Morgunblaðið - 01.08.1985, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 01.08.1985, Blaðsíða 48
48 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. ÁGÚST 1985 Karolína Hafliða- Kjartan Ólafs- son Minningarorð dóttir — Karolína Hafliðadóttir lést 26. þ.m. á elliheimilinu Sólvangi i Hafnarfirði. Hún fæddist 25. júní 1894 að Fjósum í Mýrdal og var því 91 árs að aldri er hún lést. Karolína giftist árið 1924 Skúla Grímssyni frá Nikhól í sömu sveit. Þau eignuðust tvö börn, Halldóru, húsmóður, og Vilhjálm Grím, pró- fessor, sem bæði eru búsett í Hafnarfirði. Mér eru í fersku minni fyrstu kynni mín af Karolínu og Skúla. Ég var þá í minni fyrstu sjóferð á togaranum Sviða, sem gerður var út frá Hafnarfirði. Skúli var þar einnig skipverji. Veitt var á Sel- vogsbanka. Heimili þeirra hjóna var þá í Vestmannaeyjum. Svo hafði talast til milli Skúla og skip- stjórans að komið yrði við í Eyjum að lokinni veiðiferð til að taka fjölskyldu Skúla ásamt búslóð með til Hafnarfjarðar, en þar hugðust hjónin setjast að. Á þeim árum voru allar aðstæður til flutninga erfiðari en í dag. Sviði lagðist undir Heimaey og beið þar til stór opinn bátur birtist og kom upp að síðunni. Höfð voru snör handtök að taka fólk og farangur um borð. Karolína varð mjög sjó- veik þennan stutta spotta að skipshlið og raunar alla leiðina sem eftir var. Kom þá í ljós æðru- leysi hennar og þolinmæði því aldrei kvartaði hún og tok því sem að höndum bar sem sjálfsögðum hlut. Ferðin til Hafnarfjarðar gekk vel og þangað komin höfðu þau hjónin fyrst um sinn aðsetur i Minning lítilli tveggja herbergja risíbúð í húsi móður minnar á Selvogsgötu 1. í dag þætti það ekki stór íbúð fyirr fjögurra manna fjölskyldu. Þarna bjuggu Karolína og Skúli uns þau fluttu á Selvogsgötu 11 í eigið húsnæði í fyrstu verka- mannabústöðum, sem byggðir voru hér í bæ. Áttu þau heima þar síðan. Hérna bjó Karolína manni sínum og börnum fallegt heimili. Skúli andaðist í nóvember 1964 og varð þá skarð fyrir skildi. Með móður minni og Karolínu hafði tekist einlæg vinátta, enda áttu þær margt sameiginlegt I ýmsum málum, sem til heilla máttu horfa og efst voru á baugi á þeim tíma. Þær voru trúnaðar- vinkonur. Það var því eðlilegt að tengslin yrðu náin milli þeirra heimila. Ég man ýmislegt frá þeim árum, kannski ósköp hvers- dagslegt, en sem gerði Karolínu stóra í mínum huga, og ég mun seint gleyma. Á kreppuárunum svonefndu var, eins og nafnið bendir til, oft lítið að gera og höfðu menn því nægan tíma til að heimsækja kunningja og vini. Því var það, að leið mín lá oft til Karolínu og Skúla að drekka þar kaffi og rabba um daginn og veginn. Bar þá margt á góma. Karolína hafði yndi af bókum og var vel lesin. Hún kunni einnig að segja vel frá og sagði þá marga fyndna sögu sem hún hafði heyrt í æsku af sérkennilegu fólki. Fáa veit ég sem kunnu eins mörg spakmæli og Karolína. Hún hafði þau alltaf á hraðbergi þegar við átti. Það var aldrei komið að tómum kofanum hjá henni. Kreppuárin liðu hjá og fækkaði þá ferðum mínum til þeirra hjóna, en margs er að minnast. Ekki er öllum gefinn sá hlýhug- ur og mildi sem Karolína var svo rík af. Allt hennar fas og fram- koma mótaðist af því. Fáir komast áleiðis hérna megin grafar án hins harða gjaldeyris sem menn sækj- ast svo mjög eftir. En skyldi ekki sá sjóður, sem menn vinna fyrir með gjörðum sínum og framkomu