Badger frá Englandi og lengst til hægri er rússnesk tréskúta sem kom hingað frá Kólaskaga og heldur brátt aftur norður í böf, en siglingar á skút- um um norðlægar slóðir hafa færst í vöxt á síðustu árum. Morgunbl&ðtð/Ólafur K. Magnúason SAPUKÚLUR Mcrgunblaðið/ÓI.K.M. Sápukúlur eru ekki langlífar. En alltaf er jafn garaan að búa þær til og önnur kemur í stað þeirrar sem springur. Þessar smámeyjar sendu sínar sápukúlur út í loftið á ísafirði á dögunum og vönduðu sig við verkið eins og sjá má. Líklegt að minkur geti borið riðu á milli héraða Smitandi heilahrörnun í minkum af sama stofni og riða Sauðfjárveikivanrir eftir því að fá að til sóknir sem kynnu að búnaðarráðuneytinu hafa óskað ura- land- stofnun minkabúa Jökuisár á Fjöll- um. Er þetta gert vegna veiki sem vart hefur orðið í minkum erlendis og nefnd hefur verið smitandi heila- hrörnun (Transmissible Mink Enc- ethalopathy). Veikin er af sama Jón Reynir Magnússon framkvæmdastjóri: Óhagkvæmt að veiða loðnu við Jan Mayen Formaður LÍÚ hlynntur frjálsu loðnuverði f tilraunskyni „ÉG TEL óhagkvæmt að veiða loðnu á Jan Mayen-svæðinu. Menn eru hvort sem er bundnir af kvótaskiptingu og það er hægt að veiða loðnuna með minni tilkostnaði þegar hún kemur nær landi, auk þess sem betra hráefni fæst. Áta er í loðnunni og hún geymist illa á hinni löngu siglingu til lands,“ sagði Jón Reynir Magnússon, framkvæmdastjóri Síldarverksmiðja ríkisins, í samtali við Morgunblaðið, en loðnuveiðar mega hefjast þann 1. ágúst. Loðnuverð hefur enn ekki verið ákveðið, en reiknað er með að fundur verði í Verðlagsráði sjávarútvegsins um miðja næstu viku. Kristján Ragnarsson, formaður Landssambands íslenzkra út- vegsmanna, kvaöst í viðtali við Fiskifréttir vera hlynntur frjálsu loðnuverði. „Ég er þeirrar skoðun- ar að loðnuverðið eigi að vera frjálst i tilraunaskyni frá 1. ágúst til 1. október," sagði Kristján í samtali við blaðið. Hann kvað slíkt heimilt og visaði til laga- breytinga, sem gerðar voru á síð- asta þingi. í viðtali við Morgunblaðið lýsti Jón Reynir sig andvígan frjálsu loðnuverði. „Ég held að menn séu ekki undir það búnir. Það verður annmörkum háð að bjóða í óséð hráefni í skipum kannski lengst úti í hafi. Þá er hætt við að menn yfirbjóði hver annan. Frjáls verð- myndun á loðnu þarf meiri undir- búnings við,“ sagði Jón Reynir. Verð á loðnuafurðum hefur haldið áfram að lækka á mörkuðum erl- endis. Búist er við að á milli 4 og 5 dollarar fáist fyrir hverja prótein- einingu, en var 8 dollarar haustið 1983. stofni og riða og er óttast að mink- arnir geti borið smitið í fé á riðu- veikifríum svæðum, eins og á svæð- inu austan Jökulsár. Sigurður Sigurðarson, sérfræð- ingur Sauðfjársjúkdómanefndar, sagði að smitandi heilahrörnun í minkum væri nauðalík riðu í sauðfé enda af sama stofni. Ekki væri fyrir því 100% sönnun, en menn teldu að þarna á milli væri hringrás. Nefndi hann sem dæmi að í Bandaríkjunum hefði veikinn- ar orðið vart í minkum sem fóðr- aðir voru með líffærum úr sjúku fé. Hann nefndi líka að hér á landi hefðu menn verið að velta fyrir sér ástæðunni fyrir því að minkum virtist hafa fækkað mjög sums staðar þar sem riðan hefur verið útbreiddust. Sagði hann að búið væri að leggja mikla vinnu og kostnað í að halda svæðinu á milli Jökulsár á Fjöllum og Jökulsár á Brú hreinu af riðuveiki, og vildu menn því fara varlega í að taka mikla áhættu, enda væri sauðfjárræktin mikilvægasta búgreinin á svæð- inu. Hann sagði að ekkert væri á móti því að hafa minka þarna ef hægt væri að fóðra þá með öruggu fóðri. Ekki hefur enn reynt á það hvort bændur austan Jökulsár fá að taka minka á bú sín. Þeir hafa talsvert farið út í loðdýrarækt, en hingað til eingöngu refarækt. Jós- ep Leósson í Brekknakoti í Þistil- firði sagðist vera með 98 refa bú og væri nú að stækka búið um helming. Kvaðst hann hafa haft áhuga á að kynnast minkarækt- inni með því að fá 15—20 læður. Hann hefði enn ekki sótt um leyfi, og óvíst hvort hann gerði það eftir þessar fréttir, því þeir væru að byggja upp fóðurstöð á Raufar- höfn sem yrði að byggja að hluta til á sláturúrgangi af riðusvæðum. Mörg útköll SLÖKKVILIÐIÐ í Rey* að út fimm sinnum á klukkan 21.50 á fc 06.39 á kall Alvarlegasta tilvikið var að Móum II á Kjalames unr sexleytið í gær- morgun. Þar var- eldnr laus í lofti barnaherbergis eftir að eldur hafði brotist út milli klæðninga í þaki og var húsið allt fullt af reyk. Við Hrafnhóla þurfti að aðstoða pilt sem hafði freistað inngöngu i hús utan frá og var kominn í sjálfheldu uppi á fimmtu hæð. Þá var slökkviliðið kallað að Háaleitisbraut 1, Berg- þórugötu 1 og Urðarstíg 16. Slökkvilið Hafnarfjarðar var kall- að í Fjarðarkaffi í fyrrinótt. Tjón var ekki fullkannað í gær, en m.a. geymdu blásarar í Lúðrasveit Hafn- arfjarðar hluta af hljóðfærum sín- um þarna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.