Alþýðublaðið - 29.09.1920, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 29.09.1920, Blaðsíða 2
2 A L Þ Y|Ð U B L A ÐIÐ ^áLfgrei^islai blaðsins er í Alþýðuhúsina við Ingólfsstræti og Hverfisgötu. Sími 988. Auglýsingum sé skilað þangað eða í Gutenberg í siðasta lagi kl, IO árdegis, þann dag, sem þær eiga að koma i blaðið. Áskriftargjald ein kr. á mánuði. Auglýsingaverð kr. 1,59 em. eindálkuð. Útsölumenn beðnir að gera skil til afgreiðslunnar, að minsta kosti ársfjórðungslega. €rleað simskeyti. Khöín, 28. sept. Frfi fjármálaráðstefmmni, Frá París er símað að töluverð óánægja ríki á alþjóðaráðstefnunni í Bryssel, gegn Norðurlöndum. Rússneski ófriðnrinn. Pólverjar hafa byrjað nýja sókn gegn Rússum við Grodno. Wrangel skorar á alia fýrverandi rússneska embættismenn að koma á næstu mánuðum heim til Rúss- lands [til Wrangelsf]. Bayern ekki bonungsríki. Ekkert hefir orðið úr því, að Bayern yrði gert að konungsríki. Fjármálastríð Ameríkumanna gegn Englendingum. Khöfn 28. sept. Frá London er símað að Banda- ríkja-auðmenn hafi gert nýtt Ev- rópu bandalag gegn euska auð- valdinu, eru það sumpart þýzkar og amerískar jskipamíðastöðvar, er gengið hafa í bandalag, en sumpart amerískir ©g franskir bankar. Framsókn heldur fund annað kvöld á venjulegum stað og tíma. Mörg mál á dagskrá. Dm ðapn 09 Tepn. Kreikja ber á hjólreiða- og bifreiðaljóskerum eigi síðar en kl. 61/* í kvöld. ' Bíöin. Gamla Bio sýnir: „Baj- adser". Nýja Bio sýnir: »Engum trú“. Veðrið í morgun. Stöð Loftvog m. m. Vindur Loft Hitastig Átt Magn Vm. 7502 A 7 5 5,8 Rv. 7481 ASA 6 4 10,9 ísf. 7558 NA 6 5 5.7 Ak. 7554 N 1 5 5,0 Gst. 7550 S 5 5 8,5 Sf. 7573 S 4 5 9,0 Þ.F. 7641 SSA 3 8 10,5 Magn vindsins í tölum frá o—12 þýðir: logn, andvari, kul, gola, kaldi, stinnings gola, stinnings kaldi, snarpur vindur, hvassviðri, rok- stormur, fárviðri. — Loft í tölum frá o—8 þýðir: Heiðskýrt, létt- skýjað, hálfheiðskýrt, skýjað, aí- skýjað, regn, snjór, móða, þoka. Loftvægislægð fyrir suðvestan land, loftvog ört fallandi á Norð- urlandi, óstöðug á Suðurlandi. Útlit íyrir snarpa austlæga átt á Suðurlandi. norðausflæga áVest- urlandi. Östöðugt veður. Skipaferðir. Skaftfellingur kom í gær frá Vestmannaeyjum. Togararnir Belgaum og Wal- pole komu í gær frá Englandi, báðir með koi. Msk. Roll kom frá Svíþjóð í gær með timburfarm til Nie. Bjarnasonar. Ingólfur, Arnarson kom f gær af veiðum. Suðurland fór til Vestfjarða með margt farþega. Af sildveiðum komu að norðan Ester og Bolli. Msk. Haukur kom að vestan. í gærmorgun kviknaði í olíu- geiminum á olíuofni í Mjóstræti 6. Var ofninn borinn út og varð enginn skaði að. Brunaliðið var þó kalláð. Franska lýðveldið. Morgun- blaðið segir í gær um það: „Franska lýðveldið varð 50 ára 4. sept. síðastl. Það var þennan dag árið 1870, að hið annað* keisaradæmi Frakka féll um koil. Tveimur dögum áður biðu Frakk- ar hinn fræga ósigur við Sedan." . . . „Lýðvaldið var nú úthrópað í Parfs . . .“ Já, einmitt það, Frakkar biðu frœgan ósigur og lýðveldið var úthrópad (þ. e skammað niður fyrir aliar hellur) þegar það var stofnsett. Ný prentsmiðja, er Acta beit- ir, er nú tekin til starfa í Mjó- stræti 6. Hún er mjög vei búirt að öllu leyti og hefir tæki og let- ur af nýjustu gerð. Sérstaklega, hefir hún í hyggju að ánnast alls- konar smávegisprentun og skraut- prent, fyrst um sinn, en alla al- menna prentun mun hún leysa af hendi þegar allar þær vélar eru komnar er til er ætlast að komi. Eigendur preutsmiðjunnar eru prentarar. Ingi. ,Fanst‘. Bjarni Jónsson frá Vogi hefir nú um nokkurt skeið haft styrk af landsfé til þess að þýða hið heimsfræga rit Goethes: ,Faust‘. Hefir hann nú, að sögn, lokíð fyrrihluta bókarinnar, og geta þeir, er styðja vilja útgáfu þessa hiuta, skrifað sig í bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar. Söluhorfur síldar eru, að þv£ er „Vísir" segir, mjög slæmar sem stendur. Og má af orðum hans ráða, að íslenzkir síldarkaup- menn hafi enn látið Svíana snúa á sig. ' „Sólrún og biðlar hennar<fc heitir saga eftir Jónas Guðlaugs- son, er Arinbjörn Sveinbjarnarson hefir gefið út nýlega. Jónas ritaði sögu þessa á dönsku, en Guðm. Hagalín ritstjóri þýddi hana á sínum duggarabandsárum hér í Reykjavfk og hefir unnið ýms verk betur. Málið þó yfirleitt mjög lipurt. Eimskipafélagsskipin, Sterling fór frá Seyðisfirði í morgun. Gullfoss fer á morgun frá Kbh- Villemoes er nú í Stokkhólms. Borg er í Noregi og fermir þar timbur og flytur hingað. Morgnnblaðinu til fróðleiks, skal þess getið hér, að ef Alþýðu-

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.