jarðvistardagana, vega þyngra þegar öllu er lokið og kallið kem- ur? Sé svo, veit ég að Karolína kvaddi ekki þennan heim með létt- an mal. Ég kveð þessa öldnu vinkonu mína með þökk fyrir allt sem hún var mér og mínum. Aðalsteinn Þórðarson Fæddur 3. október 1911 Dáinn 24. júlí 1985 Oft á kveðju og saknaðarstund- um lifsins kemur upp I huga minn ljóð sem segir svo mikið um lífið, sem svo oft virðist vera svo stutt, jafnvel þó að áratugir séu að baki. Ljóðið er eftir Pál J. Árdal og gæti það svo sannarlega borið yfir- skriftina: „Saga lífsins" Þar segir: Að hryggjast og gleðjast hér um fáa daga, að heilsast og kveðjast. Það er lifsins saga. Enn á nýjan leik kom þetta ljóð í huga minn er ég frétti andlát Kjartans Ólafssonar þann 24. júlí síðastliðinn. Kunnugt var mér þó, að hann átti við erfiðan sjúkdóm að striða sfðustu mánuðina, en ávallt.er því þannig varið að við erum aldrei alveg reiðubúinn að kveðja, eigum ávallt þá von að fá að sjást á nýjan leik. Það var fyrir um það bil þremur áratugum að ég átti því láni að fagna að kynnast Kjartani þar sem sonur hans Sigurður er æsku- vinur minn. Þau kynni urðu mér síðan gott veganesti á lífsins braut. Stundirnar á heimili hans og eftirlifandi konu hans, Stein- unnar Jónsdóttur, kristölluðust af gleði og innileik. Ef til vill var ungu drengjunum þá ekki ljóst hve umhyggja foreldranna var mikil, hvursu mjög þeir voru reiðubúnir til að gera allt fyrir börnin sín og hve oft þeir þurftu að fyrirgefa öll prakkarastrikin sem á þeim árum voru framin. Ekki voru árin mörg að baki er mér varð Ijóst hve mikill áhugi Kjartans var á að mennta börnin sin og gera allt fyrir þau sem á hans valdi var, um það sameinuð- ust þau hjónin, Steinunn og hann. Þau áttu margt sameiginlegt allt frá fyrstu kynnum. Bæði voru þau fædd fyrir austan fjall, hvar þau kynntust. Kjartan var fæddur í Hauka- dalskoti í Biskupstungum, sonur hjónanna Sigríðar Jónsdóttur og ólafs Guðmundssonar bónda þar. Hann var einn átta systkina, sem öll voru alin upp í Haukadalskoti en síðar á Hólum í Biskupstung- um, en lengst af á Kjóastöðum í sömu sveit. Kjartan dvaldi I foreldrahúsum þar til að leiðin lá til Reykjavíkur. Þegar að þangað var komið leitaði hugurinn oft heim til æskustöðv- anna og heim að Miðfelli í Hruna- mannahreppi hvar Steinunn var fædd og uppalin. Það var ánægju- legt að fylgjast með því hvað sveitin hans og sveitirnar austan fjalls áttu ávallt hug hans allan, þó að starf hans væri bundið og tengt sjálfu borgarlífinu. Hann hóf störf við Reykjavík- urborg fyrir nærri fjórum áratug- um. Ekki þarf að greina frá því að einmitt á þessum áratugum breyttist Reykjavík úr bæ I mynd- Minning: Bragi Sigurbergsson húsasmíðameistari Fæddur 31. október 1929 Dáinn 24. júlí 1985 Bragi Sigurbergsson fæddist á Eyri við Fáskrúðsfjörð 31. október 1929, sonur hjónanna Sigurbergs Oddssonar og Oddnýjar Þorsteins- dóttur. Þar ólst hann upp ásamt tíu systkinum sínum. í uppvextin- um vann hann við öll venjuleg störf, bæði við sjávarútveg og sveitastörf. Hann var tápmikill unglingur og tók þátt í íþróttum og leik barna eftir því sem tök voru þar á. Sextán ára gamall fór hann til Reykjavíkur og hóf nám í húsasmíði. Hann lauk sveinsprófi í þeirri iðngrein árið 1951. Hann fluttist svo ásamt foreldr- um sínum og systkinum alfarinn til Reykjavíkur og átti þar heima eftir það. Hann lauk