Alþýðublaðið - 06.01.1932, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 06.01.1932, Blaðsíða 2
e ALRUÐUBLAÐIÐ BarnafræCsian. Þa'ð mun óhætt að fullyrða, að sveitir landsins hafa yfirl-eitt við erfið kjör að búa um alla fræðslu barna og unglinga. Að vísu hefir þetta batnað nú á síðustu árum með komu alþýðuskólanna. Það er ekki langt síðan, að sveitia- heimilin ein þurftu að annast fræðslu barnanna. Og voru það þá oftast foreldrar eða eldri syst- kini, sem önnuðust feensluna. En þegar aðkomnir menn voru teknir til að vimna kenslustöriin, þá voru það oft menn eitthvað vankaðiir. Það voru menn, er flosnað höfðu upp við nám eða þá einhverjir, er ekki þóttu hæfir til almennr- ar vinnu. Þjóðin leit á starf þess- ara aðkomumanna með lítilsvirð- ingu og það var af flestum álit- ið, að enginn væri svo aumur, að hann gæti ekki feent krökkum. Þessi skoðun á feenslustarfinu og þá jafnframt á kennurunum gefur til kynna, að uppeldið var talið smávægilegt atriði og að því var ætlaður lítill tími. Enda er ment- un islenzkra alþýðumanna, er engra skóla hafa notið, þannig til orðin, að þeir hafa á ung- lingsárunum með mikilli þiaut- seigju aflað sér þekkingar með lestri bóka. En mentun þessi hefir oft verið eínhæf söguþekking, og frá henni stafa ýmsir þeir örð- ugleikar, er íslenzkir áhugamienn hafa nú við að strjða, bæíði í at- vinnu- og mainingar-múlum. — Ég mintist á það áður, að upp- eldisstarfið hefði oft verið lítils- virt, en sú skoðun hefir verið fram komin á hörmungatímum þjóðarinnar, því á söguöldinni var það talið göfugt starf að fóstra börn. Til þess voru hvorki fengnir örkvisar eða einfeldning- ar. En þessi skoðun á uppeldiniu, sem þjóðin hafði um það bil, er barnaskólarnir voru að komast á fót, hefir óspart komið niður á bamakennumnum í því, að þing og stjórn hefir ætlað þeim lág laun og enga rækt lagt við skóla þann, er veitti kennaraefnum landsins mentun. En sem betur fer, þá ern meðal kennarastéttar- innar menn, er sjá i hvert óefni er stefnt með því, að sníða barna- kennurunum þrengri stakk en öðrum opinberum starfsmöntfum. Það virðist víst fiestum ótrúlegt, að án dýrtíðaruppbótar fá kenn- arar um 150,00—200,00 krónur útborgaðar mánaðarlega. Og þeg- ar nú kennarar leita til bæjarins um staðaruppbót, er nemi lækkun dýrtíðaruppbótar, þá er það ekki tif þess, að þeir geti lifað neinu, glæsilégu hirðlífi, en að eins til þess að geta nokkuð lengur veitt fjárhagslegt viðnám. Ég get bent á marga menn í barnakennara- stétt, er þrátt fyrir skilningsleysi alþýðu og yfirvalda og sitt eigið féleysi, hafa afiað sér mikillar mentunar fram yfir það, sem Kennaraskólinn veitir. Og hokkrir þessara manna eru starfandi við barnaskóla Reykjavíkur. En þeim hefir enn verið of lítill gaumur gefinn. Og þess eru nokkur dæmi, að áhuga þeirra og velvild til starfsins hefir verið mætt með skilningsleysi og illvilja. Ef stjórnarvöldunum tekst enn þá að þröngva svo kosti íslenzkrar barnakennarastéttar, að enginr nýtur maður finnist þar framar, þá mun íslenzk alþýða falla niður í það gap þröngsýni og íáfræöi, sem fæsta mun nú óra fyrir. H. M. Þ. Qfsóbnir Breta í Indlandi. Lundúnum, 6. jan. U. P. FB. Frá New Dehli er símiað: Dr. Ansari, vildarvinur