Morgunblaðið - 31.07.1985, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 31.07.1985, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLADIÐ, MIÐVIKUDAGUR 31. JÚLÍ1986 Norður-Kóreumenn vilja deila Ólympíuleikunum talsmenn Alþjóðaólympíunefnd- arinnar (IOC) að breyta verði ólympíusáttmálanum áður en hægt verði að skipta leikunum milli tveggja ríkja. í höfuðstöðvum IOC var frá því skýrt í dag að Norður-Kóreumenn hefðu ekki sett sig í samband við nefndina varðandi framkvæmd Tokjó, 30. júlf. AP. NOKÐUR-Kóreumenn sögðust í dag vilja að helmingur keppnisgreina á Ólympíuieikunum 1988 færi fram þar í landi, þar sem ella væri hætta á að fjöldi þjóða tæki ekki þátt í leik- unum. Segja ráðamenn í Pyongyang að Suður-Kóreumenn séu óhæfir til að halda leikana einir í nafni friðar og bræðralags. „Verði tillögur okkar samþykkt- ar munu allar þjóðir heims mæta og ólympíuhreyfingunni forðað frá kreppu," sagði Chong Jun Gi aðstoðarforsætisráðherra Norð- ur-Kóreu í yfirlýsingu til fjöl- miðla. Hann leggur til að leikun- um verði deilt milli Kóreuríkj- anna tveggja og þeir nefndir „ól- ympsleikarnir í Pyongyang-Seoul Kóreu“. Chong segir að með því að deila leikunum milli ríkjanna tveggja yrði það til að draga úr vantrausti Osló, 30. júlf. Fró Jin Erik L*uré, rréiuritan MorpinblmðHÍiu. leikanna í Kóreu. Chong sagði f yfirlýsingu sinni að ef því yrði haldiö til streitu að halda leikana í Seoul einvörðungu, þvert ofan í vilja kommúnistaríkjanna, margra óháðra ríkja og ýmissa þróunarríkja eins og hann orðaði það, þá hefðu þessi ríki ekki um annað að velja en sitja heima 1988. Taka norsks skips í Trípólí í fyrrasumar: Khadafy fellst á að greiða skaðabætur milli þeirra. Einnig mundi það hafa góð áhrif á viðræður ríkj- anna um ferðafrelsi þeirra í mill- um og væntanlega sameiningu. Suður-Kóreu var úthlutað sumarleikunum 1988 og segja MUAMMAR Khadafy, Líbýuleið- togi, hefur fallizt á að greiða áhöfn- inni á Germa Lionel, sem kyrrsett var í Trípólí í fyrrasumar, 4,1 milljón nor.sk ra króna í skaðabætur, eða jafnviröi 20 milljóna íslenzkra. Var Vilja halda vetrar-Ól í Leningrad 1996 Moskvu, 30. júlf. AP. LENINGRADBORG hefur sótt um að fá að halda vetrarólympíuleikana árið 19%, að sögn sovésku frétta- stofunnar, Tass. Vladimir Khodyrev, borgar- stjóri Leningrad, afhenti for- manni alþjóðaólympíunefndarinn- ar, Juan Antonio Samaranch, formlega umsókn um að halda leikana á mánudag. Sagði Khodyr- ev að borgin myndi gera allt sem í hennar valdi stæði til að tryggja vel heppnaða ólympíuleika og sjá um að allur aðbúnaður keppenda, gesta, blaðamanna og stjórnmála- manna yrði hinn besti. Hafði fréttastofan eftir Samar- anch að hann vonaðist til þess að umsókn sovésku borgarinnar yrði samþykkt. Hann mun einnig hafa skoðað leikvanga og aðra staði sem ætlaöir eru undir fyrirhugaða leika. í mars sl. var haft eftir heimild- armanni í íþróttaráði Sovét- manna, að væru leikarnir haldnir í Leningrad, yrði að flytja keppni í alpa-skíðagreinum til Kolsky- skagans, nálægt borginni Murm- ansk, þar