Morgunblaðið - 30.07.1985, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 30.07.1985, Qupperneq 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. JÚLÍ 1980 Fiskimjölsverksmiðjan hf. í Eyjum: Nýr suðu- og pressubúnaður fyrir 17 millj. kr. FISKIMJÖLSVERKSMIÐJAN hf. í Vestmannaeyjum er búin að gera samn- ing við Stord í Noregi um kaup á nýjum suðu- og pressubúnaöi, en sú endurnýjun sem hér um ræðir varðar helminginn af vélbúnaði verksmiðjunn- ar sem hefur nú tvær vélasamstæöur sem hvor um sig getur framleitt úr 600 tonnum af hráefni á sólarhring. Sú endurnýjun sem nú er búið að semja um kostar um 17 milljónir kr. að sögn Viktors Helgasonar, framkvæmdastjóra Kiskimjölsverksmiðjunnar hf. „Þessi nýi búnaður," sagði Vikt- or, „sem reiknað er með að verði kominn i gagnið í febrúar, á að geta nýst í þeim framtíðaráform- um sem uppi eru um nýja verk- smiðjubyggingu. Hér er um mjög 260 Tékkar á skemmti- ferðaskipi Á fóstudaginn eru væntan- legir 260 tékkneskir ferða- menn með rússnesku skemmti- ferðaskipi. Mun þetta vera fyrsti tékkneski ferðamanna- hópurinn, sem hingað kemur, að sögn Haralds Jóhannes- sonar hjá Faranda, sem sér um móttöku hópsins. Tékkarnir koma hingað með skemmtiferðaskipinu Mikhail Kaliin, og eru þeir eini hópurinn um borð. Skip- ið kemur hingað til Reykja- víkur snemma á föstudags- morguninn. Tékkarnir fara í skoðunarferðir um Reykjavík og einnig fara þeir til Þing- valla. Skipið heldur til Akur- eyrar um kvöldið. Á sunnu- daginn fer hópurinn í skoð- unarferð um Þingeyjarsýslu að Mývatni og um borð á Húsavík að ferðinni lokinni. fullkomin tæki að ræða sem m.a. gefa möguleika á endurnýtingu hita, en slíkt hefur ekki verið hægt áður, þannig að hér er jafn- framt um verulega orkusparandi aðgerðir að ræða. Þá eigum við með þessum búnaði að geta náð betri framleiðslugæðum, en þessi framkvæmd nú er þrep í áttina að nýrri verksmiðju þar sem m.a. er reiknað með reyklausri og lyktar- lausri verksmiðju og reyndar er ekki gert ráð fyrir reykháfum á verksmiðjunni þar sem um gufu- þurrkun verður að ræða.“ Morgunblaflið/Júllus Ekið á lögreglumann á gangbraut Ekið var aftan á lögreglumann á bifhjóli á gangbraut við Þjóðleikhúsið í Reykjavík um níuleytið í gærmorg- un. Hann var fluttur á slysadeild en reyndist ekki mikiö meiddur, kenndi þó eymsla í baki, og fékk að fara heim skömmu síðar. Slysið vildi þannig til að lögreghimaðurinn stöðvaði hjól sitt við gangbrautina til að hleypa gangandi vegfaranda þar yfir. í þann mund bar að bfl sem ók aftan á lögreglumanninn. Fundur ráðherra með svína- og alifuglabændum leystist upp Tek hraustlega undir hugmyndir um nýtt stéttarsamband,“ segir Einar Eiríksson n FUNDUR, sem Jón Helgason landbúnaðarráðherra, boðaði forystu- menn svína- og alifuglabænda og Stéttarsambands bænda á síðdegis í gær til að ræða endurgreiðslu kjarnfóðurgjalds leystist upp þegar forystumenn hinna fjögurra félaga svína- og alifuglabænda gengu af fundi. Voru þeir með því að mótmæla því að ekki var tekið undir tillögu þeirra um breytingar á kjarnfóðurgjaidinu, sem þeir kynntu sl. föstudag. Landbúnaðarráðherra hefur boðað sérbúgreinamennina til fundar ár- degis í dag, en óvíst er að af þeim fundi verði þar sem vafasamt er að formenn sérbúgreinanna mæti þar. í framhaldi af þessum atburðum hafa komið upp hugmyndir um stofnun sérstaks stéttarsambands sér- búgreinanna. o INNLENT „Þetta gekk lítið í dag. Staðan er nánast óbreytt frá því sem ver- ið hefur, nema hvað fjármála- ráðherra hefur gefið vilyrði fyrir lítilsháttar greiðslufresti á grunngjaldinu sem hjálpar okkur Iítið,“ sagði Einar Eiríksson í Miklaholtshelli, formaður Félags alifuglabænda, þegar hann var spurður um stöðu málsins. Hann sagði að þeir hefðu farið af fund- inum þar sem ekki var tekið undir tillögu þeirra og formaður Stétt- arsambandsins hefði beinlínis lýst sig andvígan henni og þeir því ekki séð ástæðu til að ræða málið frekar. „Ég mæti þar a.m.k. ekki og á von á að það geri hinir for- mennirnir heldur ekki, því við höf- um verið mjög samstíga í þessu máli og ljóst er orðið að tilgangs- laust er að ræða þessi mál frekar," sagði Einar þegar hann var spurð- ur um fundinn sem landbúnaðar- ráðherra hefur boðað í