Alþýðublaðið - 31.12.1931, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 31.12.1931, Blaðsíða 5
Fimtudaginn 31. dez. 1931. ALP ÝÐUBLAÐIÐ 5 Framlencjmff verðtollsins „Framsókn** fyr og nú. Fátt af þeim lögum, sem sum- arþingi'ð sæla afgreiddi, mun hafa vakið jafn megna og eindregna andúð meðal alþýöu til sjávar og sveita og framlenging verð- tollslaganna frá 1928, sem íhalds- flokkarnir báðir samþyktu^ í þing- inu. Vegna þess, hve „Tíminn", að- alblað núv. stjórnar, taldi fyr- nefnda verðtollslagaframlengingu sjálfsagða og réttmæta í a’lla staði, þykir hlýða að bera hér saman fyrri ummæli samiá blaðs um þetta mál. I „Tímanum" 3. jan. 1925, 1. tbl, 9. árg., birtist m. a. grein, er nefnist: „LitiÖ urn öxl.“ Grein þessi er vafalaust eftir þáverandi ritstjóra „Tímans", Tr. Þórhalls- son, núverandi forsætisráðherra. Greinarhöf. vítir þar harðlega, og meö fullum rétti, framferði í- haldsstjórnarinnar sælu, sem hafði þá setið að völdum tæpt ár. Hann segir m. a.: „Þykir hlýða að taka nokkur dæmi um íhalds- stefnuna, eins og hún hefir kom-i ið fram á liðna árinu. 1. Verðtollurinn. Sá er nú dá- gott sýnishorn íhaldsins, enda er hann skilgetið afkvæmi þess. í skjóli hans gátu kaupmenn, meg- instofn fhaldsfl., hækkað fyrir- liggjandi vörubirgðir og látið al- menning*) borga. Neyzluskattur er verðtollurinn að miklu leyti, kemur niður á fátækum og ríkum. En það er eitt höfuðeinkenni í- haldsins í öllum löndum, að hlífa breiðu bökunium, stóreignamönn- unum, en láta skattana lenda mest á smælingjunum." Svo mörg eru þau orð. Skyldi Tr. Þórhallssyni hafa dottið í hug, að það yrði hlutverk hans eigin stjórnar á því herrans ári 1931, að feta svo dyggilega í fótspor íhaldsstjórnarinnar, sem raun hefir á orðið í verðtoMs- málinu og reyndar flestum þeim stórmálum, sem Tr. Þ. var á önd- verðum meið við forðum, meðan hann var að eins ritstj. „Tímans" og þm. Strandamanna og flokkur hans í minni hluta á alþingi? Tæplega. En „sagan endurtekur sig“. Árið 1931 sat „Framsiókn- ar“-stjórn við völd á íslandi. Og hvað skeði? Var verðtollurinn numinn úr gildi? Nei, þvert á móti. 1 sameiningu samþykkja báðir auðvaldsflokkarnir, „Fram- sókn“ og „Sjálfstæðið", að fram- lengja enn á ný verðtollinn, þenn- .an óvinsæla neyzluskatt, sem kemur harðast niður á fátækling- unum, eins og Tr. Þ. orðaði það forðum. Framlenging verðtollslaganna er eitt af því marga, sem sannair það ótvírætt, að „Framsókn" er *) Auðkent af mér. — Höf. í raun og veru hreinræktaður auðvaldsfiokkur, albróðir gamla íhaldsins, sem nú kallar sig „Sjálfstæðisflokk", sem svífist ekki að níðast á þeim, sem minst bera úr býtum og harðasta heyja lífsbaráttuna, til þess eins að hlífa breiðu bökunum, stóreignamönn- unum. Gudmúndur frá Hrísnesi. Ispar ð æflntýraför. I „Morgunblaðinu“ eru frásagn- ir af fulltrúafundi Síldareinkasöl- junnar í Reykjavík 30. nóvember. — Þar er það haft eftir Ingvari Guðjónssyni, að eftirstöðvar salt- síldar 1928, um 57 þúsund tunn- ur, hafi tekist að selja fyrir hans atbeina, fyrir 30 kr. tunnuna, en í bókfærslu Einkasölunnar hafi verðið verið falsað og sett lægra, til þess að hylja umboðslaun sín og annara. Mér liggur nú við að efast um að þessi frásögn Ingvars sé höfð rétt eftir honum, vegna þess, að honum mátti vera vitanlegt að hún var uppspuni frá úpphafi til enda og góð spegilmynd af því, hve vandað hefir verið til meðal- anna á þessum fundi gegn Einka- sölunni. Sanhlejkurinn er sá, að I. G. kom hvergi nálægt þessari sölu og fékk auðvitað heldur engin umboðslaun af henni. Síldin til- færð í ieikningsuppgerð Einka- sölunnar fyrir 30 kr. og umboðs- launin sér, og þau að eins greidd: Brdr. Levy. Enda þótt nú þessi sala og til- drögin til hennar hafi verið flest- um kunn áður, þá skal ég nú út af þessurn uppspuna rifja hér upp sögu þessá máls. Þegar ég haustið 1928 för .utan til þess að reyna að sielja þesisar síldareftirstöðvar, lá ekki fyrir það minsta um sölumöguleika. Samferða varð mér til útlanda hr. Salomonsen úr firmanu Brdr. Levy, en Ingvar sat á Siglufirði. — Á leiðinni milli landa kom þessi síldarsala í fyrsta sinn til tals milli okkar Salomonsens, og spyr hann þá hvort við viljum greiða firmanu 2«/o umboðslaun, ef því takist að útvega kaupanda að ö'lum eftirstöðvunium. Kvað ég já við, ef minst 30 kr. fengist fyr- ir tunnuna fob. — Síðan var ekk- ert minst á þetta mál fyr en eft- ir að við komum til Kaupmanna- hafnar. I milliblinu hafði firmað leitað hófanna við hr. Ameln í Stock- •holm, sem það um langt áraskeið hafði haft mikil viðskifti við. — Skömmu eftir að ég kom til Hafn- ar kom hr. Chr. Ameln þangað, og hófust þá strax samningaum- leitanir. Gengu þær lengi vel í þófi vegna þess, að Ameln vildi ekki borga nema 28 kr. fyrir tunnuna. En ég lét engan bilbug á mér finna, með því mér á öllu 38S Gleðilegt nýár! Raftækjaverzlun íslands h.f. Gleðilegt nýárlj l Þökk fyiir viðskiftin á árinu, ; tt s Brauns - verzlun.l g GLEÐILEGT NÝÁR! ÞÖKK FYRIR VIÐSKIFTIN Á ÁRINU. serz H Ásgeir G. Gunniangsson & Co. 33 33 yj« Igleðilegt NÝÁR! ^ Þökk fyiir viðskiftin áliðna árinu. 38S 33 3$S 33 0 3$g 33 3$E 33 3$E r* Veiðarfæraverzíunin „Geysir". Silkibúðin óskar öllum viðskiftavinum sinum gleðilegs nýárs og þakkar fyrir viðskiftin á árinu. ^333333333333333333333333333333333333333333333333 33 33 | Gleðilegt nýár! 33 33 33 33 33 33 13 Þökk fyrir liðna ár ð. 33 _ ^ VerzluHÍn Björn Kristjánsson. 33 ^ Jón Bjönsson & Co. jjj 33 £{ 33333333333333333333333333333333333333333333333333

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.