Morgunblaðið - 31.07.1985, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 31.07.1985, Blaðsíða 53
Evrópubikarkeppnin í frjálsum íþróttum — C-riðill — á Laugardalsvelli 10. og 11. ágúst MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 31. JÚLÍ 1985 53 Ingrid Kristian- sen í Laugardal NORDMENN senda sitt besta kvennalið til þátttöku í Evrópu- bikarkeppninni í Laugardal 10. og 11. ágúst, en þeir skarta sumum frægustu frjálsíþrótta- konum heims. Þar er frægust Ingrid Kristiansen, einhver mesta hlaupakona heims í dag. Kristiansen setti í fyrra heims- met í 5 km hlaupi og varð fyrst kvenna til aö hlaupa þá vega- lengd á innan viö 15 minútum. Þá setti hún heimsmet í maraþon- hlaupi i London í vor, hljóp þar á röskri 2:21 klukkustund. Nú um helgina setti Kristian- sen síöan sitt þriöja heimsmet, er hún varö fyrst kvenna til aö hlaupa 10 kílómetra á skemmri tíma en 31 mínútu. Skömmu fyrir methlaupiö hljóp hún 3.000 metra á 8:40 minútum, svo sjá má aö hún er aldeilis frábær hlaupari. En Norömenn eiga aöra stjörnu, sem er spjótkastarinn Trina Solberg, ung og sæt stúlka, sem náöi þriöja bezta árangri i heiminum í ár er hún sigraöi í keppni Noröurlandanna og Sovétríkjanna og kastaöi 68,94 metra. Þessar tvær frjálsiþróttakonur eru nefndar hér, en Norömenn eiga margar aörar góöar, sem veita munu íslenzku frjálsíþrótta- konunum góöa keppni, svo og þeim írsku og beigísku. Belginn Ronald Desruelles: Hlaupin veröa stórskemmtileg ALLT bendir til að keppni í hlaupum i Evrópubikarkeppn- inni verði skemmtileg og spennandi. Einnig að árangur á heímsmælikvaröa náist, verði veður skaplegt. irar, Belgir og Svíar koma með sína allra beztu hlaupara, enda mikið í húfi, en þessar þjóðir eiga marga hlaupara á heimsmæli- kvaröa. Þá koma hingaö margar góðar hlaupakonur, en þar er fremst í flokki norska stúlkan Ingrid Kristiansen sem á heims- met í 5 km, 10 km og mara- þonhlaupi. irar eiga frábæra millilengda- og langhlaupara og segist írska sambandiö senda sína beztu menn hingað. Nægir þar aö nefna Eamonn Coghlan, einn allra bezta hlaupara heims und- anfarin ár, sem einn manna hefur hlaupiö enska mílu innanhúss undir 3:50 mínútum. Ennfremur koma Ray Flynn og Marcus O’Sullivan, sem aö undanförnu hafa unniö sigra í 1500 metrum á stórmótum i Evrópu, m.a. Grand Prix-mótum. Þá John Tracey, frábæran 5 km og 10 km hlaup- ara, sem varö heimsmeistari í víöavangshlaupi 1978 og 1979 og silfurverðlaunahafi í mara- þonhlaupi i Los Angeles í fyrra. Loks kemur hindrunarhlauparinn Kieran Stack, sem hljóp á 8:29, 64 mín. á dögunum. Belgíumenn eiga marga stór- hlaupara. Beztir eru líklega Vinc- ent Rousseau, 23 ára hlaupari, sem varö fjóröi í 5 km hlaupi á Grand Prix-mótinu ( Osló í júní- lok á 13:18,94 mín., og William Van Dijk, sem sigraöi í hindrun- arhlaupi á Grand Prix-mótinu í Nizza um miöan júlí á 8:13,77 mín., sem er bezti árangur í hindrunarhlaupi í heiminum í ár. En fleiri góöir hlauparar koma frá Belgíu. Rik Tommelein, grinda- hlaupari, sem á 49,64 en hann sigraöi á Grand Prix-mótinu í Osló í júlílok. Hann er 23 ára og annar Belgi, Michael Zimmer- mann, á 49,84 sek., í ár. Þá er Bob Verbeck meö 3:36,96 mín. i 1500 metra hlaupi í ár og 13:24,73 í 5000 metrum, Peter Danens er meö 13:22 i 5 km i ár og 8:20,7 í 3000 hindrun. Fremstir í flokki sænsku hlauparanna eru Mats Erixon, sem sigraöi glæsilega og eftir- minnilega í 5 km keppni Noröur- landanna og Sovétríkjanna á dögunum. Hann var einnig úrslit- amaöur í 5 km hlaupi á Ólympiu- leikunum í Los Angeies og þótti standa sig þar meö miklum ágætum. Hann á 13:26,96 í 5 km og er mikill keppnismaöur, eins og íslenzkir sjónvarpsáhorfendur sáu um daginn. Einnig tefla Sviar fram Johnny