Alþýðublaðið - 09.01.1932, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 09.01.1932, Blaðsíða 4
4 AbP YÐUBftA'ÐÍÐ Binnig verða sjómenn að vera vel á ver'ðá, að þeir verði eigi glaptir til að ráðast fyrir önnur kjör en Sjómannafélögin ákveöa. En því miður er nú eitt skip (línu- gufuskip) að fara á veiðar upp úr nýjárinu með hásieta, sem þó eru félagsbundnir, og eru þeiar að sögn (FB.-fregn) ráðnir upp á hlutaskifti. Samtökin verða að vera svo öflug, að enginn togari eöa línuveiðari fari til veiða, nema fylgt sé taxta þeim, er sjó- mannaíélögin ákveða. Hlutaskiifti verða vatn á myllu þeirra, sem vilja láta sjómenn og vierkalýð- inn bera útgerðiina yfir örö.ugasta hjallann. Að minum dónii ættu engin hlutaskifti að eiga sér stað á þessum skipum, meðan útgerð skipanna er i höndum eiinstak- linganna eins og nú er. Að þessu sinni skal ég engan dóm teggja á, hver laun háseta á línugufu- skipum skuli vera, en vil að eins benda á það launafyrirkomulag, sem heppilegast myndi fyrir báða aðrla. Ætlast ég til að skip þessi gengju um 10 man. arsfns að minsta kosti, og útgerðarmenn skuldbindu sig til aö láta skipin ganga minst þenna umrædda tima. Það er blátt áfram barna- skapur að ætla sér að halda þess- um skipum úti í 4—5 mán. og láta þau svo liggja kyr hinn tímia 'arsins, í þesisa örfáu mán. á skip- ið að afla fyrir vöxtum af höf- uðstóli, fyriir iðgjaidi vátrygging- ar o. fl. o. fl., sem fellur næst- um jafnþungt á skipið hvort það starfar 2 eða 10 mán. Auk þessa getur enginn ætlast til þess, að sjómaðurinn geti lifað með fjöl- skyldu sinn.i á 4—5 mán. fyrir- viinnu. Og þegar litið er á hag og afkomu útgerðariinnar, má engan veginn gleyma þeim, er vinna á skipunum. Hvað sem segja má um það launafyrirkomulag, sem nú hefiir um stund tíðkast á ura- ræddum skipum, þá tel ég sjálfsagt að breyta því þannig, að í stað „premíu" af tonni saltfiskjar á saltfiskveiðum kæmi fast mánaðarkaup, sem næmi 1/2—2/3 af tekjum skipverja, en 1/2—1/3 væri goldið með „pre- míu“. Þetta fyrirkomulag ætlast ég ti'l að gilti hvort sem skipið fiskaði' í salt, ís, eða væri á síld- veiðum. Nú munu menn segja, að þegar skipin beri sig illa yfir bláver- tíðina, þá séu litlar líkur til að þau beri sig þá miánuðina, sem þau eru vön að liggja dauö. En reynsla um það efni er engim fyriir hendi, að skipin geti eigi borið sig þann tíma. Það hefir skapast sú trú, að ekki þýði að gera þau út nema einhvern viissan tírna, sem alt af viröist vera að styttast, og virðisí nú vera að styttast niður í 0. Þá lilýtur að vakna sú spurning: Eiga þessi skip nokkurn tilkomurétt ? Skip, sem aldrei geta starfað lengur en 4—7 mán., eiga engan ti'lverurétt. Þó þau bæru sig, þá, eins og áð- ur er sagt, geta sjómenn þaiirra eigi séð fyrir sér og sínum með svo stuttum atvinnutíma. Annars er það nú svo, að lall- flest þessi skip eru 20—30 ára gömul og mörg mjög léleg, og þess vegna undir hælirrn lagt hvað línubátaflotinn endist lengi, ef ekkert bætist í skörðin. Það er því fullkomin ástæða — líka