Morgunblaðið - 15.09.1985, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 15.09.1985, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. SEPTEMBER 1985 B 9 A þessum tíma voru mikU brögö að því aö börn þeirra, sem her- foringjas tjórnin iét koma fyrir katt- arnef, gengju kaupum og sölum IGLATKISTAN Sjá ÞRAUTSEIGJA I YIÐSKIPTALIFIÐl Þrátt fyrír til- raunir kín- verskra stjórn- valda til að minnka skrif- finnskuna og grisja reglu- gerðafrumskóg- inn er þaö enn sem fyrr meiri- háttar mann- raun fyrir venju- legan kaupsýslu- mann frá Vest- urlöndum aö reyna aö sinna þar viðskiptum. Fyrirfram ákveðnir fundir og ferðaáætlanir standast, ekki og jafnvel fram- kvæmdirnar sjálfar reynast kannski allt aðr- ar en um hafði verið talað. Út- lendingar í Pek- ing kunna marg- ar sögur og þær ekki allar falleg- ar um viðskipti sín við Kínverja. Þegar farið er til einhvers af- skekkts staðar úti á landsbyggð- inni með flugvélinni, sem þangað fer einu sinni í viku, komast menn ósjaldan að því, að gleymst hefur að gera ráð fyrir, að þeir þurfi að komast til baka aftur, og önnur tilhögun ferðarinnar, fundir og þess háttar, breytist stöðugt þar til útlendingurinn gefst upp og forðar sér heim. „Hafðu með þér tösku troðna af þolinmæði," sagði kaupsýslumaður nokkur frá Ástr- alíu. „Margir verða fyrir hálfgerðu áfalli þegar þeir komast að því hve langan tíma tekur að koma hér einhverju í verk. Útlendingar skilja þetta ekki og það breytir engu þótt alltaf sé verið að skrifa og segja frá því í fjölmiðlum er- lendis. Bara að fá fram ákveðinn fundartíma og ganga frá ferða- pöntun tekur meiri tíma í Kína en alls staðar annars staðar." Til að fá vegabréfsáritun til Kína þarf einhvern kínverskan ábyrgðar- mann, yfirleitt fyrirtæki eða þá stjórnardeild, sem ætlunin er að skipta við. „Gakktu hins vegar frá því, að Kínverjarnir sjálfir panti fyrir þig hótelherbergi. komi á fundum og skipuleggi ferðina," Vandinn að versla við Kínverja sagði breskur verslunarráðu- nautur, sem stýrt hefur mörgum sendinefndum, „og hvert sem erindið er, skaltu ekki búast við miklum árangri í fyrstu heimsókn, ekki í annarri heldur eða þeirri þriðju". Samn- ingaviðræður í Kína taka langan tíma og ekki er óalgengt, að þrjú ár líði frá fyrstu ferð þar til samn- ingar eru undir- ritaðir. „Jafnvel þótt búið sé að undirrita samn- inga skaltu bíða með að hrósa sigri," sagði breskur kaup- sýslumaður, en í landi þar sem mörg grundvall- arlög nútíma- þjóðfélags eru enn í mótun vilja málin stundum taka nýja stefnu og allt aðra en undirritaðir samningar kveða á um. Útlend fyrirtæki í Kína hafa fengið að reyna það. í Kína stunda nokkur útlend olíufélög olíuleit meðfram ströndinni og nú fyrir skemmstu var þeim gert að skyldu að þjálfa kínverska starfsmenn með ærnum tilkostnaði fyrir félögin. Voru þessar kröfur reistar á mjög óljósu orðalagi í þeim samningum, sem félögin höfðu undirritað. „í Kína er viðhorfið til útlendinga það, að þeir séu óþrjótandi auðsupp- spretta og úr því að þeir hafi svona mikinn áhuga á kínverska mark- aðnum sé ekki nema rétt að þeir borgi það, sem upp er sett,“ sagði vestrænn bankastarfsmaður. Að bera mútur á embættismenn, sið- ur, sem kommúnistar þóttust hafa upprætt, er nú aftur orðið algengt, að því er vestrænir kaupsýslumenn segja og raunar einnig fréttir í kínverskum fjölmiðlum. Talið er, að eitt evrópskt fyrirtæki a.m.k. sé með bankareikninga í Sviss á nafni þeirra kínversku embættis- manna, sem það þarf á að halda vegna viðskiptanna í Kína. — MARY-LOUISE O’CALLAGHAN