Morgunblaðið - 20.08.1985, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 20.08.1985, Blaðsíða 1
64 SÍÐUR MEÐ 12 SÍÐNA ÍÞRÓTTABLAÐI STOFNAÐ 1913 184. tbl. 72. árg. ÞRIÐJUDAGUR 20. ÁGÚST 1985 Prentsmiðja Morgunblaðsins Suður-Afríka: Tutu neitaði að ræða við Botha Pretoríu, 19. áf(Ú8t AP. P.W. BOTHA, forseti S-Afríku, átti fund með leiAtogum helstu kirkjudeilda í S-Afríku í dag, til að ræða kynþáttavandamálin í landinu. Desmund Tutu, biskup, neitaði að taka þátt í viðræðunum. mæta ekki á fundinn með Botha og leiðtogum kirkjudeildanna, þar sem hann teldi litlar líkur á að árangur næðist á svo fjölmennum fundi. Hann sagði einnig að Botha hefði áður hafnað boði sínu um viðræður þeirra tveggja og ekki viljað hitta aðra leiðtoga en þá sem fordæma „borgaralega óhlýðni" blökku- manna. Ástralíustjórn lét loka viðskipta- skrifstofu sinni í S-Afríku í dag til að mótmæla aðskilnaðarstefnunni. Stjórnin mun þó áfram halda uppi stjórnmálasambandi við S-Afríku og viðskipti þjóðanna munu halda áfram með eðlilegum hætti. Leiðtogar kirkjudeildanna báðu forsetann um að láta af aðskilnað- arstefnu landsins, til að koma í veg fyrir frekari óeirðir, en eftir fund- inn virtust þeir vondaufir um að óskir þeirra yrðu uppfylltar. Tutu sagöi að hann hefði kosið að V-Þýskaland: Njósnamál í uppsiglingu Bonn, 19. áKÚst AP. AP/Sfmamynd Múhameðstrúarmaður sést hér bera særðan son sinn i burtu frá skyndibitastað í vesturhluta Beirút, þar sem öflug sprengja sprakk . Önnur bflasprengja sprakk í hverfi shíta skömmu síðar. Hryðjuverkin í Beirút halda áfram: Hefndarárás kristinna kostaði 29 manns lífíð Beirút, 19. ágútU. AP. TVÆR BILASPRENGJUR sprungu með 10 mínútna millibili fyrir utan skyndibitastað og mosku í hverfum múhameðstrúarmanna í vesturhluta Beirút í dag. Að sögn löreglunnar biðu 29 manns bana og 82 særðust í árásunum, sem lögreglan telur vera hefnd kristinna fyrir árás múhameðstrúarmanna á laugardag, þegar bílasprengja sprakk fyrir framan stórmarkað í austurhluta Beirút. Þá biðu 55 bana og 120 særðust. MIKIÐ njósnamál er nú í uppsiglingu í Vestur-Þýskalandi, en ríkissaksókn- ari tilkynnti í dag, að bókhaldari þýsku útlagasamtakanna væri grunað- ur um njósnir. Bókhaldarinn, Ilse Richter, sem er 52 ára að aldri, hvarf sl. föstudag, en hún hafði sagst vera á leið til Hamborgar. Tilkynningin fylgdi í kjölfar frétta í dagblaðinu Die Welt í morgun, um að ritari Martins Bangemanns, viðskiptaráðherra, hefði stundað njósnir í þágu A-Þjóðverja. Lögreglan rannsakaði íbúð Richt- ers eftir að ekkert hafði til hennar spurst í Hamborg, og fann ýmÍ9 gögn sem bentu til þess að hún væri viðriðin njósnir. Útlagasamtökin fara með mál- efni þýskættaðs fólks, sem flytjast þurfti búferlum frá yfirráða- svæðum Þjóðverja, sem nú tilheyra A-Evrópu. Die Welt skýrði frá því í dag að talið væri að A-Þjóðverjar hefðu sent njósnara til Bonn á sjötta ára- tugnum og hefði njósnarinn gengið undir nafninu Sonja Lúneburg. Lúneburg var ritari Bangemanns, en hún hvarf 6. ágúst sl. Um hádegi í dag sprakk sprengja í bíl fyrir utan skyndi- bitastað í vesturhlutanum, inni f miðju íbúðahverfi drúsa, og biðu þar 25 bana og 75 9ærðust. Lög- reglan telur að um 35 kg af sprengiefni hafi verið í bílnum, sem lagt hafði