Morgunblaðið - 23.07.1985, Síða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚLÍ1985
Starfsmannahús
bandaríska sendiráðsins:
Skotið úr hagla-
byssu inn í fbúð
Lögreglan leitar byssumannsins
Lið lögreglu fór á vettvang í Þingholtsstræti og þrátt fyrir víðtæka leit, tókst
byssumannsins.
MorrunbladiA/Júlíus
lögreglu ekki að hafa hendur í hári
SKOTIÐ var úr haglabyssu inn um glugga á
starfsmannabústað bandaríska sendiráðsins að
Þingholtsstræti 34. Skotmaðurinn er ófundinn.
Laust eftir klukkan fimm að morgni sunnudags-
ins tilkynnti starfsfólk bandaríska sendiráðsins,
að skotið hefði verið úr haglabyssu inn um eld-
húsglugga. Höglin dreifðust í loft eldhússins.
Enginn var í eldhúsinu þegar atburðurinn átti sér
stað, en fólk í næsta herbergi.
Skömmu áður en atburðurinn átti sér stað,
bankaði ölvaður maður — Islendingur að því er
talið — upp á og spurði eftir fólki en var ekki
hleypt inn í bústaðinn. Maðurinn hvarf á braut,
en með öllu er óljóst hvort hann var að verki.
Lögreglu var tilkynnt um mann með byssu á
Miklatúni á sunnudag. Við eftirgrennslan reynd-
ist maðurinn ekki viðriðinn atburðinn við bústað
sendiráðsins. Rannsóknarlögregla ríkisins rann-
sakar atburðinn.
Skákþing Norðurlanda í Gjövik:
Helgi og Jóhann
jafnir og efstir
(■jövik í Noregi, 22. júlí. Frá Áskeli Erni Kárasyni, frétUmanni MorgunblaAsins.
HELGI Ólafsson og Jóhann Hjartarson eru efstii og jafnir með SVi
vinning að loknum 7 umferðum á Skákþingi Norðurlanda. Þeir hafa
báðir teflt af miklum krafti á mótinu og ættu að öllu eðlilegu að vera
með trygga forystu í mótinu, en norska undrabarniö Agdestein hefur
staðið sig frábærlega vel og getur náð þeim eða komist upp fyrir þá því
hann er með 4Vi vinning og biðskák úr 7. umferð. Næstir eru Helmers
með 4Vi vinning og Yrjöla og Curt Hansen með 4 vinninga.
I 5. umferð sem tefld var á laug-
ardag urðu úrslit þessi: Helgi-
Westerinen 1-0, Helmers-Jóhann
'á-'A, Agdestein-Scussler 1-0, C.
Hansen-Wiedenkeller 0-1, Yrjöla-
Maki ‘A-*A, Öst-Hansen-Jens Chr.
Hansen 1-0. Helgi vann finnska
stórmeistarann á einkar skemmti-
legan hátt í stuttri skák en Helgi
hefur ekki áður unnið stórmeist-
ara á jafn skjótan hátt. Jóhann
varði mjög erfiða skák gegn
Helmers en tókst með nákvæmri
vörn að bjarga sér í jafntefli.
Úrslit í 6. umferð urðu þessi:
Helgi-Helmers 'h-'h, Jóhann-
Yrjöla 1-0, Wiedenkeller-Agde-
stein 0-1, Maki-C.Hansen 0-1,
Scussler-Öst-Hansen 1-0, Wester-
inen-Jens Chr. Hansen 'h-'h. Skák
Jóhanns við Yrjöle var skák 6. um-
ferðarinnar. Hún var mjög tvísýn
og spennandi og virtist um tíma
sem Finninn væri að ná mátsókn
en þrátt fyrir mikið tímahrak
tókst Jóhanni að finna leið til
gagnsóknar og endaði með því að
máta Finnann, áhorfendum til
mikillar skemmtunar.
7. umferðin var síðan í dag og
urðu úrslit þessi: Yrjöla-Helgi 0-1,
C.Hansen-Jóhann 'h-'h, Jens Chr.
Hansen-Scussler 0-1, Helmers-
Westerinen 1-0. f bið fóru skákir
Agdestein-Maki og Öst-Hansen-
Wiedenkeller. Jóhann tefldi stíft
til jafnteflis með svörtu gegn Curt
Hansen og náði því án mikillar
fyrirhafnar. Helgi vann Yrjöla að
því er virtist fyrirhafnarlítið með
svörtu mönnunum.
