Morgunblaðið - 06.09.1985, Síða 5

Morgunblaðið - 06.09.1985, Síða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. SEPTEMBER 1985 B 5 má af því ráöa hvernig hann er inn- rættur). ^ meöan bumbu og málm- A gjalladeildin sýnir snilld sína UL hafa aörir hljómsveitarmenn yfirgefiö sviöiö en birtast nú á ný og leika annaö lag af nýjustu plötu sinni, lagiö Solid. Síðan kynn- ir Jóhann sjöunda hljómsveitar- meðliminn, þeldökka söngvarann Western Foster frá Bretlandi. Meö tilkomu hans eflist til muna sam- band sveitarinnar viö áheyrend- urna, sem hann fær til aö klappa og syngja meö, meira og minna þaö sem eftir er hljómleikanna. Fyrst syngur hann nýjasta lagiö, sem innan skamms verður gefiö út á plötu, This is a Night, hressilegt danslag meö grípandi linum f millikaflanúm. Sföan fyfgir Take-off og er nú heldur en ekki oröið líflegt á Flötinni. Síöan kemur rúsínan, hápunkturinn, endahnúturinn, lag- iö sem alfir hafa beöiö eftir. West- ern Foster er ekki búinn meö fyrsta atkvæöið í nafninu þegar fagnaö- arópin hefjast. Titillinn á reyndar sérlega vel viö á staö sem þessum. Þaö má vel líta á þessa tónleika sem veislu í skemmtigaröinum. Aö leik loknum hverfa félagarnir af sviöinu, en eftfr taktföst hróp og köll og lófaklapp í dágóöa stund birtast þeir á ný og leika eitt auka- lag. Og eftir þaö er kfappað þangaö til umsjónarmaöur meö skemmtun- um á Flötinni hefur tilkynnt aö Mezzoforte hafi lokiö leik sínum, en eftir hálfan mánuö sé von á sigur- vegurunum í dönsku undankeppn- inni fyrir söngvakeppni sjónvarps- stöövanna. Þá er hlegið og æjað. Umræddir sigurvegarar eru eitt- hvert dúó sem heitir Per og Ole eöa eitthvaö slíkt. Eftir undirtektum Flatargesta aö dæma er tónlist þeirra nákvæmlega eins og manni detturfyrstíhug. Eftir aö meginþorri áheyrenda er horfinn á braut, safnast þó töluveröur hópur saman utan viö afgirt svæöi framan viö innganginn aö búningsherbergjun- um undir sviöinu. Þar birtast brátt nokkrir hljómsveitarmeölimir og gefa eiginhandaráritanir um stund áöur en þeir draga sig í hlé handan viö blámálaöa hurö. Þar fyrir innan er stemmningin góö en þreytumerki sjáanleg á hópnum. Þessari hljómleikaferö er aö Ijúka. Þeirri síöustu aö sinni. Friörik segir mér aö hún hafi gengið vel og veriö mun þægilegri en fyrri feröir. Þaö hafi þó gefist alit upp í heils sólarhrings frí milli konserta. Þaö þykir hátíö í þessum bransa. Mesta upplifunin var aö spila fyrir 150 þúsund manns á tónlistarhátíö á Spáni. Sú tala hljómar ótrúlega. Á Flötinni voru um 17 þúsund. Ekki hafa þeir neitt upp úr þessum tón- leikaferöumm nema visst gaman og ævintýri, ekki sist þegar litiö er til baka eftir að þreytan er horfin úr skrokknum. Eini ágóöinn er hugs- anleg aukning á plötusölu og þaö er misjafnt hve sú aukning er mikil oghvelengihúnvarir. Á boröum tæmast Tuborgflösk- ur, hljómsveitarmenn, aöstoöar- menn, vinir og kunningjar og ætt- ingjar slaka á og ræöa um eitt og annaö sem tengist tónlistinni. Ragnheiöur Ásta, Jón Múli og Ellen Kristjánsdóttir eru meö. Þaö er annars fáheyrður lúxus aö hitta fjölskyldu sina á tónleikaferöalagi. Feröalögin eru mikiö álag fyrir fjöl- skyldulífiö. Þaö er skálaö fyrir Steinari Berg forstjóra og umboðsmanni. Hann