Morgunblaðið - 30.07.1985, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 30.07.1985, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIDJUDAGUR 30. JÚLl 1985 Ánægja með Þör- ungavinnsluna Miðhúsum, 21. júlí. Aðalfundur sýslunefndar Austur-Barðastrandarsýslu var haldinn í hótel Bjarkalundi dag- ana 17. og 18. júlí. Ýmsar sam- þykktir voru gerðar og má þar til greina: Þörungavinnslan: Sýslunefndin lýsir yfir ánægju með þá af- greiðslu sem mál þörungavinnsl- unnar hefur fengið hjá iðnaðar- ráðherra og Alþingi. Afar mikil- vægt er að starfsemi fyrirtækisins haldi áfram fyrir byggðalögin frá Hvammsfirði og vestur á Barða- strönd. Hringormanefnd og selveidi: Sýslunefnd fjallaði um frumvarp að lögum um selveiði og vísar í því tilfelli til fyrri samþykkta nefnd- arinnar, en þar er aðferðum Hringormanefndar ákveðið mót- mælt og færð fyrir því haldgóð rök. Um sveitarstjórnarmál: Aðal- fundur Sýslunefndar Austur- Barðastrandarsýslu 1985 hefur farið yfir frumvarp til sveitar- stjórnarlaga og hefur nefndin komist að þeirri niðurstöðu að þar megi finna ýmislegt til bóta, en ekki nógu mikið til þess að rétt- lætanlegt sé að gera þetta frum- varp að lögum. Nefndin beinir því til félags- málaráðherra, að hann skipi nýja nefnd með það fyrir augum að hún taki meira mið af aðstæðum dreif- býlisfólks. Nefndin telur æskilegt að fjórð- ungssamböndin eigi þar sína full- trúa og Sýslumannafélag tslands eigi þar fulltrúa. Félagsmála- ráðherra skipi nefndinni formann. Breiðafjaröarferja: Sýslunefnd A-Barð. fagnar því að hreyfing er komin aftur á smíði Breiðafjarð- arferju, þar sem hún hlýtur að teljast eðlilegur liður í framtíð- arsamgöngum á milli Vestfjarða og annarra landshluta. Markaskrá: Sýslunefnd A-Barð., ályktar að gefin verði út ein markaskrá fyrir alla Vestfirði og um leið verði sammerkingum út- rýmt á milli svæða þar. Fjárveitingar: Ýmsar fjárveit- ingar voru til menningarmála og eins og gefur að skilja í minnsta sýslufélagi landsins þá eru fjár- hæðir ekki stórar á landsmæli- kvarða. Sýslan veitti 75 þúsund krónum til Dvalarheimilisins á Reykhólum og 10 þúsund krónum til Byggðasafnsins á Reykhólum. Byggðasafnsnefnd er nú að vinna að því að safna saman munum og hefur Magnús Gestsson safnvörð- ur á Laugum í Dalasýslu verið þar mikil hjálparhella. Formaður Byggðasafnsnefndar er Guðlaug Guðmundsdóttir símstjóri í Króksfjarðarnesi. Sýslan á hluta- fé í Gesti hf. en það rekur hótel Bjarkalund. Meirihlutann á Kaup- félag Króksfjarðar. í vetur voru gerðar miklar endurbætur á vinnuaðstöðu starfsfólks. Hótel- _____________________________21_ stjóri er nú í sumar Reynir Rein- hard Reynisson. Þetta er síðasti aðalfundur sem þessi sýslunefnd heldur og ef svo illa vildi til að frumvarpið um sveitarstjórnarmál yrði að lögum óbreytt, þá munu sýslunefndir hverfa en samsvarandi nefndir settar á stofn með öðru nafni, sem er með öllu óskiljanlegt nema að sýslumannastéttin fari svo í taug- arnar á þeim sem sömdu frum- varpið að orðið sýsla verði að víkja og héraðsnefnd að koma í staðinn. Sýslumenn