Það er athyglisvert að Jóhann
og Helgi hafa fengið alla sína
vinninga á móti sömu andstæðing-
unum, þeir hafa báðir unnið Finn-
ana þrjá og Wiedenkeller. f 8. um-
ferð sem tefld er á þriðjudag teflir
Jóhann við Agdestein og hefur
hvítt og Helgi við Curt Hansen.
Að 5 umferðum loknum í meist-
araflokki er Áskell örn Kárason í
5. sæti með 3 'h' vinning, 'h vinn-
ingi á eftir efstu mönnum. Þröstur
Árnason er með 3 vinninga. Hann
er langyngsti skákmaðurinn í
meistaraflokki, aðeins 12 ára, og
hefur árangur hans vakið athygli.
Jóhannes Ágústsson og Tómas
Björnsson eru með 1 vinning hvor.
Jón Þór Bergþórsson er framar-
lega í opna flokknum með 3 'h
vinning, Magnús Sigurjónsson
hefur 2 vinninga og Einar
Óskarsson l'h.
Búnaðar-
bankinn
hækkar
Opinbera verðlagskerfíð
hefur reynst þeim vel
— segir Kristján Ragnarsson um afstöðu fiskkaupenda gegn frjálsu loðnuverði
„Mér finnst það mjög
einkennilegt ef verksmiðjurnar
telja að fulltrúi hins opinbera,
oddamaður í yfirnefnd, eigi að
vera gæslumaður þess að þeir
borgi ekki of mikið fyrir loðn-
una, af því þeir treysta ekki
sjálfum sér til þess,“ sagði
Kristján Ragnarsson, formaður
Landssambands íslenskra út-
Nýjar lána-
reglur LÍN
staðfestar
Menntamálaráðherra staðfesti í
síðustu viku nýjar úthlutunarreglur
fyrir Lánasjóð ísl. námsmanna.
Gilda reglurnar fyrir næsta
lánstímabil sjóðsins, en þær eru í
meginatriðum óbreyttar og gera
m.a. ráð fyrir að sami háttur verði
hafður á lánveitingum til fyrsta árs
nema, þ.e. að þeir hljóti lán með
hankavíxlum.
Ragnhildur Helgadóttir
menntamálaráðherra sagði í til-
efni af staðfestingunni, að nýju
reglurnar gerðu. ekki ráð fyrir
neinum meiriháttar breytingum.
Hún sagði ennfremur, að á næsta
lánstímabili fengju nemendur lán
í fyrsta sinn sem svaraði til
hundrað prósent reiknaðrar fjár-
þarfar. „Þannig að þeir hafa aldr-
ei verið eins vel settir," sagði
ráðherrann.
vegsmanna, er borin voru undir
hann ummæli Jóns Reynis
Magnússonar, framkvæmda-
stjóra Sfldarverksmiðja ríkisins,
í Morgunblaðinu á sunnudag,
þess efnis að ekki bæri að gefa
loðnuverð frjálst. í viðtali viö
Fiskifréttir segist Kristján vera
hlynntur frjálsu loðnuverði.
„Þessi viðbrögð koma mér mjög
á óvart. Ég hef skilið það svo að
fiskkaupendur hafi verið fylgj-
andi frjálsri verðlagningu og að
hún yrði ekki bundin i jafn fastar
skorður og verið hefur, en laga-
breyting sem gerir frjálsa verð-
lagningu mögulega var gerð að
ósk okkar og fiskkaupenda. Áð
mínu mati hentar best að gera
tilraun með frjálsa verðlagningu
í sambandi við loðnuveiðarnar.
Þar eru tengsl milli útgerðar og
vinnslu hvað minnst og ætti því
að geta myndast eðlilegt verð
með hliðsjón af framboði og eftir-
spurn. Við erum heldur ekki háð-
ir ákvörðunum fiskkaupenda um
hvað þeir vilja borga, því við get-
um selt loðnuna úr landi, ef við
fáum ekki viðunandi verð fyrir
hana hér. Allt myndi þetta leita
jafnvægis og verða vísir að frjáls-
ari verðmyndun," sagði Kristján
ennfremur.
