Morgunblaðið - 31.07.1985, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 31.07.1985, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 31. JÚLÍ1985 ÚTVARP / S JÓN VARP Pizarro Það er undarlegt þetta risa- stóra eyðimerkurlínuspil er við sáum í bresku heimildarmynd- inni Leyndardómar Perú nú á mánudagskveldið ot? enn undar- legri hún María blessunin, sem hefir eytt fjörutíu árum ævi sinn- ar í að reika um þessa eyði- merkurstigu í leit að allskonar helgimynstri og stjörnutáknum: Ég uni mér best ein með flatar- málsfræðinni og stjörnufræðinni ... hér bý ég mér til minn litla heim útaf fyrir mig, ... segir hún María sem hefir búið í kofa hjá indíánum öll þessi ár. En svona er sumt fólk, það unir sér best í eigin hugarheimi á með- an við hin sullumst meðal skugga- mynda mannfélagsins í þeirri trú að við séum ekki ein á báti. Hvað um það, þá er ákaflega forvitni- legt að skoða hina fornu menningu Perúmanna er birtist meðal ann- ars í þessum einkennilegu eyði- merkurmyndum er sumir hafa jafnvel talið lendingarbrautir fyr- ir geimskip. Og það er einkenni- legt til þess að hugsa við Vestur- iandabúar höfum gjarnan litið niður á indíánana er byggðu þessi ævafornu s-amerísku menning- arríki. Þannig litu Spánverjar á indíánana nánast eins og skyn- lausar skepnur enda höfðu þeir ekki meðtekið boðskap Biblíunnar og þar með komist í hóp hinna útvöldu. Hinir spænsku innrás- arvillimenn tóku til dæmis ekkert tillit til þess að um 1250 fyrir Krist tóku að þróast menningar- samfélög á einum fimm landsvæð- um í Perú. Og ekki má gleyma því að Inkaríkið komst á legg um 1438 eftir Krists burð, en það mikla ríki náði ekki aðeins yfir Perú heldur gleypti það og Bólivíu, norður- hluta Argentínu, Chile og Ecu- ador. En eins og áður sagði ruddust Spánverjar yfir þetta mikla og ævaforna menningarríki er jafn- vel mátti kalla „velferðarríki" í frumstæðari skilningi og þrátt fyrir að fyrsti spænskættaði yfir- maður þess, Francisco Pizzaro, gerði lítið annað í fyrstu en setjast í stól aflífaðra inkakonunga — sem höfðu agað svo rækilega sína undirsáta að þeir hlýddu hinum nýja kóngsa möglunarlaust — þá urðu náttúrulega smám saman endaskipti á flestum sviðum í þessu forna menningarríki. Ef lit- ið er til heldur óskemmtilegra stjórnarhátta „Inkaríkjanna" í dag þá hvarflar hugurinn ósjálf- rátt yfir hafið til annarrar heims- álfu þar sem hinn hvíti maður óð einnig yfir á sínum tíma. En hvernig er ástandið í Afríku núna þar sem allt logar í skærum og hinn kúgaði svarti meirihluti í S-Afríku býst til að létta af oki hins hvíta siðmenntaða minni- hluta? Eru hörmungar þessara heimshluta, S-Ameríku og Afríku, ekki af sömu rót? Eða hvar væri þetta fólk statt ef hinir hvítu sið- menntuðu mannkynsfrelsarar hefðu látið það í friði með sína ævafornu menningu og siði? Og enn er það plágað af hvíta mann- inum, risunum tveimur er deila og drottna í heimi hér. Dr. Jón Áður en ég kveð ykkur, lesendur góðir, vil ég minna á hinar bráð- skemmtilegu endurminningar dr. Jóns Stefánssonar sem Jón Þ. Þór les a rás 1 klukkan 14:00 hvern virkan dag. Dr. Jón lýsir horfnu menningarlífi við upphaf vorrar aldar á afar glöggan hátt, þannig var hann í síðasta lestri kvaddur á veitingahúsi í Tanger, þar sem geitahópur kom dag hvern í heim- sókn. Veitingamaðurinn mjólkaði svo geiturnar og hafði hver gestur sína geit. Upphófust stundum handalögmál ef mjólkin rataði ekki í réttan bolla. Gæti slíkt gerst í fríklúbbsferð dagsins í daK? Ólafur M. Jóhannesson Þjóðlegir siðir og menningararfur eru í hávegum hafðir í Kyrrahafslöndum. Kyrrahafslönd — fjórði þáttur ^■■B Sjónvarpið sýn- nn 40 ir