Morgunblaðið - 01.08.1985, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 01.08.1985, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. ÁGÚST 1985 Ósáttur við framgang vegagerðar á helstu ferðamannaleiðum Rætt við Berg G. Gíslason „ÍSLENSKA vegakerfið hefur löng um verið mönnum drjúgt umræðu- efni og ekki að ástæðulausu. Mig langar í því sambandi að vitna í ný- lega grein eftir Svein Torfa Sveins- son, verkfræðing, í tímaritinu Öku- þór, þar sem verkfræðingurinn full- yrðir, að hvergi í heiminum sé frum- stæðara vegakerfi en hér á landi, ef undan eru skilin löndin Chad, Bur- undi og Kamerún," sagði Bergur G. Gíslason í samtali við blaðamann Morgunblaðsins, en Bergur befur lengi verið mikill áhugamaður um íslenska vegagerð. í eftirfarandi við- tali lýsir Bergur skoðunum sínum í þessum efnum, sem þó séu aðeins afmarkaður þáttur af stærra um- fangi, enda sé af nógu að taka. „Mér hefur lengi verið umhugað um vegagerð í Þingvallasveit og ekki alltaf sáttur við framgang vegamála þar,“ sagði Bergur i upphafi samtalsins. „Vil ég þá í fyrstu einkum beina athyglinni að leiðinni frá höfuðborginni um Mosfellsdalinn til Þingvalla, og þaðan áfram yfir Lyngdalsheiði til Laugarvatns. Þingvellir eru einhver helgasti staður þjóðarinnar og þangað leita þúsundir manna á hverju sumri, jafnt íslendingar sem og erlendir ferðamenn. Laugarvatn hefur einnig mikið aðdráttarafl fyrir ferðamenn og þaðan fara menn gjarnan í skoðunarferðir að Gullfossi og Geysi. Stysta leiðin í byggð frá höfuðborginni að Þing- völlum er um Mosfellsdalinn og stysta leiðin frá Þingvöllum til Laugarvatns er um Lyngdalsheiði, aðeins um 16 kílómetrar. Ein- hverra hluta vegna virðist Vega- gerðinni hafa sést yfir þessa til- tölulega einföldu staðreynd, að minnsta kosti virðist manni að lít- il áhersla hafi verið Iögð á að leggja sæmilega vegi á þessari leið. Enn hefur ekki verið lokið við að leggja varanlegt slitlag á Þing- vallaveginn og samkvæmt nýlegri frétt í Morgunblaðinu verður því ekki lokið á næsta ári. Um veginn á Lyngdalsheiði skulum við hafa sem fæst orð, hann er til hábor- innar skammar. Bensinverð á íslandi er hærra en víðast hvar annars staðar í heiminum. Maður skyldi því ætla að vegagerð hér á landi miðaðist fyrst og fremst við að stytta leiðir frá mesta þéttbýliskjarna lands- ins á fjölfarna ferðamannastaði, eins og Þingvelli, Laugarvatn Geysi og að Gullfossi. Tíminn er einnig dýrmætur og með því að stytta leiðina til þessara staða sparast tími og er það ekki síst þýðingarmikið með tilliti til þjón- ustu við erlenda ferðamenn og myndi gefa þeim meiri tíma i verslunum og á veitingastöðum í höfuðborginni. Ekki má heldur gera lítið úr því, að þessi leið verð- ur ákjósanleg fyrir bændur í upp- sveitum og ætti að verða þeim að miklu gagni í að minnsta kosti 7 mánuði á ári hverju. Ekki verður þó séð að þessi sjónarmið séu höfð í huga hjá Vegagerðinni hvað varðar áður- nefndar leiðir. ónefnt er þó aðal- atriðið, náttúrufegurðin, sem hlýt- ur að skipta ferðamanninn mestu máli. Það er mín skoðun, og margra annarra, að leiðin um Mosfellsdalinn sé mun fallegri en syðri leiðin til Þingvalla og feg- ursta útsýnið yfir Þingvelli er þeg- ar komið er austan frá Laugar- vatni, yfir Lyngdalsheiði og horft til vesturs af heiðarbrúninni. Hér leggst því allt á eitt, sem mælir með markvissari vega- framkvæmdum á þessum leiðum, og þeim mun óskiljanlegra verður máttleysi Vegagerðarinnar i þess- um efnum. Fullyrðingar um að hófleg vegagerð yfir Lyngdals- heiði sé erfið er fyrirsláttur einn. Víða á fslandi hefur verið ráðist í erfiðari og dýrari vegafram- kvæmdir, og það á leiðum þar sem margfalt færra fólk fer um.