meistara- prófi í húsasmíði á tilsettum tíma og vann að þeirri iðngrein á með- an hann lifði. Kynni mín, sem þessar línur rita, og minnar fjölskyldu af Braga og fjölskyldu hans hófust þegar við fluttum í Goðheima 9 hér í borg. Bragi hafði ásamt félögum sín- um byggt þar fjögurra íbúða hús, kjallara og þrjár hæðir, og ég varð eigandi að annarri hæðinni. Bragi og hans fjölskylda bjó á þriðju hæðinni og við höfðum sameigin- legan útidyrainngang. Við hjónin áttum sex börn á aldrinum fjög- urra til sextán ára. En fjölskylda Braga voru þau hjónin og ein dótt- *r. þriggja ára. Að sjálfsögðu var það umhugsunarefni okkar hvern- ig sambúðin kæmi til með að verða við svo ólíkar aðstæður hvað barnafjöldann varðaði. En það kom fljótt í ljós. Það myndaðist með okkur þessum fjöl- skyldum órjúfandi vinátta, sem alltaf hefur haldist og varir enn. Þau Bragi og Hidda, sem alltaf gekk undir því nafni, tóku börnum okkar svo vel og sambúðin var alla tíð með ágætum, og börnum okkar, sem aldrei fengu ákúrur frá íbúunum á efri hæðinni, þótti vænt um þau. Bragi var atorkusamur bygg- ingameistari. Hann hafði marga menn í vinnu hjá sér og hafði allt- af nóg að gera. Hann byggði fjölda húsa, bæði íbúðarhús og ýmiskon- ar atvinnuhúsnæði, meðal ann- arra bygginga fjölbrautaskólann i Ármúla. Á árunum 1%9—70 var Bragi meðal stofnenda að byggingafé- laginu Einhamri. Á vegum þess félags voru byggðar á fjórða hundrað íbúðir og Bragi hafði á hendi stjórn bygginganna allan tímann, seinast 25 einbýlishúsa sem Einhamar byggði í Kögurseli. Bragi mun alltaf hafa haft gott lag á að ná samkomulagi við viðskiptaaðilana og koma málum félagsins í gott lag, og koma þeim heilum í höfn. Með fyrri konu sinni átti Bragi þrjá syni. Yngstur þeirra, óskar, lést af slysförum 19. mars 1975. Hinir eru: Halldór, kvæntur Sig- rúnu Valgeirsdóttur, þau eiga þrjá syni. Trausti, kvæntur Ingunni Magnúsdóttur, þau eiga tvo syni. Brynhildur og Bragi áttu eina dóttur, Bylgju, hennar maður er Kristinn Rúnar Kjartansson, þau eiga eina dóttur. Bylgja átti áður einn son, Brynjar Braga, sem hef- ur alist upp hjá ömmu sinni og afa, Hiddu og Braga. Þegar Hidda og Bragi fluttust úr Goðheimunum byggðu þau sér fagurt hús í Hléskógum 10. Það er vönduð bygging, sem þau unnu bæði að hörðum höndum. Við hús- ið er fallegur garður, sem skrýdd- ur er margskonar blómum og ýmsu öðru til fegrunar umhverf- inu. En húsið allt utan sem innan og garðurinn með öllu og því sem í kring er, ber vott þeirrar vinnu og vandvirkni, smekkvísi og dugnaði þeirra hjóna, sem þeim var lagin. Bragi var félagslyndur maður. Hann átti marga góða vini og fé- laga. Hann var söngelskur og góð- ur söngmaður. Það var líf og fjör I kringum hann og góður félags- skapur. Hann tók mikinn þátt í félagsskap átthagafélaga af heimaslóðum sínum og studdi þá viðleitni af lífi og sál. Hann var félagi í Oddfellow-reglunni og vann þeim félagsskap af miklum áhuga. Braga verður lengi saknað af öllum sem hann þekktu. Þau Brynhildur og Bragi slitu samvistir. Bragi hefur búið í sambýli með Hjördísi Einarsdóttur deildar- stjóra á annað ár. Og þau voru búin að ákveða framtfð sina. Bragi veiktist skyndilega um miðjan maímánuð. Hann lá fársjúkur í Landspítalanum og Iést 24. júli. Eg votta öllum skyldmennum hans, ættingjum hans og nánum vinum innilega samúð mína. Ég bið Guð að styrkja þá og styðja. Guð