Morgunblaðið - 23.07.1985, Síða 52

Morgunblaðið - 23.07.1985, Síða 52
ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚLÍ 1985 STAÐRST UNSIRAUST OPINN 10.00-00.30 VERÐ í LAUSASÖLU 30 KR. MorRunblaðið/Július Morgunbladið/Bjarni BLÍÐSKAPARVEÐUR var sunnanlands í gær, kærkomin tilbreyting frá hryssingslegri veðr- áttu undanfarna daga. Víða var gefið frí í vinnu „vegna veðurs“. Stærri myndin var tekin í Laugardalslaug- inni í gærdag og það er ekki út í hött að ætla að þarna sé pabbinn á ferð að kenna börnum sínum sundtökin. Á litlu myndinni sjást tvær kappaksturshetjur í Smáíbúðahverfinu á fullri ferð í góða veðrinu. Spáð er fremur hægri norðlægri átt í dag, skýjuðu og dálítilli súld á annesjum um norð- anvert landið, en þurrt verður og víða létt- skýjað syðra. Hitinn verður á bilinu 6—10 stig fyrir norðan en 10—15 stig sunnanlands. Túlkun Verzlunarráðsms á kjamfóðurgjaldinu: Greiða ber allt sérstaka fóður- gjaldið til baka BIRGIR ísleifur Gunnarsson alþing ismaður segir að tvímælalaust hafi það verið ætlunin við samningu lag- anna um framleiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum að endurgreiðslur i hinu sérstaka fóðurgjaldi (80%-gjaldinu) yrðu miðaðar við hverja búgrein sem heild, og væri það í andstöðu við meiningu laganna að nota endurgreiðslureglurnar til að koma i einhvers konar búmarki. Verslunarrið íslands hefur skrifað landbúnaðarriðherra bréf þar sem sami skilningur kemur fram, auk þess sem þar kemur fram sú túlkun Verslunarriðsins að ekki sé heimild til annars en að endurgreiða allt sér- staka gjaldið, að minnsta kosti þar til sett hafa verið framieiðslutakmörk i viðkomandi búgreinar. Steingrímur Ari Arason hag- fræðingur hjá Verslunarráði ís- lands segir að Verslunarráðið fari í bréfinu fram á að reglugerðin verði afturkölluð vegna ýmissa ann- marka sem á henni væru. Þá væru einnig gerðar tillögur að endur- greiðslureglum í nýrri reglugerð, verði hún gefin út. Þar er gert ráð fyrir að hið sérstaka fóðurgjald skuli endurgreiða vegna fóður- kaupa til framleiðslu á búvöru, ef framleiðslumagn hennar er ekki umfram það magn sem ákveðið er i samningum bænda og ríkisins og bændum er tryggt fullt verð fyrir. Hins vegar verði ekkert endur- greitt vegna fóðurkaupa til fram- leiðslu á búvöru umfram það fram- leiðsiumagn sem þannig er ákveðið. Sagði Steingrímur að þar sem enn hefði ekki verið komið á nein- um framleiðslutakmörkunum sam- kvæmt nýju lögunum bæri að endurgreiða öllum sérstaka fóður- gjaldið að fullu. Þegar búið yrði, með samningum Stéttarsambands- ins og ríkisstjórnarinnar, að ákveða hámark mjólkur- og sauð- fjárframleiðslu, bæri að endur- greiða gjaldið að fullu fyrir fram- leiðsiu innan þeirra takmarkana sem þar væri ákveðið. Þá ætti að endurgreiða allt gjaldið til annarra búgreina, þar til og ef framleiðslá þeirra yrði takmörkuð og þá áfram fyrir framleiðslu innan hinna ákveðnu takmarkana. Hins vegar mætti ekkert fóðurgjald endur- greiða fyrir framleiðslu umfram slík framleiðslutakmörk. Tóku ekki við afla sovésks rækjuskips Hlutabréf rikisins í Flugleiðum, Eimskip og Rafha til sölu: Bréfin boðin á um tífoldu nafnverði FJÁRMÁLARÁÐHERRA, Albert Guðmundsson, hefur ikveðið að bjóða til söhi hlutabréf ríkisins í þremur fyrirtækjum, Flugleiðum, Eimskip og Rafha i matsverði sem er er i bilinu 9 til 10,9-falt nafnverð bréfanna. Bréf hvers félags verða aðeins seld í einum „pakka“, að sögn Alberts. Fjirfestingarfé- lag Islands mun annast söluna, sem hefst i fimmtudag og stendur til 30. september. Fjirfestingarfélagið vann útreikningana sem mat bréfanna er byggta. Ríkissjóður á 20% í Flugleiðum og er nafnverð þeirra bréfa um 7 milljónir króna, en söluverðið um 63 miUjónir (nífalt nafnverð). Eignarhlutdeild ríkisins í Eimskipafélagi tslands er 5%, nafnverð bréfanna 4,4 milljónir en söluverðið tæpar 48 milljónir (10,9 falt nafnverð). í Rafha á ríkið 30,05%, sem er 900 þúsund á nafn- verði en á að seljast 9,5 falt, eða á 8,55 milljónir. Að sögn Þorsteins Guðnasonar hjá Fjárfestingarfélaginu lögðu þeir á borð fyrir fjármálaráðherra það sem kallað er lágmarkstilvik, líklegasta tilvik og hámarkstilvik, sem í tilfelli Flugleiða var 4-, 6- og 9-fait nafnverð. Fjármálaráðherra