frá þvi sjónarmiiði séð — til að hefja nú þegar algerða rannsókn á þessari útgerð undanfarin ár, og finna einhverjar lieiðir út úr ógöngunum, sem hún er komim í. Ég fyriir mitt leyti tel engar líkur tid að núverandi um- ráðamenn skipanna geti eða vilji komist út úr ógöngunum, jafnvel þó óhreyttir hásetar ynnu að eins fyrir fæði. Það hefir aldrei fyr verið jafn knýjandi nauðsyn til rannsóknar á rekstri útgerðarinn- ar eins og nú, þegar alt virðist vera að fara í stnand, og það á heldur eigi að dragast. Þegar sú rannsókn h-efir réttilega fram far- ið, j)á fyrst er hægt mieð sanni að fara að athuga hvernig á að sigla fram hjá skerjum þeirn, sem skipin hafa siglt á undanfarið. Því þegar eitthvað á að gera til viðreisnar, þá verður það að vera bygt á viturl'egum athugunium glöggskygnra manna. Þvi það, að skipin fari út með óbreyttri að- stöðu frá því sem áður, að eins klipið af sjömannalaunum til að ná einhverju upp í halla útgerð- arinnar, má ekki heyrast; sú hugsun ein er óalandi og óferj- andi. 30/12 1931. Ó. J. Hafnarílörður. F. U. J. hel'dur aðalfund simn kl. 2 á morgun í bæjarþingsaln- um. Fundarefni: Skýrslur, reiikn- ingar, stjórnafkosning o. fl. Stjórnarsbifti í Japan. Tokio. 8. ian. U, P. F. B Rikisstjórnin hefir beðist lausnar vegna banatilræðisins við keisar- ann Er búist við, að keisarinn taki lausnarbeiðni Inukai til greina en fyrirskipi, að hann myndi stjórn á ný. ilvaO er að frétta? Mes&ad verður í frikirkjunni í Hafnarfirði kl. 2 á morgun, séra Jón Auðuns. „Þór“ fór 1 nótt m-eð lík Ágústs HaHdórsisonar til Grundarfjarðar og Hk Hannesar Stephensens til Bíldudals. Togar.iir.nir. „Arinbjörn hersir“ fór á veiðar i gær. Hann hefir áður liegið hér í alt haust, síðan hann kom af síldveiðum. „Gyll- ir“ kom í morgun úr Englands- för. Margir Akmmssbátar komu hingað í gær með fisk í línu- veiðarann „Jariinn", til útflutn- ings í ís. Samkomur á Njálsgötu 1. Hin áriega vakningavika starfsims hefst að þessu sinni á morgun, og verða þar samkomur hvert kvöld vikunnar kl. 8. Margir ræðumenn. ALIiir velkomnir. Úfuarpid á morgun: Kl. 10,40: Veðurfnegnir. Kl. 11: Messa í dómkirkjunnii (séra Fr. H.). KI. 18,40: Barnatími (séra Fr. H.). Kl. 19,15: Söngvélar-hljómleiikar. KI. 19,30: Veðurfregnir. Kl. 19,35: Erindi: Jónas Hallgrímsson, I. {Jón Sigurðsson skrifstofustjóri). Kl. 20: Fréttir. Kl. 20,15: Ópera;: Tannhauser, eftir Wagner. — Síð- an danzlög til kl. 24. ísfisksaLa. „Hafsteinn" seldi í fyrra dag i Bretlandi rúml. 900 „kítt“ af bátafiski fyrir 1200 sterl- ingspund og „Ver“ sama dag afia sinn, 550 „kiitt", fyrir 988 stpd., fisk úr „Otri“ fyrir 227 stpd. og bátafisk fyrir 40 stpd. íslenzka krónan er í dag í 57,34 guilaurum. Gengi erlendm mynta hér i dag: Steriingspund kr.1 22,15 Dollar — 6,50% 100 danskar krónur — 122,11 — norskar — — 121,19 — sænskar — — 124,24 — þýzk mörk — 154,46 Veörid. Kl. 8 í morgun var 5 stiga frost í Reykjavík, mest á Akureyri og Blönduósi, 12 stig. Útliit hér á Suðvesturiandi: Suð- , austangola. Úrkomulaust og víða ! léttskýjað. Nœturlœknir er í nótt Óskar Þórðarson, Öldugötu 17, uppi, sími 2235, og aðra nótt Karl Jóns- son, Grundarstíg 11, sími 2020. Nœturvörd.ur er næstu viku i lyfjabúð Laugavegar og Ingólfs- Iyfjabúð. Messur á morgun: f dómkirkj- unni kl. 11 séra Friðrik Haíl- grímsson, kl. 5 séra Bjarni Jóns- feon. I fríkirkjunni kl. 5 séra Árni Sigurðsson. I Landakotskirkju kl. 9 f. m. hámessa, kl. 6 e. m. guðs- þjónusta með predikun. tJtvarpiö í kvöld: Kl. 18,40: Barnatími. (Ragnh-eiður Jónsdóttir kennari.) Kl. 19,05: Búnaðarfé- lagsfyrirlestur: Dýralæknjngar. (Hannes Jónsson dýralæknir.) Kl. 19,30: Veðurfregnir. Kl. 19,35: Búnaðarfélagsfyrirlestur: Eldgos og orsakir sandfoks:. (Gunnlaug- ur Kristmundsison.) KI. 20: Hall- dór Kiljan Laxness les upp sögu- kafla. Kl. 20,30: Fréttir. Kl. 21,05: Söngvélar-hljómlei'kar. — Út- varpsþríspiJiÖ. Danzlög til kl. 24. Krishmmurtikvöld. Annað kvöld kl. 8V2 geta þeir, sem vilja, fengið að hlýða á kenningar Kris- hnamurtis í Guðspekifélagshús- inu. Verða lesnar þar upp þýð- ingar á ræðu eftir hann og spurn- ingum og svörum. Aðgangur er ókeypi'S. ALÞÝÐUPRENTSMIÐJAN,. Hverflsgötu 8, sími 1294, tekur að ser alls kon ar tækifærisprentin svo sem erfiljóð, að- göngumiða, kvittanir, reikninga, bréf o. s. frv., og afgreiðk vinnuna fljótt og við réttu verði. Túlipanar fást daglega hjá Vald. Poulsen, Klapparstíg 29. Sími 24. Sparið peninga Foiðist ópæg- (ndi. Munið pvi eftlr að vant*> ykkur rúður i glugga, hringið í síma 1738, og verða pær strax látnar i. Sanngjarnt verð. Ljósmydastofa Péínrs Leifssonar, Þingholtsstræti 2 (syðri dyrnar). Opin virka daga 10—12 og 1—8. Sunnudaga 1—4. Myiidir stæhkaðar. Góðviöskifí, „Stolin hjörtu, sakleysi selt í þrældóm“, heitir erindi, sem Pétur Sigurðsson flytur í Templarahús- inu í Hafnarfirði annað kvöld kl. 8 V2- Aðgangur ókeypis. Allir velkomnir. ísland i erlendum blöðum. í októberhefti „ Gymnastik-bladet", sem gefið er út af Ielkfimisam- bandinu á Skáni, er grein um íþróttasýningarnar á alþingishátíð- inni, eftir Ben. G. Waage, forseta íþróttasambands íslands. (FB). Earl Hanson, dansk-amerískur verkfræðingur, sem mörgum er kunnur af veru sinni hér á landi, er nú á ferðalagi í Brazilíu, fyrir Carnegie-stofnunina í Washington. (FB). Oddur Sigurgeirsson óskar öll- um sínum vinum og styrkjendum gleðilegs nýjárs og heitir á þá að mótmæla þeirri harðneskju, sem nú er farið að framkvæma, að draga af viku- „híru“ hans 4 kr, og 80 aura, svo ekki verða eftir nema 15 kr. og 20 aurar fyrir fæði, fötum, hita, ijósi og þjónustu. Hann er einstæðingur og einbúi í köldu koti og getur ekki lifað af svona litlu og allra sízt núna « vetrar- hörkunum. Aldrer fleiri börn en 1930. Það hafa aldre: fæðst eins mörg börn á landinu eins og 1 fyrra; þau voru 2808, sem fæddust lifandi. Hjónavígsluin fjölgaði um etha árið 1930, frá því árinu áður; þær voru 759. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Ólafur Friðriksson. Alþýðuprentsmiðjan.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.