Morgunblaðið - 31.07.1985, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 31.07.1985, Blaðsíða 50
50 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUB 31. JÚLÍ 1985 /,£3etur5u ekki gefib m'e.r sek.tar-^ mi&Ann stír\r\a? ég e.rob flýta mér.' Ast er... /éO 5-27 ... aö koma fjár- hay hennar í lay. TM Rag. U S Pat Off-all rlghts reserved c 1970 Los Angetes Tlmea Syndicate Vegna óviðrádanlegrar bil- unar heyrist ekki til okkar hér núna. HÖGNI HREKKVISI W&W" s >Y\V£- »SPlKA VANTAK. PANSFELAGA A BALUD (' HL'VPNISKÓLAMUM." Frá Keflavík. Hún er á Reykjanesskaga en ekki á Reykjanesi að sögn bréfritara. Reykjanes — Reykjanesskagi Guðmundur A. Finnbogason, Hrafnistu, Hafnarfirði, skrifar: Velvakandi góður. í Morgunblaðinu, föstudaginn 31. maí sl., er á blaðsíðu 15 dálitil grein eftir Björn Stefánsson skrifstofumann í Keflavík, heitir sú grein „Reykjanes — hvað“. Þar segir Björn réttilega frá þeirri af- bökun sem orðin er í fjölmiðlum, dagblöðum, útvarpi og sjónvarpi á fornu heiti Reykjanesskagans, sem ber nafn sitt af litlu nesi er skerst út úr skaganum lengst suð-vestur og heitir Reykjanes frá fornu fari og á sitt sér heiti án þess að önnur byggðarlög á Reykjanesskaganum væru nefnd því nafni. Þau eru á Reykjanes- skaganum en ekki á sjálfu Reykja- nesinu er skaginn ber nafn af. Það er ekki fyrr en nú á síðustu árum að í mörgum fjölmiðlum hafa allir Suðurnesjamenn er búa á skagan- um verið nefndir Reyknesingar og það hefi ég heyrt vel fullorðinn þingmann kjördæmisins kalla þá, eins hefi ég heyrt þul í útvarpinu segja að engir bátar á Reykjanesi væru á sjó í dag vegna veðurs. Ég hefi aldrei heyrt talað um bátaút- gerð frá Reykjanesi. Þegar þing- menn tala um Reyknesinga á sinu pólitíska máli er þá engu að síður átt við þá er innar eru en Reykja- nesskaginn nær, og það alla leið upp í Hvalfjarðarbotn. Svipað hefur gerst með veginn er liggur frá Hafnarfirði suður með sjó til Suðurnesja, hann er í fjölmiðlunum að missa sitt forna nafn Suðurnesjavegur og er nú oftast kallaður Keflavíkurvegur þó svo að hann sé vegur til allra byggðarlaganna á Suðurnesjum eins nú sem áður, og á því með réttu að hafa sitt forna heiti hvernig sem nútíma byggðaþróun er eða verður þar sem Suðurnesja- vegurinn liggur nærri. Eg vil þessu næst láta kvæðið Reykjanes fylgja þessum línum. Kvæðið er ort af Grími Thomsem Þorgrímssyni skrifstofustjóra og skáldi á Bessastöðum. Hann var þar fæddur 15. mars 1820, dó 27. nóvember 18%. Grímur skáld hef- ir án efa miðað kvæði sitt við hið rétta Reykjanes en ekki Reykja- nesskagann í heild. Hvers í djúpum bullar brunni beljar sjór í hranna flesi sjóða jafnvel svalar unnir suður undan Reykjanesi skelf eru kröppu Skinnaköstin skeflir móti vindi röstin. Undir bruna áin rennur útí mar hjá Valahnjúki undir hrönnum eldur brennur ekki er kyn þótt drjúpum rjúki hafs í ólgu og hvera eimi hvirflast bólgið öfugstreymi. óþreytandi elds er kraftur ár og sið í djúpi starfar stingur sér og upp þar aftur eyjar koma líkt og skarfar á skerin geta fuglar farið fyrr en kannski nokkurn varir. Þessir hringdu . . . Of þykkur