Morgunblaðið - 05.11.1985, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 05.11.1985, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. NÓVEMBER 1985 ír *rf Jón Baldvin reynir Grettistak í KVÖLD klukkan 20 verður haldið í Laugardalshöll keppni um hver hljóti titilinn Sterkasti maður íslands. Sex kraftakarlar munu þá reyna með sér í margskonar aflgreinum. Meðal greina, sem kapparnir munu reyna með sér í, er að taka Húsafellshelluna í fang sér og hlaupa með hana í kapp við klukk- una. Á föstudaginn voru þeir, sem að móti þessu standa, á Austur- velli til að kynna keppnina og buðu áhorfendum að reyna sig. Undirtektir voru heldur dræmar þar til Jón Baldvin Hannibalsson reyndi að lyfta steini einum sem vóg aðeins 212 kíló. Jón náði að láta vatna undir hann og eftir það tóku sig fleiri til og reyndu við steininn. Efnahagsþvinganir gegn Suður-Afríku: Uppskipunarbann- ið fyrir Félagsdóm? BOÐAÐ uppskipunar- og afgreiðslu- bann Dagsbrúnar á vörur til og frá Suður-Afriku er ólöglegt að mati Vinnuveitendasambands íslands. Er gert ráð fyrir að síðar í þessari viku verði haldinn fundur forráðamanna Rekstrarvandi Hafskips: Viðræðna við okkur ekki óskað — segir Ómar Jóhanns- son framkvæmdastjóri Skipadeiidar Sambandsins „ÞAÐ hefur ekki verið leitað til okkar eftir viðræðum um vanda Hafskips,“ sagði Ómar Jóhannsson, framkvæmdastjóri Skipadeildar Sambandsins, er Morgunblaðið innti hann eftir því, hvort Skipadeildin hefði tekið þátt í viðræðum um yfir- töku á siglingum Hafskips til og frá íslandi. ómar var ennfremur spurður um það, hvort Skipadeildin hefði áhuga á að taka þátt í þeim viðræð- um. Hann sagðist ekki geta svarað þeirri spurningu á annan hátt, en að fyrst yrði Skipadeildin að vita nánar um þá rekstarstöðu, sem Hafskip byggi við. Öðru væri ekki hægt að svara að svo stöddu. VSf og Dagsbrúnar þar sem ágrein- ingur þessi verður ræddur. „Við teljum að það sé ekki á færi Dagsbrúnar að banna einstökum félagsmönnum sínum að vinna að uppskipun eða afgreiðslu ákveðinna skipa eða vörutegunda," sagði Þór- arinn V. Þórarinsson. aðstoðar- framkvæmdastjóri VSÍ, í samtali við Morgunblaðið. „Þarna er um að ræða starfsmenn, sem eru ráðnir til almennrar uppskipunarvinnu hjá ýmsum fyrirtækjum innan vé- banda Vinnuveitendasambandsins, og þeir eiga ekki að geta ráðið því hverju er skipað upp og hvenær. Við höfum óskað eftir fundi með forystumönnum Dagsbrúnar þar sem við munum skýra þessi sjónar- mið okkar," sagði Þórarinn. Þröstur ólafsson, framkvæmda- stjóri Dagsbrúnar, sagði í gær að félagið hefði enn ekki fengið boð um slíkan fund „en að sjálfsögðu munum við ræða við VSÍ ef þeir óska eftir því“, sagði hann. Þröstur benti á, að mál af þessu tagi hefði ekki fyrr komið upp í samskiptum verkalýðshreyfingar- innar og atvinnurekenda. „Þetta er hinsvegar algengt erlendis og því myndi vera um prófmál að ræða, til dæmis fyrir Félagsdómi, ef menn kærðu sig um að láta málið fara svo langt," sagði hann. „Dagsbrún boðar afgreiðslubannið að sjálf- sögðu í trausti þess, að við séum að gera rétt. Það verður að sýna sig ef svo er ekki og enn á ég eftir að heyra rök, sem sannfæra mig um að við séum ekki í fullum rétti.