Morgunblaðið - 31.07.1985, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 31.07.1985, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 31. JÚLÍ 1985 Hagræðing eða ekki eftir Bjarna Ingvarsson Að undanförnu hefur nokkur umræða spunnist út af þvi að óánægja hefur verið með störf í „haKræðingar“-málum. Halldór Jónsson skrifar grein í Morgun- blaðið þann 3. júlí þar sem hann fjallar um störf sérfræðinga á sviði hagræðingar. Margt athygl- isvert ber á góma í grein Halldórs. Undrar eflaust marga að þeir sér- fræðingar sem þar er fjaliað um hafa ekki borið hönd fyrir höfðuð sér. Ekki er markmiðið með þess- ari grein að gera það. Slíkt verður að vera mál þeirra sem hlut eiga að máli. Markmiðið er að fjalla aðeins um misnotkun á orðinu hagræðing og hlutverk sérfræð- inga almennt. Það virðist því mið- ur vera orðið svo að orðið hagræð- ing sé orðið hálfgert grínorð í ís- lensku þjóðlífi. A sama tíma og það veitir eflaust ekki af að hag- ræða á ýmsum stöðum þá hefur orðið fengið á sig neikvæða merkingu í meðförum margra. Ekki er það Halldór Jónsson sem hefur komið þessu óorði á hagræð- ingu heldur hefur þróunin verið sú að það eru þeir sem segjast hag- ræða sem hafa komið óorði á hag- ræðingu. Það eru eflaust margar ástæður fyrir þessu og Halldór Jónsson bendir á nokkrar í sinni grein. Halldór Jónsson bendir skelegg- lega á það að hagræðing sé orðið töfraorð á íslandi. Það sé nóg að ráða það sem hann kallar hag- ræðing og þá séu málin leyst. Hann segir ennfremur að með hinum ýmsu reikningskúnstum sé hægt að breyta tapi í neikvæðan greiðslujöfnuð og neikvæð eigin- fjárstaða komi í staðinn fyrir að vera á hausnum. Hvernig er þetta mögulegt er eflaust jafn fjarri mínum huga og Halldórs. Þetta er þó gert. Orðskrípi og stofnanamál kemur aldrei í staðinn fyrir heil- brigða skynsemi og raunsæi. Sér- fræðimál í ráðgjöf verður aldrei til að auka trúna á getu þeirra sem hlut eiga að máli. Sérfræði- mál verður þá að nokkurskonar reykskýi til að fela sig bakvið. Sér- fræðimál verður alltaf til sem slíkt, en á betur heima á síðum sérfræðirita. Sérfræðimál á ekki heima í ráðgjöf. Það er hlutverk sérfræðinga að túlka niðurstöður rannsókna og koma sérfræðiþekk- ingu sinni á framfæri á þann hátt að leikmenn skilji. Þetta er það sem við getum kallað hagnýtingu sérfræðiþekkingar. Þegar um ráðgjöf er að ræða er það hlutverk sérfræðinganna að koma niður- stöðum þannig til skila að þeir sem þiggja ráðgjöf og borga fyrir hana skilji um hvað er að ræða. Annars nýtist ráðgjöfin ekki. Sérfræðingar verða alltaf til. Sérfræðingar hafa lengi verið til staðar fyrir almenning og aðra þá er vilja þiggja álit þeirra. Þegar um hagnýtingu sérfræðiþekkingar er að ræða verður slík hagnýting að vera i takt við viðkomandi fræðigrein. Á sama tíma verður ráðgjöf og hagnýting, hvort sem það nefnist „hagræðing" eða eitthvað annað, að vera í samræmi við þau verkefni sem liggja fyrir hverju sinni. Það getur oft verið erfitt að samræma þessi tvö sjón- armið. Það þýðir lítið fyrir „hag- ræðing" að mæta í fyrirtæki eða stofnun sem viðkomandi hefur lít- il eða engin kynni af og láta líta á sig sem allsherjar lausnara, sér- fræðing sem kann lausnir á öllum málum. Það er enginn þannig úr garði gerður af guðs hendi að hann geti það. Sérfræðiráðgjöf felst einmitt í því að vera sérfræð- ingur á einhverju sviði. Sérfræði- menntun og reynsla er til þess gerð að menn og konur hafi kunn- áttu á sérsviði en ekki til þess gerð að fólk verði einskonar „altmulig" fólk sem allt kann. Þá er sérfræði- menntunin til einskis nýt. Það er illa komið fyrir sérfræð- ingum ef þeir setja sig á þann stall að þeim verði litið niður á þá sem kaupa af þeim ráðgjöf. Sá fíla- beinsturn sem slíkir „sérfræð- ingar" byggja verður til þess að lítið verður