Morgunblaðið - 15.09.1985, Síða 38

Morgunblaðið - 15.09.1985, Síða 38
38 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. SEPTEMBER 1985 Tímamót hjá íslenskum kvikmyndahúsum: WOODY ALLEN Tvær mynda hans, Zelig og Broadway Danny Rose, verða sýndar bráðlega, en þessi lista- maður hefur ekki sést hér á landi í fimm ár Woody Allen f fyrstu mynd sinni, Take the Money and Run. Diane Keaton. Woody segir aö þaö merkasta sem Zelig: vingast viö hnefaleikakappann Jack Dempsey. hann hafi gert um Kvina hafi veríð aö uppgötva Diane og koma henni á framfæri. Woody Allen er listamaður, einn þeirra örfáu ensku- mælandi kvikmyndaskálda sem ber fram hugmyndir sínar í stoltri ákefð, mannúð og einingu í anda frelsis, laus við hin krampakenndu frumskógarlögmál miskunnar- lausrar samkeppni. Ár eftir ár setur hann fram hugmyndir sínar og hugleiðingar í formi kvikmynd- ar til handa öllum þeim sem vilja meðtaka. Það er því mikið gleðiefni fyrir íslendinga að margra ára þögn Woody Allens hér á landi skuli loks vera rofin: íslenska sjón- varpið sýndi eina bestu mynd hans, Annie Hall, fyrir skemmstu og nú hyggjast tvö kvikmyndahús sýna okkur tiltölulega nýjar mynd- ir eftir listamanninn knáa. Regn- boginn sýnir Broadway Danny Rose, sem gerð var í fyrra og Austurbæjarbíó sýnir Zelig, sem er orðin tveggja ára. Fyrstu myndirnar; óöguð kímnigáfa Ferli Woodys verður að skipta í tvennt: fyrstu tíu árin var hann óstöðvandi grínisti; óþroskaður, óagaður í hugmyndum og fram- setningu; síðari hlutinn, sem hófst 1977, einkennist enn af gríni en nú blönduðu alvöru; þroskaður og agaður. Fyrstu myndina sem Woody kom nálægt, What’s New, Pussy- cat? (1964), vill hann ekki kannast við núna, en hún varð honum til framdráttar. Þremur árum síðar fékk hann stórkostlegt tækifæri: hann samdi, stjórnaði og lék í „Take the Money and Run“. Eftir þetta var Woody AUen hreinlega óstöðvandi. Nú var hann búinn að skapa sér nafn og hafði meiri fjár- ráð. „Bananas" var númer tvö, geðveikisleg mynd enda var húmor hans geðveikislegur á þessum tíma. Woody gerði stólpagrín að skæruliðum með og móti Kastró. Og áfram miðar hinum knáa. Árið 1971 gerði „Play it Again, Sam“ upp úr hugmynd sem hann notaði nýlega í Kairórósinni: per- sónur úr fantasíunni eða löngu gengið fólk (í þessu tilviki Hump- hrey Bogart) stígur fram og bland- ar geði við aðalpersónur myndar- innar. Ári síðar gerði hann „Allt sem þú vildir vita um kynlíf en þorðir ekki að spyrja", eftir bók einhvers kynlífssérfræðings. Óag- aður húmor Woodys Allen fékk heldur betur að njóta sín í þessari smásagnasyrpu. „Sleeper" gerði hann um þetta leyti og var sýnd í íslenska sjónvarpinu fyrir ekki alls löngu. Lokamyndin í þessu tímabili var „Ást og dauði“ (1975). Með henni steig Woody Allen stórt skref fram á við; hann byrjar að skerpa kímni- gáfuna. í „Ást og dauða" tekur hann Leo Tolstoi á beinið, flettir í gegnum Stríð og frið og hæðist að bændum þess tíma og Rússa- keisara, og Napóleon. Ást og dauði var vinsælasta mynd Woodys, en eftir 1975 fannst honum kominn tími til að þroskast og hann hélt upp á fertugsafmælið með að huga að sögu sem þróast hafði með honum þann tíma sem hann bjó með Diane Keaton. Woody Allen fullorðnast Sagan sú arna og myndin sem úr henni varð nefnist einfaldlega „Annie Hall“. Woody hafði verið með Diane Keaton árum saman, hún hafði leikið í myndum hans og annarra og er Guðfaðirinn að sjálfsögðu frægust. En þegar hér er komið vill Diane slíta sig lausa og þau hættu saman tveim árum síðar. Annie Hall er saga þeirra. (Diane Keaton hét áður Diane Hall.) Myndin er ein allsherjar hugleið- ing um samband þeirra og markar hún tímamót í ferli Woody að því leyti að með henni byrjar hann að kryfja líf sitt í listrænu formi. Annie Hall hlaut mjög góðar við- tökur gagnrýnenda og almennings: Var kosin besta mynd arsins 1977; óskarsverðlaun: besta mynd, leik- stjórn, handrit og leikkona. Luis Bunel segir í sjálfsævisögu sinni að Woody hafi boðið honum að leika sjálfan sig í myndinni, en Buunuel varð að afþakka boðið vegna veikinda konu sinnar. Woody Allen hélt áfram á braut sjálfsævisögunnar með næstu mynd, hinni stórkostlegu Man- hattan (1979). Hann segir að myndin