Gandhi, Tiefir verið útnefndur forseti samkund'u þjóðernissinna. Þegar hann hafði verið kosinn forseti, var gerð húsrannsókn á heimili hans, og er búist við, að lögreglan hand- taki hann. Frá Bombay er símat): Stjórn- in hefir lýst ólöglegan félags- skap ungra þjóðernisskma o. fl. slikra félaga. Búist er við, að leið- togar í félögum þjóðerni'ssinna verði handteknir í dag. Síðar: Snemma í morgun, þeg- ar ólöghlýðnibaráttan átti að byrja í Bombay samkvæmt fyrir- skipun samkundu þjóðernissinna, fór lögreglan liöinörg • um alla borgina og handtók fulltrúa þjóð- ernissinna og nefndir þeirra úr öðrum borgurn og héruðum, sem komnar voru til Bombay. Alls voru 100 fulltrúar handteknir, þar af, 8 konur. Meðal þeirra, sem handteknir voru, var Vithal-bai- Patel, bróðir leiðtogans Patels, sem handtekinn var um síðast iiðna helgi. Enn fremur voru handteknir Nariman og Nagindas, sem kunnir urðu fyrir starfsiemi sína í sambandi við samkundu þjóðernissinna á síðastliðnu ári. Upphaf alBjóðasamvlnnn nm tollamaiin? Washington, 5. jan. U. P. FB. Sérveldismenn hafa lagt toll- málafrumvarp fyrir fulltrúadeild þjóðþingsins. f frumvarpinu er ekki gert ráð fyrir breytingum á núgildandi tollum, en sam- kvæmt frumvarpinu er Hoover forseta veitt umboð til þess að beita sér fyrir því, að komið verði á stofn alþjóða-viðskifta- málaráðstefnu, sem hafi það verk- efni að vinna að lækkun tolla, sem hækkaðir hafa vérið úr hófi fram, stuðla að sanngjarnari við- skiftaaðferðum og uppræta við- skiftahömlur, sem hafa haft ill áhrif á alþjóðaverzlun og fjár- mál. Ráðgert er, að viðskiftaráð- stefnan útnefni alþjóðaráð, sem hafi þessi mól stöðugt með hönd- um. Kauplækkun starfsmanna ríkis og bæjar. Þess hefir áður verið getið í Alþbk, að dýrtíðaruppbót emb- ættismanna lækkaði um áramót- in niður í 17 «/(> og að á sarna thna fyrirskipaði ríkisstjórnin 15% kauplækkun hjá öðrum starfsmönnum og það jafnvel líka hjá þeim, sem með skrif- legum samningum voru ráðnir til ákveðins tíma fyrir ákveðið kaup. Vitanlega geta þei-r, sem slíka samninga hafa, leitað réttar síns fyrir dómstólunum, en þeim er þá gefið í skyn að þeir þurfi þá ekki að vænta framhalds á at- vinnu sinni. Ríkisvaldið reiðir hungursvipu sína að þeim, sem vilja leita réttar síns eftir lands- lögum, sem sett eru af ríkisvaldi auðvaldsins sjálfs. Knútur borgarstjóri og hans thalarófa í bæjarstjórninni sá sér fljótt leik á borði að taka hina „elskuðu" Framsióknarstjórn sér til fyrirmyndar og hefir lækkað kaup sinna starísmanna að siama skapi1.. Þeir starfsímenn, sem áð- ur fengu 240—250 kr. á mánuði, fá nú 170—180, svo sem megi'n- ið af kennurum við barnasfeól- ana. Framsókn og Knúti heíir víst aldrei dottið í hug, að þetta fólk þurfi nema loftið til að lifa á. Og hvers vegna er kaupið lækkað? Jú, vegna þess, að pen- ingar eru ekki tii. Nú er kreppa, í landinu, segja þeir. Og forsæt- isráðherrann bjartsýni hefir sagt, að á kriepputímum batni afkoma manna, svo að þeir borgi skuldir sínar frá góðærunum, og því er óhætt að klípa af laununum. Allir verða að sýna fórnfýsi fyrir föð- urlandið o. s. frv. Allir eiga að spara. En hverjir eru þessir „all- ir“? Það eru að eins þeir, sem minst bera úr býtum af náðar- borði