Morgunblaðið - 01.08.1985, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 01.08.1985, Blaðsíða 50
50 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. ÁGÚST 1985 t Bróöir okkar, BALOVIN SVEINSSON fré Álfatröðum, andaöist í Fjórðurigssjúkrahúsinu á Akranesi að kvöldi mánudags- ins 29. júlí sl. Syatkíni hins látna. t Elskulegur eiginmaöur minn. CLAUS P.K. BRYDE, Lindarh vammi 8, Hafnarfirði, lést 30. júlí. Karen Bryds. t GUÐRÚN JÓNSDÓTTIR, Kirkjuvegí 5, Hafnarfiroi, andaöist þriðjudaginn 30. Júlí sl. á Sólvangi, Hafnarfiröi. Helga Jónasdóttir og f jölskylda. t Eiginkona mín og móöir mín, HELGAÞ.KROYER. lést í Landspitalanum þriöjudaginn 30. Júlí. Ásgeir Kröyer. Anton B. Kröyer. t Faöir okkar og tengdafaöir, GUNNAR ÁRNASON, fyrrum sóknarpreatur, andaöist 31. júlí Börn og tengdaborn. t ATLIR. ÓLAFSSON lést i Landakotsspítala 31. júli. Asta Bjarnadóttir og börn hins látna. t AstkE ' eiginkona mín, móöir tengdamóöir og amma, HÓLMFRfOUR INGIMUNDARDÓTTIR, Þykk vabæ 21, veröur jarðsungin f rá Langholtskirkju f östudaginn 2. ágúst kl. 15.00. Þeim sem vildu minnast hinnar látnu er vinsamlegast bent á Krabbameinsfélag islands. Ragnar Agústsson. Linda Ágústsdóttir, Agúst Friöþjófsson, Einar Ágústsaon og barnabörn. t Maðurinn minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, kristjAn jóh annesson, lasknir, Sæviöarsundi 7, veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 2. ágúst kl. 10.30. Þeim sem vildu minnast hins látna er vinsamlegast bent á HJartavernd. Guorún Arnadóttir, Arni Þór K nstjánsson, Sigrún Siguroardottir, Hildur Kristjánsdóttir. Einar Kjartansson, Gunnar Knstjónsson, Katrín Andrésdóttir. Sigrún Jóna Knstjánsdóttir, Ragnar G. Bjarnason og barnabörn. Minning: Péturína Björg Jóhannsdóttir „Mínir vinir fara fjöld, feigðin þessa heimtar köld", sagði Bólu- Hjálmar eitt sinn, er hann frétti lát vinar. Mínir vinir frá bernsku- dögunum í Vatnsdalnum hafa far- ið fjöld; nú síðast Péturína í Grímstungu. Hún lést þriðjudag- inn 23. júlí sl., nær 89 ára að aldri, var fædd 22. ágúst 1886. Þegar ég lít til baka um og yfir 60 ár, þá hefur svið þess samfé- lags, þar sem ég átti mín æakuár, tekið miklum breytingum. Með mínum barnsaugum leit ég heim- inn sem ákveðna, óumbreytanlega staðreynd; svona var hann og hafði verið, og svona mundi hann verða. Og minn heimur var stór, það var fyrst og fremst heimili foreldra minna, og svo næstu ná- granna, Grímstungu og Saur- bæjar. Stór og góður heimur. Þegar heimurinn var orðinn þetta stór, bjuggu Péturína og Lárus Björnsson í Grimstungu; fyrir mér fulltíða fólk, sem vissi skil á öllum hinum margbreyti- legu viðfangsefnum lífsins. Mat Lárusar á því, hvað var hægt og hvað var ekki hægt í átökum við hin óblíðu náttúruöfl, var óbrigð- ult. Hann var líka oft til kallaður af sveitungunum, þegar mikið lá við í fangbrogðum við óbrúuð vatnsföll í foráttu vexti, eða þá illviðri. Aldrei brást rétt álit eða kjarkur. Péturína hafði aftur á móti óvenjulega næmt auga og til- finningu fyrir öllu, er lífsanda dró, hvort heldur það voru menn eða málleysingjar. Hún var líka oft sótt til hjálpar, er illa horfði, og líknaði mörgum og kom til bata, þar sem á annað borð mannlegur máttur gat við ráðið. Ung gafst Péturina Lárusi. Þau gengu í hjónaband 13. maí 1915; hún tæplega 19 ára, en Lárus var nær 7 árum eldri, og þegar orðinn gildur og umsvifamikill bóndi í Grímstungu. Það hefði mátt ætla, að hlutskipti Péturínu hefði orðið erfitt að setjast þar í húsfreyju- sætið, ekki síst, þar sem Lárus gerði miklar kröfur til annarra, eins og sjálfs sín, og það svo að stundum virtist nálgast yfirgang. En Péturína mun hafa verið fljót að skapa þar jafnvægi og hefur haldið hlut sínum til hinstu stund- ar. Hvorki hefur hún þó beitt háv- t Utför eiginmanns míns, fööur og bróður okkar, PÉTURS JAKOBSSONAR, Rauöhálsi, Mýrdal, fer fram frá Skeiöflatarkirkju mánudaginn 4. ágúst kl. 14.00. Þorbjörg Þorstemsdóttir, Bergsteinn Pétursson, Jakob G. Pétursson. Eyiólfur Þ. Jakobsson Ólöf G. Jakobsdóttir, Jakobína G. Jakobsdóttir. t Jarðarför B JÖRGVINS KARASONAR veröur gerö frá Bústaöakirkju föstudaginn 2. ágúst kl. 13.30. Kéri K aaber, Knud Kaaber. Kristín Björgvinsdóttir, Birgir Kárason, Jónina Ásgeirsdóttir, t Innilegar þakkir fyrtr samúö og vinarhug vlö andlát og útför konu minnar. móöur, tengdamóður og