endurspegli sterklega skoðanir hans á Manhattan, hann gerði borgina að tákni alls þess sem aflaga fer í bandarískri menn- ingu. Hann segir: „Fólk hefur orðið fyrir vonbrigðum í trúmálum, og tilgangsleysið sem herjar á fólk hefur áhrif á þjóðfélagið. Við verð- um annað hvort að sætta okkur við að lífið er tilgangslaust af einhverri ástæðu sem ekki er búið að komast að enn, eða við verðum að búa til einhvers konar þjóðfélag sem getur fært okkur alvörulífs- fyllingu. Þjóðfélagið á við mikinn vanda að etja, sjónvarp, eiturlyf, hávaðatónlist og tilfinningalaust kynlíf. Þessi andlega mengun veld- ur einkennilega truflandi suðu í höfðinu, svo að fólk heyrir ekki hvert til annars og getur ekki bundist traustum böndum." Það er einmitt þetta sem Manhattan fjallar um: Hún lýsir ruglingslegu lífi borgarbúans sem einkennist af tilgangsleysi. Woody Allen er mikið niðri fyr- ir, svo hann sá þann kost vænstan að klippa miskunnarlaust öll skrípaatriði sem slæðst höfðu inn í handritið, atriði sem honum fannst of fyndin eða slíta myndina sundur. Engu að síður er myndin blanda af alvöru og skopi, og hefur það verið eitt helst einkenni mynda hans allar götur síðan. Þetta var árið 1979 og síðan hefur Woody Allen sent frá sér svo að segja eina kvikmynd á ári: Stardust Memories (1980), en í þeirri mynd velti Woody fyrir sér áhrifum vinsælda á listamanninn, og fékk skömm í hattinn frá að- dáendum sínum; A Midsummer Night’s Sex Comedy (1982). í síð- astnefndu myndinni lék Mia Farrow, nýja konan í lífi lista- mannsins knáa, og er þá loks komið að tilefni þessarar greinar, nefnilega myndum tveimur sem verða sýndar á þessu hausti: Zelig og Broadway Danny Rose. Útúrdúr Ein ofur einföld spurning hefur brunnið á vörum þeirra, sem hafa unun af að sjá myndir Woodys Allen, í bráðum fimm ár: hvers vegna sýnir ekkert kvikmyndahús myndir hans? Undirritaður hefur þrammað á milli kvikmyndahús- eigenda og lagt fram þessa spurn- ingu, og svörin eru ætíð hin sömu: Woody Allen er ekki vinsæll hér á landi, því miður, við töpum á að sýna myndir hans. Það var og. Það er sorglegt til þess að vita að einn merkasti listamaðurinn í kvik- myndaheiminum skuli ekki kom- ast til íslands vegna óstöðugleika hjádebítogkredít. Nóg þar um. Nú getum við tekið gleði okkar á ný: Regnboginn sýnir Broadway Danny Rose og Austur- bæjarbíó Zelig. Zelig; maður hamskiptanna Zelig er ekki aðeins stysta mynd Woodys (85 mínútur) heldur þykir honum hafa aldrei fyrr hafa tekist eins vel upp sem leikstjóri. Woody leikur Leonard Zelig, e.k. kame- ljón, mann sem hefur sjúklega þörf fyrir að fara troðnar slóðir um hegðun, svo fólki líki vel við hann. Leonard Zelig var undarleg- ur maður sem lifði sitt blómaskeið á fyrri hluta aldarinnar, hann umgekkst frægt fólk en i rauninni gleymdist að athuga hvað það var sem hann afrekaði. Af mörgum frægum sem Woody hafði af að taka, lætur hann Zelig hitta ólíkt fólk eins og Ieikritaskáldið Eugene O’Neill, hnefaleikakappann Jack Dempsey og forsetana Coolidge og Hoover. Zelig er e.k. heimildarmynd í skáldlegum búningi, samsafn at- riða úr fortíðinni, atriði sem Woody gróf upp og atriði sem hann setti saman sjálfur, og er oft erfitt að greina á milli. Inní söguna um Zelig blandar svo leikstjórinn „samtölum" við þekkt fólk úr samtímanum, sálfræðinginn Bruno Bettelheim og rithöfundana Saul Bellow og Susan Sontag. Myndin er hugsuð sem satíra á fjölmiðla eins og útvarp og sjón- varp, vald þeirra og óæskileg áhrif; einnig sem satíra á hina alræmdu múgsefjun, hvernig viðteknar venjur pressa á fólk, hvernig ein- staklingurinn hefur glatað ein- kennum sínum í þjóðfélagi nútím- ans. Leonard Zelig vill aðeins eitt og hann tönnlast á því „I want to be liked," og hamskiptin gera honum kleift að laga sig að stað og stund. Zelig er sennilega óvenjulegasta kvikmynd Woodys. Engin sérstök saga bindur atriðin saman oggæti hún því virkað á einhverja eins og skríngilegt fjölskyldualbúm ókunnugra. Menn, og konur, er almennt sammála um að Woody sleppi billega frá leiknum sjálfum, enda gerir hann fátt annað en brosa framan í fólk, en hins vegar þykir hann aldrei fyrr hafa sýnt

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.