Morgunblaðið - 01.08.1985, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 01.08.1985, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. ÁGÚST 1985 Hart deilt á íslendinga í Alþjóðahvalveiðiráðinu: LÁTUM EKKI BEYGJA OKKUR MEÐ ÓMERKI- LEGUM HÓTUNUM Þetta er spurning um grundvallarmál varðandi sjálfstæði þjóðarinnar, segir Halldór Ásgrímsson sjávarútvegsráðherra íslenska sendinefndin á fundi Alþjóða hvalveiðiráðsins í Bournemouth. Frá vinstri: Jóhann Sigurjónsson, Kjartan Júlíusson, Halldór Ásgrímsson, Eyþór Einarsson og Kristján Loftsson. ótt mörgum finnist þetta mál ekki vera stórt, Þ* er það við nánari athugun miklu, miklu stærra en margur gerir sér grein fyrir í dag. Þetta er „prins- ippmál“ — spurningin um grundvall- arafstöðu einnar þjóðar: Erum það við, sem ráðum yfir okkar lögsögu, og rannsóknum innan hennar, eða ætlum við að láta taka ákvarðanir fyrir okkur og knýja okkur með ómerkilegum hótunum til að gera annað en það, sem okkur finnst vera rétt að gera og ábyrgt gagnvart kom- andi kynslóðum, sagði Halldór Ás- grímsson sjávarútvegsráðherra í samtali við blm. Morgunblaðsins í lok 37. ársfundar Alþjóða hvalveiði- ráðsins í Bournemouth í Englandi fyrir skömmu. Þar féll ráðið frá því að samþykkja ályktunartillögu frá Svíum og Svisslendingum, sem hefði gert að engu áætlun íslenskra stjórn- valda um að veiða 200 hvali á ári næstu fjögur árin í þeim tilgangi að gera ítarlega rannsókn á hvalastofn- unum við Island. íslenska sendinefndin, sem í áttu sæti auk Halldórs þeir Kjart- an Júlíusson deildarstjóri í sjávar- útvegsráðuneytinu, Jóhann Sigur- jónsson líffræðingur hjá Haf- rannsóknarstofnun, Eyþór Ein- arsson formaður Náttúruvernd- arráðs og Kristján Loftsson for- stjóri Hvals hf., átti við ramman reip að draga á fundinum. Rann- sóknaráætlunin mætti mikilli andstöðu strax í upphafi og hvala- friðunarmenn víðsvegar að úr heiminum beindu spjótum sínum mjög að íslendingum með ásökun- um um að vísindaveiðarnar væru ekki annað en skálkaskjól fyrir áframhaldandi hvalveiðar í at- vinnuskyni. Andstæðingar hvalveiða í meirihluta Alþjóða hvalveiðiráðið var stofnað 1946 af helstu hvalveiði- þjóðum heims á þeim tíma. Til- gangur ráðsins var að vinna að skipulagningu nýtingar hvaia- stofna heimshafanna og úthluta veiðikvótum. Lengst af voru að- eins hvalveiðiþjóðir í ráðinu en á Umhverfismálaráðstefnu Samein- uðu þjóðanna í Stokkhólmi 1972 var því slegið föstu að hvalastofn- arnir væru í útrýmingarhættu og aðildarþjóðir SÞ hvattar til að ganga í Alþjóða hvalveiðiráðið og vinna að friðum hvalastofnanna þar. Eftir það hefur fjölgað mjög í ráðinu og á allra síðustu árum hefur myndast í því afgerandi meirihluti þeirra ríkja, sem eru andvíg hvalveiðum, hverju nafni sem þær nefnast. Nú er svo komið, að aðeins Norðmenn hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um hvenær hvalveiðum verður hætt — aðrar þjóðir hætta hvalveiðum nú um áramót, að minnsta kosti um stundarsakir, í samræmi við ákvörðun fundar ráðsins fyrir tveimur árum. Það fór ekkert á milli mála á fundinum í Bournemouth á dögun- um, að Alþjóða hvalveiðiráðið á í verulegum erfiðleikum, bæði fjár- hagslega og félagslega — fjölmörg aðildarríkjanna skulda ráðinu stórfé, svo það á í erfiðleikum með að standa straum af kostnaði við nauðsynlegan rekstur, og svo hafa „óvinirnir" tekið völdin. Halldór Ásgrímsson var fyrst spurður að því hvort ráðið væri að veslast upp og deyja. „Ég óttaðist að það væri að gera það,“ svaraði sjávarútvegsráð- herra. „Þegar þessi ríki hafa tekið völdin, eins og þú orðar það, þá kemur að því að þau verða að sýna ábyrgð ef