Morgunblaðið - 31.07.1985, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 31.07.1985, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 31. JtlLÍ 1985 51 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 10100 KL. 14—15 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS Enn um Dallas og myndbönd 2122—8494 skrifar: Miðvikudaginn 10. júlí skrifaði einhver í Velvakanda, sem kallar sig „Einn sem á myndband" og lýsti yfir óánægju sinni með bréf frá konu sem ekki á myndband. Einnig sagði hann að Dallas væri lélegasti og hallærislegasti þáttur sem hann hefði nokkru sinni séð og að þar væri samsafn af lélegum leikurum (að J.R. þó undanskild- um) og að þeir sem ættu mynd- bönd horfðu ekki á Dallas heldur á vandaðar myndir eins og Voodoo í Hollandi. Því miður hafa ekki allir efni á þvi að kaupa sér myndbönd og ekki hafa heldur allir sama smekk. Sumum finnast Dallas mjög góðir þættir, en öðrum finn- ast þeir lélegir. Það horfa ekki all- ir á myndbönd á miðvikudögum þegar Dallas er í sjónvarpinu. Ef þessi „eini sem á myndband" þolir ekki Dallas getur hann bara horft á Voodoo í Hollandi. Menn virðast seint ætla að verða sammála um ágæti Dallas-þíttanna Því voru Hafnarbúðir seldar? Ingeborg Einarsson skrifar: Kæri Velvakandi. Er borgarsjóður svo illa staddur að hann þurfi að selja eina af hjúkrunardeildum sínum? Á ég þar við hina mikið umtöluðu sölu á Hafnarbúðum. Er þá ekki líka einhver hagsmunaaðili, sem vill kaupa t.d. Droplaugarstaði og koma þeim í einkarekstur? Það eru fleiri en Landakot, sem eiga í erfiðleikum með langlegusjúkl- inga. Dalbraut og Lönguhlíðar- heimilin hafa engar hjúkrunar- deildir. Hvert eiga sjúklingarnir þaðan að fara, þegar þeir eru ekki lengur sjálfbjarga? Á sjúkradeild Grundar eða DÁS kannski? Ætli þeir hafi ekki nóg með sína? Fjár- málaráðherra getur lagt fram 50 milljónir bara til þess að skipta um rekstraraðila á Hafnarbúðum, en hefir ekki 50 millj. til að leggja í B-álmu Borgarspítalans og fjölga rúmum þar. En þetta er reiknisdæmi sem bara meirihluti Sjálfstæðisflokksins í Borgarráði getur skilið. Það er ekki nóg fyrir Reykjavík- urborg að byggja verndaðar íbúðir fyrir gamla fólkið. Það geta félagasamtök líka gert. En um síð- asta áfangann, þegar fólk er orðið ósjálfbjarga, geta eingöngu opin- berir aðilar séð um. — Og það eru margir þessháttar sjúklingar í heimahúsum líka. Meira af Michael Jackson Michael Jackson aðdáandi skrif- ar: Ég las greinina sem einn Micha- el Jackson aðdáandi skrifaði. Ég er alveg sammála honum um að það sé allt of lítið með Michael Jackson í Skonrokki. Ég ætla líka að biðja þá að 3ýna meira með honum. Eg þekki líka marga Michael Jackson aðdáendur, að minnsta kosti tuttugu. Ég ætla að hvetja aðdáendur hans til að skrifa Velvakanda og sýna þannig að hann er ekki öllum gleymdur. V^terkurog L/ hagkvæmur auglýsingamiðill! Er Þjóðyiljinn mál- gagn atvinnurekenda? Þorleifur Kr. Guðlaugsson skrifar: Velvakandi góður. Undarlegt er að Þjóðviljinn skuli vera farinn að taka mál- stað atvinnurekenda uppá sína arma og gagnrýna, ef einhver hefur sagt að fyrirtæki sem ekki standa sig í rekstri megi fara á hausinn. Kannski eru þeir farnir að iðr- ast gerða sinna á þessu sviði þegar þeir voru í ríkisstjórn? Þá er vel og atvinnurekstur mun þá gegna sínu hlutverki í framtíð- inni. Stefna Þjóðviljamanna hefur verið sú að ekkert fyrirtæki sé rekið með hagnaði, þau eiga að skrimta á lánarekstri, eftir því sem stjórnarstefna þeirra var í ríkisstjórn. Lengi verður atvinnureksturinn að jafna sig eftir þau óheillaár þegar Þjóð- viljamenn réðu málum þjóðar- innar. Varasamt er þó að taka mark á því sem Þjóðviljinn læt- ur frá sér fara. Til sölu Benz Unimog árg 1960 og Chevrolet Suburban árg 1980 Upplýsingar eftir kl. 19.00 í síma 666693 Um Vestfiidi 4 daga ferð um verslunarmannahelgi, lagt af stad kl. 18 á föstudag frá Reykhólum. Gist að Bæ i svefnpokaplássi eöa i Hótel Bjarkalundi. Laugardagur. kl. 9. Gufudalssveit — Vatnsfjörður — Barðaströnd — Rauöasandur — Örlygshöfn — Látrabjarg. Gist í Breiöuvík. Sunnudagur. Patreksfjörður — Tálknafjöröur — Selárdalur — Arnarfjörður — Hrafnseyri — Dýra- fjörður — Önundarfjóiður. Gist á ísafirði. Mánudagur. ísafjaröardjúp — Reykjanes — Þorskafjarðarheiöi — Reykhólasveit — Dalir — Reykjavik. Lciösögumaður Einar Þ. Guðjohnsen. Allcn upplýsingœ u m feiöii eiu gefnai á B.S.Í. sími 22300 Á ísafiiöi Feiöaskiifstofa Vestfjaröa hí Hafnarstrœti 4 sími 3557 - 3457 Hópfeiöabilai 11-60 sœta simi 29950 - 29951 Séileyfisferöii um Vestfiröi OPIÐ FRÁ 18—01* HIMNESKT KVOLD MEÐ Annie Lennox og Eurythmics í laginu There must be an angel
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.