IBRAUÐSTRITIÐ Stanslaus straumur ólöglegrr. innflytjend:. flæðir yfir landamær: Mexíkc og Bandaríkj- anna og virðist sem flestir banda- rísku landamæraverðirnir verði ao horfa hjálparvana á þessa flóð- bylgju af fólki, sem leitar í sífellu til norðurs í leit aö betra lífi. Langþreyttur landamæravörður spjallaði viö mig um 10C metra austur af landamærastöð, þar sem umferðin fer um 24 akbrautir, og við horfðum á fjóra Mexíkana skjótast ; gegn um gat á girðing- unní sem er þarna. „Ef ég hleyp á eftir þeim þá stökkva bara aðrir hér í gegn,“ sagði þessi ungi Bandaríkjamaður og horfði um leið á eftir Mexíkön- unum fjórum, sem stefndu í áttina FISKELDI Seiðið sem kynni að valda straum- hvörfum m INoregi nýtur um þessar mund- ir mikilla vinsælda lítið ýsukóð, sem er aðeins tveggja þumlunga langt og hefur hlotið nafnið Hall- steinn. Það, sem gerir þennan fisk svo merkilegan, er, að hér er um að ræða fyrstu ýsuna sem tekist hefur að klekja út í fiskeldisstöð. Það voru vísindamenn við rann- sóknarstöðina á Austurvelli við Björgvin, sem náðu þessum stór- merkilega árangri eftir margra ára tilraunastarf, en hann á lík- lega eftir að hafa mikil áhrif í fiskeldinu, sem í Noregi er orðið að meiriháttar atvinnuvegi. Á þessu ári verður velta fiskeld- isstöðvanna hátt í sex milljarða íslenskra króna og framleiðsla lax og silungs eykst um 40% árlega. Tilraunir til að ala annan fisk, t.d. þorsk, sandhverfu og humar, fara nú fram í Noregi, Bretlandi, Frakklandi og Danmörku, en með tilkomu Hallsteins virðast Norð- menn vera komnir með gott for- skot. Hallsteinn og bróðir hans, Viggó — þeir heita báðir eftir frammámönnum í norskum sjáv- arútvegsmálum — þrífast um þessar mundir aðallega á átu og athygli fjölmiðlanna og hafa m.a. komið til Þrándheims þar sem þeir voru heiðursgestir á alþjóð- legri fiskeldissýningu. Svo mikill er áhuginn á þeim í Noregi að sjónvarpið hefur gert um þá sér- stakan þátt. Ysan er hvarvetna mikilsmet- inn fiskur en í Norður-Evrópu hef- ur ýsuaflinn minnkað ár frá ári. Fiskeldið, sem hófst í alvöru fyrir aðeins 15 árum, hefur hleypt nýju lífi í litlu byggðirnar meðfram ströndinni og nú starfa við það um 5.000 manns. Til marks um upp- ganginn má nefna það, að Norð- menn ráða nú um 80% markaðar- ins fyrir lax. Nokkur tími mun líða áður en ljóst verður hvort ýsueldið á fram- tíð fyrir sér. Ýsan, sem getur lifað í rúm 20 ár, er mjög viðkvæm fyrir sólarljósi, getur meira að segja sólbrunnið, og er afar viðkvæm á taugum. Ivar Holmefjord, sem starfar við rannsóknastöðina á Sunndalsora, segir til dæmis frá því, að þegar þeir skildu einu sinni eftir eina ýsu í eldistankinum þá stytti hún sér aldur með því að stökkva upp úr honum. - SIMON TISDALL Mexíkanarnir hafa betur í feluíeiknum aö hólum og hæðum Kaliforníu á leið sinni norður á bóginn. Bandaríska iandamæraeftirlitiö hefur tilkynnt, aö rúmlega ein milljón ólöglegra innflytjenda hafi veriö handtekin á síðasta ári. Borgin Tijuana í Mexíkó, sem er viö landamæri Bandaríkjanna, er sá staður sem flestir fara um á leiðinni vestur á bóginn í atvinnu- leit. Á þessu svæði eru engar girð- ingar á landamærunum. Viö landamærastöðina var hóp- ur manna, sem dró enga dul á það aö þeir hefðu einfaldlega „gengið" meö ólöglegum hætti inn í Banda- ríkin Bandarískur landamæra- vörður, Fred Stevens, var þarna nálægur. Á baAmulIarakrinum. Bandaríkin ens fyrirheitna iandið Stevens tjáði mér að hann starf- aði í sérstakr: sveit, sem hefði þaö verkefnt aö reyna aö koma 5 veg fyrir árásir ræningjr. á innflytj- endurna þar sem