Morgunblaðið - 15.09.1985, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 15.09.1985, Blaðsíða 10
10 B MORGUNBLAÐID, SUNNUDAGUR 15. SEPTEMBER 1985 Ólafur Bachmann atvinnurekandi í Kaliforníu: Framleiddi rafmagn með vindmyllu 13 ára gamall Maður er nefndur Ólafur Bachmann, fæddur á Urðarstíg 5,28. september 1920. Úppalinn í Hafnarfirði, menntaður í tæknifræði í Bandaríkjunum og atvinnurekandi í Kaliforníu síðan árið 1956. Fyrirtækið heitir „Bachmann Industries“ og framleiðir það ýmis tæki fyrir málmiðnað, landbúnað og gúmmíiðnað. Eru þetta hugvitsafurðir Ólafs, sem snemma heillaðist af rafmagsnfræði og tók aö smíða ótrúlegustu hluti úr frumstæðum efnivið. Ólafur er auk þess lærður flugmaöur og verður komið nánar að því ásamt öðru síðar í þessum pistli. Ólafur kom hingað til lands til að hitta vini og vandamenn í ágústmánuði og var fram í september, en er nú horfínn til Kaliforníu á nýjan leik. Morgunblaðið heimsótti hugvitsmanninn á heimili vinar hans skömmu fyrir brottfarardaginn. Spjallið byrjar á því hvort ættarnafnið sé ritað með c eða k, því blm. sér ekki betur en að ósamræmi sé í því í auglýsingabæklingum og sýnishornum af umfjöllun um framleiðslu Ólafs í erlendum blöðum. Ólafur Bachmann Morgunblaðið/Bjarni Giríksson Ólafur, fyrir miöju, hitti á dögunum Brynjar Haraldsson tæknifrsöing, annar f.h., eiginkonu hans og foreldra. Sjá nánar um tengsl þeirra í texta... „Það er ritað með c-i, síðan Hallgrímur Bachmann lærði til læknis í útlöndum og tók sér „sigl- ingarnafnið" Bachmann. Menn skipuðu sér í hefðarflokka hér á landi í þá daga ef þeir voru „sigld- ir“ sem kallað var og allir skilja enn í dag. Nafnið á rætur að rekja 300 ár aftur í tímann eða svo og Hallgrímur varð e.t.v. kunnastur fyrir að taka prest hörkutaki í kirkju og varpa honum út úr hús- inu. Hann var kraftakarl og ég hef alltaf haft tilhneigingu til' að kunna heldur vel við hann,“ segir Ólafur. „En hvað um það, ég eyddi sokkabandsárum mínum suður í Hafnarfirði, ólst þar upp hjá Sig- ríði Þórðardóttur og Ara Jóhann- essyni. Hafnarfjörður var þá að- eins 2-3000 manna þorp, en ég á afar góðar minningar frá árum mínum þar í bæ. Þetta voru strangir tímar, þannig fór ég að vinna í fiski 7 ára gamall og síðan var maður á kafi í uppskipun á fiski, kolum og salti, öll börn voru í þessu, þetta var algeng barna- vinna og þó ég hafi eflaust verið leiður að þurfa að vinna svona mikið á þessum aldri, þá sé ég ekki eftir því, þetta var gott vega- nesti fyrir framtíðina." Fórstu snemma að fá hugmyndir og framkvæma þær? „Já, ég var alltaf að grúska í tæknilegum hlutum, sérstaklega var mér rafmagnið hugleikið. En það var við ramman reip að draga, aðstaða fyrir barn að koma hug- myndum sem þessum til fram- kvæmda var ekki upp á það besta. Ég get nefnt sem dæmi, að þegar ég var 12 eða 13 ára, bað vinur minn einn, Lárus Bjarnason, mig um að smíða fyrir sig skauta úr vörubílsfjöður. Var ég fús til þess, en vinnuaðstöðu hafði ég litla eða enga. Helst ég gæti stungið mér í kjallarann hjá afa, en þar var ekkert ljós. Ljósaperur voru dýrar í þá daga og það