á afmæli af ókunnri stæröargráöu. Svo þarf aö skipuleggja framhaldiö. Á morgun er þaö Árhus, á miöviku- daginn hálfgeröur leynikonsert í Montmartre (Vegna Tívolí-tónleik- anna hefur ekki mátt auglýsa tón- leika meö Mezzoforte annars staö- ar en þar, fyrr en núna), svo er þaö Gilleleje-festival á föstudagskvöld og svo búiö spil. Nú á aö slaka á um sinn, halda sig heima á ísafofd, finna sér eitt- hvaö aö gera þar, sjá hvaö setur, sjá hvaöThis is a Night gerir. Klukkan er eitthvaö nálægt fimm, þegar kjarnafjölskyldan frá islandi heldur af staö til heimilis si'ns úti á Gsterbro, með strætó- kortiö upp á vasann og kunnugleg- ar laglínur (höfölnu. Miövikudagskvöldiö klukkan rúmlega átta, er undirritaö- an ber að garöi í Mont- martre, er staöurinn þétt setinn. Þó er enn tangt þangaö til sveitin hefur leikinn. Og þaö er vissulega mikil spenna og eftir- vænting ríkjandi loksins þegar Mezzoforte birtist um klukkan hálf- tíu. Uppbygging tónleikanna er svipuð og í Tívolf, en þóer greinilegt að hljóðfæraleikararnir ná sér betur á strik í sólóum sínum hér en á Flötinni. Þaö er eitthvaö i andrúms- loftinu á þessum staö, sem ekki aðeins hlúir aö sköpun tónlistar, heldur blátt áfram laöar hana fram, krefst hennar. Þetta vita og finna áheyrendur og bess vegna skapast mun nánara samband milli þeirra og tónlistarmannanna en í skemmtigarðinum. Hér heyrist þaö hve jazzinn á rík ítök í Mezzoforte og hér fá þau ítök að njóta sín. Eftir- minnilegust veröa sóló í tveimur lögum úr fyrri hluta tónleikanna. Annað laganna er nýtt en hitt er Rising. í hléinu er margt skrafaö í kjallar- anum undir sviöinu. Rætt saman á þremur tungumálum, ensku, is- lensku og dönsku. Lagt er á ráöin um hvaö eigi aö leika sem aukalag og Rockall veröur fyrir valinu. í seinnihlutanum bætist Western Foster í hópinn og fær smám saman alla áheyrendur upp úr sætunum, syngjandi, klappandi og dansandi, meö rununni This is a Night, Take— off.'Garden Party og Spring Fever. Tónleikunum er lokiö, formlega séö, en auövitaö er sveitin klöppuö upp og Rockall brýst fram úr hátal- arastæöunum. Aö því loknu veröur allt endanlega vitlaust í salnum. Ljósin á sviöinu eru slökkt, niöur- soðin tónlist leikin í gegnum hús- kerfið, en tónleikagestir láta ekki sannfærast. Og þeir hætta ekki fyrr en þeir fá strákana á sviðið aftur, þreytta en ánægöa, og viö þessar kringumstæöur er ekki um nema eitt lag aö ræöa. Þaö er klappaö og dansaö og sungiö meö þar til yfir lýkur og Mezzoforte fær aö yfirgefa sviðiö. g aftur er þorstanum svalaö meö Tuborg. Flestir ætla heim á Park Hotel, en þar eð það er frí daginn eftir verður þaö úr aö sumir skelli sér á La Fontaine, jazzkrá fiölu- og víbra- fónsleikarans Finnz Zieglers, en hún er opin allar nætur til fimm og jammsession í gangi allan tímann. Þangaö liggur oft leiöin eftir jazz- tónleika. Ef þeir hafa veriö leiðin- legir, þá til aö ná sér á strik meö vænni sveiflu, en ef þeir hafa tekist vel, þá til aö framlengja gleöina. Hiö síöara á tvímælalaust viö um tón- leika Mezzoforte í Montmartre Af íslensku strákunum eru þaö Friörik og Gunnlaugur sem bregöa sér á „Fontuna". Menn skemmta sér hiö besta drjúga stund viö aö hlusta á ýmis afbrigöi af