Morgunblaðið - 01.08.1985, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 01.08.1985, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. ÁGÚST 1986 Björn Sveinbjörns- son verkfræöingur Björns vel í þessu starfi, sem út- ? heimtir skipulagshæfileika og nákvæmni samfara lipurð. Það var fróðlegt að heyra Björn segja frá þessu starfi að stöðlun og nauðsyn þess, að við íslendingar tileinkum okkur þá reynslu og þekkingu, sem þegar er orðin á þessu sviði, sem kemur að gagni bæði í innflutningi, framleiðslu og framkvæmdum. Auk þess að vera saman stofnfé- lagar skátafélags 1938 urðum við Björn stofnfélagar Rotaryklúbbs- ins Reykjavík Austurbær 25 árum síðar. Björn var fyrsti ritari þess klúbbs og síðar forseti og sýndi málum Rotary ávallt mikinn áhuga. Björn var í eðli sínu félagslynd- ur maður og ég veit, að hann var félagi í Oddfellowreglunni um áratuga skeið, tók þátt í félags- starfsstarfsemi verkfræðinga og var mikill áhugamaður í Blindra- félaginu. Björn hafði mjög góða framsögn og las reglulega inn á bönd og bækur fyrir Blindrafélag- ið. Björn var tvíkvæntur, fyrri kona hans var Jakobína Finnboga- dóttir og áttu þau 5 börn. Þau eru: Nanna myndlistarmaður, gift Stephan Kaye framkvæmdastjóra, búsett í London, Ólöf Guðríður hjúkrunarfræðingur, gift Vigfúsi Árnasyni endurskoðanda, Svein- björn Egill tæknifræðingur, kvæntur Ase Gunn Guttormsen, hjúkrunarfræðingi, Helga Lilja garðyrkjufræðingur, gift Tryggva Agnarssyni lögfræðingi og Guð- rún Þorbjörg kennari, gift Hall- dóri Reynissyni forsetaritara. Barnabörn þeirra Björns og Jakohínu eru 13. Jakobína og Björn slitu sam- vistir fyrir um 20 árum. Okkur vinum hans virtist sem þessi skilnaður yrði Birni mikið áfall, hann var einbirni og hafði nú loksins eignast stóra fjölskyldu, sem hann gat ekki sætt sig við að tvístraðist. Björn var hins vegar svo lánsamur að 1969 eignaðist hann aðra góða konu, því að þá kvæntist hann Guðlaugu Björns- dóttur sem reynst hefur honum stoð og stytta, náði góðu sambandi við foreldra hans og tókst með lip- urð að halda fjölskyldutengslum eins vel og hægt var. Fyrir rúmu ári veiktist Björn að nýju og kom þá í ljós að hans gamla mein síðan fyrir 10 árum hafði tekið sig upp að nýju. Ekki varð að gert til bóta og urðu læknavísindin að sætta sig við ótímabæran dauða hans. Nú að leiðarlokum þakka ég Birni langa samfylgd og frábær kynni. Ég votta Guðlaugu konu hans, börnum hans, tengdabörn- um og barnabörnum dýpstu sam- úð, og við Guðrún biðjum guð að styrkja þau í sorginni. Páll Sigurðsson Björn Sveinbjörnsson er farinn frá okkur. Horfinn af Háteigsveg- inum frá starfsstað sínum Ofna- smiðjunni og heimili sínu um langt skeið þar rétt hjá. Björn varð tæplega sextugur — fæddur 30. desember 1925. — Það telst ekki mikill aldur, jafnvel talið eitt besta aldursskeið athafnamanna milli fimmtugs og sextugs. Ég hef þekkt hann frá barnæsku hans. Man hann fyrst um 2ja ára á Knarrarbergi, fallegum bústað í bæjarburstastíl, sem foreldrar hans höfðu byggt sér austan Ak- ureyrar. Þarna stóð hann í hlað- varpanum, laglegur ungur dreng- ur með svip beggja foreldra sinna í andlitsfalli. Margar ferðir okkar frænda og nemenda í Menntaskól- anum á Akureyri voru farnar að Knarrarbergi. Þar voru hlýjar móttökur þeirra hjóna Svein- bjarnar Jónssonar og Guðrúnar föðursystur minnar og veisluföng í hvert sinn. Hvað Björn snerti þá varð mér fljótt ljóst að þar var um einbirni að ræða. Fór ég þá að hugleiða ýmislegt. Sjálfur var ég úr stórum systkinahópi, urðum að lokum 10 alls. Þarna var einbirni. Hvað er það að vera einkabarn? Éru kostir eða gallar þar á eða hvorutveggja. Þessu er víst erfitt að svara. Én ég held að það sé vandasamara fyrir alla þrjá aðil- ana. Umhyggja, óskir og kærleik- ur foreldranna beinist allur í eina átt, til einkabarnsins, nærveru þess og framtíðarmöguleika, sem þau auðvitað vilja gera sem besta. Barnið getur án efa