ráðið á ekki að splundr- ast. En ég geri mér vonir um að nýi formaðurinn, Ian Stewart frá Nýja Sjálandi — einu þeirra ríkja, sem gerst hafa aðilar að ráðinu beinlínis til að stöðva hvalveiðar — geti haldið þessu saman, enda sýnist mér að hann sé mjög ábyrg- ur maður. Ráðið hefur verið á mörkum þess að splundrast í nokkur ár, sem er kannski mjög eðlilegt, því stofnunin hefur geng- ið í gegnum miklar breytingar. Samt hefur enginn viljað ganga úr því — menn hafa viljað bíða og sjá hvað myndi gerast. Ég fann það vel á þessum fundi að hér er að verða á einhver breyting — það kom til dæmis fram í atkvæða- greiðslum, sem voru öðru vísi en á síðasta fundi ráðsins. Sú ríkja- blokk, sem hefur tekið völdin, eins og þú orðar það er greinilega áhrifaminni en hún var.“ Of langt gengið — Hvað veldur því? „Ég held að hún sé áhrifaminni vegna þess að hún hefur gengið of langt. Það eru margir þeirrar skoðunar, að þeir hafi notað of mörg meðul til að ná fram sínum markmiðum. Þau hafa ætlað að stöðva allar hvalveiðar, hverju nafni sem þær nefnast. Hvað varðar afstöðu þeirra til okkar mála á fundinum hér hef ég haldið því mjög ákveðið fram, að þessi vinnubrögð væru brot á stofn- samningi ráðsins, það væri verið að brjóta fundarsköp og svo fram- vegis. Auðvitað verða menn að hlíta ákvæðum stofnsamningsins, hvort sem mönnum líkar hann betur eða verr og ég varð var við að margir tóku undir þessi sjón- armið. Það kom einnig í ljós við at- kvæðagreiðslur, til dæmis um veiðar eskimóa í Alaska á hnúfu- bak, að sjálfstæði sendinefndanna var meira nú en áður. Þegar ég kom fyrst á fund Alþjóða hval- veiðiráðsins, 1983, fór það mjög fyrir brjóstið á mér hvernig ýmsar sendinefndirnar hlýddu fyrirskip- unum annarra ríkja án þess að hugsa sig um. Við vorum þá að reyna að ná okkar málum fram og til mín kom einn norrænu full- trúanna, sem sagði sem svo: Jæja, við skulum styðja ykkur í þessu en þá verðið þið að greiða atkvæði svona og svona í ýmsum öðrum málum. Ég sagði honum að hann yrði að átta sig á því, að við vær- um sjálfstæð þjóð og gerðum ekki svona samninga. Hann svaraði því til, að svona væri nú samt í pott- inn búið — ef við ætluðum að fá einhvern stuðning yrðum við að koma til móts við þá í staðinn. Þetta var afar algengt og er reyndar enn.“ Bandaríkjamenn ábyrgir — Ekki á þetta við allar þjóðir, eða hvað? Hvernig haga stórveld- in sér hér? „Þau láta almennt ekki svona. Ég hef til dæmis verið mjög ánægður með framgöngu for- manns bandarísku nefndarinnar, dr. Johns Byrne, sem sýndi á þess- um fundi mikið sjálfstæði. Hann hefur að sjálfsögðu fundið hvað er að gerast í ráðinu, enda reyndur maður. Ég tel að það hafi verið okkur mjög mikilvægt að dr. Byrne hafi sýnt svo sjálfstæða af- stöðu á þessum fundi því stað- reyndin er nefnilega sú, að það eru Bandaríkjamenn, sem bera að verulegu leyti ábyrgð á því, sem hefur gerst í hvalveiðiráðinu. Um- hverfisverndarmenn hafa notað Bandaríkin i sinni baráttu, meðal annars vegna þess að þar í landi er löggjöf, sem beinlínis leyfir að notaðar séu hreinar hótanir, Packwood-Magnusson-lögin. Þessi lög voru notuð gegn Japönum til dæmis og það endaði með því, að Japanir gerðu samning við Banda- ríkjastjórn um að hætta hvalveið- um gegn því að þeir yrðu ekki beittir viðskiptaþvingunum. Það eru því Bandaríkjamenn, sem eru ábyrgir fyrir þessari stöðu, að mínu mati. Nú tel ég að þeir hafi séð, að þetta hefur gengið of langt á vettvangi Alþjóða hvalveiðiráðs- ins. Þetta þarf ef til vill ekki að koma á óvart: hvalastofnarnir voru í hættu og þá hlaut að vera mjög hætt við að farið yrði út í öfgar og „panik". En ég held að þetta geti lagast, þannig að ráðið geti aftur farið að sinna slnu hlut- verki. Það verður tíminn auðvitað að leiða í ljós.