sem mikið flatlendi er í kringum Leningrad. þetU niðursUða erfiðra samninga- viðræðna milli norskra og líbýskra yfirvalda í síðustu viku. Skipinu og áhöfninni, 14 manns, var haldið í Trípólí í 70 daga og sættu margir úr áhöfninni illri meðferð af hálfu líbýskra lög- reglumanna. Einn úr áhöfninni, hásetinn Björn Pedersen, var pyntaður til dauða. Khadafy krafðizt 1,3 milljóna norskra króna í lausnargjald fyrir Germa Lionel í fyrrasumar. Nú viðurkenna Líbýumenn loks að skipið hafi verið kyrrsett að ástæðulausu og þeir lofa einnig að láta þá svara til saka, sem pynt- uðu hásetann til dauða. Forystu fyrir norsku sendi- nefndinni hafði Kjell Rasmussen sendiherra. Upphafleg krafa Norðmanna vegna skaðabóta og taps útgerðarinnar hljóðaði upp á 20 milljónir norskra króna. Af hálfu norska utanríkisráðuneytis- ins er litið á málalyktir sem sigur, þar sem Líbýumenn viðurkenni í reynd gróft mannréttindabrot. Þeir viðurkenni að hafa tekið áhöfnina til fanga að ástæðulausu og viðurkenni skaðabótaskyldu Neytendur kunnavd að meta nýju pakkníngamar ... svo vel að tveggja kílóa umbúðirnar okkar eru búnar í bili! Við biðjumst velvirðingar á því að hafa misreiknað okkur á vinsældunum, en bendum á að Þykkvabæjar kartöflur koma áfram tvisvar í viku, ferskar og þvegnar, í þriggja og eins kílóa pakkningum. Pukkvakejm AP-slmamynd Georges Faisans við komuna heim til sín, eftir að hann var leystur úr haldi í París í gær. Frakkland: Faisans laus úr fangelsi Parfa, 30. júlf. AP. ^ YFIRVÖLD í Frakklandi leystu úr haldi í dag Georges Faisans, svartan kcnnara frá Guadeloupe, nýlendu Frakka í Vestur-Indíum, til að eiga ekki á hættu óeirðir og mótmæli á eyjunni vegna hans. Faisans sat í fangelsi í Frakk- landi fyrir að ráðast á hvítan kennara á eyjunni og hlaut hann þriggja ára dóm. Hann fór í hung- urverkfall 3. júní sl. og hófust þá miklar mótmælaaðgerðir á Guadeloupe, þar sem bæði svartir og hvítir mótmæltu handtöku hans. Yfirvöld á Guadeloupe höfðu einnig óskað eftir að Faisans yrði náöaður og í dag var hann loks leystur úr haldi. Frakkar höfðu sent mikinn fjölda hermanna og löggæslumanna til Guadeloupe til að koma á friði á eyjunni. Faisans fékk hins vegar ekki skilríki sín aftur úr vörslu lögregl- unnar og var hann skikkaður til að tilkynna um dvalarstað sinn daglega. Faisans var ákærður fyrir að höggva á hendi og fætur kennar- ans með sveðju, en Faisans sagði að kennarinn hefði sparkaðí svart- an nemanda. Faisans hefur lengi barist fyrir sjálfstæði nýlendunn- ar, þrátt fyrir að hann hafi verið búsettur í París um árabil þar sem hann kennir við skóla fyrir börn frá Vestur-Indíum. Hann var á Guadeloupe í fríi þegar atburður- inn átti sér stað. Faisans er sagður við ágæta heilsu, en fremur veikburða eftir hungurverkfallið. Bladburöarfólk óskast! Vesturbær Tómasarhagi 9-31 Hagamelur 14-40 Kópavogur Kópavogsbraut Hraunbraut Hamraborg Melgeröi Uthverfi Skeifan Gnoöarvogur 14—42 Þingás Austurbær Bergstaöastræti 1-57 Barónsstígur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.