þeir færu um gilin og gljúfrin Bandaríkjamegin. Mörg manndráp áttu sér staö á síðastliðnu ári i grennd við San Ysidro og' Stevens landamæra- vörður varð fyrir fimm byssukúi- um í maímánuði síðastliðnum áður en öðrum landamæravörðum tókst að skjóta árásarmanninn til bana. „Hinir mexíkönsku „polleros" þekkj^, mig,“ sagöi Stevens og notað: spánskr. uppnefnið, sem þýðir hænsnahirðir og notaö er um mennina sem smygla ólöglegum innflytjendum yfir landamærin. Þeir krefjast yfirleitt 10—15 þús- und króna af hverjum innflytjenda fyrir aðstoðina. I bænum San Ysdro er mest um aö vera á laugardagskvöldum, en þá reyna flestir að smygla sér yfir landamærin. Það má segja að bærinn sé eitt allsherjar leiksvæði, þar sem fjöldinn allur af væntan- legum, ólöglegum innflytjendum Skrúfjárn fer í stjörnuleik Iruslahaugnum, sem er á braut um jörðu, má a.m.k. finna 4.775 hluti, sem gerðir eru af manna- höndum. Þar er t.d. geimfara- hanski, lítið notaður, ljósmyndavél, sem aðeins hefur verið í eigu eins manns, og japanskt skrúfjárn, sem kostaði nýtt tæpar fimm þúsund krónur. Marga stærri hluti er að sjálf- sögðu að finna í geimnum, allt frá óvirkum gervihnöttum til efri skot- þrepa og eldflaughreyfla, en skrúf- járnið sem á var minnst tapaðist nú nýlega frá geimferjunni Discovery. Ekki er ólíklegt að það muni hringsóla um jörðina næstu 20—30 árin en þó ekki alveg eftirlitslaust því að með því og hinum 4.774 hlut- unum er fylgst af Norad, banda- ríska ratsjárkerfinu. Þetta geimaldardrasl er raunar aðeins hluti af því drasli, sem eftir verður úti í geimnum í hvert sinn sem eldflaug er skotið á loft, en þá er oft um svo smáa hluti að ræða að það tekur því ekki að nefna þá. „Það er ótrúlega mikið af rusli á braut um jörðu og næstum í hvert sinn sem geimflaug er skotið á loft verður eitthvað eftir," sagði Peter Willmore, prófessor við geimrann- sóknadeild háskólans í Brmingham. Hvað verður um þetta rusl að lok- um fer mikið eftir því hve langt það er frá jörðu. óvirkur gervihnöttur, sem er í 400 km fjarlægð, getur haldið áfram hringsóli sínu í óra- tíma en það, sem nær er, fellur loksins inn í gufuholfið, brennur og eyðist. „Það, sem fjærst er, getur enst í hundruð eða þúsundir ára og raun- ar er alls ekki vitað hvað verður um það að lokum,“ sagði Willmore. Starfsmenn Nasa, bandarísku geimferðastofnunarinnar, segjast gera allt, sem þeir geta til að svína ekki allt út í geimnum. „Við höfum allt í tjóðri og jafnvel ruslapoka með okkur til að safna saman því rusli, sem við náum til, og koma með það aftur," sagði talsmaður Nasa í Houston. „Þetta er eins og að fara í skógarferð þar sem menn reyna að skiija ekkert eftir nema fótsporin. Við erum að reyna það sama.“ -ANDREW MONCUR og landamæravörðum eru í felu- leik. Ég horfði á hóp ungmenna hlaupa eftir bílastæði Bandaríkja- megin landamæranna og höfðu þau auðveldlega skotið vörðunum ref fyrir rass. Þó sveima þyrlur landamæraeftirlitsins iðulega þarna yfir að næturlagi og beina kastljósum aö hlíðunum, sem bærinn stendur við. José Luis Peres, sem er forstöðu- maður Upplýsingamiðstöðvar inn- flytjenda í Tijuana, segir að um 80% innflytjendanna séu Mexí- kanar. Hann heldur því fram, að straumur ólöglegra innflytjenda til Bandaríkjanna stöðvist ekki fyrr en laun í Mexíkó hafi hækkað það mikið, aö áhugi fólks á atvinnu í Bandaríkjunum minnki. Lág- markslaun verkamanna í Kali- forníu eru hærri fyrir eina klukku- stund en full daglaun í Mexíkó eða um 120 krónur. - MARK FAZLOLLAH

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.