Morgunblaðið - 31.07.1985, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 31.07.1985, Blaðsíða 56
SIBÐflEST 1ÁNSTOAUST MIÐVIKUDAGUR 31. JÚLÍ 1985 VERÐ í LAUSASÖLU 30 KR. Suður- og Vesturland: Góð hey — en ekki mikil að vöxtum í gær hafði fíkniefnadeiid lögreglunnar fundið tæplega 1.900 skammta af þeim rösklega 3.200 sem aðilar málsins hafa viðurkennt að hafa smyglað til landsins. Femt í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnasmygls: Mesta LSD-smygl sem upp hefur komist hér — uppvíst um innflutning á hassi og LSD fyrir nærri 2,7 milljónir króna. KOMIST HEFUR upp um umfangsmesta smygl á ofskynjunarefninu LSD hérlendis hingað til og sitja tveir kariar og ein kona í gæsluvarðhaldi vegna þess. Hefur orðið uppvíst um innflutning á rúmlega 3.200 skömmtum af LSD. I>á situr og ein kona til í gæsluvarðhaldi vegna smygls á 1.140 grömmum af hassi. Lausleg tengsl eru á milli málanna tveggja. Aætlað söluverðmæti flkniefnanna á svörtum markaði er tæplega 2,7 milljónir króna. HEYSKAPUR er langt kominn á Suður- og Vesturlandi. Margir bændur hafa lokið fyrri slætti og náð Fyrsti sigurinn á Dönum erlendis J ÍSLENDIN(;AR unnu sinn fyrsta sigur á Dönum í lands- leik í knattspyrnu á erlendri grund í gær er íslenska drengjalandsliðið vann það danska 4:3 á Norðurlandamót- inu sem fram fer í Bergen í Noregi. Danir komust í 3:0 og leiddu 3:2 í leikhléi. „Þetta var stórkostlegur sigur og að geta unnið upp þrjú mörk, það sýnir best að strákarnir gefast aldrei upp,“ ' sagði Lárus Loftsson þjálfari ísienska liðsins í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi. Sjá nánar á bls. 55. Haraldur Ingólfsson kom inná sem varamaður og skoraði tvö mörk gegn Dönum. að hirða allt, en sumir hafa verið að bíða eftir betri sprettu. Sunnlendingar hafa náð mjög góðum heyjum, en ekki miklum að vöxtum. Er talið að í mörgum til- vikum sé heyfengurinn aðeins um 70% af heyfeng síðasta árs, sem reyndar var metár, en 10—15% minni en í meðalári. Margir eiga fyrningar frá fyrra ári, þannig að flestir eru vel birgir af fóðri fyrir veturinn. Heyskapur hefur gengið fremur illa á Norður- og Austurlandi í sumar. Þó hefur aðeins rofað til undanfarna daga og nokkuð af heyi náðst inn. Þeir bændur á Norðurlandi sem gátu byrjað heyskapinn áður en óþurrka- og kuldatíðina gerði eru langt komn- ir með heyskapinn. Hey eru mikil að vöxtum á Norðurlandi, en nokkuð er um hrakið hey, og sums staðar er gras að spretta úr sér. Sjá: „Olíkt aö standa í þessu ... “ á bls. 4. Lögreglumenn úr fíkniefnadeild lögreglunnar í Reykjavík hand- tóku sl. föstudagskvöld mann í Reykjavík og fundu heima hjá honum 1.130 skammta af LSD. Síðar það sama kvöld var sambýl- iskona hans handtekin, grunuð um aðild að málinu. Við yfirheyrslur viðurkenndi maðurinn að hafa flutt til landsins nærri 1.700 skammta af LSD í vor. Daginn eftir var kunningi sambýlisfólks- ins handtekinn á Hellissandi og kom þá í ljós, að í apríl sl. fluttu karlarnir tveir inn 3.200—3.300 skammta af ofskynjunarefninu frá Hollandi. Sá mannanna, sem síðar var gripinn, var einnig hand- tekinn í maí í vor og fundust þá í fórum hans 760 skammtar af LSD. Hefur fíkniefnadeild lögreglunnar því náð samtals tæplega 1.900 skömmtum af þeim rúmlega 3.200, sem fluttir voru inn, og standa vonir til að hægt verði að finna meira af efninu á næstu dögum, að sögn Arnars Jenssonar, fulltrúa í fíkniefnadeildinni. Efni þetta var flutt inn í bréfum, sem stíluð voru á tilbúin nöfn í fjölbýlishúsum í Reykjavík. Þangað sóttu mennirn- ir bréfin, sem