eiga ekki sæti í hinum væntanlegu héraðsnefndum, en þó munu þeir eiga að sjá um bókhald- ið. Hinum almenna kjósanda er ekki lengur treyst fyrir því að velja sér sýslunefndarmann (hér- aðsþingmann) og fer það yfir á valdsvið hreppsnefnda að kjósa héraðsþingmanninn. Lýðræðislegt _ val fólks er því þrengt. - Sv. G. Úvalsfeiúir 1} rir wskna og músetta til Daun Eifei og Mallorca Feröaskrifstofan Úrval viö Austurvöll, sími 26900. Brottfarir 15. og 29. september, Innifaliö er flug til Luxemborgar og heim. Akstur milli Daun og Luxemborgar. Gisting meö morgunveröi í 2 vikur og örugg fararstjórn. Hægt er aö kaupa kvöldverö fyrir alla dagana í einum pakka. Verðiö er afar hagstætt:'Aðeins kr. 3.700,- fyrir 13 kvöldveröi. Maliorca 3ja vikna sólarferð 11. september með gistingu á nýju stórglæsilegu íbúðarhóteli, Alcudia Park, sem er staðsett á ströndinni. Á þessum tíma eru allar aðstæður ákjósan- legar á Mallorca, veður milt, ströndin hrein og sjórinn tær. Aðbúnaður á Alcudia-hótelinu er frábær. Herbergi eru rúmgóð og mjög smekklega innréttuð. Önnur aðstaða er til fyrir- myndar, svo sem inni- og útisundlaug, sólbaðsaðstaða, góðir veitingastaðir og einnig er boðið upp á fjölmargar skoðunar- ferðir. Fararstjóri er Valdís Blöndal og Kristín hjúkrunarkona verður einnig með hópnum. Ferðaskrifstofan Crval býður upp á sérstakar sumarleyfisferðir fyrir roskna og ráðsetta til Mallorca og sumarhúsanna í Daun Eifel. Ferðirnar eru skipulagðar með það í huga að ferðalangarnir þurfi sem minnst að hafa fyrir hlutunum og þeim til halds og trausts verða þrautreyndir íslenskir fararstjórar. Daun Eifel Úrval býður nú rosknum og ráðsettum 2ia vikna ferðir til hinna 'glæsilegu sumar- húsa í Daun Eifel. Flogið er til Luxem- borgar (aðeins 3ja tíma flug), þar tekur fararstjóri Úrvals, Elísa Þorsteinsdóttir, við og fylgir hópnum til Daun. I Daun Eifel er aðbúnaður eins og best verður á kosið. íbúðirnar eru mjög vistlegar með góðum baðherbergjum og svölum eða verönd. Boðiö verður upp á skoðunarferðir til eftir- taldra staða, sem Úrval hefur gert mjög hagstæðan samning um: Dagsferðir til Kölnar, skemmtigarösins Fantasíulands, Burg Eltz, Bernkastel Kues og siglingu á Mósel. Hálfdagsferðir til Trier og Hirsch und Saupark dýragarðsins. Allar ferðirnar eru seldar í einum pakka fyrir aðeins kr. 2.700,-. En þú þarft ekki að vera á stöðugum þeytingi því að í Daun leiðist engum. Umhverfi sumarhúsanna er ákaflega fagurt. Lítil vötn setja svip sinn á landið og þar synda gestir gjarnan eða sóla sig. Við sumarhúsin sjálf er glæsileg þjónustumiðstöð með snyrtistofu, bjórstofu, sundlaug og alls konar afþreyingu. Úrvals-verð (pr. mann): 6 í 3ja svefnherbergja húsi kr. 16.400,- 4 í 2ja svefnherbergja húsi kr. 17.500,- 2 í stúdíóíbúð kr. 18.400,- FERMSKRIFSrOHN ÚRVAL Verð pr. manm 4 í íbúð kr. 30.990,- 3 ííbúö kr. 32.790, 2 í stúdíóíbúð kr. 33.530,- Innifalið er flug, akstur milli flugvallar og hótels, gisting með hálfu fæði og traust fararstjórn. OOTT FÖLK

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.