i kvöld klukkan 20.40 fjórða þáttinn af átta í breska heimildamynda- flokknum um Kyrrahafs- lönd. í þáttum þessum er fjallað vítt og breytt um sögu og samtíð í sautján löndum sem liggja að Kyrrahafi. Þátturinn í kvöld nefn- ist „Draumurinn um paradís". Þar er meðal annars fjallað um aukna þjóðernisvitund og nokk- urs konar þjóðernisvakn- ingu sem um þessar mundir á sér stað meðal íbúa Kyrrhafslandanna, þrátt fyrir tækniþróun og alþjóðleg áhrif sem leiða af aukinni fjölmiðlun og bættum samgöngum við umheiminn. Fornar hefðir eru enn í hávegum hafðar og hvert þjóðarbrot legg- ur áherslu á að varðveita sinn sérstaka menningar- arf. Þýðandi og þulur í þátt- unum um Kyrrahafslönd er Óskar Ingimarsson. Aftanstund — nýr teiknimyndaflokkur ■i 1 Aftanstund, 25 barnatíma sjón- — varpsins, í kvöld er meðal efnis fyrsti þáttur í nýjum tékknesk- um teiknimyndaflokki, sem nefnist „Maður er manns gaman" og fjallar hann um ævintýri tveggja vina sem heita Hlynur og Hlunkur. Annað efni í þættinum er Söguhornið, þar sem Anna Sigríður Einarsdóttir segir söguna um Láka jarðálf, dæmi- sögur og þáttur úr flokkn- um um kanínuna með köfióttu eyrun. Dallas ■■■■ Það hefur vist 01 45 ekki farið fram £á\.r— hjá neinum að hinir umdeildu þættir um Dallas hófu göngu sína á ný í sjónvarpinu fyrir nokkru. Enn sem fyrr eru ekki allir á einu máli um gæði þáttanna, en þrátt fyrir allar deilur hér uppi á íslandi gengur lífið sinn gang í Texas. J.R. hinn kaldlyndi bruggar enn launráð sín og Cliff karl- inn Barnes hefur enn ekki gefið upp alla von um að koma honum á kné. í kvöld klukkan 21.45 sjáum við hverju fram vindur í þættir sem nefnist „Dans- ('liff Barnes á enn í stríði við J.R. leikurinn mikli". Þýðandi er Björn Baldursson. Rætt verður við Hansínu í Dalakofanum — í þættinum „Þannig var það“ ■I „Þannig var 35 það“ nefnist — þáttur sem Ólafur H. Torfason hjá Ríkisútvarpinu á Akur- eyri sér um á miðviku- dagskvöld á rás 1. f þætti sínum í kvöld mun Ólafur ræða við eldri hjón á Akureyri, sem hafa frá ýmsu skemmtilegu að segja. Konan heitir Hans- ína Jónsdóttir en margir munu þekkja hana undir nafninu Hansína í Dala- kofanum. Dalakofinn er gistiheimili sem hún hef- ur rekið með myndarbrag á Akureyri um alllangt skeið. Meðal þeirra sem gjaman gista þar eru allir helstu popparar landsins. Má þeirra á meðal nefna Björgvin Halldórsson, Bubba Morthens, Megas, Stuðmenn og marga fleiri. Er mjög kært á milli Hansínu og þessara manna og munu þeir aldr- ei gista annars staðar þegar þeir eru á Akureyri. Ef ekki er laust herbergi í Dalakofanum gista þeir bara í stofunni eða þvottahúsinu, frekar en að leita annað. Hansína á allar plötur helstu popp- ara landsins og er ólíklegt ÚTVARP að önnur kona á sjötugs- aldri eigi jafngott safn af poppplötum eða sé jafnvel að sér í íslenska popp- heiminum. Eiginmaður Hansínu heitir Aðalsteinn Ólafs- son og er hann hagyrðing- ur góður og hefur ort mik- ið af gamankvæðum og flytur hann nokkur þeirra í þættinum. Ólafur H. Torfason P' MIÐVIKUDAGUR 31. júlí 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn. Morgunútvarpið. 7.20 Leik- fimi. Tilkynningar 7.55 Daglegt mál. Endurt. þáttur Sigurðar G. Tómas- sonar frá kvöldinu áður. 8.00 Fréttir. Tilkynningar. Dagskrá. 8.15 Veðurfregnir. Morgunorð. Kristln Magn- úsdóttir. Bolungarvlk, talar. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund t arnanna: „Eyrun á veggjunum" eftir Herdisi Egilsdóttur Hötundur les (3). 9.20 Leikfimi. 9.30 Tilkynn- ingar. Tónleikar. 10.00 Fréttir. 10.10 Veður- fregnir. Forustugr. dagbl. (útdr.). Tónleikar. 