Kristján sagði að í samþykkt
sem samtök fiskvinnslunnar af-
hentu ríkisstjórninni í fyrri viku
væri þess óskað, að heimildir
verðlagsráðs sjávarúlvegsins til
að ákveða að fiskverð skuli
frjálst, verði rýmkaðar og að til
þess þurfi einungis meirihluta, en
um það þurfi ekki að vera alls-
herjarsamkomulag, eins og nú
væri kveðið á um. Það skjóti því
mjög skökku við ef fiskkaupendur
verði mótfallnir frjálsu loðnu-
verði og hefði hið opinbera verð-
lagskerfi greinilega reynst þeim
svo vel, að þeir vildu frekar eiga
verðið undir því, en undir eigin
ákvörðunum.
Kristján sagði að ákvarðanir
um hvenær loðnan væri veidd
ættu að vera á valdi útgerðar-
mannanna. „Ég tel ekki að það
eigi að hafa vit fyrir mönnum um
það. Menn fá úthlutað aflakvóta
og þeir eiga að meta það sjálfir
hvar og hvenær þeir vilja veiða
hann. Ef útgerðarmenn telja hag-
kvæmt að veiða loðnuna við Jan
Meyen, þá eiga þeir að mega gera
það. Hvorki ég né Jón Reynir eig-
um að ákveða það fyrir þá. Eg
harma því þessi viðbrögð og vona
að fiskkaupendur hafi séð að sér
þegar við setjumst að samninga-
borðinu á miðvikudaginn og fjöll-
um um loðnuverðið," sagði
Kristján að lokum.
vexti
BÚNAÐARBANKINN hækkaði
vexti í gær. „Við erum að aðlaga
vexti að öðrum bönkum og verð-
bólgunni eins og hún er í dag,“
sagði Kristján Gunnarsson, for-
stöðumaður hagdeildar Búnaðar-
bankans í samtali við Morgunblað-
ið. Vextir á hinni svokölluðu
„gullbók" Búnaðarbankans hækk-
uðu um 2% — í 33%. Vextir á
þriggja mánaða sparisjóðsbók
hækka úr 23% í 25% af sex mán-
aða bók úr 26'h%í 28% og 18 mán-
aða bók úr 35% í 36%
Víxilvextir Búnaðarbankans
hækka úr 28% í 30% og við-
skiptavíxlar bera nú 31% vexti.
Vextir af almennum skuldabréf-
um hækka í 32% úr 30'h% og af
viðskiptaskuldabréfum eru vext-
ir 33'á%. Búnaðarbankinn sótti
um meiri hækkun af viðskipta-
skuldabréfum, en Seðlabankinn
heimilaði aðeins 'h% hækkun.
80 % heilsugæslulækna
láta af störfum 11. ágúst
„Allir læknar sem starfa á heilsugæslustöðvum og hafa sagt upp störf-
um frá og með 11. ágúst næstkomandi líta á uppsagnirnar sem stóra
ákvörðun varðandi sína hagi en ekki nein látalæti í kjarabaráttunni,"
sagði Gunnar Ingi Gunnarsson, formaður kjararáðs heilsugæslulækna,
þegar blaðamaður spurði um hvernig miðaði f kjarabaráttu heilsugæslu-
lækna á heilsugæslustöðvum um allt land.
„Uppsagnirnar eiga sér langan
aðdraganda og má segja að
heilsugæslulæknar hafi verið
neyddir til að segja upp störf-
um,“ sagði Gunnar. Ekki hefur
verið rætt við lækna frá því í vor
þegar kjaradómur birti niður-
stöður sínar og að öllu óbreyttu
munu 80% heilsugæslulækna á
landinu láta af störfum 11.
ágúst.
Læknar á heilsugæslustöðvum
eru opinberir starfsmenn ýmist
skipaðir eða settir af heilbrigð-
isráðherra og hafa staðið í
samningum við fjármálaráð-
herra fyrir hönd ríkissjóðs varð-
andi kjaramál.
Kröfur heilsugæslulækna eru
þær sömu og voru áður en kjara-
dómur féll og sagði Gunnar að
það væri samkomulagsatriði
hvaða breytingar þyrftu að
koma til ef læknar hættu við
uppsagnimar. Meðal þess sem
krafist er, eru ýmis atriði varð-
andi atvinnuöryggi, gæsluvakta-
greiðslur, lögvernduð lág-
markshvíld og frí.
Stjórn Læknafélags Islands
hefur sent bréf til ráðherra og
vakið athygli á ástandinu og að
sögn Gunnars eru læknar tilbún-
ir til viðræðna við fjármálaráðu-
neytið verði þess farið á leit við
þá.