þýddi ekkert fyrir mig að reyna að fá peru í kjall- arann. En ég fann ráð við þessu, setti rafal úr bíl á reiðhjólagjörð og setti blöð á milli teina. Þannig fékk ég vindmyllu og setti allt dótið á grind sem ég hengdi upp á skorsteininn. Leiddi ég svo vír úr grindinni niður í kjallara og tengdi hann við batterí og þannig fékk ég ljós. — Svona gekk þetta í fáeina daga, en svo tók að hvessa og þá kárnaði gamanið, því vindmyllan mín fór þá að titra og skjálfa með miklum gný og húnn á kolaofnin- um tók að titra ákaflega. Eftir því sem það hvessti meira, þeim mun hræddari varð ég, því afi var skap- maður mikill og svefnfriður var enginn. Ég grúfði mig undir sæng- ina lafhræddur, vissi að hann myndi koma, en bara ekki hvenær upp úr syði hjá honum. Loks þusti hann inn til mín og skipaði mér að taka grindina niður og mátti ég snauta upp á þak í öskrandi veðri og þá voru auðvitað allir hræddir um mig, að ég myndi falla af þakinu og slasa mig. Þetta gekk þó allt stórslysalaust, en nú var ég aftur orðinn ljóslaus og skautarnir ekki búnir. — Ég greip því til þess ráðs að nota reiðhjólagjörðina áfram, festi spaðana á hana að utanverðu og lét vatn leka ofan á blöðin. Aftur fékk ég ljós, en aftur lét afi til sín taka, vatnið var of dýrt til að henda í svona vitleysu. Þá fór ég að gefa rafmagnsmælinum gaum og tók eftir því, að ef ég notaði svokallaða „hálfspennu", þá hreyfðist ekki álestrarmælirinn. Ég varð að vonum ákaflega glaður yfir þessari uppfinningu og flýtti mér að segja afa og öllu heimilis- fólkinu frá henni. En þá sagði afi: „Nú ertu farinn að stela.“ Ég gleymi þessu aldrei og heiðarleiki afa hafði ákaflega mikil áhrif á mig, bæði þá og svo síðar meir. En hann breytti því ekki, að þó ég hefði fundið þrjár leiðir til að fá ljós án þess að afi þyrfti að fjár- festa í ljósaperu, þá sat ég enn uppi ljóslaus. Það varð úr, að afi færði mér 5 kerta peru og gat ég þá farið að smíða. Fyrst skautana og kláraði ég þá með aðstoð vél- smiðju einnar í Hafnarfirði sem hjálpaði mér að mýkja stálið. Fyrir nokkrum árum hitti ég Lár- us og fórum við að tala um skaut- ana. Kom þá i ljós, að hann átti þá enn og gaf hann mér þá eftir öll þessi ár. — Ég smíðaði svo allt mögu- legt, m.a. útvarpstæki sem amma mín austur í Flóa notaði og átti í mörg ár. Einnig smíðaði ég talstöð og fleira. Ég fann það að þeir hjá Ríkisútvarpinu litu þessar smíðar mínar hornauga, voru lítið hrifnir af þeim, enda mátti ekkert smíða eða gera í þessum málum. En þeir létu mig í friði, líklega vegna þess að ég var bara barn.“ Hvenær kom flugið til skjalanna? „Ég fór í tæknifræðinám til Minneapolis í Minnesota-ríki f Bandaríkjunum og lærði þar flug. þetta var bara fyrir sportið og þegar ég kom heim aftur, keypti ég flugvél af „Fleet Finch“-gerð, tví- þekju af tegund sem notuð var til að þjálfa herflugmenn vestra. Ég keypti hana alveg nýja frá Kan- ada. Svo tók ég atvinnuflugmanns- próf, ekki af áhuga á að vinna sem flugmaður, heldur taldi ég að það gæti komið sér vel að hafa réttind- in. Mér fannst þetta spennandi, ég flaug mikið fyrir þáverandi flug- málayfirvöld