Morgunblaðið - 01.08.1985, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 01.08.1985, Blaðsíða 34
M MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. ÁGÚST 1985 Bágar aðstæður lögreglu í Hafnarfirði: „Fangahúsið lélegt og til van- sæmdar og daunn yfirþyrmandia Ríkisvaldið virðir í engu tilmæli Vinnueftirlits og heilbrigðisnefndar, segja lögreglumenn Úr varðstofu, sem er lítil og ófullnægjandi að mati lögreglumanna. MorgunblaðiA/Emilfa Þangað vilja þeir — Sumarliði Guðbjörnsson, Gissur Guðmundsson og Guðmundur Sigurjónsson, fyrir framan húseignina sem ríkið keypti fyrir 2‘/z óri, en hefur staðið óhreyfð síðan. HÚSIÐ er gamalt og hrörlegt, vinnuaðstaða mjög léleg og matar- aðstaða fráleit. Daunn frí fanga- húsi fer um alla stöðina, sem er mjög illa loftræst. Fangahús mjög lélegt og til vansæmdar, daunn yf- irþyrmandi, stöðin er óhæf — þessar setningar má finna í skýrslu, sem Landssamaband lög- reglumanna gerði á lögreglu- og fangageymslum í Hafnarfirði árið 1981. Fjórum árum síðar situr enn við það sama, raunar hefur ástand- ið í lögreglustöðinni í Hafnarfirði versnað ef eitthvað er. Hroöalegar aöstæöur Megna ólykt lagði frá fanga- klefanum og blaðamaður Morg- unblaðsins hrökklaðist út úr klefanum þegar hann skoðaði aðstæður í lögreglustöðinni fyrir nokkru. Loftræsting var sett í gang, en hún reyndist gagnslaus. Niðurföll eru í fangaklefum, en eru ónýt. Það var dapurlegt að ganga um lögrcglustöðina — þrengsli mikil, ólykt lagði um alla stöðina, varðstofa lítil og ófullnægjandi, aðstaða til skýrslutöku engin — ef skýrsla er tekin, þá er gangur að fanga- geymslu notaður þar sem ólyktin er og þrengsli mikil. Húsið hrip- lekur og í því er aðeins eitt sal- erni — þar sem föngum jafnt sem lögreglumönnum er ætluð aðstaða. Fátt eitt er þó nefnt hér. Lögreglumenn í Hafnarfirði hafa um nokkurra ára skeið bar- ist fyrir úrbótum í þessum mál- um, en talað fyrir daufum eyr- um. Að vísu var hús keypt fyrir 2'h ári, en ekkert hefur verið unnið í því. Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar hefur sett ríkis- valdinu úrslitakosti um úrbætur, en þeim hefur ekki verið svarað. Skýrsla heilbrigöis- eftirlits í október 1981 gerði heilbrigð- iseftirlit Hafnarfjarðar eftirfar- andi skýrslu: „Undirritaður fór á staðinn og var sagt að sl. nótt hefði verið þar fangi, ofdrykkju- maður, sem hvorki hélt saur né þvagi eftir langvarandi drykkju. Megna ólykt lagði að vitum manns er inn var komið þrátt fyrir að hreinsun hefði farið fram um morguninn. Um húsnæði lögreglunnar er það að segja að það fullnægir engan veginn þeim kröfum, sem gerðar eru til vinnustaða nú til dags og á ég þar sérstaklega við þau þrengsli, sem vaktlögregla á þar við að búa. Geta ber þess að húsnæði þetta er í notkun allan sólarhringinn allan ársins hring og ber því að gera meiri kröfur til þess og alls er lýtur að holl- ustu og velferð þeirra, sem þar vinna. Leggja ber áherslu á að endurbætur fáist hið allra fyrsta." Úrslitakostir Vinnueftirlitsins f desember 1981 setti Vinnu- eftirlitið ríkisvaldinu úrslita- kosti um endurbætur á húsinu. „Vinnueftirlit ríkisins gerir þær kröfur að send verði áætlun fyrir 1. febrúar 1982 um lagfæringu á núverandi húsnæði, hvenær hún hefst og hvenær henni ljúki eða hvort flytja eigi lögreglustöðina í annað húsnæði og hvenær þeir flutningar séu fyrirhugaðir ásamt teikningu af húsnæðinu." Þrátt fyrir úrslitakosti hefur ríkisvaldið ekkert gert til úr- bóta. „Við skiljum ekki hvers við eigum að gjalda," sögðu þeir Gissur Guðmundsson, formaður Ivögreglufélags Hafnarfjarðar, Guðmundur Sigurjónsson, vara- formaður og Sumarliði Guð- björnsson, fyrrum formaður. „Þær spurningar hljóta að vakna hvort Vinnueftirlitið sé gagns- laust gagnvart opinberum aðil- um. Okkur er gert að framfylgja heilbrigðislöggjöf hér og loka fyrirtækjum einkaaðila ef ein- hverju er áfátt á sama tíma og ríkið brýtur lög og reglur og virðir að vettugi kröfur aðila eins og heilbrigðiseftirlits Hafn- arfjarðar og Vinnueftirlitsins," sögðu þeir. „Kkkert svar“ í byrjun árs 1983 var nætur- læknir sóttur til að sinna manni, sem hafður var í fangaklefa. Læknirinn neitaði að fara inn í klefann vegna ólyktar og krafð- ist þess að maðurinn yrði strax fluttur úr klefanum. f janúar skrifaði Vinnueftirlitið dóms- málaráðherra bréf enn á ný. „Ekkert svar barst við ofan- greindu erindi (um úrbætur) og var krafa stofnunarinnar um áætlun um úrbætur endurtekin með bréfi dags 14.04. 