verið fyrir utan veitingstaðinn. Fjórir aðrir biðu bana og sjö særðust þegar bíla- sprengja sprakk 10 mínútum sfðar fyrir utan mosku í hverfi shíta í Gerð var eldflaugaárás á skipið og sprakk ein flaugin í brúnni svo að eldur kom upp í vistarverum skipverja. Áhöfn- in slökkti sjálf eldana og slapp ómeidd með öllu. Árásin var gerð er skipið var nærri Qatar, á svæði, sem íranir hafa ráðist á 18 tankskip og flutningaskip frá í febrúar í fyrra. Var belg- íska skipið með tóma tanka á leið til að lesta flugvélaeld- sneyti fyrir bandaríska sjóher- inn er árásin var gerð. Ghobeiri, úthverfi Beirút. Bíllinn var hlaðinn 50 kg af sprengiefni. Hópur sem kallar sig „svörtu herdeildina“ hefur lýst ábyrgð sinni á ódæðisverkunum tveimur og sagði ónefndur talsmaður sveitarinnar í símtali við vest- ræna fréttastofu, að spreng- ingarnar hafi verið svar við „út- rýmingarherferð gegn kristnum mönnum". Hann sagði einnig að hryðjuverkum væri aðeins hægt að útrýma með því að svara í sömu mynt og því segði sveitin öllum Bandarískir sprengjusér- fræðingar fóru í dag um borð í skipið og gerðu óvirka eina eldflaug, sem ekki sprakk. Björgunarfélög létu á annan tug dráttarbáta sigla á svæðið á laugardag vegna grunsemda um að íranir myndu láta til skarar skríða í framhaldi af árás íraka á Kharg-eyju. Belg- íska skipið afþakkaði aðstoð þeirra og komst til hafnar af eigin rammleik. hryðjuverkasamtökum stríð á hendur, hvar sem þau væri að finna. Sveitin skyldi sjá til þess að aðrir trúarhópar fengju ekki að vera í friði, ef ekki yrði látið af árásum á kristna. Sjá einnig frétt um spreng- ingarnar í Líbanon á bls. 22. Skipverjar á Sea Shepherd: Passalausir á lögmannsfund SKIPSTJÓRINN á Sea Sheph erd og nokkrir undirmenn hans voru handteknir er þeir fóru ( land í l*órshöfn i gær. Ætluðu þeir að ganga á fund Atla Dam, lögmanns, en reyndust vega- bréfslausir, og voru því hand- samaðir. Lögreglan færði skipverjana til lögreglustöðvarinnar f Þórshöfn, þar sem tekin var af þeim skýrsla. Um siðir varð það að samkomulagi að einn þeirra, sem eftir voru úti á skipinu, þar sem það liggur á ytri höfninni í Þórshöfn, kæmi með vegabréf skipverjanna til lands. Lítið hefur farið fyrir Sea Shepherd og áhöfn þess frá því skipið lagðist við festar útaf Þórshöfn sl. laugardag. Heldur skipið þar kyrru fyrir. Sam- kvæmt heimildum Morgun- blaðsins hittu skipverjar Átla Dam í gærkvöldi og skiptust aðilar á skoðunum á stuttum fundi. AP/Símamynd Söguleg heimsókn Hassan II, konungur Marokkó, tók á móti Jóhannesi Páli páfa II, við komu páfa til landsins í dag. Þetta er í fyrsU skipti sem leiðtogi rómversk-kaþólsku kirkjunnar fer í heimsókn til ríkis araba. Hvatti páfi múhameðstrúarmenn og kristna í ræðu sinni í dag til að hætta að berjast sín á milli og taka þess í stað upp samstarf. Sjá nánar frétt á bls. 23. -----j"-". ■ íranir hefna árásarinnar á Kharg-eyju: Eldflaugaárás á belgískt tankskip Manama, 19. áfpíst. AP. ÍRANSKAR orrustuþotur réðust á belgískt tankskip á Persaflóa á sunnudag, í hefndarskyni fyrir árás íraka á Kharg-eyju. Áður en látið var til skarar skríða, flaug Hercules-flugvél Iranshers þrisvar sinnum yfir tankskipið, sem heitir Náss Leopard.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.