Morgunblaðið - 01.08.1985, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 01.08.1985, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. ÁGÚST 1985 Norðurlandameistaratitillinn í skák: Teflt verður hér á landi — Vítur samþykktar á Eero Halme á fundi skáksambands Norðurlanda ÞAÐ er misskilningur aö stjórn skáksambands Norðurlanda hafi haft í hyggju að láta fara fram mót um Norðurlandameistaratitilinn í skák, þar sem ekki væri fullur umhugsunartími, að sögn Þorsteins Þorsteinssonar, forseta Skáksambands íslands, en hann á sæti í Skáksambandi Norður- landa. Sem kunnugt er urðu þeir efst- ir og jafnir, Norðmaðurinn Agde- stein, Jóhann Hjartarson og Helgi ólafsson og þarf að fara fram keppni þeirra í millum um hverjum beri titillinn. Frá því var sagt í fjölmiðlum, að farið hefði verið fram á það við þá, að þeir tefldu hraðskákmót, en þeir höfnuðu, þar sem þeim þótti Norðurlandameistaratitlinum ekki nægur sómi sýndur með því móti. „Á fundi Skáksambands Norð- urlanda voru samþykktar reglur, sem kveða á um það, að fara skuli fram einvígi eða mót með tvö- faldri umferð og fullum umhugs- unartíma, verði tveir eða fleiri jafnir og efstir á Norðurlanda- mótinu," sagði Þorsteinn. „Þessar reglur gilda á næsta Norður- landamóti, sem ákveðið var að haldið yrði í Færeyjum eftir tvö ár. Verði menn þá enn jafnir, er heimilt að stytta umhugsunar- tímann, ef stjórn skáksambands Norðurlandanna býður svo við horfa,“ sagði hann ennfremur. Þorsteinn sagðist búast við að úrslitakeppni um Norðurlanda- meistaratitilinn yrði haldin f september- eða októbermánuði og sér fyndist sjálfsagt að íslend- ingar byðust til að halda keppn- ina, ef skákmönnum okkar þætti akkur í því að það yrði hér á landi. Þorsteinn sagði að hann hefði gert framkomu Eero Helme, svæðisforseta FIDE, að umræðu- efni á fundinum. Helme ákvað í samráði við ísraelsmenn að ein- vígi Margeirs Péturssonar og ísraelsmannsins Schvidlers um sæti á millisvæðamótinu í Biel, yrði í ísrael að íslendingum for- spurðum. Hefðu vítur verið sam- þykktar á Helme með öllum at- kvæðum, nema hans sjálfs, en hann sat einnig fund skáksam- bands Norðurlanda. Ásgeir Guðbjartsson skipstjóri á Guðbjörgu ÍS við skip sitt MorgunblaAið/tJlfar Guðbjörg ÍS hefur aflað 3.140 lestir frá áramótum: Helmingi hærra verð fékkst fyrir gámafisk — en kostnaður 13—16 krónur kílóið við söluna til Bretlands faalirói. 30. jáli. ENN ER að aukast aflasældin á Vestfjarðamiðum. Guðbjörg ÍS kom til ísafjarðar sl. laugardag með 170 lestir eftir þriggja daga útiveru. Ás- geir Guðbjartsson skipstjóri sagði fréttarítara Morgunblaðsins að mjög lítill tími af veiðiferðinni hefði farið í veiðar, þar sem þeir hefðu orðið að liggja í aðgerð langtímum saman. Guðbjörg ÍS 46 hefur nú fiskað 3.140 lestir frá áramótum. 1.954 lestir hafa farið til vinnslu i ís- Óvíst hvað orðið hefur um rúmlega 1000 skammta af LSD: LSD sfetur valdið varanlegri geðveiki — segir Jóhannes Bergsveinsson yfirlæknir LÁTLAUSAR yfirheyrslur voru í LSD-smyglmálinu, sem upp kom um belg- ina, í allan gærdag hjá fíkniefnadeild Reykjavíkurlögreglunnar. í fyrra- kvöld fundust eftir ábendingu annars mannsins, sem játað hefur að hafa fiutt til landsins nærri 3.300 skammta af ofskynjunarefninu, 256 skammtar til viðbótar og befur þá verið lagt hald á alls 2.146 skammta. Ekki er að fullu Ijóst hvað hefur orðið um þriðjung efnisins en unnið er að því að upplýsa það, skv. upplýsingum fíkniefnadeildarinnar. Endurskipulögð póstdreifíng? Eins og fram kom í blaðinu í gær var efnið flutt til landsins með því að senda það í bréfi á tilbúið nafn í