dag. Svína- og alifuglabændur telja sig ekki geta staðgreitt 50% fóð- urgjaldið, þar sem þeir eru með hala á eftir sér af gamla gjaldinu sem gjaldfrestur var á. Lögðu þeir til að gjaldið verði lækkað úr 4.000 kr. í 1.000 kr. sem áfram rynni í rikissjóð en sérstaka gjaldið verði 8.000 kr. og endurgreitt til bú- greinanna. En til að ríkissjóður fái sínar 100 milljónir á þessu ári, eins og fjárlög gera ráð fyrir, verði 70 milljónir millifærðar úr gamla kjarnfóðursjóðnum sem enn er verið að greiða í og þeir telja að í standi um 130 milljónir, þar af vegna alifugla- og svína- bænda 70 til 80 milljónir kr. „Mér sýnist ekki annað að gera en að ná þessum grófa skatti inn i hækkuðu afurðaverði, sem mér sýnist að þurfi að vera, þegar á allt er litið, um 15% á egg, en það er sú framleiðsla sem ég þekki best. Já, ég get ekki annað en tekið hraustlega undir þær hugmyndir," sagði Einar þegar leitað var álits hans á hugmyndum um stofnun sérstaks stéttarsambands sér- búgreinanna. Sagði Einar að slíkt hefði oft borið á góma að undan- förnu, en af meiri alvöru þegar þeir félagarnir gengu út af fundi með landbúnaðarráðherra og Stéttarsambandsmönnum síðdeg- is í gær. Hólmavík: Gunnars vaka Þórðarsonar BRJÓSTMYNI) úr vaxi af bljóm- listarmanninum Gunnari Þórðar- syni var afhjúpuð i „Gunnars vöku Þórðarsonar, sem haldin var í sam- komuhúsinu Sævangi á sunnu- dagskvöldið síðastliðið. Var vax- myndin afhent hreppsnefnd Hólmavíkur til varðveislu í vænt- anlegu samkomuhúsi staðarins, sem nú er í byggingu. Það var hljómsveitin Stuð- menn sem stóð fyrir kvöldvök- unni og þótti þeim félögum vel við hæfi að tileinka Gunnari Þórðarsyni þetta kvöld, en hann er fæddur á Hólmavík og ólst þar upp til níu ára aldurs. Gunn- ar Þórðarson var heiðursgestur hátíðarinnar og lék hann og sðng með Stuðmönnum nokkur af þekktustu lögum sínum. Þá var brugðið upp litskyggnum frá ferli Gunnars á tónlistarsviðinu. Var Gunnari vel fagnað af fyrr- um sveitungum sínum á Hólma- vík. Morgunblaöift/Friftþjófur „Ég verð að viðurkenna að það er svipur með okkur,“ sagði Gunnar Þórðarson, hljómlistarmaður og tónskáld, eftir að vaxmyndin af hon- um hafði verið afhjúpuð á sviðinu í Sævangi. Bifreiðagjald hækkar um 16% ráðherra og BSRB og gr. 5.8 í aðalkjarasamningi fjármálaráð- herra og BHM. Suðurgata: Ný gang- brautarljós MIÐVIKUDAGINN 31. júlf nk. kl. 14.00, verða tekin í notkun ný umferð- arljós fyrir fótgangandi vegfarendur. Ljósin eru staðsett í Suflurgötu sunnan Melatorgs gegnt Háskóla Islands. Fyrirhugað er að breikka Suður- götuna á næsta ári á kaflanum frá Melatorgi að ónefndri götu að Hótel Sögu. Verður gatan þá 4 akreinar, tvær í hvora átt, með 3,5 m miðeyju. Umferðarljósastólparnir eru því staðsettir í samræmi við fyrirhug- aða breytingu og miðeyjan breikkuð við ljósin. Aukin hefur verið lýsing á gang- brautinni með því að koma fyrir ljósastaur í miðeyju ásamt hnappi fyrir fótgangendur til aukins örygg- is. Slíkt fyrirkomulag er þegar fyrir hendi á nokkrum stöðum eins og á Hringbraut við Elliheimilið Grund, á Háaleitisbraut norðan Smáagerðis og á Elliðavogi á móts við Klepp. Bifreiðagjald ríkisstarfs- manna hækkaði um ríflega 16% er síðasta launahækkun tók gildi, 1. júní sl, skv. til- kynningu um laun ríkis- starfsmanna frá fjármála- ráðuneytinu, launadeild, frá 6. júlí. Bifreiðagjaldinu er skipt í al- mennt gjald annars vegar og sér- stakt gjald hins vegar. Almennt akstursgjald frá 1. júlí er sem hér segir: Fyrir fyrstu 10.000 km á ári greiðast 12,25 kr fyrir hvern ekinn kílómetra og fyrir næstu 10.000 km eru greiddar 10,95 kr á km. Fyrir akstur umfram 20.000 km á ári eru greiddar 9,65 krónur fyrir hvern kílómetra sem ekinn er. Sérstakt gjald er öllu hærra, það er sem hér segir: Fyrir fyrstu 10.000 km kr 13,95 á km, fyrir næstu 10.000 greiðast kr 12.50 á km og fyrir akstur sem fer um- fram 20.000 km á ári hverju eru greiddar 11 kr fyrir kílómetrann. Almennt gjald er greitt fyrir akstur í þéttbýli og á vegum með bundnu slitlagi. Fyrir akstur á öðrum vegum er greitt sérstakt gjald. Ferðakostnaðarnefnd ákveður dagpeninga og bifreiða- gjald skv. ákvæðum gr. 5.8 f aðalkjarasamningi fjármála-

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.