Morgunblaðið - 31.07.1985, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 31.07.1985, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 31. JÚLl 1985 25 Ritskoðun af- létt í Brasilíu Rio de Janeiro, 30. júlí. AP. HIN NÝJA borgarastjórn Brasilíu aflétti á mánudag ritskoóun í landinu við mikil fagnaðarlæti þeirra, sem þola meðan herinn var við völd. „Hér með er ritskoðun útdauð [í Brasílíu] og fólkið hefur tekið við völdum," sagði Fernando Lyra, dómsmálaráðherra, í ræðu eftir að ritskoðun var aflétt. Hér eftir mun brasiliska ríkið aðeins ákveða hvort myndir verði bannaðar börnum eða ekki. Hér er um reginbreytingu að ræða frá því sem áður var því að herforingjastjórnin virti skoðana- frelsi í landinu að vettugi, áður en ríkisstjórn miðflokks Jose Barn- máttu ofsóknir fyrir skoðanir sínar eys tók við völdum í apríl, og var með skærin í öllu sem birtist i dagblöðum og bannaði iðulega kvikmyndir, bækur, leikrit og lagði meira að segja bann við sýn- ingu á sjónvarpsþætti með Bolshoi-ballettinum, þar sem dansararnir væru kommúnistar. Lyra sagði að þetta væri draumi líkast: „Eftir að hafa verið í stjórnarandstöðu í nítján ár er erfitt að gera sér grein fyrir því að ég er orðinn dómsmálaráðherra." Tillögur stórveldanna: Ásaka hvort annað um áróðursbrögð Moskn/Las Vegas/Bonn/Sameinuíu þjMirnar. 30. júlí. AP. VIÐBRÖGÐ við tillögum Sovétmanna um bann við kjarnorkuvopnatilraun- um og boði Bandaríkjamanna til Sovétmanna um að vera viðstaddir tilraun á kjarnorkuvopnum hafa verið blendnar. Tass-fréttastofan sagði að hér Boð Bandaríkjastjórnar kom á væri um kænskubragð Banda- óvart í kjarnorkutilraunastöðinni ríkjamanna að ræða til þess að leiða athygli manna frá tillögu Sovétríkjanna um bann við kjarn- orkuvopnatilraunum, en sagði ekki hvort boðinu yrði hafnað. Shultz, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði að tillaga Sovétmanna væri áróðursbragð og hafnaði henni. Richard Perle, aðstoðarvarn- armálaráðherra Bandaríkjanna, tók í sama streng og Shultz og sagði að tilraunabannið hefði eng- in áhrif á kjarnorkurannsóknir Sovétmanna. Sovétmenn munu láta af kjarn- orkuvopnatilraunum frá og með 6. ágúst til 1. janúar, en Shultz sagði að þeir hefðu dæmt framtak sitt sjálfir með þremur tilraunum í síðustu viku. í Nevada, þar sem ekkert var vitað um að slíkt boð væri í bígerð. Forseti Sameinuðu þjóðanna, Javier Perez de Cuellar, kvaðst fagna tillögum Sovétmanna um tilraunabann og boði Bandaríkja- manna og hvatti stórveldin til yf- irgripsmikillar samningagerðar um tilraunabann á kjarnorku- vopnum. Breska stjórnin: Vill ekki að BBC sýni mynd um IRA London, 30. júlí. AP. BRESKI innanríkisráðherrann, Leon Brittan, fór þess á leit við forráðamenn breska sjónvarpsins, BBC, að þeir sjónvörpuðu ekki viðtali við leiðtoga írska lýðveldishersins, IRA, á þeirri forsendu að það mundi láta í Ijós fylgi sjónvarpsins við hryðjuverkasamtökin. Fyrirhugaðar voru sýningar á sérstökum þætti um írska lýðveld- isherinn þann 7. ágúst nk., en í þættinum er m.a. viðtal við einn leiðtoga hryðjuverkasamtakanna, Martin McGuinness. Forráða- menn BBC komu saman til fundar í dag til að ræða ósk innanríkis- ráðherrans. Ágreiningurinn um Afganir senda þúsund börn til Sovétríkjanna Islamahaö, 30. júlí. AP. Eitt þúsund afgönsk börn voru í dag send til Sovétríkjanna f það sem yfirvöld kalla „skemmtiferð og vin- áttuhcimsókn“. Otvarpið í Kabúl sagði börnin myndu heimsækja borgir og bæi í suðurhluta Sovétríkjanna og að síð- ar meir myndu 500 börn til viðbótar slást í hópinn. Yfirvöld í Kabúl hafa sent