í leit að mögulegum flugvöllum sem nota mætti ef til nauðlendinga, sjúkraflugs eða bil- ana kæmi. Erlingur Erlingsson var þá flugumferðarstjóri og ég fór mikið með Hauki Classen í þessa athugunarleiðangra. Ails lenti ég á 108 stöðum þar sem aldrei hafði verið lent áður og mér þótti það mikið ævintýri. Aðstæðurnar voru misgóðar, oft lélegar. Samt henti aðeins einu sinni óhapp, þá slóst annar vængurinn í stein. Það var ekki svo undarlegt, því þá lenti ég í þurrum og grýttum árfarvegi austur á landi.“ „Þú lentir einu sinni í eftirminnilegu sjúkraflugi ekki satt? „Jú, það gætu verið eitthvað um 30 ár síðan. Það kom neyðarkall til flugturnsins frá bændaskólan- um á Hvanneyri í Borgarfirði. Þar var fársjúkt barn sem var svo aðframkomið að læknar á staðnum sáu enga leið aðra til að bjarga lífi þess en að koma því I sjúkra- hús í Reykjavík. Þetta var að vetri til, seint um kvöld og í bandsjóð- andi vitlausu veðri. Um flutning í bíl var því ekki að ræða. Ég var kominn með töluverða reynslu þegar hér var komið sögu og var því spurður hvort ég treysti mér. Veðrið í ágúst: Sólríkt sunnanlands en kalt og úrkomusamt fyrir norðan VEÐURGUÐIRNIR voru Sunnlend- ingum hliöhollir í ágústmánuöi, þurrkar voru miklir og sólskins- stundir hafa ekki talist fleiri í þess- um mánuöi síðan 1965. En veður- blíðan sunnanlands hefur veriö nokkuð á kostnað Norðlendinga, en þeir hafa þurft aö búa við óvenju mikla vætu og kulda miöaö við þennan árstíma. Adda Bára Sigfúsdóttir, for- stöðumaður veðurfarsdeildar Veð- urstofunnar lýsti veðurfari mán- aðarins svo: „Norðlægar áttir voru ríkjandi í ágúst og setti það svip á tíðarfar- ið. Sólríkt var og þurrt um sunnan- vert landið, en norðaustanlands var úrkomusamt og kalt. Meðalhiti í Reykjavík reyndist vera 10,6 stig, sem er um það bil í meðallagi áranna 1931—60, en á Akureyri var meðalhiti 8,4 stig, 1,9 stigi undir meðallagi, eða jafnkalt og í ágúst 1979. f Hjarðarnesi í Horna- firði var meðalhitinn 9,3 stig og 5,7 stig á Hveravöllum. Næturfrost var sums staðar á landinu í síðustu viku mánaðarins og snjóaði víða í fjöll. Úrkoma í Reykjavík mældist 18 millimetrar, sem er um það bil fjórðungur meðalúrkomu. Var þetta þurrasti ágústmánuður frá 1963. A Akureyri mældust 65 milli- metrar og er það hið mesta í ágúst frá 1961. í Hjarðarnesi mældist úrkoma 56 millimetrar og 64 milli- metrar á Hveravöllum. Sólskinsstundir í Reykjavík reyndust 212, hið mesta í ágúst síðan 1965. Á Akureyri mældist sólskin aðeins í 91 klukkustund og hefur ekki orðið minna þar frá 1969. Á Hveravöllum mældust 133 sólskinsstundir." Um sumarið í heild sagði Adda Bára: „Hitinn í Reykjavík hefur verið nærri meðallagi það sem af er sumrinu, en kalt á Akureyri, þótt kuldinn hafi ekki verið jafnmikill og árið 1979. Mánuðirnir júní og ágúst eru samtals þeir þurrustu í Reykjavík frá 1963, en þeir úr- komusömustu á Akureyri frá 1972. Sólríkt hefur verið þessa mánuði í Reykjavík, og hefur ekki mælst þar jafn mikið sólskin frá 1974. Á Akureyri hefur sól ekki verið minni frá 1979.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.