“ Loðnukvótinn aukinn í dag Sjávarútvegsráðherra, Halldór Ás- grímsson, mun í dag tilkynna veru- lega aukningu á loðnukvóta íslend- inga á yfirstandandi vertíð. Halldór sagði í samtali við Morgunblaðið, að hann vildi ekki tjá sig um þetta mál að öðru leyti en því, að um aukningu yrði að ræða. Samkvæmt þeim heimildum, sem Morgunblaðið hefur aflað sér mun aukningin nema hundruðum þúsunda lesta eða allt að tvöföld- un. Samkvæmt fyrri ákvörðum Alþjóðahafrannsóknaráðsins var leyfilegt að veiða 500.000 lestir. Fiskifræðingarnir Jakob Jakobs- son, forstjóri Hafrannsóknastofn- unar og Hjálmar Vilhjálmsson sátu um helgina vinnufund Al- þjóðahafrannsóknaráðsins og hafa þeir báðir varizt allra frétta um niðurstöðuna, sem byggð er á nýaf- stöðnum leiðangri. Þorsteinn Pálsson fjármálaráðherra um kindakjötsútsöluna: „Peningar sem ella hefðu far- ið í geymsiu- og vaxtakostnað“ Hlutur bændanna fjármagnaður með kjarnfóðursjóði og verðskerðingu ÞÆR 50 milljónir kr. sem fyrir- hugað er að greiða úr ríkissjóði vegna útsölu á kindakjöti hefðu annars farið í vaxta- og geymslu- kostnað á kjötinu. Var það að frum- kvæði Þorsteins Pálssonar, fjár- málaráðherra, sem útsöluleiðin var reynd. Hlutur bænda í verðlækkun- inni verður fjármagnaður með greiðslum úr kjarnfóðursjóði og með verðskerðingu kindakjöts. Þorsteinn Pálsson fjármálaráð- herra sagði þegar hann var inntur eftir afskiptum fjármálaráðu- neytisins af málinu: „Það kom fram um það hugmynd að þeir peningar sem ella færu í vaxta- og geymslukostnað kjötsins yrðu notaðir til að létta á birgðastöð- unni með því að greiða fyrir út- flutningi til Japan. Við settum þá fram þá hugmynd, sem síðan var samþykkt í ríkisstjórninni og framkvæmd, að gerð yrði tilraun til að nota þessa peninga í þágu okkar sjálfra með því að lækka verð kindakjötsins hér innan- lands svo verulega munaði um. Þeir peningar sem varið verður í þessu skyni hefðu ella farið í vaxta- og geymslukostnað á kjöti sem ekki seldist. Það á eftir að reyna á það hvort þetta tekst en ég held að það hljóti að vera skynsamlegt að nota þessa pen- inga fyrir okkur sjálf í stað þess að greiða kjötið ofan í Japani.“ Gunnar Guðbjartsson fram- kvæmdastjóri Framleiðsluráðs landbúnaðarins sagði að ekki væri fullfrágengið hvemig hlutur bænda f verðlækkun kindakjöts- ins yrði fjármagnaður, en hann nemur um 40 milljónum kr. Hann sagði að hugmyndir væru um að 20—25 milljónir kr. yrðu greiddar kjarnfóðursjóði og 15—20 ur milljónir yrði teknar af afurða- verðinu til bænda. Sagði Gunnar að verðskerðingin samsvaraði rúmu 1% af verði kindakjöts til bænda. Ef verðskerðingin kæmi jafnt á alla næmi hún 1,40—1,50 kr. á hvert kíló kindakjöts til bænda en hann bjóst ekki við að hún yrði látin koma jafnt niður, heldur yrði meira tekið af þeim bændum sem væru með stærri búin. Shultz kemur til íslands í kvöld GEORGE Shultz, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er væntanlegur hing- að til lands í kvöld eftir að hafa átt viðræður við Eduard Shevardnadze, utanríkisráðherra Sovétríkjanna, í Moskvu. Fundur þeirra var haldinn til að undirhúa fund Reagans, Bandaríkjaforseta, og Gorbachevs, leiðtoga Sovétríkjanna, í