hundr- uð barna til Sovétríkjanna til „náms“ í fræðum Marx og Lenins. Útlægir Afganir og sendifulltrúar segja tilganginn með þessu „upp- eldi“ sé að ala upp stjórnendur framtíðarinnar. sýningu þáttarins siglir í kjölfar yfirlýsinga nokkurra háttsettra embættismanna í Bandaríkjunum og Evrópu, um að taka hart á hryðjuverkamönnum, eftir flug- ránið í Libanon í síðasta mánuði, þar sem 39 Bandaríkjamönnum var haldið föngnum í 17 daga. Brittan sagði í bréfi sínu til BBC að með sýningu þáttarins væri sjónvarpsstöðin að gefa hryðjuverkamönnum tækifæri á að ná fylgi almennings við aðgerð- ir sínar. I Lúndúnablaðinu Sunday Times var haft eftir Margréti Thatcher, forsætisráðherra Breta, að yrði þátturinn sýndur, myndi hún fordæma BBC harðlega. Á mánudag sprakk sprengja í mannlausum sendiferðabíl, sem lagt hafði verið fyrir utan dóms- málaráðuneytið í Belfast og er írski lýðveldisherinn talinn bera ábyrgð á sprengingunni. Spreng- ingin olli töluverðum skemmdum á byggingum í kring og einn lög- reglumaður særðist þegar gler- brotum rigndi yfir hann. Sprengj- an sprakk um hálf eitt aðfaranótt mánudags, en stuttu áður hafði lögreglunni borist tilkynning um hana og var verið að koma fólki úr húsum í kring, þegar hún sprakk. Utanríkisráðherrar, sem sitja ráðstefnuna f Helsinki um öryggi og samstarf í Evrópu, eftir setningu hennar. George Schultz, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, (4. frá vinstri) og Eduard Shevardnadze, hinn nýi utanríkis- ráðherra Sovétríkjanna (3. frá hægri) takast í hendur. Milli þeirra stendur utanríkisráðherra Finna, Paavo Vayrynen. Ráöherrafundurinn í Finnlandi: Brot á Helsinkisam- þykktinni gagnrýnd Helsinki, 30. júlí. Krá Birni Bjarnnsyni. „HELSINKISAMÞYKKTIN og aðrar ályktanir sem tengjast ráðstefn- unni um lög um samvinnu í Evrópu eru aðeins gögn um það sem áunnist hefur á fundum. Þessi skjöl eru lifandi áætlanir fyrir samtíðina og fyrirheit um framtíðina," sagði Mauno Koivisto, forseti Finnlands, meðal annars þegar hann setti ráðstefnu utanríkisráðherra ríkja Evrópu og Norður-Ameríku hér í dag. Fundurinn er haldinn á sama stað og samþykktin, sem kennd er við Helsinki, var undirrituð fyrir réttum tíu árum. Til þessa fundar hér koma saman leiðtog- ar, forsetar og utanríkisráðherr- ar sömu þjóða og þá. Meirihluti þátttökuþjóðanna taldi þó að slíkur fundur kynni að gefa ranga mynd, vegna þess að mun minni árangur hefði náðst á vettvangi öryggisráðstefnunnar og í samskiptum austurs og vest- urs á síðastliðnum tíu árum, en vænst var hér 1975. Ásakanir um að ýmis ríki hafi virt að vettugi ákvæði sam- þykktarinnar setja sterkan svip á málflutning fulltrúa vest- rænna ríkja á fundinum. Jages F. Pool, utanríkisráðherra Lúx- emborgar, flutti ræðu fyrir hönd tíu aðildarlanda Evrópubanda- lagsins og harmaði sérstaklega að þeir sem hefðu krafist holl- ustu við Helsinkisamþykktina hafa í sumum ríkjum verið fang- elsaðir, sendir í þrælkunarvinnu eða verið neyddir til vistar á geð- veikrahælum. Talsmaður Evrópubandalags- ins nefndi engin ríki í þessu sambandi, en það gerði George Shultz, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hins vegar og rakti i löngu máli i ræðu í dag hvaða harðræði einstaklingar hefðu mátt þola í Sovétríkjunum og öðrum kommúnistaríkjum fyrir skoðanir sínar. Hann sagði, að ekki væri unnt að tala um Helsinkisamþykktina og áhrif hennar, án þess að ræða um ör- lög einstaklinga, því að ætlunin hafi verið að einstaklingar nytu skjóls af samþykktinni. Fulltrúar kommúnistaríkj- anna beindu athyglinni að öðr- um þáttum