fjölbýlishúsi í Reykjavík, þangað sem mennirn- ir tveir sóttu það síðan. Ásgeir Friðjónsson, dómari við Sakadóm í ávana- og fíkniefnamálum, sagði í gær að hann gerði ráð fyrir að í framhaldi af þessu máli myndu yfirvöld dómsmála og póstþjónustu ræða möguleika á úrbótum í póstdreifingu, því augljóslega gæti verið hætta á ferðum ef eiturefni fengju að liggja óhirt i stigagöngum fjöl- býlishúsa eins og gerst hefði i þessu tilviki. „Það er augljóslega tilefni til að hefja slíkar viðræð- ur,“ sagði Ásgeir Friðjónsson. Hámarksrefsing fyrir brot af þessu tagi er tiu ára fangelsisvist. Þyngsti dómur, sem kveðinn hef- ur verið upp fyrir fíkniefnabrot hérlendis til þessa, er þriggja ára fangelsi; einn maður var þó ný- lega dæmdur i samtals þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir tvö aðskil- in fíkniefnabrot. Getur framkallað geöveiki Ofskynjunarefnið LSD var talsvert i umferð hér á landi um og upp úr 1970. Fyrir um tiu ár- um hvarf það af markaði hér, enda hafði efnið fengið á sig illt orð og var talið hættulegt af neytendum, og varð þess ekki vart fyrr en á síðasta ári að upp komst um smygl á nokkru magni þess. Jóhannes Bergsveinsson, yf- irlæknir á áfengissjúklingadeild Landspítalans, sagði í samtali við blm. Morgunblaðsins i gær að LSD væri „tvímælalaust stór- hættulegt efni. Það getur fram- kallað geðveiki, jafnvel varanlega geðveiki, þótt skammtar séu litl- ir.“ Hann sagði að ekki væri hægt að fullyrða að á geðdeildum hér- lendis væru sjúklingar, sem ættu við veikindi að stríða eingöngu vegna neyslu efnisins. „LSD get- ur framkallað undirliggjandi geðklofa og þá er erfitt að segja með vissu hvort veikindin eru al- farið neyslunni að kenna eða hvort þau hefðu komið fram síð- ar,“ sagði hann. Jóhannes bætti við, að íslenskar geðdeildir hefðu fengið til meðferðar LSD-neyt- endur í geðveikisástandi, en þeir hefðu lagast á nokkrum dögum. f bók dr. Þorkels Jóhannesson- ar „Lyfjafræði miðtaugakerfisins — Nokkrir höfuðdrættir helstu vímugjafar", sem út kom sl. haust, segir m.a. um áhrif af LSD (lýsergíð), að dauðsföil af þess völdum virðist ekki vera þekkt fremur en dauðsföll af völdum kannabis (hass/marijuana) en hinsvegar séu vel þekkt dauðsföl! af völdum LSD óbeint, til dæmis vegna brenglaðs fjarlægðarskyns í vimunni og þekkt séu morð í LSD-vímu. Samlagast alheiminum Síðan segir: „óvíst er hvort lýs- ergið getur valdið langvarandi geðveikikenndum viðbrigðum hjá þeim, sem heilir voru fyrir, eða aðeins „flett ofan af“ dulinni geð- veiki. Állt er í óvissu um áhrif langvarandi töku lýsergíðs á getu manna til hugvinnu, þegar neyslu er hætt eða á milli, eða á önr.ur líffærakerfi en miðtaugakerfið. Að líkindum veldur lýsergíð ekki fósturskemmdum hjá mönnum, né skaðar erfðaeindir.“ Um áhrif af ofskynjunarefninu segir dr. Þorkell: „Segja má, að lýsergíðvíman sé í hámarki 3—5 klst. eftir töku efnisins. Hlutað- eiganda finnst þá sem mörk milli hans og umhverfisins séu rofin og hann geti samlagast náttúrunni eða alheiminum. Ef „trippið" er vel heppnað, finnst mönnum sem þeir verði fyrir dulmagnaðri eða goðmagnaðri reynslu eða ein- hvers konar almættisreynslu þannig, að þeir komist, líkt og í draumi, helgisögu eða fallegri þjóðsögu, í snertingu við „álf- heima“ og tilverusvið utan seil- ingar venjulegs manns í holdleg- um líkama.