úr hagnýtingu þeirrar sérfræðiþekkingar sem þeir búa yfir. Þeir ná ekki til þeirra sem þurfa á ráðgjöfinni að halda. Menntun verður að vera til þess að sem flestir geti nýtt sér hana og notið. Á sama tíma má ekki gleyma því að á rósamáli sér- fræðiþekkingar þeirrar, sem Hall- dór minntist á í sinni grein, er verið að fjalla um fólk en ekki vél- ar og dauða hluti. Hver eru áhrif orða eins og „skipulagsbreyting- ar“, „eftirfylgni", „manna- breytingar" og fleiri slíkra orða í sérfræðiskýrslum þessum. Það er vert að minnast þess að margir þeir sérfræðingar sem starfa að „hagræðingar“-ráðgjöf eru ein- mitt sérfræðingar í dauðum hlut- um en ekki fólki. Það er og verður aldrei til góðs að gera skyndilegar breytingar að fólki forspurðu. Það er sama hvort það er innan fjöl- skyldu, fyrirtækis eða stofnunar. Fólk vill ekki láta ráðskast með sig fram og aftur eins og dauða hluti. Á sama hátt eru samráð við alla þá aðila sem taka eiga þátt í breytingum nauðsynleg. Reynsla þeirra sem eru á staðnum, þeirra sem hafa þekkingu á viðkomandi fyrirtæki eða stofnun er ómetan- leg. Þessi reynsla og þessi þekking starfsmanna og stjórnenda ásamt aðstoð frá ráðgjafa er sú blanda sem hefur ætíð reynst best. Það hefði mörg skipulagsbreytingin hér á landi farið öðru vísi ef farið hefði verið eftir þessari reglu. Hagræðing sem slík er alls ekki neikvæð. Hagræðing er jákvæð ef, og ég segi ef, rétt er að staðið og fylgt eftir raunverulegri merkingu þessa orðs. Það sem er kannski mest áberandi í ráðgjöf hér á landi er að ráðgjafar hafa þurft að leysa verkefni sem falla ekki að menntun þeirra og aðferðum. Þetta hefur stundum orðið til þess Bjarni Ingvarsson „Þegar um ráögjöf er að ræða er það hlutverk sérfræðinganna að koma niðurstöðum þannig til skila að þeir sem þiggja ráðgjöf og borga fyrir hana skilji um hvað er að ræða. Annars nýtist ráðgjöfin ekki.“ að fyrirtæki og stofnanir hafa ráðist i stórfenglegar skipulags- breytingar áður en vandi þeirra hefur verið skilgreindur til fulln- ustu. Það er vert að hafa í huga að starfsemi, stjórnun og skipulag fyrirtækja byggir á fólki og sam- skiptum milli þess. Það eru þessi samskipti sem brjóta niður eða bæta fyrirtæki og stofnanir. Ótímabærar, lítt ígrundaðar og illa undirbúnar skipulagsbreyt- ingar hafa oft orðið til þess að rugla og eyðileggja samskipti inn- an fyrirtækja og stofnana. Þetta veldur ósamkomulagi, óánægju, seinni ákvarðanatöku og lélegra upplýsingaflæði. Niðurstaðan verður sú að skipulagsbreyting sem átti að vera til góðs kemur illa niður á starfsmönnum, stjórn- endum og viðskiptavinum viðkom- andi fyrirtækis eða stofnunar. Það er þvi betur heima setið þar sem skipulagsbreytingin gerir meira ógagn en gagn. Seinagangur í ákvarðanatöku verður til þess að tækifæri tapast og um leið pen- ingar. Óánægðir viðskiptavinir þýða tekjutap. Það er margt sem hefur verið gert í nafni hagræðingar, sumt gott annað miður. Ég vil aðeins minnast á virðingvert átak sem gert hefur verið í nafni hagræð- ingar. Til er nokkuð sem heitir Sam- starfsnefnd um hagræðingu i opinberum rekstri. I þessari nefnd sitja nokkrir valinkunnir menn. Nefnd þessi hefur gefið út bækl- inga sem nefndust Hagsýni ’84, betri þjónusta, lægri kostnaður. Tilgangur þessa hagræðingar- átaks 1984 var að „taka til endur- skoðunar starfshætti opinberra stofnana í því skyni að tryggja hagræðingu og bætta þjónustu með sama eða minni tilkostnaði en verið hefur“ eins og segir orrétt í Fræðsluriti nr. 2, sem nefndin hef- ur gefið út. Fróðlegt væri að vita hvað hefur áunnist í þessu átaki. Nefndin efndi einnig til sam- keppni um áhugaverðustu hag- ræðingartillögurnar. Það væri at- hyglisvert að fá að sjá hverjar þessar tillögur voru. Slíkar tillög- ur gætu nýst öðrum þegnum þessa lands. Einnig væri