beboppi leikin af dönskum listamönnum eins og stundum er sagt og það er enginn svikinnaf því. Um stund líöur langvinn þreytan hjá á góöri stund, en að því kemur aö menn halda á braut og reyna þaö enn einu sinni hvaö mjúk leigubíla- sæti geta framkallaö stóra geispa, einkum aö áliöinni nótt í útlendri borg sem aldrei hefur upplifaö birtu íslenskrar sumarnætur. O þurfa börn sem eru að byrja í skóla að kaupa? Texti: HJR Myndir Ámi Sæberg NEYTENDUR Upphaf skólagöngu er merkilegur áfangi i lifi hvers barns. Mörg þeirra fara í fyrsta skipti til dvalar, ákveöinn hluta dags- ins, til staöar utan heimilisins. Önnur hafa veriö á dagheimili, hjá dagmömmu eöa á leikskóla, en byrja nú í „alvöruskóla". Öll eru þau spennt og flest hafa þau ákveönar hugmyndir um hvernig skólinn er og hvaö þau þurfi aö eignast til þess að vera vel út- búin fyrir skólagönguna En hvaö þarf aö kaupa? Fyrir utan skólafatnaö og e.t.v. sokka- hlífar er þaö: skólataska, penna- veski, blýantar, strokleöur, yddari (blýantsskeri) og e.t.v. lít- ir. Ýmislegt þarf aö hafa í huga þegar valdar eru skólatöskur fyr- ir þennan aldur. Þær eiga aö vera léttar, ekki of stórar, fara vel á baki og vel meö bakiö, svo litlir líkamar nljóti ekki skaöa af. Þær þurfa aö vera vatnsþéttar, á þeim á aö vera endurskinsmerki og helst eiga þær ekki aö vera mjög dýrar, því barnið þarf aöra tösku eftir örfá ár. Viö höföum samband viö nokkrar verslanir er selja þessar vörur og spurö- umst fyrir um verö. Hafa veröur í huga aö útlit og gæöi geta veriö misjöfn. Bókabúð Jónasar Eggerts- sonar, Rofabæ 7, er meö bak- töskur í ýmsum litum fyrir þenn- an aldur og kosta þær frá kr. 928 til 1306. Pennaveski, tóm, kosta frá 71 kr. og meö blýöntum, lit- um o.fl. í frá kr. 140; blýantar frá Hvað skyldi svo vera í töskunni? kr. 6; strokleöur frá kr. 10; venju- legir yddarar frá kr. 22 og yddar- ar meö áfastri dós frá kr. 30. Bókaverslun ísafoldar, Aust- urstræti 10, selur baktöskur sem kosta frá kr. 396 til kr. 1368; pennaveski, tóm, frá kr. 50 til kr. 160; pennaveski meö litum o.fl. frá kr. 162; pennastokka frá kr. 69 til kr. 196; blýanta frá kr. 10; strokleður frá kr. 10 og yddara meö áfastri dós frá kr. 27. Bókaverslun Sigfúsar Ey- mundssonar, Austurstræti 18, selur baktöskur fyrir þennan ald- ur frá kr. 719; pennaveski, tóm, frá kr. 68, með litum o.fl. frá kr. 153; blýanta frá kr. 8; strokleður frá kr. 14 og yddara frá kr. 20. Penninn, Hafnarstræti 18, er meö tvær geröir hentugar fyrir þennan aldur og kosta þær kr. 1264 og kr. 1353; pennaveski, tóm, frá kr. 65; meö litum o.fl. frá kr. 317; blýanta frá kr. 10; strokleður frá kr. 11 og yddara frá kr. 22. Skólavörubúðin, Laugavegi 166, selur baktöskur fyrir þennan aldur frá kr. 761; pennaveski, tóm, frá kr. 34; með litum o.fl. frá kr. 367; blýanta frá kr. 7, strok- leður frá kr. 5; venjulega yddara frá kr. 12 og meö áfastri dós frá kr. 74. Taskan lengst til vinstri kostar kr. 1520, sú (mNNÖ kr. 719 og sú sem er Þaö er þvi úr ýmsu aö velja og lengst til hægrí kr. 1.348. Þær fést í Bókaverslun Sigfúsar Eymundsson- sjálfsagt aö gefa sér tíma til aö ar, Austurstræti 18. skoöa og bera saman verö o.fl.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.