Kroon, sem setti sænskt met á Grand Prix-mótinu í Osló i júní- lok, hljóp á 3:36,49 mín. Jafn- framt hindrunarhlauparann Jan Hagelbrand, sem hljóp á 8:28,28 í fyrra. Ennfremur grindahlaupar- ann Sven Nylander, sem varö í fjóröa sæti á heimsmeistaramót- inu 1983 og einnig Ólympíuleik- unum í Los Angeles, sem á 48,88 sek., Thomas Nyberg og Ulf Sedlacek, sem allir hafa hlaupiö grind á innan viö 50,5 sekúndum í ár og eru mjög góöir 400 metra hlauparar. Sedlacek hljóp síöast sprettinn i 4X400 metra boö- hlaupi í keppni Noröurlandanna og Sovétríkjanna og sáu sjón- varpsáhorfendur hversu mikill baráttujaxl er þar á ferö. Af öllu þessu má sjá, aö um gífurlega spennandi keppni verö- ur aö ræöa í millifengdum, lang- hlaupum og grindahlaupum, auk spretthlaupanna, á Evrópubik- arkeppninni i Laugardal 10 og 11. águst, og ætti enginn aö veröa svikinn af því aö leggja leiö sína í dalinn til aö fylgjast meö keppninni. Einar fær góða keppni SPJÓTKASTK EPPNIN í Evrópu- bikarkeppninni verður ó heims- mælikvarða. Einar Vilhjálms- son, sem óumdeilanlega er næstbezti spjótkastari heims, fær þar góða mótherja. Svíar senda hingað skólabróöur Ein- ars fré Austin í Texas, Dag Wennlund, sem kastaði í vor 92,20 metra og setti sænskt met. Mun Wennlund ugglust veita Einari veröuga keppni. Dag Wennlund sigraði Einar þegar hann kastaöi spjótinu 92,20 metra, en Einar hefur siöan sig- raö hann hvaö eftir annaö á mót- um í Skandinavíu. Einar hefur, eins og alþjóö vonandi veit, átt mikilli velgengni að fagna í sumar og boriö hróöur landsins víöa meö miklum glæsi- brag, Tvisvar hefur hann kastaö yfir 90 metra í sumar og marg- sinnis milli 89 og 90. Einar er aö jafna sig af meiðslum og segist veröa góöur í Evrópubikar- keppninni, en þaö veröur síöasta tækifæriö til aö sjá hann í keppni hér á landi í sumar, aö öllum lík- indum. Einar dreymir um aö kasta yfir 90 metra á isiandi og spurningin er hvort þaö tekst á Laugar- dalsvelli í Evrópubikarkeppninni. Oftast er gola hagstæö til spjót- kasts hér og má því búast viö góöum árangri. Danir, írar og Belgir eiga menn í sumar, sem hafa allir kastaö um 79—80 metra. Stefnir því í spennandi spjótkastskeppni í Evrópubikarkeppninni. • Norska stúlkan Trina Solborg — é þriðja besta érangur í spjót- kasti i ér í heiminum. RONALD Desruelles fré Belgíu er kannski ekki mjög þekkt nafn í íþróttaheiminum, en þessi 30 éra Belgi er í dag fót- fréasti hvíti maðurinn í heimin- um og aöeins Bandaríkjamað- urinn Carl Lewis hefur hlaupið hraðar í ér. Desruelles hljóp í sumar á 10,02 sekúndum í Brussel, en Lewis náöi um sama leyti 9,98 sekúndum i Bandaríkjunum. Er Desruelles eini hviti maðurinn í hópi 10 fótfráustu spretthlaupara heimsins í ár. Til aö gefa mynd af því hversu frábær spretthlaupari Ronald Desrulles er, þá er hann aöeins um einn metra frá heimsmetinu í 100 metra hlaupi, en þaö er 9,93 sekúndur, sett i þunna loftinu í Mexíkó. Besti árangur, sem náöst hef- ur i 100 metrum viö sjávarmál, er 9,97 sekúdur, sem sýnir best hversu frábær hlaupari Desruell- es er. Hann er aöeins tveimur hundruöustu úr sekúndu frá Evr- ópumeti Pólverjans Woronin, sem er 10,00. italinn Pietro Mennea hljóp um áriö á 10,01 sek., svo Desruelles hefur náö þriöja bezta tima Evrópumanns frá upphafi. Árangur Desruelles i ár er sjötti bezti árangur í 100 metra hlaupi í heiminum frá upp- hafi. Desruelles veröur aö líkindum i sérflokki í 100 metra hlaupinu í Evrópubikarkeppninni í Laugar- dal. Ef veöur veröur hagstætt má allt eins viö því búast aö vallar- metiö veröi stórbætt og einhver besti spretthlaupsárangur heims í ár veröi unnin í Laugardal. • Ronald Desruellea Fótfráastur hvítra manna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.