Morgunblaðið - 01.08.1985, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 01.08.1985, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. ÁGÚST 1985 Dragnótin skilar besta þorskaflanum Gæðamat fyrstu fimm mánuði ársins: GÆÐAMAT á þorskafla bátaflotans fyrstu fimm mánuöi þessa árs var hærra en á sama tíma á síðasta ári nema á þorski veiddum á handfæri og í dragnót. Hest geðamat var fyrir þorsk veiddan í dragnót, en af honum fóru 97,6% í fyrsta flokk. Af heildarþorskafla bátanna á þessu tímabili nú fóru 74,5% í fyrsta geðaflokk en 72,1 %á síðasta ári. Af hefðbundnum togurum var bezt mat hjá Sléttanesi ÍS, 98,9% í fyrsta flokk, en lakasta hlutfallið hjá togurunum var 49,6% í fyrsta flokk. Að þessu sinni fóru 96% þorsk- afla línubáta i fyrsta flokk en 95,7% í fyrra. 68,3% þorskafla netabáta fóru nú í fyrsta flokk en Hæsta verðið fékkst fyrir gámafisk ÁSBJÖRN RE 50 seldi I Grimsby í ger 188,4 tonn fyrir 7,2 milljónir króna. llppistaðan í aflanum var þorskur og meðalverðið var 38,23 krónur. Þá seldi Kolbeinsey ÞH i Hull 159,7 tonn fyrir 6,7 milljónir, meðalverðið 42,13 krónur. Þá hafði einnig frést af einni gámasölu ytra í gær, en þar fékkst meðalverð krónur 48,67. í dag er gert ráð fyrir að Rauðinúpur selji í Hull og Óskar Halldórsson i Grimsby. 65,3% i fyrra eða 3% meira nú. 96,1% afla handfærabáta fóru nú í fyrsta flokk en 96,3% í fyrra. 97,6% þorskafla dragnótarbáta fóru nú í fyrsta flokk, en 97,7% í fyrra. 93,4% þorskafla báta með botn- vörpu fór nú í fyrsta flokk, en 92,2% í fyrra. Sé miðað við heild- armat á lönduðum þorski af bátum á þeim löndunarhöfnum, sem tekið hafa við 1.000 lestum eða meiru á umræddu tímabili, kemur í ljós, að hæst er matið á Húsavík, en þar fóru 91% þorskafla bátanna í fyrsta flokk. í Siglufirði fóru 88,6% í fyrsta flokk og 87,1% á Stokks- eyri. Þess ber að geta, þegar gæða- mat á einstökum löndunarhöfnum er borið saman, aö niðurstöður sýna fyrst og fremst í hvaða veiðarfæri þorskurinn á viðkomandi stöðum hefur veiðzt. Ekki virðist marktæk- ur munur á mati þorsksins milli staða, þegar sömu veiðarfæri eru borin saman. f skýrslu Fiskifélags íslands var ekki getið um saman- burð á gæðamati þorskafla togara milli tímabilanna, en afli frystitog- aranna fór allur f fyrsta flokk á tímabilinu. Samkvæmt upplýsingum Fiski- félagsins byggist skýrslan á upplýs- ingum vinnslustöðva um viðskipti þeirra við einstök skip. í langflest- um tilvikum fer uppgjör milli þess- ara aðilja fram á grundvelli mats- nóta opinberra matsmanna, en f einstaka tilvikum er farið öðru vísi að. Helstu undantekningar eru ann- ars vegar frystitogararnir, þar sem fiskur er jafnóðum unninn um borð og því ekki metinn sérstaklega og bátar, sem eru í eigu fjölskyldna, sem jafnframt reka eigin fiskverk- un. Þá er rétt að gæta þess, þegar matsniðurstöður eru skoðaðar, að mjög mismunandi magn liggur aö baki þeirra. f sumum tilvikum er um mjög lítið af fiski að ræða og getur mat á honum því verið mjög misjafnt og gefur ekki ailtaf rétta mynd af heildarafla. Þetta á sér- staklega við um skip, sem sigla með meginhluta aflans, en landa stund- um litlum hluta hér heima. Gæða- matið miðast eingöngu við fisk, sem landað er hér á landi. Að sögn starfsmanna Fiskifé- lagsins telja þeir útgáfu skýrslunn- ar frá því hún hófst fyrir þremur árum hafa haft i för með sér raun- hæfari umræðu um ferskfiskmatið. Hafi það jafnmframt leitt til þess, að menn hafi vandaö meðferð afl- ans betur en áður, eins og niður- stöður sýni reyndar. Einnig