Morgunblaðið - 01.08.1985, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 01.08.1985, Blaðsíða 41
41 Oddfellowreglunni, þar sem hon- um voru falin mörg trúnaðarstörf, en hugsjónir og störf Oddfellow- reglunnar virtust eiga vel við Björn og var sá félagsskapur hon- um mjög kær. Auk þess starfaði hann mikið að málefnum blindra seinust ár, sat í stjórn Blindrafé- lagsins og vann mikið fyrir hljóð- bókasafn blindra, meðal annars að lesa inn á snældur. Fyrir um það bil 10 árum var Björn í uppskurði, sem ekki tókst sem skyldi. Eftir það átti hann við mikil veikindi að stríða. Varð hann að fara til Boston í stórar aðgerðir og hefur reynt mikið á Guðlaugu konu hans, sem staðið hefur við hlið hans með Guðs hjálp, sem bjarg gegnum öll hans veikindi. Margar ánægjulegar minningar eigum við hjónin frá óteljandi samverustundum og ferðalögum utanlands og innan og sl. júní fór- um við saman til Suður-Frakk- lands í ferð, sem Björn var búinn að þrá að komast í og fékk leyfi lækna til að fara, en það fór ekki sem skyldi, og urðu Guðlaug og Björn að fara heim í miðri ferð. Fyrir tæpum 3 árum fluttu Guð- laug og Björn í Garðabæ á mjög fallegan stað og veit ég fyrir víst að þar var Björn ánægður að búa. Oft dásamaði hann útsýnið úr stofuglugganum sínum, þar sem lækurinn liðaðist við hraunjaðar- inn og síðasta sinn rúmlega viku áður en hann var allur gat hann setið smá stund og horft út um þennan glugga. Að lokum viljum við hjónin votta ættingjum og vinum dýpstu samúð. Almáttugan Guð biðjum við að styrkja og vernda Guð- laugu, börn Björns og tengdabörn, og elsku litlu barnabörnin sem voru afa sínum einkar kær. Blessuð sé minning hans Björn Pálsson Björn Sveinbjörnsson verkfræð- ingur er látinn i Reykjavík aðeins 59 ára að aldri. Björn var fæddur 30. desember 1925 í Eyjafirði og voru foreldrar hans hjónin Sveinbjörn Jónsson byggingameistari og iðjuhöldur, sem löngum var kenndur við Ofnasmiðjuna, og Guðrún Björns- dóttir garðyrkjukona frá Veðra- móti. Er Björn fæddist var Svein- björn faðir hans starfandi og áb- erandi byggingameistari í Eyja- firði, en rúmum áratug síðar flutt- ist fjölskyldan til Reykavíkur þar sem Sveinbjörn gerðist iðnrekandi og varð hann fljótt þjóðkunnur maður af framleiðslu Ofnasmiðj- unnar. Leiðir okkar Björns lágu fyrst saman er okkur var boðið að taka þátt í stofnun skátafélags Laug- arnesskóla haustið 1937 og síðan hefur Björn verið í hópi minna nánustu og bestu vina. Stofnun skátafélagsins Völs- unga 22. febrúar 1938, var upphaf að löngu skátastarfi og nokkuð sérstæðu í skóla og hjá öllum, sem að því stóðu, upphafið að löngu skátastarfi og ævilangri vináttu. Við Björn áttum síðan samleið í MORGUNBLAÐID, FIMMTUDAGUR 1. ÁGÚST 1985 menntaskóla og urðum stúdentar 1946. Stúdentahópurinn frá 1946 var stærsti hópur sem þá hafði út- skrifast frá Menntaskólanum í Revkjavík. I menntaskóla tók Björn virkan þátt í félagsstarfi, sérstaklega leiklistarstarfi. Svo sem vænta mátti hneigðist hugur Björns til tæknimenntunar. Hann lagði leið sína til Bandaríkj- anna og lauk prófi í iðnverkfræði vorið 1951. Við vinir hans vissum ekki gjörla hvaða fræðigrein þetta var en vorum að sjálfsögðu leiddir í þann sannleika, að hér væri um að ræða