Morgunblaðið - 31.07.1985, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 31.07.1985, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 31. JÚLÍ 1985 33 sitt hæga og þægilega viðmót. Ró- lyndismaður og geðprúður, en þó ákveðinn og fastur fyrir ef á þurfti að halda. Höfðingsskapur einkenndi Júlí- us öðru fremur og var gjafmildi hans og konu hans Ingibjargar einstök, og nutum við fjölskylda þeirra hennar fyllilega. Ávallt voru þau tilbúin að rétta hjálpar- hönd þegar á reyndi. Indælt var að sækja þau hjón heim og tekið var á móti öllum opnum örmum. Fjölskyldan var ætíð efst í huga Júlíusar og fylgdist hann með henni í leik og starfi. Barnabörnin voru honum sérstaklega kær og hjartfólgin, þau sjá nú á eftir góð- um og elskulegum afa. Júlíus var mikið veikur og máttfarinn síð- ustu daga ævi sinnar, var honum það þung raun, manni sem ætíð hafði verið heilsuhraustur og at- orkusamur. Við fjölskyldan þökkum Júlíusi samveruna og kveðjum hann með söknuði, en minningin um góðan dreng mun lifa áfram meðal okkar. Deyr fé, deyja frændr, deyr sjalfr it sama; en orðstírr deyr aldregi, hveim er sér góðan getr. (Úr Hávamálum) Tengdadóttir Minning: Júlíus Jóns- son verkstjóri Þann 14. þ.m. andaðist í Landa- kotsspítala Júlíus Jónsson, verk- stjóri hjá iðnaðardeild ÁTVR. Hann fæddist 6. september 1911 á Miðbæ í Norðfirði, sonur Jóns Björnssonar, bónda þar, og Sigríð- ar konu hans Björnsdóttur frá Þverfelli í Lundarreykjadal. Urðu þau Miðbæjarsystkinin átta og er nú aðeins eitt þeirra á lífi, Ástrún, gift Agli Þorfinnssyni og búa þau í Keflavík. Á yngri árum stundaði Júlíus jarðyrkjustörf og sjómennsku, en eftir að hann flutti til Reykjavík- ur lagði hann fyrir sig leigubíla- akstur, en lengst af hefur hann unnið hjá iðnaðardeild ÁTVR, í um eða yfir 40 ár, af mikilli trúmennsku, enda maðurinn ör- uggur og áreiðanlegur í alla staði. Árið 1941 kvæntist Júlíus Ingi- björgu Einarsdóttur Hróbjarts- sonar póstfulltrúa í Reykjavík, hinni ágætustu konu. Hafa þau búið í farsælu hjónabandi og verið samhent um þroska og velferð barna sinna. Oft var gestkvæmt á heimili þeirra enda tekið alúðlega og glaðlega á móti gestum og gangandi. Ekki síst áttu ferða- langar að austan oft og tíðum gott athvarf á Kvisthaga 1. Þau Ingibjörg og Júlíus eignuð- ust fimm börn, sem öll eru dugn- aðar- og myndarfólk. Þau eru: Dr. Einar, eðlisfræðingur, kvæntur Valfríði Gísladóttur garðyrkju- fræðingi og eiga þau þrjú börn. Sigríður, gift Dr. Rögnvaldi Ólafs- syni eðlisfræðingi, eiga þrjú börn. Jón, tæknifræðingur og bóndi, kvæntur Jónínu Zophoníasdóttur, þau eiga þrjú börn, en eitt barn eignaðist Jón áður en hann kvænt- ist. Áslaug, kennari, gift Jóhanni Stefánssyni, kennara. Björn, bú- tæknifræðingur, kvæntur Rann- veigu Einarsdóttur, sjúkraþjálf- ara, og eiga þau þrjú börn. Júlíus var frábær heimilisfaðir, sem vildi í hvívetna sjá heimili sínu borgið og láta það í engu skorta. Hann vakti yfir velferð barna sinna. Góðviljaður var hann öllum, bæði skyldum og óskyldum. Greiðamaður var hann mikill svo að iðulega var bónin ekki aðeins fúslega veitt, heldur meira í té lát- ið en um var beðið. Nú þegar lífsgöngunni er lokið og móðan mikla skilur lifendur og dáinn verður bert hve mikils er misst og þakka ber margt, góðvilj- ann allan sem veittur var, alúðina og áhugann á samferðamönnun- um, gleðina yfir velgengni ann- arra, sem ekki duldist. Þakkirnar vilja máske koma fullseint. Við gleymum oft þakkarefninu „með- an við erum enn á veginum" og sjáum ekki hvað átt höfum fyrr en misst höfum. Með Júlíusi er góður þegn geng- inn. Blessuð sé minning hans. Sveinbjörn Einarsson Mig langar með fáeinum orðum að minnast tengdaföður míns, sem lét þann 14. júlí síðastliðinn eftir stutta sjúkralegu. Við fráfall Júlíusar höfum við misst mikið og erfitt verður að fylla það mikla skarð, sem hann skilur eftir. Júlíus var sérstakur maður, með HLJSA Byggingamarkaður við Sund SIVIIÐJAIM Súðarvogi 3-5 Sími 687700 ffatgmt* í Kaupmannahöfn FÆST í BLAÐASÖLUNNI ÁJÁRNBRAUTAR- STÖOINNI OG Á KASTRUP- FLUGVELLI ÞAÐ ER GAMAN AÐ SMIÐA.. Það er svo margt sem fólk er að fást við, og margir hafa ánægju af. Nýsmíði, breyta, bæta og laga. Húsasmiðjan hefur ótrúfegt úrval smíðaefnis, verkfæra, pípulagningaefna, hreinlætistækja, viðarklæðninga, málningu, fúavarnarefni og fjölda annarra eftirsóknarverðra hluta í nýju versluninni sinni í Súðarvoginum. Það er þess virði að koma í Húsasmiðjuna, byggingarmarkaðnum við Sund.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.