10.45 Hin gömlu kynni Þáttur Valborgar Bentsdótt- ur 11.15 Morguntónleikar Tónlist eftir Haydn, Mozart, Hándel og Beethoven. 12.00 Dagskrá. Tilkynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veöur- fregnir. Tilkynningar. Tón- leikar 13.30 Inn og út um gluggann Umsjón: Emil Gunnar Guö- mundsson. 13.40 Tónleikar 14.00 „Uti I heimi", endurminn- ingar dr. Jóns Stefánssonar Jón Þ. Þór les (20). 14.30 islensk tónlist a. Magnús Blöndal Jó- hannsson leikur á planó tón- list sina við leikritin: „Brönu- grasiö rauöa" eftir Jón Dan og „Dómlnó" eftir Jökul Jak- obsson. b. „Largo y largo" eftir Leif Þórarinsson. Einar Jóhann- esson, Manuela Wiesler og Þorkell Sigurbjörnsson leika á klarinettu, flautu og píanó. c. „Októ-nóvember" eftir Askel Másson. Islenska hljómsveitin leikur; Guð- mundur Emilsson stjórnar. 15.15 Otivist Þáttur i umsjá Sigurðar Sig- urðarsonar. 15.45 Tilkynningar. Tónleikar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 19.25 Aftanstund Barnaþáttur með innlendu og erlendu efni. I Söguhorni segir Anna Sigrlður Einars- dóttir söguna um Láka jarð- álf. Kanínan með köflóttu eyrun, Dæmisögur og nýr teiknimyndaflokkur frá Tékkóslóvaklu, Maður er manns gaman, um vinina Hlyn og Hlunk. 19.50 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veður 20.30 Augtýsingar og dagskrá 20.40 Kyrrahafslönd (The New Pacific) 4. Draum- 16.20 Popphólfið Bryndls Jónsdóttir 17.00 Fréttir á ensku. 17.05 Barnaútvarpiö Stjórnandi: Ragnheiður Gyða Jónsdóttir. 17.45 Slðdegisútvarp Sverrir Gauti Diego. 18.20 Tónleikar. Tilkynningar 18.45 Veöurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. 19.40 Til- kynningar. Málræktarþáttur. Ólafur Oddsson flytur. 20.00 Næsta ár I Mekka Dagskrá um múhameðstrú I urinn um Paradls. Breskur heimildamyndaflokkur I átta þáttum. Þrátt fyrir vaxandi fjölmiðlavæðingu og tækni- þróun I Kyrrahfslöndum á sér nú staö mikil þjóðernisvakn- ing meðat þeirra sem þar búa. Fornar hefðir eru enn I hávegum hafðar, og hvert þjóðarbrot leggur áherslu á sinn eigin menningararf. Þýðandi og þulur Óskar Ingi- marsson. 21.45 Dallas Dansleikurinn mikli Bandarlskur framhalds- umsjá Sigmars B. Hauksson- ar. 20.40 Sumartónleikar I Skál- hofti 1985 Camilla Söderberg, Ólöf Sesselja Óskarsdóttir og Helga Ingólfsdttir leika són- ötur eftir Bach og Hándel. 21.30 Ebenezer Henderson á ferð um Island sumarið 1814 Fjórði þáttur: A leið um Skaftafellssýslur. Umsjón: Tómas Einarsson. Lesari meö honum: Snorri Jónsson. 22.05 Tónleikar 22.15 Veöurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. myndaflokkur. Þýöandi Björn Baldursson. 22.35 Or safni Sjónvarpsins „Þegar ég verð stór..." Ljóðfélagið: Sveinbjörn I. Baldvinsson, Ragnheiður Steindórsdóttir, Gunnar Hrafnsson og Kolbeinn Bjarnason, flytur Ijóðverk eft- ir Sveinbjörn, byggð á bernskuminningum hans. Stjórn upptöku: Egill Eð- varðsson. Aður á dagskrá 1. desember 1979. 23.05 Fréttir I dagskrárlok Orö kvöldsins. 22.35 Þannig var það Þáttur Ólafs Torfasonar. RÚVAK 23.20 Sinfónla nr 7 I A-dúr op. 92 eftir Ludwig van Beethov- en Fllharmónlusveitin I Vln leik- ur; Leonard Berstein stjórn- ar. 24.00 Fréttir. Dagskrárlok. MIÐVIKUDAGUR 31. júlí 10.00—12.00 Morgunþáttur Stjórnandi: Kristján Sigur- jónsson. 14J»—15.00 Eftir tvö Stjórnandi: Jón Axel Ólafs- son. 15.00—16.00 Nú er lag Gömul og ný úrvalslög að hætti hússins. Stjórnandi: Gunnar Salvars- son. 16.00—17.00 Bræðingur Stjórnandi: Arnar Hákonar- son. 17.00—18.00 Tapaö fundiö Sögukorn um popptónlist. Stjórnandi: Gunnlaugur Sig- fússon. Þriggja mlnútna fréttir sagð- ar klukkan: 11:00, 15:00 16:00 og 17:00. SJÓNVARP MIÐVIKUDAGUR 31. júlí
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.