ömmu. HÖLLU MAGNÚSDÓTTUR, Sólvangi, áöur Hverfisgötu 21B, Reykjavik. Magnús Jónsson, J6n Helgason. Dagný Pedersen. JónMagnússon. Halla Magnúsdóttir, Anna Magnúsdóttir. t Þökkum innilega samúö og vinarhug við andlát og útför eiginmanns mins, föður okkar, tengdaföður, afa, langafa og bróöur, SIGTRYGGS EIRÍKSSONAR, Eskihlfo5. Sérstakar þakkir skulu hér færöar til starfsfólks lyfjadeildar Borg- arspitalans. Vilhelmina Þórdís Vilhjalmsdóttir. Vilhjálmur Sigtryggsson. Herdis Guðmundsdóttir. Halia Sigtryggsdóttir, Baldur Bjarnaaen, Þórdís Sigtryggsdottir, Hörður Halldórsson, barnabörn, barnabarnabörn og systkini hins látna. aða né kröfum, heldur hógværð og sínum sterka persónuleika. Hún hafði óvenjulegt jafnaðargeð til að bera. Hjónaband þeirra Péturínu og Lárusar var mjög gott, en ekki mun hlutur Péturínu alltaf hafa verið auðveldur. Heimilið var stórt og athafnir miklar, auk hinna sífelldu ferðalaga Lárusar um byggðir og óbyggðir, og mörg þeirra langt frá því að vera hættu- laus. En aldrei brást húsfreyjan. Ekki er þó ólíklegt, að Péturína hafi haft áhyggjur af ferðum og athöf num bónda síns, en á því bar ekki út á við. Mér hefur aldrei ver- ið ljóst, hvort hennar eigin kjark- ur var svona mikill, eða þá trúin á óskeikulleika Lárusar svona al- gjör, hvað sem svo að höndum bæri. En hvort heldur hefur verið, eða hvoru tveggja, eru þetta ómet- anlegir og öfundsverðir eiginleik- ar. Bú þeirra Grímstunguhjóna blómstraði, og um tíma teygði það sig langt út yfir heimajörð og sveitarfélag. En fáir komast svo í gegnum lífið, að ekkert gangi á móti. Þau urðu fyrir þeirri sorg að missa sitt fyrsta barn, Helgu Sig- ríði, aðeins fjögurra ára að aldri. Hún var fædd 19. maí 1916 og lést 2. nóvember 1920. Þá misstu þau einnig sitt þriðja barn, Helga Sig- urð, nær tvítugan, f. 11. ágúst 1920, d. 13. apríl 1939. Þetta var mikið áfall, en hvorugt lét bugast. Alls eignuðust bau átta börn. Lárus hóf búskap í Grímstungu vorið 1910 og býr enn. Þau hjónin hafa þó hin síðari ár verið í skjóli dóttur sinnar og tengdasonar, Kristínar og Jóns Bjarnasonar, að Bakka í Vatnsdal, og notið þar sérstaklega góðs aðbúnaðar og umhyggju. Þótt Lárus búi enn, þá hefur Péturína ekki getað staðið við hlið hans þar hin síðari ár. Hún hefur verið rúmliggjandi um alllangt skeið og hefur nú fengið endurgoldna hjá þeim Bakkahjón- um þá umhyggju og alúð, er hún sjálf veitti öðrum áður fyrr. Dauð- inn er ávallt kaldur, hvar sem hann fer, en óvíst er, hvort hann hefur verið með öllu óvelkominn nú. Péturína hafði lifað líf sitt til enda og mun hafa dáið sátt við Guð og menn. Nágrenni míns æskuheimilis við Grímstunguheimilið var með af- brigðum gott, og sú vinátta, sem skapaðist milli fjölskyldnanna, hefur aldrei rofnað þótt skipt hafi um kynslóðir og vegir greinst til fjarlægra byggða. Sjálfur stend ég í mikilli þakkarskuld við Péturinu; á henni jafnvel líf að launa, er ég eitt sinn veiktist og hún var til kölluð. Siðar, er ég kom að Grims- tungu með minni konu, fann hún fljótt, að það var greið leið að hjarta þeirra hjóna, og hennar til- finningar í þeirra garð hafa verið óbreyttar frá þeim fyrstu kynn- um. Þótt samgangur hafi verið minni hin síðari ár, hefur vináttan verið rækt og við haldið. Við kveðjum því Péturinu með þakk- látum huga. Péturína var búin að lifa langa og farsæla æfi og skila miklu hlut- verki í þessu lífi. Hún var góð eig- inkona, góð móðir og góð náunga sínum, eins og það er skilgreint í Biblíunni. Ekkert heimili veit ég, sem hefur skotið skjólshúsi yfir fleiri gamalmenni, sem höfðu í fá eða engin hús að venda, en Gríms- tunguheimilið. Það hefði ekki ver- ið gert gegn vilja Péturínu. Pétur- ína naut þess að vaxa frá því að vera fátæk og umkomulítil telpa til þeirra metorða og gæfu að eignast mikilhæfan og virtan eig- inmann, sem mat hana og virti, og búa með honum í farsælu hjóna- bandi í 70 ár. Nú hefur Péturína verið að heiman í all mörg ár, eins og fyrr er getið, en hún fer heim að Grímstungu í dag. Útför hennar verður gerð frá Undirfellskirkju, en jarðsett verður hún i heima- grafreit, sem þau hjón létu gera fyrir nær 40 árum. Þar verður hinsta bið hennar eftir Lárusi. Við Lára vottum hinum aldna bændahöfðingja og fjölskyldu hans okkar dýpstu samúð, og þökkum vináttu undangenginna ára. Haukur Eggertsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.