Morgunblaðið - 31.07.1985, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 31.07.1985, Blaðsíða 26
26 MORGUN^LAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 31. JUU 1985 Stjúpsonur Sakharovs: Telur myndirn- ar vera nvlegar Newlon, MasadnnetU, 30. júlí. AP. STJÍIPSONUR sovéska andófs- mannsins, Andrei Sakharov, segist halda að sjónvarpsmyndir af Sakh- arov og Yelenu Bonner, eiginkonu hans, hafi verið teknar með földum myndavélum, án þeirra vitundar. Myndirnar voru sýndar í banda- rísku sjónvarpsstöðinni ABC á mánudag og sagði Alex Semyonov, sonur Yelenu, að það væri augljóst að hjónin hefðu ekki vitað um upptöku myndanna. Bandaríska sjónvarpsstöðin keypti myndirnar frá sjónvarpsstöð í Þýskalandi, en talið er að myndirnar hafi verið teknar 11. júlí. sl. Fyrir u.þ.b. mánuði sýndi breska sjónvarpið, BBC, tvo myndbúta þar sem Sakharov var sýndur í læknisrannsókn á spítala. Þessar nýju myndir sýna hinn 64 ára gamla andófsmann yfirgefa sjúkrahúsið, sem er rétt utan við Gorký, þar sem hann hefur verið í útlegð síðan 21. janúar 1980. Einn- ig sýna þær hjónin fyrir utan íhúðarblokk þeirra og í verslunar- leiðangri á markaði í Gorký. „Myndirnar hljóta að vera nýj- ar,“ sagði Semoyonov, „hann lítur allt öðru vísi út en þegar ég sá hann síðast.“ Hann býr í úthverfi Boston ásamt systur sinni, Tati- ana, og eiginmanni hennar, Efrem Yankelevich. Semyonov hefur ekki séð Sakharov síðan í mars 1978 og móður sína sá hann síðast árið 1979, þegar hún kom til Newton eftir að hafa gengist undir skurð- aðgerð á ttalíu. Andrei Sakharov Kína: Fljúgandi diskur Peking. 29. júlí. AP. FYRIR nokkru flaug Boing 747-farþegavél fri kínverska flugfélaginu fram á stóran, skínandi fljúgandi disk þegar vélin var á ferð yfir vesturhluta Kína. Segir frá þessu í málgagni kínverska kommúnistaflokksins nú um helgina. Atburðurinn varð í síðasta mánuði, en ekki er tekið fram af hverju ekki hefur verið sagt frá þessu fyrr. Kínversk flugmálayfirvöld segja að áhöfn vélarinnar hafi lýst flugdiskinum svo að hann hafi verið um 10 km breiður og birtan frá honum hafi náð í 40—50 km radíus. Diskurinn var þó langtum bjartastur í miðjunni. Hluturinn þaut áfram á griðarlegum hraða og fór fram úr vélinni á auga- bragði, en áhöfnin segist hafa horft á diskinn í um það bil tvær mínútur. Fljúgandi furðuhlutir hafa öðru hverju sézt á fleygiferð yfir Kina, en þar starfar sérstakt félag um furðuhluti og gefur út rit um fyrirbrigðið. Frelsissiglingu lokið Frelsissiglingu tæplega 200 landflótta manna frá Eystrasaltsríkjunum lauk í Helsinki á sunnudag. Siglt var meðfram ströndum Lettlands, Lithaugalands og Eistlands um helgina til að mótmæla kúgun sovésku stjórnarinnar þar. Þegar frelsissiglingunni lauk í Helsinki efndu ferða- langarnir til mótmæla gegn Sovétríkjunum þar í borg. Vjð það tækifæri flutti hinn kunni andófsmaður Vladimir Bukovsky ræðu. Á efri myndinni koma þátttakendur í frelsissiglingunni til hafnar í Helsinki og á neðri myndinni flytur Bukovsky ræðu sína. E O 8uöa og líming sitterhvað Frá upphafi hefur hið dæmigerða Thermopane gler verið soðið á miIKIistann, en ekki límt. Á því byggjast hin sérstæðu gæði framleiðslu okkar. Gæði, sem þjóðsagnakenndar sögur fara af. Sögur stoltra hús- eigenda um ótrúlega endingu Thermopane einangrunarglers. Thermopane máttu treysta. | Thenmoiiane Glerverksmiðjan Esja hf. * Völuteigi 3 270 Mosfellssveit, Sími 666160. I STUTTU MALI Tígrisdýr rífa í sig konu New York. 30. júlí. AP. TVÖ tígrisdýr réðust á starfs- mann í dýragarði í New York og rifu hana í sig með þeim afleið- ingum að hún lést af sárum sín- um. Talið er að konan hafi ekki litið í kringum sig er hún gekk, ásamt annarri konu, inn í dýrageymsluna, sem er utan- dyra og mjög stór. Tvö fjög- urra og hálfs árs gömul kven- tígrisdýr réðust strax að starfsmanninum, en hin konan náði að klifra yfir vírgirðingu og slapp hún ómeidd. Sú náði í annan starfsmann dýragarðs- ins og sprautaði hann úr slökkvitæki á dýrin á meðan lík konunnar var fjarlægt. Tyrkneski hhiti Kýpur: Þing samþykkir nýja stjórn Nicosia, 30. Júlí. AP. ÞING tyrkneska lýðveldisins á Norður-Kýpur hefur gefið út traustsyfirlýsingu á nýja stjórn tyrkneska hluta eyjarinnar og forsætisráðherra hennar, Dervis Eroglu. Flokkur Eroglus, Þjóðein- ingarflokkurinn, hlaut 24 þing- sæti af fimmtíu í kosningum í júní og hefur nú myndað sam- steypustjórn með hjálpræðis- flokki sósíalista, sem hefur tíu sæti á þingi. Egyptaiand: Verð á hrá- olíu lækkar Kairó, 30. júlf. AP. EGYPTAR hafa gefið út yfirlýs- ingu um að verð á tunnu af hrá- olíu verði einum og hálfum til tveimur dollurum lægra í júlí en samið hafði verið um, en verð á hráolíu í júní og ágúst er enn óákveðið. Enn er verið að semja um olíuverð fyrir júní, en verðið fyrir ágústmánuð veltur á stöðunni á heimsmarkaðnum þá. Júgóslavía: Lest fór út af BeHfrarl. 30. júlí. AP. MILLILANDAHRAÐLEST fór í dag út af spori sínu, milli Fen- eyja og Belgrad, og slösuðust fimmtán manns, einn alvarlega. Járnbrautaryfirvöld í Júgóslavíu sögðu að „vitlaust áætlaður hraði lestarinnar" hefði valdið því að lestin fór af teinunum. Lestin var á leið til Aþenu. Möltubúi yinn- ur fræki- legt sundafrek VaJelU, 28. jálí. AP. SUNDMAÐURINN Nicky Far- rugia frá Möltu synti á laugardag og sunnudag milli Sikileyjar og Möltu. Sundið, sem skilur eyj- arnar að, er 87 kflómetrar og er Farrugia fyrstur manna til þess að synda alla leið. Möltubúinn synti í járnbúri til að verjast ágangi hákarla og fylgdi honum vélbátur meðan á sundinu stóð, eða 30 tíma og 20 mínútur. Aðeins einn maður, Ruru Rizzo, hefur áður reynt að synda milli eyjanna. Hann synti árið 1933 og varð að gef- ast upp fimm kílómetrum und- an Möltu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.