auðvaldsins. Þeir einir eru rændir möguleikunum til þess að seðja hungur sitt. Því að þó að sama hundraðstala sé kliþin af launum hinna hálaunuðu, þá munar það minnu fyrir afkoimiu þeirra en fyrir þá, sem eru og hafa alt af verið á sultarlautfum. Þó að 20 000 kr. laun séu færð niður í 15 000 veldur það ekki hungri, en ef 2000 kr. eru færð- lar niður í 1500 þýðir það kulda, mjólkurieysi, fataleysi, kjallaraí- búð, sem ekki er einu sinni hægt að standa í skilum með húsa- leiguna fyrir. Nei, þið hræsnarar, sem fag- urlega talið um að fórna fyrir „föðurlandið“, þ. e. fyrir auðvald- ið og „máttar“-stólpa þess, þú Knútur með þín 18 þús. kró-na árslaun og gróða af því, að 'selja bæjarfélaginu dýrt, þú Jónas, með þin 10 eða 12 þús. og fría íbúð í Sambandshúsinu, þú Tryggvi hlnn bjartsýni, sem borgar skuld- ir þínar á krepputímum af þín- um 30 þúsund kröna launum og fría bústað, og þú Ásgeir, sem ert eins og kreppan, sem þú seg- ir að enginn viti hvaðan kemur eða hvert f-er, þú, s-em enn veizt ekki hvort þú græðir m-eira á því að vera í Framsóknaraftur- haldsflokknum eða með íhaldinu, þú, s-em að lokum hefir með fá- fræði felt á þér gengið, svo að íhaldið vi-11 ekki lengur kaupa þig, og þi-ð allir ráðlausir for- ráðam-enn fallandi s-kipulags! Sýnið ást ykkar til fósturjarð-ar- innar sjálfir í verki, reynið að bjarga hag ríkissjóðs og bæjaa?- sjóðs með því að færa ykkar eigin laun niður í 250 krómur á mánuði. Þi-ð ættuð að v-era betur un-dir það búnir en þ-eir, sem aldrei h-afa haft meira. Ef þið gerið það og Iiafið engin und- anbrögð, mun vinnasit svo mikið fé að nægi til þess, að engir fái minna. Ef þurð er í ríkiskassan- um og bæjarsjóði, sv-o að ekki nægi til þess að gr-eiða starfs- mönnum sæmileg laun, hlýtur það að vera einfaldasta ráðið, að færa laun þeirra, s-em hærra hafa, niður það, s-em ykkur h-efir sýnst nægilegt handa alþýðum-önnum, ■þeim, sem stærs-t-a náðarmola hafa f-engið af borðurn ykkar. Færið laun allra starfsmanna ríkis og bæjar niður í 250 krón- ur á mánuði-, og ef þá verður af- gangur, getið þið úthlutað hon- um þeim, s-em hingað til hafa h-aft minna, og þeim, s-em fyrir stórum barnahóp haf-a að sijá. Reynið ekki- að telja alþýðufólki trú um, að sumir mienn þurfi dýrari fæðu að eta, skrautlegrí föt að ganga í og rýmri húsa- kynni að' vera í en það, sem kaupa má fyrir þetta fé. Alþýða manna hefir aldrei- átt ráð á meira fé. Hér er ykkur hollráð g-efið, og ef þið ekki farið eftir því, mun verða um ykkur sagt, þig, Knút- ur hinn kristilegi, þig, Jónas /a>/i7'umá]aráðherra, þig, Tryggvi prestur, og þig, Ásgeir guðfræð- ingur, það, sem sagt var við mennina forðum, s-em líkt var á komið og með ykkur: „Þ-eir binda öðrum þungar byrðar, en sjáffir vilja þeir ekki sn-erta við þ-eim mieö sínum minsta fingri." Alpýðumaður. Flngferð'r milli Englands ®| Suður4f iku. Lundúnafregn til FB. bermir, að reglubundnar flugferðir milli Englands og Höfðaborgar í Suð- ur-Afríku eigi að h-efjast 20. þ. m. Þann dag verði hafið póst- flug til Höfðaborgar frá Englandi. Eru 5 aðal-lendingarstöðvar á leiðinni. Margir Akmnessbátar komu hingað í gærkv-eldi með fisk í „Draupni" til útflutnings.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.