Morgunblaðið - 15.09.1985, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 15.09.1985, Blaðsíða 23
B 23 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. SEPTEMBER 1986 Ofurhugarnir sjö í fullum skrúða. Ofurhugar í Austurbæjarbíói AUSmiRBÆJARBÍÓ hefur hafið sýningar á bandarísku bíómyndinni „Ofurhugar“ (The Right Stuff). í myndinni er rakið upphaf geimferðasögu Bandaríkjanna og fylgst er með þjálfun og undirbún- ingi þeirra sjö manna sem valdir voru til að verða fyrstu banda- rísku geimfararnir. Einnig kemur við sögu reynsluflugmaðurinn Chuck Yeager, sem fyrstur manna rauf hljóðmúrinn í flugvél. Hann var hins vegar ekki í hópi fyrstu geimfaranna, þó ýmsir teldu hann sjálfkjörinn til þess. Myndin rekur söguna nákvæm- lega og undanbragðalaust en dreg- ur auk þess fram ýmis skopleg og „mannleg" atvik, eins og segir í kynningu kvikmyndahússins. Meðal helstu leikara eru Sam Shepard, Scott Glenn, Ed Harris og Dennis Quaid. Leikstjóri er Philip Kaupman, sem einnig samdi handrit myndarinnar upp úr bók Tom Wolfes. DANSSKOU Dansinn er holl hreyfing fyrir alla aldurshópa, börn, unglinga og fullorðna. Aldur er aukaatridi. Við kennum alla almenna samkvæmisdansa, fyrsta flokks tifsögn. Innritun er hafin. Hringið og leitið nánari upplýsinga. FID islenskra danskennara SIGURDAR HAKONARSONAR AUDBREKKU17. KDPAVOGI SIMl 40020 Nýtt skuldabréfaútboð 3. flokkur 1985 VeÓdeiId IÓnaÓarbanI<a Islands hf. Kióniir 1.00.000.000.00 til lántöku handa einstaklingum og fyrirtækjum á verðbréfa- markaði, fyrir milligöngu banka. Verógildi hvers bréfs er kr. 100.000,00 og eru bréfin 1000 talsins. Skuldabréfin eru til fimm ára, með jöfnum árlegum afborgunum, og bera 2% fasta vexti p.a. auk verðtryggingar. Til tryggingar bréfum þessum eru eignir og tekjur Veðdeildar Iðnaðarbanka íslands hf., auk ábyrgðar Iðnaðarbankans sbr. 36. gr. reglugerðar fyrir bankann nr. 62/1982. Reykjavík, 10. september 1985, Iðnaðarbairid Islands hff

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.