veri með sálu hans. Baldur Guðmundsson Hve sæl, ó, hve sæl er hver leikandi lund, en lofaðu engan dag fyrir [sólarlagsstund 24. júlí sl. lést í Landspítalanum mágur minn, Bragi Sigurbergsson húsasmíðameistari. Bragi var son- ur sæmdarhjónanna Oddnýjar Þorsteinsdóttur og Sigurbergs Oddssonar er lengst bjuggu á Eyri í Fáskrúðsfirði. Þar fæddist Bragi 31. október 1929 og var hann yngsta barn foreldra sinna ásamt Baldri tvíburabróður sínum. Hann ólst upp á Eyri í glöðum hópi systkina sinna, sem voru ellefu, og er Bragi fyrstur að kveðja þetta líf, langt um aldur fram. Ég kynntist Braga ungum að ár- um er ég tengdist fjölskyldu hans og ég man hann vel ljósan yfirlit- um, glaðan og með sitt fallega bros sem yljaði um hjartarætur. Og ég gleymi ekki heldur siðasta brosinu sem hann sendi mér og systur sinni, sem var honum mjög kær, er við stóðum við sjúkrabeð hans örfáum klukkustundum áður en hann lést. Þá var þrekið búið og augun virtust brostin og löngu séð að hverju stefndi. Bragi var mjög félagslyndur maður. Hann var í Oddfellowregl- unni, Félagi Fáskrúðsfirðinga og fleiri félögum og starfaði þar af heilum hug. Bragi var eftirsóttur félagi vegna síns ljúfa og góða við- móts. Bragi var tvíkvæntur og eignað- ist fjögur myndarleg bðrn, Hall- dór, Trausta, Óskar og Bylgju. Hann varð fyrir þeirri sáru sorg að missa óskar son sinn í hörmu- legu vinnuslysi. Það varð Braga og öllum aðstandendum mikið áfall og munu þau sár seint gróa. Að undanförnu átti Bragi samleið með Hjördísi Einarsdóttur. Þeim leið vel saman og er óhætt að segja að hún hafi komið eins og sólargeisli inn í líf Braga. Hans eigin orð um sambúð þeirra: „Mér líður svo vel að ég er eins og ferm- ingardrengur," tala sínu máli. Hjördísi, börnum Braga, tengdabörnum, barnabörnum, systkinum og öllum þeim sem hann unni og unnu honum, sendi ég samúðarkveðjur. Fari minn kæri mágur í friði. Helga Fæddur 31. október 1929 Dáinn 24. júlí 1985 Þegar fólk deyr fyrir aldur fram í blóma iífsins er erfitt að sjá nokkurn tilgang í slíku. Það er eins og lífið sé eilífur táradalur. Hvers vegna þurfti að skera á mannleg bönd sem nærðu og veittu slíka hamingju? f stað þess að sýta það sem aldr- ei verður og láta sorgina heltaka sig, finn ég líka þakklæti í hjarta mínu. Þakklæti fyrir að hafa náð að kynnast Braga og njóta þeirrar gleði og hlýju sem hann gaf frá sér. Ég hef séð móður mína fyllast af gleði til lífsins sem við systurn- ar verðum Braga ævinlega þakk- látar fyrir. Hún hefur misst mik- ið, eins börnin hans, en þeim er mikill auður að geta minnst föður síns sem heilsteyptrar og góðrar manneskju. Orð eru fátækleg. Sorg ræður nú ríkjum meðal ástvina Braga, en minning hans lifir og þegar öllu er á botninn hvolft er það sú minning sem gefur okkur trú á fegurð lífs- ins og mannskepnunnar. Sú minn- ing er okkur veganesti og hvatn- ing til að rækta okkar betri hliðar. Erla Sigurðardóttir Birting afmælis- og minningargreina ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minn- ingargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í mið- vikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. í minn- ingargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Þess skal einnig getið, af marggefnu tilefni, að frumort Ijóð um hinn látna eru ekki birt á minningarorðasíð- um Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.