lágu við bréfakassa og íbúarnir hirtu ekki um. Við rannsókn þessa máls vökn- uðu grunsemdir um innflutning á miklu magni af hassi og var um helgina gerð húsrannsókn í fjöl- býlishúsi í Reykjavík. Fundust þá 1.140 grömm af hassi og voru í framhaldi af því handteknar tvær systur, sem reyndust eiga efnið. Önnur þeirra hafði flutt það til landsins frá Hollandi í síðustu viku og virðist sem aðeins lítill hluti smyglsins hafi komist í um- ferð á svörtum markaði hér. Sú er sá um innflutninginn er nú í gæsluvarðhaldi en hin, sem er heimilisföst í Suður-Evrópu, er í farbanni. Hvorug systranna hefur áður komið við sögu fíkniefnamála hérlendis en þau þrjú, sem hlut eiga að LSD-smyglinu, hafa öll átt aðild að slíkum málum áður. Þetta fólk er allt á aldrinum 25—35 ára og virðist að nokkru leyti hafa haft viðurværi sitt af fíkniefna- sölu. Aldrei fyrr hefur verið lagt hald á jafn mikið magn af LSD hér á landi. Gangverð á hverjum skammti þess er um 600 krónur og sömuleiðis á hverju grammi af hassi, þannig að áætla má að sölu- verðmæti allra efnanna á svörtum markaði hér sé 2,6—2,7 milljónir króna. Vínveit- ingaleyfi Sælkerans endurnýjað Dómsmálaráðuneytið féllst ný- lega á að endurnýja vínveitinga- leyfi Sælkerans, en Áfengis- varnanefnd Reykjavíkur hafði áður lagst gegn endurnýjun leyf- isins og tveggja annarra veit- ingastaða, Við sjávarsíðuna og Hellisins. Þá hafa Óðinsvé feng- ið leyfl sitt endurnýjað, en Áfengisvarnanefnd mælti með þeirri endurnýjun á þeirri for- sendu að um hótel væri að ræða. Að sögn Ölafs W. Stefáns- sonar, skrifstofustjóra hjá dómsmálaráðuneytinu, hefur engum verið neitað um endur- nýjun nýlega, en það tæki tíma að afgreiða slíkar umsóknir, þar eð leita þyrfti álits fjöl- margra aðila: matsnefndar vínveitingahúsa, borgarinnar, áfengisvarnanefnda og stund- um lögreglustjóra. Auk fyrr- taldra bíða afgreiðslu Bixið á Laugavegi og Góðborgarinn. Borgarstjóm Reykjavíkur: Aukafundur um Hafnar- búdir og Pípugerðina AUKAFUNDUR hefur verið boðaður í Borgarstjórn Reykjavíkur klukkan 17.00 í dag að kröfu níu borgarfulltrúa minnihlutans. Á dagskrá fundarins eru tvær samþykktir borgarráðs frá 26. julí sl., annars vegar vegna endurnýj- unar Pípugerðarinnar og samnings við Byggingarfélagið ()s hf. og hins vegar um samþykkt borgarráðs að heimila borgarstjóra að ganga frá samningi um sölu Hafnarbúða. Borgarráð samþykkti með þremur atkvæðum gegn tveimur tillögu forstöðumanns Pípugerð- arinnar þess efnis að endurnýja vélakost Pípugerðarinnar að hálfu, upp á rúmar 20 milljónir króna, og er þar um að ræða véla- kost til að framleiða minni gerðir af pípum. Hins vegar felur tillag- ■%n í sér samning við Ós hf. um framleiðslu á pipum af stærri gerð. Sigurjón Pétursson, Alþýðu- bandalagi, og Kristján Bene- diktsson, Framsóknarflokki, óskuðu bókunar þar sem lýst er andstöðu við samninginn við Ós hf. og þeirri skoðun að Reykjavík- urborg eigi að endurnýja Pípu- gerðina að fullu. Þá óskaði Ingi- björg Sólrún Gísladóttir sérstakr- ar bókunar þar sem einnig er lýst andstöðu við samninginn við Ós hf. Að ósk minnihlutans verður ennfremur fjallað um Hafnar- búðamálið á aukafundi borgar- stjórnar í dag. Eins og greint hef- ur verið frá í Morgunblaðinu sam- þykkti borgarráð að gefa borgar- stjóra fulla heimild til að ganga frá samningi á grundvelli kaup- tilboðs, sem fjármálaráðherra, fyrir hönd ríkissjóðs, gerði í Hafn- arbúðir. Tillagan var samþykkt í borgarráði með tveimur atkvæð- um gegn þremur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.