auðvitað æski- legast að slíkt hagræðingarátak yrði fastur liður hjá ríki og bæ. Að lokum vil ég leyfa mér að vitna í orðabók Menningarsjóðs þar sem sagt er um sögninga að hagræða: „hagræða s, lagfæra, láta fara bet- ur: h. e—m, h. hlutum: nota betur (skynsamlegar) - ræðir, -is h, þæg- indi, gagn, hagnaður, nytsemd." Ég vonast til þess að þeir, sem starfa að hgræðingu í hvaða mynd sem er, hafi þessa skilgreiningu á því að hagræða ávallt að leiðar- ljósi, að hagræðing felur í sér lag- færingu þannig að hlutirnir fari betur og að þeir verði til þæginda, gagns, hagnaðar og nytsemdar. Höíundur er skipulags- og vinnu- sálfræðingur og starfsmadur Hag- ræðingar hf. Árni Sighvatsson kominn heim frá söngnámi á Ítalíu Undirrituð sat á strandbar á Riccione. einum af sumarleyfis- stöðum íslendinga á Ítalíu, og var að ræða við landann. Þá var minnst á að Árni Sighvatsson söngvari væri staddur á Riccione og sé hann á heimleið eftir tveggja ára söngnám á Ítalíu. Þessi maður vakti forvitni mína. Á 17. júní há- tíðinni á Riccione hitti ég Árna og ákváðum við að taka tal saman á hinum vinsæla stað íslendinga „La Traviata" daginn eftir. — Hver var ástæðan fyrir þvi að þú ákvaðst að stunda söngnám hér á Ítalíu? — Ég var búinn að vera mikið við söng í Þjóðleikhúsinu og síðan við íslensku óperuna þegar hún var stofnuð. Tók ég m.a. þátt í fyrstu uppfærslu íslensku óper- unnar í Gamla Bíói, sem var Síg- aunabaróninn. Einnig söng ég eitt aðalhlutverkið í Litla sótaranum, þ.e. Surt. Eftir þá uppfærslu fór ég hingað til Ítalíu. Það má segja að þessi Ítalíuför hafi verið gam- all draumur sem rættist, og fjöl- skylda min tók vel í þetta. — Og svo við ræðum námið. — Fyrsti kennari minn var Sig- urður Demetz Franzson og síðan María Markan. Ég lauk áttunda stiginu úr Söngskólanum i Reykjavík. Þar var altan timann kennari minn Anna Júlíana Sveinsdóttir. Ég söng í nokkur skipti með Pólýfónkórnum. Frú Ratti hélt námskeið með kórnum og þar fæddist hugmyndin um að fara í skólann sem hún kennir við í borginni Fiorinzuola. Þar stund- aði ég síðan nám veturinn 1983—1984, auk þess að vera í einkatímum hjá henni. Um vorið þegar skólanum lauk var sett upp í Fiorinzuola óperan „L’Elersir d’amore" (Ástardrykk- urinn) eftir Donizetti. Þar söng ég hlutverk Belcore. Þetta var loka- verkefnið þar. Eftir það kom ég hingað til Riccione og söng á 17. júní hátíð Samvinnuferða — Landsýnar við undirleik Láru Rafnsdóttur. — Og hvað gerðirðu svo um sumarið? — Um sumarið fór ég heim og málaði glugga og fleira. — Síðan kom haustið. — Áður en ég fór heim var ég búinn að ákveða að skipta um skóla og var svo heppinn að geta komist til þekkts og virts kennara í Mílanó, sem heitir Pier Miranda Ferraro, sem margir kannast orð- ið við á Islandi, og er mjög þekkt- ur tenórsöngvari. Hef ég stundað nám i einkatímum hjá honum og er ánægður með árangurinn. Þess má geta að það er búið að biðja Ferraro að syngja Othello í Bandaríkjunum á næsta ári. — En hvernig hefur þér líkað Ítalía? — Það var alveg ótrúlegur kuldi síðastliðinn vetur. Veturinn áður fór hitinn varla undir Árni (t.h.) í hlutverki Surts í Litla sótaranum. Árni á „La Traviata" i Riccione. frostmark. Á veturna er oft mikil þoka í Mílanó sem getur verið hryllilega köld. — En þjóðin? — Norður-ítalir eru mjög blandaðir og líkar mér yfirleitt vel við þá; elskulegt fólk og þægilegt í umgengni. Þeir hafa ýmsa siði og venjur, sem maður verður að reyna að laga sig að þegar dvalist er hérna. — En nú ert þú á heimleið. Hvað tekur þá við? — Nú er sumarið komið. Ég ætla að stunda söng þar eftir því sem tækifæri gefast. — Er þaö þá eitthvaö sem þú vildir segja að lokum? — Ég hlakka til að koma heim og starfa þar að söng. Texti: Bergljót Leifsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.