hafragrautur Amma Freys 12 ára hringdi og vildi koma á framfæri leiðrétt- ingu við uppskrift þá að hafra- graut, sem birtist í Velvakanda sl. sunnudag. Sagði hún að með því að nota 200 gr. af haframjöli eins og þar er sagt, verði graut- urinn allt of þykkur. Nóg ætti að vera að nota 100 gr. í þessa upp- skrift en það fari auðvitað eftir smekk hvers og eins hversu þykkan graut hann vill. Verði ykkur að góðu. Hver á miða númer 1063? Hilmar Jónsson hringdi: Kiwanisklúbburinn Esja stóð fyrir happdrætti nú í vetur und- ir kjörorðinu „Birta fyrir blind börn“. Dregið var í happdrætti þessu hinn 24. maí sl. Vinningur í happdrættinu var bifreið af gerðinni Renault 11. Þar sem að- eins var dregið úr seldum mið- um, sem er einsdæmi í fjáröflun- arhappdrætti hér á landi, þá vit- um við það fyrir víst að vinn- ingsmiðinn hefur verið seldur. Við vitum einnig að hann var seldur í Breiðholtinu, nánar til- tekið í Bökkunum eða Æsufell- inu. Okkur er það mikið áhuga- efni að eigandi miðans finnist og í þeirri von að það takist viljum við biðja fólk að leita í fórum sínum að miðanum en númer hans er 1063. Sérstaklega viljum við biðja fólk sem býr í Breið- holtinu að athuga í skúffum og öðrum hirslum hvort það kann að luma á miðanum. Hinn heppni getur haft samband við okkur í síma 53931. Að lokum vil ég þakka fyrir stuðninginn fyrir hönd Kiwanisklúbbins Esju. Áróður í útvarpsþætti IKvarpshlustandi hringdi: Ég vil koma á framfæri athugasemd við þáttinn „Gesta- gang“, sem var á dagskrá rásar 2 hinn 18. júlí síðastliðinn. Mér þótti umsjónarmaður þáttarins, Ragnheiður Davíðsdóttir, mis- nota þar aðstöðu sína. Annar viðmælandi hennar í þessum þætti var lögreglumaður og lagði hún fyrir hann mjög leiðandi spurningar til að fá fram sem jákvæðasta umfjöllun um störf lögreglunnar í kjölfar dóms í svonefndu „Skaftamáli", sem þá var nýgenginn í Hæstarétti. Þarna var með öðrum orðum fjallað mjög einhliða um þetta mál frá sjónarhorni lögreglunn- ar. Ragnheiður er sjálf lögreglu- maður og þekkt sem slík meðal almennings, auk þess sem hún hefur ítrekað skrifað greinar í blöð um þetta mál. Hennar af- staða er því öllum kunn, en þeim mun ámælisverðara þykir mér að hún skuli misnota þannig að- stöðu sína til að koma á fram- færi einhliða áróðri í þessum þætti, sem manni skilst að eigi að vera umræðu og tónlistar- þáttur í léttum dúr. Þetta mál hefur verið rætt mikið á mínum vinnustað og eru allir þar sam- mála um að þarna hafi verið rangt að verki staðið. Góð þjónusta á E1 Sombrero Haukur (maðurinn í rauðu peys- unni) hringdi: Vegna skrifa í Velvakanda fimmtudaginn 25. júlí síðastlið- inn um slæma þjónustu á veit- ingastaðnum E1 Sombrero vil ég koma því á framfæri að ég er ákaflega ósammála þessu. Ég hef komið oft á þennan veit- ingastað og aldrei mætt þar öðru en elskulegheitum og fullkom- inni þjónustu. Ég þekki líka eig- anda staðarins og veit að hann er hinn mesti öðlingur sem allt vill gera fyrir viðskiptavini sína. Því er ég ákaflega ósáttur við þetta nöldur og vil mótmæla því harðlega.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.