“ Sjá sig í brotum Síðan segir: „Ef „trippið" heppnast hins vegar ekki vel, kann maðurinn að verða skelf- ingu lostinn yfir því, að hann sé í pörtum og brotum og komist aldrei aftur til sjálfs sín. Honum finnst þá sem festa hans í fyrri veruleika sé brostin og hann verði aldrei samur aftur. í þessu ástandi kann og að koma fyrir, að manninum finnist sem honum mæti andúð, illvilji eða hatur frá öflum eða verum utan eigin per- sónumarka. Hann bregst þá oftar en ekki við þessum rangskynjun- um og ranghugmyndum með ofsa og árásum, er geta leitt til slysa eða dauða annarra eða hans sjálfs. Venjulega rennur hið geð- veikikennda ástand af manninum á stuttum tíma. Hins vegar eru þekkt dæmi þess, að lýsergíð, bæði eftir einn skammt og lang- varandi töku, hafi valdið langvar- andi geðveikikenndu ástandi, er að sumu leyti líkist geðklofa." Dr. Þorkell Jóhannesson segir að útilokað sé að segja fyrir um hvenær víma af LSD verður góð eða ekki. Hann segir að þekkt séu dæmi um furðufyrirbærið endur- hvarf eða „flashback" eftir töku LSD. „Fyrirbæri þetta er í því fólgið, að verkun lýðsergíðs hverfur til mannsins aftur löngu eftir að það hefur skilist út og án þess að það sé tekið á ný. Endurhvarf er algengara hjá þeim, sem oft hafa tekið lýsergíð, en þeim, sem sjald- an hafa komist í lýsergíðvímu. Endurhvarfið stendur oftast stutt (fáeinar mínútur). Brengl- aðar sýnir eru algengustu ein- kenni, er fyrir koma í endur- hvarfi ... Ef kannabis er notað ásamt lýsergíði virðist það auka hættu á endurhvarfi,“ segir í bók dr. Þorkels. * Á landinu öllu eru nú um 370 sjúkrarúm, sem ætluð eru fólki er misnotar fíkniefni, þar með talið áfengi og LSD. Þau rúm eru alla jafnan í stöðugri notkun og yfir- leitt komast færri að en þurfa og/eða vilja. húsfélagi ísfirðinga og er meðal- aflaverðmæti þess afla 16.08 krón- ur á kg eða 31,4 milljónir í allt. 1.186 lestum hefur verið landað í gáma til sölu á erlendum mörkuð- um, meðalaflaverðmæti er 35,33 krónur á kg. eða 41,9 milljónir í allt. í báðum tilvikum er um brúttóverð að ræða. Þess ber að geta, að kostnaður við að senda fiskinn með gámum til Bretlands er á bilinu 13 til 16 krónur á kg. frá því fiskurinn fer frá Isafirði og þar til hann er seldur. Samtals er aflaverðmæti Guð- bjargar frá áramótum rúmlega 73,3 milljónir króna. Útgerðarfé- lag togarans hefur keypt umtals- verðan kvóta og á nú eftir að veiða 1500 lestir til áramóta, þar af íg- ildi 600 tonna af þorski. Ásgeir sagði aðspurður að hann væri undrandi á orðum Jakobs Jakobssonar fiskifræðings í Morg- unblaðinu sl. sunnudag þar sem hann dregur í efa að samfelld aflahrota hafi verið á Vestfjarð- amiðum frá í lok maí. Frá 30. maí hefur Guðbjörgin farið í 10 sjó- ferðir sem staðið hafa frá 3—7 daga. Tvo túra hefur meðalafli farið niður fyrir 40 lestir á dag, landað 6. júní meðalafli 21 lest og 20. júní meðalafli 24 lestir. Sex sjóferðir hefur meðalaflinn á dag verið 32—39 lestir á dag og í tveim veiðiferðum yfir 40 lestir. — Úlfar Safarí til sölu „Það hafa margir sýnt diskótekinu áhuga á þeim þremur vikum sem við höfum haft Safarí á söluskrá en fólk fer hægt í sakirnar enda ýmis atriði sem verður að leysa áður en til samn- inga kemur,“ sagði Tryggvi Stefáns- son, eigandi fasteignasölunnar Aust- urstræti, sem hefur milligöngu um sölu á skemmtistaðnum Safarí sem auglýstur var fyrir skömmu. „Við fórum og litum á húsnæðið sem er í góðu ástandi og hægt að nýta til ýmissa hluta ef hugmyndaflugið er fyrir hendi. Verðið er áætlað í kringum 10 milljónir króna en er ekki orðið fast ennþá og í rauninni er ógjörn- ingur að segja til um endanlega upphæð." Tryggvi sagði að staðurinn yrði rekinn fram á haustið með svipuðu sniði og verið hefði í sumar, en síðan yrði reksturinn tekinn til endurskoðunar hvort sem staður- inn skiptir um eigendur eða ekki.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.