Morgunblaðið - 31.08.1985, Síða 22
22
MORGUNBLADIÐ, LAUGARDAGUR 31. ÁGÚST 1985
NATO-æfingar
í Norðursjó
Kaupmannahofn, 30. áffúfrt. AP.
EFNT verður til flug- og flotaaTinga á vegum Atlantshafsbandalagsins í
upphafi september á Norðursjó, dönsku sundunum og Eystrasalti.
Talsmaður Atlantshafsbanda-
lagsins í Danmörku sagði í dag
að fyrst yrði æft að verja kaup-
skipalestir í Norðursjó. Síðari
hluti æfinganna, sem standa yfir
dagana 2. til 18. september, mið-
aði hins vegar að því að viðhalda
yfirráðum yfir dönsku sundun-
um og vesturhluta Eystrasalts.
Alls taka um 45 þúsund manns
frá Danmörku, Þýskalandi, Hol-
landi og Bandaríkjunum þátt í
æfingunum.
Kína:
Fjöldi
ferst í
Peking, 29. ágúst AP.
FJÖGUR hundruð manns hafa lát-
ið lífíð og sla.sa.st í flóðum í Liaon-
inghéraði í norðausturhluta Kína,
og eru nú um 1,5 milljónir her-
manna og borgara að björgunar-
störfum þar. Þetta eru mestu flóð í
Kína í marga áratugi.
Miklar rigningar hafa verið í
héraðinu síðustu vikur, og auk
þess hefur fellibylur geisað þar.
Að sögn hins opinbera málgagns
stjórnarinnar urðu 430 þúsund
manns innlyksa í Liaoning
vegna flóðanna, og hafa a.m.k.
180 farist og 220 slasast.
Þá hafa stíflur brostið með
þeim afleiðingum að meira en 1,3
manns
flóðum
milljónir hektarar lands hafa
eyðilagst.
Ekki hefur tjónið af völdum
flóðanna verið metið en að sögn
kínversks embættismanns er hér
um geysilegar fjárhæðir að
ræða.
Mótorhjól-
ið 100 ára
Stuttgart, V-Þýskalaiidi, 29. ágúst. AP.
í DAG eru 100 ár liðin frá því að
mótorhjólið var fyrst tekið í notk-
un og gekk það þá undir nafninu
„hjólhestabiíl" og var knúið mót-
or með einungis hálfu hestafli.
Þjóðverjinn Gottlieb Daimler
fann upp nýstárlega, smágerða
bensínvél árið 1883 og tveimur
árum síðar kom hann vélinni
fyrir á hjóli með tréhjólum og
leiðursæti. Hann hagræddi síð-
an vélinni, öðrum útbúnaði
hjólsins og 29. ágúst 1885 var
„hjólhestabíllinn" kynntur
fyrir heiminum.
í fyrstu var mótorinn aðeins
hálft hestafl og snúningshrað-
inn 600 snúningar á mínútu og
var hámarkshraði hjólsins á
milli 10 og 15 km á klukku-
stund. Gottlieb Daimler hélt
áfram á sömu braut og síðar
stofnaði hann verksmiðjurnar
sem nú framleiða Mercedes
Benz-bílana.
Fyrsta mótorhjólið er til sýn-
is almenningi í Daimler-Benz-
safninu í Stuttgart í V-Þýska-
landi.
Ap-mynd
Risaávísun
Joseph Moore, tölvuráðgjafi frá New York, heldur hér á risastórri
ávísun með fyrstu útborgun af happdrættisvinning sem hann hlaut í
„Lotto“ happdrættinu í New York-ríki í síðustu viku. Heildarverðmæti
vinningsins var 41 milljón Bandaríkjadala, en hann kom upp á þrjá
miða og deilist því í þrennt. Hina miðana áttu Debbied Turcotte frá
Albany og hópur verkamanna í verksmiðju í Mount Vernon.
Stjórnarandstaðan í Grikklandi:
Mitsotakis endur-
kjörinn formaður
Aþenu, 29. á(wL AP.
FYRRVERANDI utanríkisráðherra
Grikklands, Konstantín Mitsotakis,
var endurkjörinn formaður Nýja
demókrataflokksins án mótatkvæða,
en hann var einn í framboði.
Þrátt fyrir að Mitsotakis hafi
hlotið embættið án mikillar fyrir-
hafnar, var mikið um að fulltrúar
miðstjórnar flokksins skiluðu auð-
um seðlum í atkvæðagreiðslunni
og telja fréttaskýrendur það
benda til þess að vinsældir hins 67
ára gamla leiðtoga fari þverrandi.
Hann hlaut 82 af 120 atkvæðum,
en 37 skiluðu auðu og einn seðill
var ógildur. Nýi demókrataflokk-
urinn er íhaldsflokkur sem nú er í
stjórnarandstöðu.