“ Eru þingmenn Reyk- víkinga áhrifalausir? „En talandi um fjármagn og vegagerð kemur mér aftur í hug áðurnefnd grein Sveins Torfa Sveinssonar, verkfræðings. í því sambandi bendir hann á hlutfall áætlaðarar vegagerðar á 12 ára áætlun og þingmannafjölda i hverju kjördæmi. Þar kemur í ljós, að á Austurlandi er hlutfall vega á hvern einstakan þingmann 65 kílómetrar, á Vestfjörðum 63 kílómetrar, á Vesturlandi og Norðvesturlandi 55 kílómetrar, á Norðausturlandi 47 kilómetrar, á Suðurlandi 43 kílómetrar, en á Reykjanesi aðeins einn kílómetri á hvern þingmann og í Reykjavík enginn. Það er von að menn hrökkvi við þegar þeim er bent á þessar stað- reyndir og sú spurning hlýtur að vakna hvort þingmenn Reykvík- inga séu með öllu áhrifalausir þegar vegagerð er annars vegar. í sjálfu sér er ekki nema gott eitt um það að segja að ákveðið hafi verið að leggja slitlag á 315 kiló- metra á Vestfjörðum á næstu 12 Þjóðleið um Mosfellsheiði, Þingvelli og Lyngdalsheiði 0 5 10 15 20 km >-♦ l I I 1 1 l l MorgunblaAið/ GÓI Tafla, sem birt var með grein Sveins Torfa Sveinssonar, verkfræðings, í tmaritinu Ökuþór og vitnað er til í viðtalinu. árum og Vestfirðingar eru alls góðs maklegir í þessum efnum. Hins vegar finnst manni misrétti kjósenda í landinu orðið fullmikið þegar borinn er saman hlutur Vestfirðinga annars vegar og hlut- ur Reyknesinga og Reykvíkinga hins vegar, þar sem kjósendur á höfuðborgarsvæðinu fá aðeins 35% kosningarétt á við Vestfirð- inga og enga vegi á 12 ára áætlun- inni. Ég bendi á þetta hér til að und- irstrika þá skoðun mína, að það yrði engin ofrausn við fólkið hér á mesta þéttbýlissvæði landsins þótt einhverjum krónum yrði var- ið til að gera veginn til Þingvalla og um Lyngdalsheiði Sð Laugar- vatni og svo þaðan að Gullfossi og Geysi þannig úr garði, að menn geti með góðu móti farið hann,“ sagði Bergur Gíslason að lokum. 12 ára áætlun um vegagerð: Landsvæði Nauðsynleg lengd slitlagg Slitlag á 12 ára Þingmenn pr. Hlutfall vega á (Með 30% arðsemi. áætlun. 10.000 kjósendur. hvern einstakan eða hærra.) þingmann. km km stk. km Suðurland 123 257 4,9 43 Reykjanes 19 9 2,7 1 Reykjavík ? 0 2,7 0 Vesturland 51 329 6,5 55 Vestfirðir 3 315 7,8 63 Norðvesturland 99 274 7,4 55 Norðausturland 76 331 4,4 47 Austurland 39 391 7,4 65 I Þessar stúlkur efndu til hlutaveltu til styrktar sumarsöfnun Hjálparstofn- unar kirkjunnar vegna hungursneyðar í Eþíópíu. Þær söfnuðu alls kr. 550,-. Þær heita: Ásdís Hreinsdóttir, Edda Rún Ragnarsdóttir og Guð- björg Lárusdóttir. Varði doktorsnt- gerð í kennslufræði REYNIR Guðmund8son varöi dokt- orsritgerð sína í kennslufræði við háskólann í Boston þann 13. des. sl. Ritgerðin heitir á ensku „Media Education in the capitol of Reykjavík, Iceland", og fjallaði um kennslutækni í skólum Reykjavík- urborgar. Var gerður samanburð- ur á áliti, þekkingu og notkun kennara við grunnskóla, fram- haldsskóla og háskóla, á ýmsum kennslutækjum og kennsluhátt- um. Rannsóknin var lofuð af and- mælendum, sem voru dr. Stephen Ellenwood og dr. Boyd Dewey. Að- alráðgjafi Reynis var dr. Gaylen Kelley, sem hefur verið brautryðj- andi f nýjum kennsluháttum við háskólann í Boston. Reynir lauk BS-prófi í tónlist- arkennslu 1970 frá Atlantic Union College í Massachussetts og MM gráðu frá háskólanum í Boston í sömu grein 1973. Hann hefur kennt tónlist við menntaskóla í Nýja Englandi og Puerto Rico og kennir nú við Institute og Musical Arts í Hartford. Auk þess hefur Reynir komið fram sem einsöngv- ari í óperum og söngleikjum vest- an hafs og einnig hér heima bæði i útvarpi og á tónleikum. Foreldrar Reynis eru Guðmund- ur Sæmundsson, bifvélavirki, og Guðrún Ásgeirsdóttir. Reynir er kvæntur dr. Lourdes Morales, bókmenntafræðingi, og eiga þau eina dóttur. Dr. Reynir Guðmundsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.