alþjóðamála og ræddu ýtarlega um hættuna af kjarnorkuvopnum. Utanríkis- ráðherra Rúmeníu taldi það lítt til fyrirmyndar að Helsinkisam- þykktinni hefði ekki verið fylgt að því er varðar fráhvarf frá viðskiptahindrunum og auk þess vildu menn hefta miðlun á tæknilegri þekkingu milli þátt- tökuríkjanna. Eduard Shevardnadze, utan- ríkisráðherra Sovétríkjanna, svaraði ásökunum um mannrétt- indabrot í Sovétríkjunum með því einu, að Sovétmenn leyfðu ekki neinni þjóð að skipta sér af innanríkismálum sínum. Hann varði mestum tíma í þessari fyrstu ræðu sem hann flytur á alþjóðlegum vettvangi til að gagnrýna stefnu Vesturlanda og þá einkum Bandaríkjanna i vígbúnaðarmálum. Sovétmenn láta nú mikið með tilboð sitt um að stöðva tilraunir með kjarnorkuvopn í fimm mán- uði frá og með 6. ágúst næstkom- andi. Lögðu þeir áherslu á það á blaðamannafundi eftir ræðu Shevardnadze að þetta tilboð markaði merk þáttaskil. Banda- rikjamenn vilja ekki fallast á slíkt bann, nema eftirlit sé tryggt- í tilefni alþjóðafunda hafa Sovétmenn áður verið með tillögur um bann er snerta ýms- ar hliðar kjarnorkuvígbúnaðar- ins og hafa þær verið taldar til áróðursbragða af ráðamönnum Vesturlanda. Pólsk yfirvöld: Fjölskylda flóttamanns fær að fara til Noregs Oslé, 30. Júlf. AP. PÓLSK yfirvöld hafa ákveðið að leyfa eiginkonu Waldemars Knihin- icki og börnum að flytjast til Noregs þar sem Knihinicki dvelst, eftir að hann flúði frá Póllandi fyrr á árinu. Svenn Stray, utanríkisráðherra Noregs, tilkynnti ákvörðun pólsku yfirvaldanna, eftir að hann og utanríkisráðherra Póllands, Stef- an Olzowski, ræddu saman fyrir ráðherrafundinn sem nú er hald- inn í Helsinki. Knihinicki var mikið í fréttum fyrr í sumar, þegar hann fór í 50 daga hungurverkfall fyrir utan pólska sendiráðið i Osló til að vekja athygli á að fjölskylda hans fengi ekki að flytja frá Póllandi. Stray sagðist búast við að eigink- ona Knihinickis, Jolanta, og dætur hans tvær, Beata og Anna, fengju að fara til Noregs innan skamms, en gaf ekki upp ákveðinn dag. Tyrknesk yfirvöld leystu úr ha- ldi Aleksander Bertelsen, Tyrkja sem hefur norskan ríkisborgarar- étt, sl. þriðjudag, eftir að norska utanríkisráðuneytið hafði beitt miklum þrýstingi til að fá hann sendan til Noregs. Bertelsen hefur verið norskur ríkisborgari síðan 1974, en var handtekinn í Tyrkl- andi árið 1984 er hann var þar í heimsókn. Flóðin á Indlandi: GENGI GJALDMIÐLA: London, 30. júlí, AP. GENGI dollarans var misjafnt eftir löndum í dag vegna yfirlýsingar frá Bandaríkjamönnum um 13,4 millj- arða dollara viðskiptahalla í júní og þess að Malcolm Baldridge, við- skiptaráðherra Bandaríkjanna, sagði að gengi dollarans þyrfti að falla frekar til þess að bæta stöð- una. ( London hækkaði dollarinn gagnvart sterlingspundinu, sem kostaði 1,4275 dollara síðdegis í dag (1,4370). Gengi dollarans var annars þann- ig að fyrir hann fengust: 2,8150 Vestur-Þýsk mörk (2,8300) 2,3015 svissneska franka (2,2975) 3,1710 hollensk gyllini (3,1835) 8,5850 franska franka (8,6100) 1.890,50 ítalskar lírur (1.896,00) 1,3510 kanadískir dollarar (1,3488) 236,83 jen 340 látnir Nýja Delhí, 30. júlí. AP. Að minnsta kosti 340 manns hafa farist í flóðum á Indlandi að undan- fornu og tjón á mannvirkjum er met- ið á um 20 milljarða króna, að því er Shandaranand, áveituráðherra, sagði í indverska þinginu í dag. Hann sagði að átján milljónir manns og 970 hektarar lands hefðu orðið illa úti í monsúnrign- ingunum og flóðum af þeirra sök- um í norður- og norðausturhluta Indlands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.