fundið þetta sem álag, eða sem kröfur gerðar til þess á ýmsan hátt, sem ekki er hægt að ræða við systkini eða deila með þeim. Ég held því að tilvera einkabarns sé á margan hátt erfiðari og vandasamari en þar sem systkini eru, þó ekki sé nema eitt. Ég held að foreldrar Björns og hann sjálfur hafi haft góðan skilning á þessari einbirn- isfjölskyldu og hann þar komið til móts við sína foreldra með skiln- ingi og háttvísi. Hann var ljúf- menni, glaðlyndur og drengur góð- ur. Þetta eru þankar mínir um að- stöðu Björns fyrri hluta ævi hans. Kynni mín af honum urðu þó mest gegnum samstarf okkar í stjórn Ofnasmiðjunnar. Hann kom inn sem formaður stjórnar þar eftir lát föður síns og reynt var að skapa samhengi til fram- tíðar með því að sonur hans Sveinbjörn ungi yrði varaformað- ur svo og framkvæmdastjóri. Fyrirtækið er nokkurs konar ætt- armál barna og skyldmenna Björns. — Samstarfið í stjórn Ofnasmiðjunnar var ánægjulegt. Björn undirbjó allt vel, var vand- virkur — nákvæmur og samninga- lipur þó hann gæti haft ákveðnar meiningar um menn og málefni. Björn hafði verið svo lánsamur að geta strax eftir stúdentspróf hafið nám í áhugafagi sínu, verk- fræðigrein — iðnaðarverkfræði í Chicago, og lauk því 1951. Hann kom til starfa hjá Ofnasmiðjunni og í þeim greinum sem til urðu í samhengi við hana, Éinangrun hf. og Vefaranum hf. og svo síðar hjá Rannsóknastofnun Iðnaðarins og Iðntæknistofnun íslands. Virðist mér starfsemi Iðntæknistofnunar hafa átt hug hans, enda að því er virðist á sviði menntunar hans. í dánarfregn Björns í Mbl. 25. júlí eru nefnd hin fjölmörgu störf önnur er hann fékkst við, svo og félagsstarfsemi margvísleg. Kem- ur þar fram að víða hefur hann virkur verið þó ekki færi það hátt hvorki í orði né á pappír. Hann var hógvær maður og háttvís og ánægjulegt að hafa kynnst honum í starfi að áhugamálum. Konu hans Guðlaugu og afkom- endum færi ég innilegustu samúð- arkveðjur. Guðlaug var honum frábær stoð í löngum og erfiðum veikindum og svo var einnig um börn hans. Minningin um góðan frænda, samstarfsmann og ljúf- menni mun lengi búa í huga mér, þó nú sé hann horfinn af Há- teigsveginum. Stefán Jónsson arkitekt Mikill öðlingsdrengur hefur kvatt okkur. Lokið er stríði og líkn fengin, en eftir lifir minning um drengskaparmanninn greinda og góða, sem var maður gleði og al- vöru í senn, allt eftir því sem við átti. Kynni okkur hófust er hann hóf störf sem verkfræðingur hjá Rannsóknastofnun iðnaðarins, síðar Iðntæknistofnun íslands, ár- ið 1976. Björn var sérstaklega vel verki farinn, af einstakri natni og sam- viskusemi annaðist hann öll sín störf, Iéku allir hlutir í höndunum á honum, hann var fljótur að átta sig á öllum nýjungum og var rómaður fyrir störf sín, sem hann stundaði þar til kraftar voru á þrotum og raunar eftir það. Hrein unun var að sjá hve allt var í röð og reglu, og allt lá ljóst fyrir hónum, hversu flókið sem öðrum fannst það. Starfssvið Björns var staðladeildin. Hann sá um að útvega staðla frá útlöndum, þýða þá ef þurfti og gefa út á ís- lensku. Einnig var það hans verk að skrifa og gefa út íslenska staðla, veita upplýsingar, ráðgjöf o.fl. Var þetta mjög erilsamt starf sem hann með gerhygli sinni sá um og fór létt með. Björn var mjög félagslyndur og hafði af því mikið yndi að blanda geði við aðra. Þá kom í Ijós hve létt hann átti með að eiga tjá- skipti, hvort heldur var við ókunn- uga sem leituðu til hans eða aðra. Og ógleymanlegar eru mér margar stundirnar sem við Björn áttum saman og ræddum málefni og menn, því Björn var mjög skemmtilegur viðmælandi og kunni frá mörgu að segja. Það er sagt að enginn sé svo ríkur að hann hafi efni á að missa vin, og sannast þá líka, að enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Björn starfaði mikið að mörgum félagsmálum og má þar nefna sér- staklega Oddfellowregluna, Blindrafélagið, Rotaryklúbbinn, Skátahreyfinguna og Verkfræð- ingafélagið