Morgunblaðið - 01.08.1985, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 01.08.1985, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. ÁGÚST 1985 35 Deilt á steypufram- kvæmdir við Nesti „Framkvæmdirnar auka öryggið,“ segir gatnamálastjóri Á FIMMTUDAGINN var steyptu starfsmenn gatnamálastjóra kant meófram Vesturlandsvegi að sunn- anverðu í Ártúnsbrekkunni. Með þessum framkvæmdum var að- keyrslan að Nesti þrengd verulega og þurfa menn nú að beygja fyrr en áður var að bensínstöðinni. Guðfinnur Kjartansson, for- stjóri Nestis, sagði að þessar framkvæmdir kæmu sér mjög illa fyrir sig og fyrirtæki sitt. „Það er einsdæmi hérna I borginni að að- keyrsla að bensínstöð sé með þess- um hætti,“ sagði Guðfinnur. „Menn þurfa að beygja inn að stöðinni löngu áður en komið er að henni og þetta hefur valdið því að margir átta sig ekki á þessu og aka framhjá. Þá grípa sumir til þess ráðs að bakka eða snúa við á götunni og valda þannig slysa- hættu, en margir aka einnig fram- hjá. Annað sem veldur áhyggjum er það í snjó á vetrum er hætta á að menn sjái ekki kantinn og aki á hann þegar þeir telja sig vera að aka hingað að stöðinni," sagði Suðurland: Félag um jafnrétti landshluta MÁNUDAGINN 8. júlf sl. var á fundi í Tryggvaskála stofnuð fé- lagsdeild í samtökum sem berjast fyrir jafnrétti milli landshluta. Er þetta fyrsta félagsdeildin i þessum samtökum, sem stofnuð er á Suð- urlandi, en sem kunnugt er hefur mikið starf verið unnið á þessu sviði á Norður- og Austurlandi undanfarin tvö, þrjú ár. Frummælendur á fundinum voru Guðni Ágústsson, Selfossi, og Pétur Valdimarsson, Akureyri. Miklar og almennar umræður urðu á fundinum og er auðsýnt að áhugi er mikill meðal almennings á þessu máli. Samtök þessi eru þverpólitísk. Á fundinum var kosin fimm manna stjórn, tveir varamenn og tveir endurskoðendur. f stjórn voru kosin: Guðni Ág- ústsson formaður, Sjöfn Hall- dórsdóttir, Haukur Gíslason, Sig- hvatur Eiríksson og óli Þ. Guð- björnsson. Stjórnin mun á næstunni hefja kynningar- og útbreiðslustarf á Suðurlandi. Þeir sem áhuga hafa á að gerast félagsmenn geta snúið sér til stjórnarmanna sem gefa nánari upplýsingar. (FrétUtilkynning) GuÖfinnur ennfremur. Ingi Ú. Magnússon gatnamála- stjóri, sagði að þessar fram- kvæmdir væru fyrst og fremst gerðar til að efla öryggi í umferð- inni, þvi mikið hefði verið um að menn hefðu beygt þarna inn skyndilega og farið þá yfir sam- hliða akrein og jafnvel hefðu menn sem komið hefðu úr gagn- stæðri átt beygt þarna þvert fyrir hina hröðu umferð og hefði þetta valdið mikilli slysahættu. Hann sagði ennfremur að svipaðar lag- færingar yrðu gerðar við bensín- stöð Shell austar við Vesturlands- veginn. Varðandi hugsanlega hættu í snjó, sagði hann að þetta yrði greinilega merkt fyrir vetur- inn og ætti því ekki að fara fram- hjá neinum. „Ég tel að þessar framkvæmdir muni auka mjög á umferðaröryggi og því ættu allir að fagna þeim,“ sagði Ingi Ú. Magnússon gatnamálastjóri að lokum. Hér má sjá hvernig vegkanturinn umdeildi þrengir aðkeyrsluna að Nesti á Ártúnshöföa.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.