Alþýðublaðið - 29.09.1920, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 29.09.1920, Blaðsíða 4
4 ALÞYÐUBLA ÐIÐ 2 drengi, ötula og skilvísa, vantar til að bera út Alþýðublaðið til kaupenda. Tækifæriskaup. i ' ■ Hálft steinkús er til sölu, laus 3 herbergi, eldhús og geymsla. Verð 17000 kr. Utborgun strax 6000 kr. Annars góðir borgunarskilmálar. Jönas H. Jónsson, Báruhúsmu (útbyggingin). — Heima í kvöld frá kl. 6—9. Sími 970. V. K. F. Framsókn heldur fund fimtudaginn 30. þ. m. á venjulegum stað og tíma. — Mörg mál á dagskrá. — Konur beðnar að fjölmenna. StjÓffHÍH. JColi konitngur. Eítir Upton Sinclair. Fjórða bók: Erfðaslcrá Kola konungs. (Frh.). Hann greip hana. „Við gleym- um ekki hvort öðru, Mary“, tnælti hann dálftið skjáifraddaður. „Nei, vinur minn!" sagði hún. „Einhvern tíma lifum við saman annað verkfall, eins og við gerð- um í Norðurdalnuml" Hann þrýsti hendi hennar. En svo mundi hann eftir því, að bróðir hans var á eftir þeim, og haetti við að segja öll þau fögru orð, sem komin voru fram á varir hans. XXVIII. Þau komu til húss þess, er john Edström átti heima í, og fóru upp á kvistinn þar sem hann lá í rúmi sínu. Hann sagði, að batinn færi hægt. Læknirinn hefði komið, en það værj meira að athuga við jafn gamlan skrokk ea það, sem læknir gæti gert við. Andlit hans var eins og brauð- deig á litinn — eins og Jefi Cotton sagði einu sinni — og vingjarnlegu augun voru innfallin. Halli datt í hug, að hann hafði sagt við sjálfan sig, þegar hann sá Edström í fyrsta skifti, að ef til vill gæti maður unnið í kola- námu sextugur, en ekki sextíu og eins árs. Öldungurinn spurði hvað gerst hefði upp í Norðurdalnum. Hann hafði lesið það í blöðunum, að náman hefði verið opnuð, en hann vissi ekki hvað Hallur hafði unnið, eða það, að Joe Sinith hafði kastað gríraunni og gefið sig fram sem Hall Warner. Hall- ur sagðist bara hafa náð taii af syni Kola konungs, og að hann hefði svo farið upp eftir til þess að athuga ástandið. Því næst sagði hann frá verk- fallinu, og þátttöku Marysr í því. Hann sagðist í anda hafa séð Mary á mjallhvítum fák í hvítum hjúpi, eins og Jeanne d’Arc, eða foringja fyrir kosningaskrúðgöngu. „Já, auðvitað", mælti Mary hlægjandi, „þarf hann alt af að leiða athyglina að þessum bláa kjólræfli mínum!“ Hallur leit á hann. Jú, alt af var það sami upplitaði blái bóm- ullarkjóliinn. „Það er eitthvað yfirnáttúrlegt við þennan kjól“, sagði hann. „Það er einn þeirra, sem maður les um í æfintýrunum, sem bætir sig sjálfur, og alt af er nýr og hrukkulaus. Þegar maður á hann, þarf p. engum öðrum kjóli að halda". „Þetta er nú rétt“, mælti hún, „en í kolahéraði eru engin æfin týr — nema ef vera skyldi, að eg þvoi hann sjálf á kvöldin, þurki hann við ofninn á næturnar og slétti úr hrukkunum að morgn- inum til“. Þetta mælti hún fjörlega, en jafnvel gamli kolamaðurinn, sem lá þama í rúminu, skyldi, hverja þýðingu það mundi hafa fyrir stúlku á hennar aldri, að eiga að eins einn slitinn kjól. Hann Ieit rannsóknaraugum á ungu hjúin, sem sýnilega voru hrifin hvort af öðru, og hann langaði til að hjálpa þeim lítils háttar. „Hún þyrfti kannske að fá fáeinar rósir til að skreyta með hvíta kjólinn", sagði hann til að þreyfa fyrir sér. „Bull“, sagði Mary hlægjandí. „Laukrétt", flýtti Hallur sér að segja, „hún er sjálf blóm! Rós í kolahéraði — og skáldin eru ekki á eitt sátt um hana. Sumir segja, að hún eigi að vera óhreifð á stilknum, en aðrir halda því eindregið fram, að það eigi að slfta blómið af stilknum, áður en það verður um seinan!“ „Eg verð þó svei því að halda á spöðunum", mælti Mary, „rétt áðan .settuð þið mig á bak hvít- utn fákí I" „Já", sagði Edström,. „og það er ekki langt sfðan að þú varst maur, Mary. Þu sagðist fara út úr röðinni — en þú gerðir það víst eklci". Unga stúlkan varð a!t í einu alvarieg. Hún gat vel gert að gamni sínu, en ekki hent gaman að verkfallinu. „Nei, þú varst mér hyguari, Edström". „Já, sjáum til, þetta kemur með aldrinum, Mary. Það vegur dálííið á móti gigtinni". Hann lagði krepta og æðabera hendina ofan á hendi hennar. „Og nú heldur þú víst áframf" spurði hann. „Nú ertu í verklýðssam- bandinu?" „Já, sannarlega", svaraði hún áköf. óskast nú þegar eða 1. október. Upplýsingar á Klapparst. 11 uppi eða í síma 286. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Ólafur Friðriksson. Prentsmiöjan Gutenberg,

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.