“ Auðvelt að hóta okkur — Þegar þú og þín sendinefnd komuð hingað á fundinn þá leit ekki vel út fyrir ykkur: andstaðan við vísindaveiðarnar var mjög al- menn og megn. Nú í fundarlok sýnist sem ykkur hafi tekist að brjóta þann vegg. Hver er staða íslands í ráðinu eftir þennan fund? „Staða okkar er afar viðkvæm. Við erum smáþjóö og því mjög háðir alþjóðaviðskiptum. Það hef- ur í för með sér að það er auðvelt að hóta okkur. Ég tel þó að við höfum haldið rétt á okkar málum hér. Við ákváðum á sínum tíma að mótmæla ekki hvalveiðibanninu, sem að sjálfsögðu var umdeilan- legt þótt ég hafi á sínum tíma ver- ið fylgjandi því, að við færum eftir ákvörðun Alþjóða hvalveiðiráðs- ins en halda þess í stað áfram rannsóknum okkar, sem hafa ver- ið allt of litlar. Nú tel ég að það hafi komið í ljós, að það var rétt afstaða. Mér sýnist til dæmis að staða hvalveiðiþjóða eins og Norð- manna og Japana sé slæm í dag. Það er rétt, að þegar við komum hingað á fundinn varð fyrir okkur veggur, eins og þú segir, við mætt- um mikilli tortryggni. Margir sök- uðu okkur um að vera að dulbúa áframhaldandi hvalveiðar og svo framvegis, eins og fram hefur komið. En ég tel að okkur hafi tek- ist að fá ráðið til að hugsa alvar- lega um ýmsa hluti í þessu sam- bandi — til dæmis það að til eru þjóðir, sem lifa á auðæfum hafs- ins. Það eru ekki bara til ríki eins og Sviss, Svíþjóð, Finnland og fleiri. Það kom til dæmis fram hjá sumum, að við höfum gert ráðinu mikið gagn og góðan greiða með því að leggja hér fram erfitt mál og fjalla um það af einlægni. Menn fundu að okkur var mikil alvara. Svo má nefna ýmis smáríki, til dæmis í Karíbahafinu, sem eiga engra hagsmuna að gæta, en eru með fulltrúa hér frá Bandaríkjun- um, menn, sem ekki búa í viðkom- andi löndi.Ti og þekkja jafnvel misjafnlega vel til þar. Margir þessara fulltrúa hafa nú fundið, að þeir verða að taka tillit til hagsmuna þess fólks, sem lifir á hafinu. Það er ekki hægt að ganga yfir það. Kannski gæti þetta orðið til að bjarga ráðinu, því menn gera sér grein fyrir því, að ef ekki er tekið tillit til okkar hlýtur að koma að því að við segjum ein- faldlega skilið við ráðið og segjum: Því miður, við höfum ekkert að gera í þessu samstarfi lengur. Þetta óttast þeir, held ég.“ Alþjóðleg hvalarannsókna- stöð á íslandi — En hversu vel erum við í stakk búnir til að sinna rannsókn- um á hvalastofnunum við ísland — og áttum við ekki að vera byrj- aðir á þeim fyrir löngu, til dæmis þegar varð ljóst að það stefndi í hvalveiðibann? „Jú, það er út af fyrir sig alveg rétt. Eg tel að vísu að allar ákvarðanir varðandi þetta hafi verið teknar á réttum tíma en vitaskuld hefðum við átt að hefja víðtækar rannsóknir fyrr. Það er auðvitað spurning um tíma og fjármagn — og við höfum þurft að verja miklu fé til að rannsaka okkar fiskistofna, sem við höfum líka gert of lítið af. Ég tel að það hafi hjálpað okkur í þessu máli, að það var sett upp alþjóðleg hvala- rannsóknastöð á fslandi 1980 með stuðningi Alþjóða hvalveiðiráðs- ins. Að því starfi vann þáverandi formaður ráðsins, Þórður Ásgeirs- son, og hann kom því máli í höfn. í ár koma heim til íslands 15—20 erlendir vísindamenn til að vinna að þessum rannsóknum enda er viðurkennt, að á íslandi er ein- staklega góð aðstaða til að vinna að þessum rannsóknum, betri að- staða en víðast hvar annars stað- ar.“ Hvers konar hugmyndafræði er þetta eiginlega? — En hvað með þá fyllyrðingu,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.