Genf 19. nóvember nk. Með Shultz í förinni eru m.a. Robert McFarlane, öryggismála- ráðgjafi Bandaríkjaforseta, og Rosalynn Ridgeway, aðstoðarut- anríkisráðherra, sem fer með Evrópumál. Um tuttugu manna hópur fréttamanna kemur með Shultz frá Moskvu, en einnig kemur hing- að frá London hópur sjónvarps- manna frá bandarísku sjónvarps- stöðinni NBC. Framkvæmdastjóri Dagsbrúnar reifar hugmyndir að nýrri kröfugerð: „Hafa aldrei yerið rædd- ar í stjórn Dagsbrúnar“ — segir Halldór Björnsson varaformaður Dagsbrúnar „VIÐ viljum gjarnan að það komi fram að þær hugmyndir um mótun kröfugerðar sem framkvæmdastjóri félagsins, Þröstur Olafsson, var að reifa í útvarpsviðtali og á félagsfundi hafa aldrei verið ræddar í stjórn Dagsbrúnar. Við erum ekki sáttir við það að vera bendlaðir við hug- myndir sem ekki eru okkar,“ sagði Halldór Björnsson, varaformaður Dagsbrúnar, í samtali við Morgunblaðið í gær í tilefni útvarpsviðtals við Þröst Ólafsson í fréttatíma útvarps í gærkveldi. Ólafur Olafsson, gjaldkeri tala í nafni stjórnarinnar og án Dagsbrúnar, sagði sömuleiðis í samtali við blaðamann Morgun- blaðsins að hann teldi það fyrir neðan allar hellur að fram- kvæmdastjóri félagsins tæki það upp hjá sjálfum sér að reifa eigin hugmyndir að hugsanlegri kröfu- gerð, en láta um leið að því liggja að þetta væru hugmyndir stjórn- ar félagsins. Það væri hlutverk framkvæmdastjóra félagsins að framkvæma það sem stjórnin tæki ákvörðun um, en ekki að umboðs hennar. „Þetta er því alfarið skoðun framkvæmdastjórans," sagði Halldór, „ég veit ekkert um það hvort hann hefur stuðning fyrir henni einhvers staðar í félaginu, en þetta mál hefur ekki verið tekið fyrir eða afgreitt í stjórn Dagsbrúnar." Þröstur Ólafsson, fram- kvæmdastjóri IJagsbrúnar, sagði í samtali við blaðamann Morgun- blaðsins að hann hefði á félags- fundi Dagsbrúnar á sunnudag greint frá þeim hugmyndum sínum, að þegar næsta kröfugerð yrði mótuð, þá þyrfti að semja um lífskjör í staðinn fyrir að semja um laun. Slíka samninga mætti tengja einhverju ákveðnu hækkunarferli, svo sem fyrir- fram ákveðnar hækkanir, sem menn vissu að kæmu. Auk þess mætti semja um óbreytt verð á opinberri þjónustu, hitaveitu, rafmagni, pósti og síma, útvarpi og búvöru. Þannigyrði búinn til kaupmáttarferill. I annan stað sagðist Þröstur telja að peninga- markaðinn og lánakerfið þyrfti að endurskoða um leið og öll tengsl við vísitölu væru bönnuð, far á meöal við lánskjaravísitölu. þriðja lagi sagðist Þröstur telja að samstarf um húsnæðismálin þyrfti að koma til hjá lífeyris- sjóðum landsins, sveitarfélögum, ríki og vinnuveitendum, þar sem stefnt væri að því að koma á fót kerfi, sem hefði í för með sér styttri byggingartíma, minni fjármagnskostnað og ódýrari hús. Þröstur benti auk þess á þörfina fyrir úrbætur í dagvist- unarmálum. Þröstur tók það skýrt fram að þessar hugmyndir væru alfarið hans og hann bæri fulla ábyrgð á þeim. Sagðist hann ekkert geta um það sagt á þessu stigi, hvort hugmyndir hans myndu hljóta góðan hljómgrunn í stjórn, trún- aðarmannaráði og á félagsfundi. Það kæmi í ljós, þegar umfjöllun hefði verið lokið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.