svo fátt sé nefnt af mörgu og sést á því hve óvanalega víðsýnn hann var í skoðunum. Hann gekk ungur í Oddfellowregl- una, starfaði þar geysimikið við góðan orðstír og komst þar til æðstu metorða. Veit ég fyrir víst, að allir Oddfellowar eru mér samdóma um það að þá er Björn innti af hendi það starf er hann hafði síð- ast fyrir Oddfellowregluna, og mest mæddi á, í janúar—mars annað hvert ár, að þar hafi maður farið er skilaði sínu frábærlega vel. Saga Björns er góð og nú er hann genginn. En minningin um ljúfmennsku hans í viðmóti öllu, og alúðin við þá sem þurftu á hjálp að halda og leituðu til hans, mun lifa. Hún mun varpa ljóma á veg allra þeirra sem fengu notið návistar hans. Guðlaugu, börnunum og öðrum aðstandendum sendi ég innilegar samúðarkveðjur. Fórnfýsi hennar í veikindum hans virtust engin takmörk sett allt til hinstu stundar. Fari hann í friði, vinur minn og vinnufélagi. Blessuð sé minning hans. Sigurður Mar Kær vinur, bekkjarbróðir og góður félagi, Björn Sveinbjörns- son, verkfræðingur, er látinn, langt fyrir aldur fram, aðeins 59 ára að aldri. En er höggvið skarð í raðir stúdentahópsins frá Menntaskólanum í Reykjavík vor- ið 1946, og finnst okkur bekkjar- systiknunum, að maðurinn með Ijáinn geri sér æði tíðförult á okkar fund. Én þanniggengur lífs- ins saga, og getum við víst fátt gert til að sporna við því. Kynni okkar Björns hófust fyrir 43 árum er leiðir okkar lágu sam- an í 3. bekk Menntaskólans um haustið 1942 að afloknu gagn- fræðaprófi. Urðum við þannig samferða f gegnum skólann og lukum þaðan stúdentsprófi úr stærðfræðideild vorið 1946. Varð okkur á þessum árum gott til vina, enda áhugamálin svipuð, jafnt innan skólans sem utan hans. Örlögin höguðu því svo, að við Björn áttum enn samleið um nokkurra ára skeið er við stunduð- um verkfræðinám í Illinois Insti- tute of Technology í Chicago í Bandaríkjunum. Islenski stúd- entahópurinn í Chicago var á þeim árum ekki ýkja stór, en hann hélt þeim mun betur saman. Tengd- umst við þá þeim vináttuböndum sem héldust æ síðan. Eru minn- ingarnar frá þessum samvistarár- um í Chicago einkar kærar, og ber þar kannski hæst ferð okkar þriggja félaga, Björns, Sveins Björnssonar núverandi forstjóra Strætisvagna Reykjavíkur, og þess er þessar línur ritar, til Minneapolis og Winnipeg i Kan- ada í janúar 1949. Þetta var kannski ekki heppilegasti tími ársins til að heimsækja þessar slóðir, en þar ríkti þá fimbulvetur með 40 stiga frosti. En við vorum ungir á þeim árum, tókum varla eftir kuldanum og nutum ferðar- innar í ríkum mæli. Þegar heim til íslands kom að afloknu námi í Bandaríkjunum hóf Björn störf hjá fyrirtækjum föður síns, Ofnasmiðjunni hf., Einangrun hf., og um árabil var hann framkvæmdastjóri Vefarans hf., sem framleiddi gólfteppi úr ís- lenskri ull. Þeir munu vera ófáir, sem nutu greiðvikni og hjálpsemi Bjöms á þessum árum, því að hann var þeirrar gerðar, að hann vildi hvers manns vanda leysa, ef það var á hans færi. Og er hann hóf störf hjá Rannsóknarstofnun iðnaðarins, síðar Iðntæknistofun fslands, var samviskusemi hans við brugðið og voru honum þar falin ýmiss trúnaðarstörf, þar sem hans góðu hæfileikar og menntun nutu sín. Nú síðustu árin veitti hann forstöðu staðladeild stofnun- arinnar, sem annast gerð og út- gáfu íslenskra staðla. Vita þeir þú stígur gæfuspor á Hugmyndin að HEUGA gólfteppum í formi 50 x 50 cm flísa hefur marga kosti: ★ ENDINGIN MARGFÖLDUÐ, slitblettir óþarfir, flísarnar fluttar til innbyrðis. ★ Laghentir leggja þær sjálfir og færa húsgögnin til eftir hendinni. ★ Engar áhyggjur af blettum: flísin er tekin upp, færð til eða endurnýjuð. ★ Auðvelt að breyta og/eða bæta. ★ Fastlíming er óþörf. T.d. þessir völdu HEUGA: I.B.M., SKÝRR, Gjaldheimtan, Húsgagnahöllin. HEUGA hentar þér, eins og milljónum annarra um víða veröld. . mn\x __HÁTÚNI 6A-SÍMI (91)24420_
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.