skipulags- og þróunarverk- fræði auk rekstrarverkfræði. Svo sem fyrr segir var faðir Björns, Sveinbjörn, orðinn mikill iðnrekandi, þegar hér var kornið, og eftir heimkomuna hóf Björn störf sem verkfræðingur við Ofnasmiðjuna hf. en einnig við Einangrun hf., sem Sveinbjörn hafði verið forgöngumaður um að stofna og framleiddi steinullar- einangrun. Þessum fyrirtækjum var Björn síðan tengdur sem ráðgjafi um árabil. Þetta nægði honum hins vegar ekki og þegar á árinu 1952 gerðist hann framkvæmdastjóri Vefarans hf. sem var brautryðj- andafyrirtæki á sviði gólfteppa- gerðar hérlendis. Það er skemmst frá því að segja að í þetta starf lagði Björn orku sína og metnað, enda varð starf Vefarans á sínum tíma landsþekkt og framleiðslan eftirsótt vegna gæða og smekkvísi. í starfi sínu fyrir Vefarann komu eðliskostir Björns vel í ljós, nákvæmni og þekking hins tækni- menntaða manns, viðmót hins góða sölumanns og yfirsýn hins glögga fjármálamanns. Það er ekki að efa, að Vefarinn og það starf, sem þar var unnið, fær veglegan sess í íslenskri ið- naðarsögu, en örlög hans urðu þau sömu og margra íslenskra fram- leiðslufyirtækja, sem áttu blóma- skeið sitt á sjötta og sjöunda ára- tugnum, að innflutningur og óheft erlend samkeppni urðu honum ofviða eins og raunar annarri ís- lenskri teppaframleiðslu. Starfi sínu hjá Vefaranum gegndi Björn í rúmlega aldar- fjórðung, en um það leyti, sem Vefarinn var kominn í þrengingar, veiktist Björn og þurfti að gangast undir skurðaðgerð, sem hafði þau eftirköst að hann átti í nokkuð langvarandi veikindum með end- urteknum lækningaferðum og rannsóknum erlendis. Þetta meðal annars held ég að hafi valdið því að þegar hann kom til starfa að nýju söðlaði hann um og hætti í framleiðslugeiranum en snerist að rannsóknarstofustarfi. Á árunum 1976 til ’78 vann hann við rannsóknir á þoli og endingu yfirborðsefna hjá Rannsókna- stofnun iðnaðarins. Síðan á árinu 1979 hefur hann verið deildar- stjóri staðaldeildar hjá sömu stofnun og gegndi því starfi til dauðadags. Að sjálfsögðu þá nýttust kostir Við höfum langflesta 7 farþega bílana og að sjálfsögðu 4ra farþega. Mesti möguleikinn til að fá bfl á öllum tímum sólarhrings er hjá okkur. Fljót og góð þjónusta. Stæði um allan bæ. CITROÉNA Húsafell (skotferð) — kr. 642 á mann. Laugarvatn (skotferð) — kr. 434 á mann. Þjórsárdalur (skotferð) — kr. 640 á mann. Þingvöllur. Gullfoss, Geysir ca 280 km hringur um 7 tímar kr. 995 á mann. Keflavíkurflugvöllur skotferð: kr. 269 á mann. ------------------VISSIR I>Ú----------------------- Að leigubíll kostar aðeins 13 kr á einn km. 7 farþega bíll er aðeins 20% dýrari ef farþegar eru 5 eða fleiri (dagtaxti). Allir 7 farþega bílarnir hjá okkur taka viö greiöslukortum: Gerdu nú samanburd á okkar verdi, bílaleigubíla og áætlanabíla og pantaðu svo. Farangur er ekkert vandamál. Höfum bæði toppgrindur og kerrur. Hringferðir eða skotferðir. Allt eftir þín- um óskum. Hringdu bara á stöðina. Pantaðu tímanlega í lengri ferðir. UREYFILL 68-55-22 f Sjá næstu síðu. Viö höfjum hœkkaÓ vextína! 18máraða Spariirikningar Búraðarbankans bera óumdeilanlega hæstu vextina. fi BÍNAÐARBANKINN \f V TRAUSTUR BANKI TlMAB/ER
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.