Morgunblaðið - 31.07.1985, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 31.07.1985, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 31. JÚLÍ 1985 Gamla póst- húsið málað EKKI hefur það farið fram hjá vegfarendum Austurstrætis að nú er verið að laga gamla pósthúsið í Pósthússtræti 5. Fyrir u.þ.b. viku síðan var byrjað að skafa, sparsla í sprungur, hreinsa og lagfæra húsið að utan og mun væntanlegur litur hússins verða í svipuðum dúr og sá fyrri. Garðar Einarsson útibússtjóri sagði í samtali við blaðamann Morgunblaðsins að einnig væri ætlunin að taka ný, stærri og betri pósthólf í notkun í byrjun ágúst. Alls verða þau 1750, en þau gömlu, 1344, verða rifin. Pósthólfin færast af fyrstu hæð pósthússins niður í kjallara. „Hvert hólf tekur lárétt A-4 stærð af umslögum, en þau gömlu tóku þau aðeins brotin saman. f haust verður síðan afgreiðsl- an lagfærð. Nýjar innréttingar koma í stað þeirra gömlu og verður væntanlega ný afgeiðsla tekin í notkun í október," sagði Garðar. Auglýst eftir íslenskum ung- mennum í kvik- myndahlutverk „Framleiðendur myndarinnar höfðu samband við mig fyrir helgi og báðu mig að finna tvö ungmenni, í grænum hvelli, sem gætu leikið aðalhlutverk í ensk-amerískri bíómynd sem hafist verður handa við f byrjun september," sagði Vilhjálmur Knudsen kvikmyndagerðar- maður þegar blaðamaður innti hann eftir auglýsingu er birtist í Morgunblaðinu í gær. „Fyrirtækið Talia-Film í London framleiðir myndina og eru aðstandendur hinir sömu og kvikmynduðu „Enemy Mine“ hér um árið. Þeir eru að leita að tveimur enskumælandi ungl- ingum, 14—15 ára strákalegri en fallegri stúlku og 7—8 ára kvenlegum dreng. Þau skulu vera norræn í útliti og leika systkini á fiarlægum hnetti í sólkerfinu. Eg veit lítið meira um efni myndarinnar, sem verður kvikmynduð í Kanada frá 9. september til október- loka.“ Vilhjálmur bjóst við að í enda vikunnar yrði ljóst hverjir veldust í hlutverkin, enda væri timinn naumur þar til upptök- ur hæfust. „Reyndar auglýsa framleiðendurnir einnig í Sví- þjóð en ég býst þó við að íslend- ingar verði fyrir valinu." Heimsmót æskunnar: Um 20 íslensk ungmenni fóru til Moskvu Um tuttugu íslensk ungmenni sækja nú Heimsmót æskunnar, sem hófst í Moskvu um síðustu helgi. /Eskulýðssambandi íslands barst á sínum tíma boð frá Æsku- lýðssambandi Sovétríkjanna um að senda 20 fulltrúa á mótið, og fól boðið í sér fríar ferðir frá Kaup- mannahöfn og uppihald í Moskvu. Stjórn Æskulýðssambandsins ákvað að þiggja ekki boðið í eigin nafni, heldur var auglýst eftir áhugafólki, sem hefði hug á að sækja mótið á eigin vegum. Niðurstaðan varð sú að um tutt- ugu manns ákváðu að sækja Sov- étmenn heim og eru flestir frá Iðnnemasambandi fslands og ungliðadeild Alþýðubandalags- ins. Rafmagn fór af Kópavogi RAFMAGN fór af vesturbæ Kópavogs í hálfan þriðja tíma í gær- morgun, frá um kl. fimm til hálfátta. Rafmagnsleysið stafaði af magnsveitu Reykjavíkur orðaði því að háspennumúffa sprakk í það í samtali við blm. Morgun- dreifistöðinni í Holtagerði og blaðsins. við það fór rafmagn af fleiri dreifistöðvum í sama bæjar- Tvöfalt kerfi er á dreifikerf- hluta. Það gerist ekki oft að inu og tókst þvi tiltölulega slíkar múffur springa — þessi fljótlega að koma rafmagni á var orðin gömul og hrum, eins aftur en eiginlegri viðgerð var og verkstjóri í bilanadeild Raf- að Ijúka um hádegisbilið i gær. jrt>»ftP6e $ 'Á Gamla pósthúsið fær lit á sig á næstu dögum ' V; Morgunblaöiö/Júlíus Stendur sem hæst í S versl. samtímis 40—60% afsláttur Sérstakt tækifæri til að fá ódýr sumarföt fyrir stærstu helgi sumarsins. / i i í 1 Þær vörur sem eru ekki á útsöiunni eru meö 10% afslætti. WMm GARBO lauoavog. 30 1?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.