kaus að selja bréf Flugleiða á há- marksverði, eða níföldu nafnverði. Albert var spurður að því hvort hann teldi að nokkur myndi kaupa bréfin við þessu verði: „Ég veit það ekki, það verður bara að koma í ljós. En ég tel mig ekki hafa heimild til að selja nokk- uð sem mér hefur verið trúað fyrir og tilheyrir ríkinu fyrir minna en sannvirði," sagði Albert, og bætti því við að hann teldi brýnt að fólk skildi að hlutabréf fyrirtækja sem vel gengju hlytu að vaxa að verð- gildi. — En hvað með samræður þínar við Starfsmannafélag Flugleiða. Eru þær úr sögunni? „Þeir vildu kaup bréfin á nafn- virði, sem kemur ekki til greina." — Hvað gerist ef bréfin seljast ekki á umræddum tíma? „Þau verða til sölu hjá mér svo lengi sem ég gegni embætti fjár- málaráðherra." — En hvers vegna gerirðu það að skilyrði að bréfin séu keypt í einu lagi? „Vegna þess að bréfin missa mátt sinn ef þau eru brytjuð niður. Það getur hver sem er keypt fáein hlutabréf á nafnverði, en slík bréf hafa ekkert áhrifavald og eru ekki annað en aðgöngumiði á aðalfund." Helgi Thorvaldsson formaður Starfsmannafélags Flugleiða, sagði að auðvitað ætti Starfsmannafé- lagið enga möguleika á að kaupa bréfin á þessu verði. „Annars veit ég ekkert hver við- brögð okkar verða, því ég var að frétta af þessari sölu fyrst nú í kvöld. Albert lofaði okkur því að fá að fylgjast með framvindu málsins, en hann hefur ekki gert það enn mér vitanlega. Við vildum fá að njóta forkaupsréttar á bréfunum á sínum tíma, en hann vildi láta meta bréfin og síðan höfum við ekkert frétt," sagði Magnús. LIÐLEGA tvítug kona kærði í gær tvo menn fyrir nauðgun og hafi ann- ar þeirra ógnað henni með hnífi á meóan þeir frömdu ofbeldisverkið. I.iðlega þrítugur maður var í gær úr- skurðaður í gæzluvarðhald til 7. ágúst vegna rannsókn Rannsóknar- lögreglu ríkisins á kærunni og er hins mannsins leitað. Atburðurinn átti sér stað í íbúð SOVÉSKT frystiskip sem kom til Siglufjarðar sl. fimmtudag með 263 tonn af rækju sem vinna átti hjá Sigló hf. fór aftur út í gær, þar sem rækjan reyndist lélegri og smærri en til var ætlast Skipið kom með afla úr þremur skipum sem eru á rækjuveiðum á Barentshafi. Kaupandi rækjunnar er enskt fyrirtæki sem lætur Sigló hf. vinna hana fyrir sig og selur síðan til fyrirtækis í Banda- ríkjunum. Hálfu öðru tonni af rækju var skipað upp en að mati fulltrúa enska fyrirtækisins var það ekki nógu gott hréfni, og ekki í samræmi við það sem til var ætl- ast og fór skipið þá aftur frá Siglufirði. Guðmundur Skarphéðinsson, verkstjóri hjá Sigó hf., sagði að annað skip kæmi fljótlega. Hann sagði að þetta atvik raskaði ekki starfsemi fyrirtækisins því þeir væru með talsvert af hráefni fyrir enska fyrirtækið, auk þess sem þeir tækju við afla 7 rækjubáta. Hann sagði að helmingur afkasta- í Norðurmýri og var lögreglan í Reykjavík kvödd á vettvang laust upp úr miðnætti aðfaranótt mánu- dagsins. Nágrannar leituðu að- stoðar lögreglu vegna háreystis í íbúð. Maðurinn, sem situr inni, hafði kastað munum fram á gang og neitaði að opna þegar lögregla kom á vettvang og varð lögregla að ryðja sér leið inn í íbúðina. getu fyrirtækisins færi I að vinna rækju fyrir Englendingana og hefði svo verið i 2 mánuði. Ef vinnslan gengi vel gæti orðið framhald á þessari vinnslu og samningurinn veruleg búbót fyrir Sigló hf. Dreng bjargað úr höfninni MENN úr Björgunarsveitinni í Grindavík björguðu átta ára dreng úr vesturhöfninni í Reykja- vík sl. laugardag. Drengurinn hafði verið með félögum sínum að veiðaá bryggjunni og dottið í sjó- inn. Er Grindvíkingarnir voru að leggja bát sínum að bryggju sáu þeir nokkra drengi veifa þeim. Er þeir könnuðu hvað var að gerast fundu þeir dreng hangandi í dekkjunum utan á bryggjunni og hafði hann þá synt eina 30 metra Honum mun ekki hafa orðið meint af volkinu. Maðurinn var handtekinn, en fé- lagi hans var þá á bak og burt. Maðurinn sem situr inni hefur áður verið kærður fyrir nauðgun. Rannsókn málsins er stutt á veg komin. Konan er með áverka á öxl. RLR leitaði í gær hins mannsins, en ekki hafði tekist að hafa hend- ur í hári hans í gærkvöldi. Kærðir fyrir nauðgun og að ógna með hnífí

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.