Helsti keppinautur Mitsotakis
um formannssætið var Konstant-
ín Stephanopoulos en hann lét
ekki sjá sig á kjördag og telja
menn líklegt að hann stofni nýjan
flokk og hrífi með sér nokkuð af
fylgi Nýja demókrataflokksins. Ef
svo færi, lamast stjórnarand-
staðan og yrði það til að auðvelda
Andreas Papandreou, forsætis-
ráðherra, að fá sínu framgengt.
Nicohíu, Kýpur, 30. ágúst AP.
HIN vinstrisinnaða andspyrnuhreyf-
ing í íran, Mujahedeen, sendi í dag
út áskorun um „að lífi 140.000 póli-
tískra fanga í íran verði bjargað". í
tilkynningu hreyfíngarinnar sagði,
að a.m.k. 5.000 manns hefðu verið
teknir af lífí í landinu síðastliðna
tólf mánuði.
Þrátt fyrir ofsóknir yfirvalda
Bandaríkin:
Hundruð
flugvéla
í hreyfla-
skoðun
Washington, 28. ágúst. AP.
BANDARÍSKA flugmálastofnunin
hefur fyrirskipað að hundruð fíug-
véla, sem eru búnar Pratt & Whit-
ney-hreyfíum, skuli skoðaðar sér-
staklega í framhaldi af flugslysinu í
Manchester sl. fímmtudag. Ástæðan
er sú að sprungur hafa fundist í
hreyflum sex Boeing 737-þota, en
flugvélin, sem fórst í Manchester,
var með sams konar hreyfíl.
í gær lögðu bresk flugfélög þot-
um sem búnar eru Pratt & Whit-
ney hreyflum, þangað til ýtarleg
skoðun hefur verið gerð á þeim.
Ekki er þó gert ráð fyrir að
ákvörðun bandarísku flugmála-
stofnunarinnar hafi veruleg áhrif
á flugáætlanir flugfélaga.
E1 Salvador:
Þrír skærulið-
ar handteknir
Su Salvmdor. 29. ágnst. AP.
ÞRÍR vinstrisinnaðir skæruliðar,
sem grunaðir eru um að hafa átt
aðild að morðura á bandarískum sjó-
liðum og fleira fólki á veitingahúsi í
San Salvador fyrr í sumar, hafa ver-
ið handteknir, að sögn Jose Napo-
leon Duarte forseta.
Á þriðjudag las Duarte frétta-
mönnum bréf, sem hann hafði
sent Ronald Reagan Bandaríkja-
forseta til að tilkynna honum
handtökurnar.
Duarte sagði, að vitað væri,
hverjir fleiri en hinir handteknu
hefðu áttu hlut að morðárásinni
19. júní, og væri þeirra nú leitað.
í árásinni voru 13 manns skotn-
ir til bana á tveimur útiveitinga-
stöðum.
jókst styrkur hreyfingarinnar að
miklum mun á árinu, sagði í til-
kynningunni, sem gefin var út í
aðalstöðvum Mujahedeen í París.
Frá 1. september í fyrra hafa
liðsmenn hreyfingarinnar fellt
a.m.k. 1.500 byltingarverði Khom-
eini-stjórnarinnar í yfir 320 árás-
um, sagði í tilkynningunni.
Mujahedeen-samtökin í íran:
Bjargið lífi 14.000 fanga
Það eru betri kaup í nýjum ódýrum LADALUX en í notuðum
dýrum bíl af annarri gerð. Hér eru sjö punktar, sem styðja það:
1. Verðið á LADA LUX er aðeins 284 þúsund
krónur. Greiðsluskilmálar eru hagstæðir.
2. Ársábyrgð er á öllum hlutum LADA LLIX
bifreiðarinnar.
3. Sex ára ryðvarnarábyrgð er innifalin í verð-
inu, sé öllum skilmáfum ryðvarnar framfylgt
af hálfu eiganda.
4. Ábyrgðarskoðun fer fram á LADA LUX,
kaupendum að kostnaðarlausu eftir 2000 og
5000 km akstur.
5. Varahlutaþjónusta við LADA eigendur er af
opinberum aðilum talin ein su besta hér-
lendis. Mikið úrval alls konar aukaihluta
fáanlegt á hagstæðu verði.
6. LADA LUX er afhentur kaupendum með
sólarhrings fyrirvara.
7. Eldri gerðir LADA bifreiða eru teknar á
sanngjórnu verði sem greiðsla upp í verð
nýja bílsins.
Verðskrá 21. ágúst 1985
LADA 209.000.-
LADA 1300 station 254.600.-
LADA 1500 station 269.000.-
LADA station 1500 5 gíra 288.800.-
LADA Safir 240.000,-
LADA Sport frá 362.000.-
iCr BIFREIÐAR OG LANDBUNAÐARVELAR HF.
11 On'If*ntmimi *■monn i tt»r + m c . aaaaa c cái impn n. o % noc
SUÐURLANDSBRAUT 14 S.: 38600 S. SOLUDEILD: 31236