1982, sem hjálagt er í afriti. Svar hefur heldur ekki borist við þessu er- indi, hvorki. sú áætlun sem óskað var eftir né heldur mótmæli eða athugasemdir við niðurstöður eftirlitsmanns." Það var loks þann 24. sept- ember 1984 að ráðuneytið svar- aði og skýrði forstjóra Vinnueft- irlitsins, Eyjólfi Sæmundssyni, frá að 6 milljónir væru til ráð- stöfunar til fullvinnslu teikninga að nýrri lögreglustöð að Hellu- hrauni, sem ríkið hefði fest kaup á. Jafnframt var skýrt frá fjár- veitingum árin 1985 og 1986, en Sænskur harmoniku- leikari á ferð um landið Sænski harmoníkuleikarinn Lars Kk er væntanlegur til landsins í boói I^ndssambands harmoníkuunnenda og mun tríó hans halda tónleika víðs vegar um landið. Þeir fyrstu verða haldnir í Bjarmalandi í Borgarfirði laug- ardagskvöldið 3. ágúst kl. 20:30. Síðan leikur Lars í Sjálfstæðis- húsinu á Akureyri 6. ágúst og í félagsheimili Húsavíkur 7. ágúst. Þá verður haldið til Reykjavíkur og þar kemur hann fram á tónleik- um i veitingahúsinu Ártúni föstu- dagskvöldið 9. ágúst. Tónleika- ferðinni lýkur svo í Gunnarshólma í Landeyjum 10. ágúst. Félög harmoníkuunnenda standa að hljómleikunum og að þeim loknum verður efnt til dans- leikja. Munu heimamenn og gestir leika fyrir dansi. Lars Ek er einn vinsælasti harm- oníkuleikari á Norðurlöndunum um þessar mundir. Hann spilar í stíl gömlu meistaranna Pietros Frosini, Ragnars Sundquist og Nisse Lind. Sá síðasti er lítt þekktur hér, en var frægur fyrir létta sveiflu á árunum fyrir síðari heimsstyrjöld. Lars er tæplega fertugur og hef- ur leikið á harmoníku frá 5 ára aldri og kom fyrst fram á tónleik- um aðeins 11 ára. Siðustu árin hefur hann ferðast um Norður- löndin og komið fram á hundruð- um hljómleika og hlotnast meiri frægð, en dæmi eru um harmon- íkuleikara síðan á gullaldarárum harmoníkunnar á fyrri hluta ald- arinnar. Á ferð Lars um landið leika með honum tveir íslendingar, þeir Þorsteinn R. Þorsteinsson á gítar og Þórður H. Högnason á bassa. (flr rréltalilkynningu) Sænski harmonikuleikarinn Lars Ek. Salerni I lögreglustöðinni er aðeins eitt — þangað er lögreglumönnum jafnt sem föngum og öðrum utan- aðkomandi stefnt. „Óþolandi að þurfa að nota sama salerni og úti- gangsmenn, sem kunna að bera smitsjúkdóma án þess nokkur viti,“ segja lögreglumenn. þrátt fyrir þetta hefur ekkert þokast um framkvæmdir við nýtt húsnæði, né hefur féð verið nýtt — húsið við Helluhraun stendur ennþá óhreyft. Og ennþá starfa lögreglumenn við hreint ótrúlegar aðstæður í lögreglustöðinni í Hafnarfirði og ennþá er föngum boðið upp á að gista i fangaklefum, þaðan sem viðbjóðslegan daun leggur. Ríkisvaldið hefur í engu sinnt kröfum nefnda og stofnana um úrbætur og þeim hefur heldur ekki verið fylgt eftir. Sú spurning hlýtur að vakna hvort þessar nefndir — Heil- brigðiseftirlit og stofnanir — Vinnueftirlit séu gagnlausar í eftirliti gagnvart eigin hús- bónda, ríkisvaldinu, á meðan fast er gengið á eftir fyrirtækj- um um úrbætur og þeim lokað sé kröfum ekki sinnt. Nú eru tæp fjögur ár liðin síð- an Vinnueftirlitið setti ríkis- valdinu úrslitakosti um úrbætur. Þeim hefur í engu verið sinnt. Þá sagði í bréfi Vinnueftirlitsins til sýslumannsins í Kjósarsýslu: „Að ofangreindu er fulljóst að aðstaða starfsmanna samræmist ekki kröfum um aðbúnað og holl- ustuhætti og brýtur í bága við reglugerð um húsnæði vinnu- staða nr. 225/1975.“ í þessu stóra lögsagnarumdæmi, sem nær frá Hvalfjarðarbotni til Hvassa- hrauns, verða menn að búa við erfiðar aðstæður, — aðstæður sem óumdeilanlega brjóta í bága við lög og reglugerðir. Lögreglu- stöðin var byggð árið 1945 og er löngu orðin úrelt og raunar má leiða rök að því að öryggis sé ekki gætt, gagnvart borgurum, ógæfumönnum sem þar gista og lögreglumönnum sem þar starfa. HH Stykkishólmur: Tjaldstæðin mikið notuð StykkÍNhólmi, 26. júlí. TJALDSTÆÐIN í Stykkishólmi hafa verið mikið notuð í júlí. Ferða- hópar nota sér þá aðstöðu og raða tjöldum yfir svæðið. Snyrtiaðstaða var sett upp til bráðabirgða í vor en nú hafa fjög- up hús verið keypt frá Búðardal þar sem þau eru framleidd. Eru þetta mjög þægileg hús og vönduð og verður nú aðstaða öll önnur en hún var áður. Vinnuflokkur hreppsins hefir unnið að því að steypa undirstöður undir þessi hús og að því loknu munu framleið- endur koma og ganga frá að öllu leyti. Árni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.