geti kvótakerfið haft einhver áhrif á meðferð aflans til hins betra. Þér mun líða vel um helgina með viðkomu hjá okkur Blússur, buxur, peysur og fl. fyrir verslunarmannahelgina. Eigendaskipti urðu á Kirkjuhvoli og timburhúsinu við Templarasund 3 8l. þriðjudag. Nýstofnað samvinnufélag keypti húaeignirnar af Sigríði Valdimarsdóttur. Kirkjuhvoll seldur Eigendaskipti hafa orðið á Kirkjuhvoli, húsinu við Kirkju- torg 4 í Reykjavík, við Alþingishúsið. Seljandi er Sigríður Valdimarsdóttir, en kaupandi nýstofnað samvinnufélag, Kirkjuhvoll sf., sem annast mun rekstur hússins. Karl Stein- grímsson, eigandi Pelsins, sérverslunar sem er til húsa í Kirkjuhvoli, er aðili að kaupunum. Karl sagði að ekki hefði verið tekin ákvörðun um nýtingu hússins í framtíðinni, en ekki stæði til að taka meira rúm undir verslunina Pelsinn. Ættarmót haldið að Skarði í Dalsmynni NIÐJAR JÓHANNS Bessasonar og Sigurlaugar Einarsdóttur halda ett- armót dagana 2.-4. ágúst, að Skarði í Dalsmynni. Þar bjuggu þau Jóhanna og Sig- urlaug frá árinu 1869. Jóhann féll frá 1912, en Sigurlaug bjó áfram og síðan Jón, sonur þeirra og Sig- rún Guðmundsdóttir, kona hans. Sigurlaug Einarsdóttir lést 1927. Jóhann Bessason var þjóðhaga- smiður, bæði á tré og járn. Standa enn ýmsar byggingar er hann átti mestan hlut að svo sem Laufás- bær, sem nú er minjasafn, og Laufáskirkja. Jóhann var annálað hraustmenni, víkingur til verka, og úrræðagóður kallaður. Börn þeirra Sigurlaugar og Jó- hanns voru 10 sem náðu fullorð- insaldri og komust vel til mennta. Afkomendur þeirra munu nú vera á sjötta hundrað. Sjálft mótsvæðið verður sunnan Skarðsgils, upp undir skóginum. Góð tjaldstæði eru þar á túni. Skírnir Jónsson, bóndi á Skarði mun setja mótið klukkan 15.00 á laugardag. Borðhald verður sam- eiginlegt í Grenivíkurskóla um kvöldið og hefst klukkan 19.30. Svava Þórðardóttir flytur spjall. Hljómsveit leikur fyrir dansi að loknu borðhaldi. Helgistund verð- ur í Laufáskirkju á sunnudag klukkan 14.00, sem séra Bolli Gústafsson annast. Ýmislegt fleira verður á dagskrá. Á tjald- stæði verður gos til sölu ásamt fleiru. Snyrtiaðstaða er góð á staðnum. í Grenivikurskóla er svefnpokapláss. Mótinu lýkur á sunnudagskvöld. Flugfloti Leigufhigs Sverris Þóroddssonar yfir Reykjavík. Mvrgmbwa/KAX Flogið á þjóðhátíð frá Hellu LEIGUFLUG Sverris Þóroddssonar verður með fast flug á þjóðhátíðina í Vestmannaeyjum frá Hellu. Flogið verður til Eyja á föstudag og laug- ardag og frá Eyjum á sunnudag og mánudag. Farseðlar eru seldir á Hótel Mosfelli, Hellu. Nánari upplýsingar gefa starfsmenn Sverris Þóroddssonar á skrifstofum félagsins á Reykja- víkurflugvelli. (KrélUtilkjnning.) Prentiönaöurinn: Vantar skeytingamenn „ÞAÐ er ekkert nýtt að skortur sé á skeytingamönnura, en það er rétt, að við höfum reynt að fá menn er- lendis frá og sem stendur starfa tveir Englendingar hjá prentsmiðj- unni, annar að skeytingu og hinn við umbrot,“ sagði Knútur Sign- arsson, skrifstofustjóri Prent- smiðjunnar Odda hf., í samtali við Morgunblaðið. Knútur sagði að þar sem tíma- ritum hefði fjölgað mjög á und- anförnum árum og litprentun færst í vöxt, ykist eftirspurnin eftir skeytingar- og umbrots- mönnum að sama skapi. „Það er staðreynd að það kem- ur ekki nóg af þessum mönnum á markaðinn, og Iðnskólinn á vafa- laust nokkra sök á því. Skólinn hefur ekki upplýst krakka, sem eru að hefja sitt nám, nægilega vel um það hvar atvinnumögu- leikarnir liggja,” sagði Knútur. J
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.