Morgunblaðið - 05.11.1985, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 05.11.1985, Blaðsíða 6
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIDJUDAGUR 5. NÓVEMBER1985 O Sjónvarps- þættir Otalir eru einstaklega listrænir menn eins og sjá má af þátt- unum af Giuseppe Verdi (1813- 1901) þessa snillings er lét ekki nægja að semja fagra músik held- ur leitaði til skáldjöfra um texta til Shakespeares, Schillers, Byrons lávarðar og ekki má gleyma starfs- manni hans skáldinu Arrigo Boito (1842-1918). I sjónvarpsmynda- flokkinum á sunnudagskvöldum fáum við að kynnast nokkuð hversu Verdi sogar líkt og svampur hin bókmenntalegu texta og spýr þeim tónflúruðum á sviðinu, en einnig fáum við að kynnast þeim lífskjörum er settu á manninn mark. Annar ítalskur framhalds- þáttur er á dagskrá sjónvarpsins á laugardögum nefnist sá: Steinn Marco Pólós (La Pietra de Marco Polo). Þáttur þessi gerist í Feneyj- um sýkjaborginni fögru, þar sem enn bregður ljóma af dularfullri fortíð, enda öskrandi blikkbeljan hvergi nálæg. Steinn Marcó Pólós er einkum ætlaður börnum og unglingum, en það getur stundum verið gaman að horfa á þáttinn með augum pabbans og mömm- unnar. í það minnsta horfði ónefndur pabbi uppnuminn á hina undurfögru ballerínu er mætti eftir sýningu fyrir utan svefnher- bergisglugga hjá 7 ára aðdáanda er lá þar í hlaupabólu. Þrír hljóð- færaleikarar voru við brún ljós- keilunnar er lýsti feneyska torgið og brátt hóf ballerínan að stíga dans og skömmu síðar birtist lítið bólótt andlit í glugga. Subbatv Eins og alþjóð veit eru: Fastir lidir „eins og venjulega" á dagskrá yónvarps á laugardagskvöldum. Eg þarf vart að kynna fjölskyld- urnar í þriggja eininga raðhúsinu sða hver man til dæmis ekki eftir subbunni sem hann Arnar Jónsson leikur. í seinasta þætti oflék Arnar að mínu mati. Fannst mef subbu- gangurinn ganga svo úr hófi á heimilinu að hann varð fremur grátlegur en grátbroslegur. Þó stöð Hrönn Steingrímsdóttir sig ágætlega í hlutverki hins þreytta eiginmanns, eiginkonu eða hvað þetta heitir nú allt saman í þáttar- korninu. Máski hefðu þættirnir mátt vera ögn lengri því ltið svig- rúm virðist gefast fyrir dramat- íska úrvinnslu í það minnsta á subbuheimilinu. Fína parið: Jóhann Sigurðarson og Sigrún Edda Björnsdóttir fara á kostum í óaðfinnanlegu raðhúsaeining- unni. Þau svífa eins og englar um sviðið og virðast njóta sín í hlut- verkunum. óborganlegt þegar Jó- hann fékk höfuðverkinn. Grunar mig að leynist maðkur í mysunni á þeim bæ og hlakka satt að segja til að fylgjast með framvindu mála. En þannig eiga framhalds- þættir að vera. Seðlabankastýran: Á heimili seðlabankastýrunnar streitist Júlíus Brjánsson við heimilisstörfin og liggur við að mæðusvipurinn hafi grópast í vel snyrt andlitið. Þátturinn með af- anum var máski full yfirdrifinn af hálfu handritshöfundar en leik- rænir tilburðir Júlíusar þá hann rakst á eiginkonuna með viðhaldið á matsölustaðnum vöktu kátinu. Kveðja seðlabankastýrunnar sem Ragnheiður Steindórsdóttir leikur ... Þú setur þetta á reikningin ... og klapp hennar á bossa þjónsins var ansi töff. Þær eru ekki lengi að læra taktana stelpurnar. Ólafur M. Jóhannesson ÚTVARP / S JÓN VARP Nýjasta tækni og vísindi ■I Þátturinn Nýj- 4Q asta tækni og — vísindi er á dagskrá sjónvarps í kvöld kl. 20.40 í umsjá Sigurðar H. Richter. Hann sagði í samtali við blaðamann að i kvöld yrðu fjórar breskar myndir á dagskrá þáttar- ins sem allar fjalla um rannsóknir á hinum ýmsu söfnum. Fyrsta myndin segir frá skordýrafræðideild breska náttúrufræði- safnsins en þar fara m.a. fram rannsóknir á skor- dýrum víðsvegar að úr heiminum. Rannsóknin sem lýst er í kvöld er um vandamál sem upp kom i Vestur-Afríku þar sem ræktaðar eru svokallaðar cassava-jurtir, en þær hafa rótarhnýði sem notað er á svipaðan hátt og við notum kartöflur með mat. Upp kom óþekkt ullarlúsa- tegund á jurtunum sem ógnaði uppskerunni. Sníkjuvespa heldur gjarn- an ullarlús í skefjum en þó eru þær mjög sérhæfð- ar og ráðast ekki nema á ákveðnar tegundir af ull- arlúsum svo að finna þurfti réttu sníkjuvesp- una. Rannsóknir leiddu i ljós að ullarlúsin var ætt- uð frá Paraguay í Suður- Ameríku og þegar það hafði uppgötvast var hægt að finna réttu sníkjuvesp- una sem siðan hefur hald- ið ullarlúsinni í skefjum i Vestur-Afríku. Önnur myndin er frá breska þjóðlistasafninu þar sem er stærsta mál- verkasafn í breska heims- veldinu. Þar er unnið að rannsóknum á því af hverju málverk eyðilegg- ist smátt og smátt með tímanum. Verið er að rannsaka þá umhverfis- þætti sem líklega skemma málverkin á löngum tíma. Þriðja myndin fjallar um rannsóknir á þvi hvernig menn i fornöld bjuggu til brons. Brons er blanda af kopar og nokkr- um málmum, m.a. zinki, og var það haldið að menn hafi ekki getað framleitt hreint zink. Nýjustu rann- sóknir benda hinsvegar til þess að Indverjar hafi þegar í fornöld verið komnir upp á lag með að búa til hreint zink. Að lokum er sagt frá safni í Manchester en þar eru geymdir ýmsir forn- egypskir munir, m.a. múmiur. Sýnt verður þeg- ar ein þessara múmía er rannsökuð með nýjustu tækni og er verið að kanna hvaða sjúkdómar hafi herjað á Egypta til forna. Það kemur í ljós að múm- ían hafi verið með hættu- lega ormasýkingu, liðagigt og brjósklos, en rannsókn- irnar hafa sýnt að sjúk- dómsvandamál Egypta nú til dags eru þau sömu og Forn-Egyptar þurftu að berjast við á sínum tíma. Frá jaröskjálftasvsðum Mexíkóborgar fýrr í haust. Spjall á síðkvöldi — jarðskjálftar og varnir ■■iH Þátturinn 00 25 -Spjall á sið- kvöldi" er á dagskrá rásar 1 kl. 22.25 i kvöld í umsjá Einars Þ. Ásgeirssonar og Ingu Birnu Dungal. Fjallað verður um jarðskjálfta og jarðskjálftavarnir í þætt- inum. Fyrst verður spjallað við Sigríði Guðmunds- dóttur, sem búsett er í Mexikóborg og upplifði jarðskjálftann mikla sem varð þar i borg ekki alls fyrir löngu. Hún segir frá reynslu sinni og lýsir ástandinu i borginni næstu daga eftir náttúru- hamfarirnar. Þá verður talað við Finn Jónsson, verkfræðing, um hvernig byggingarmálum íslendinga sé háttað, hvaða byggingar séu við- kvæmastar eða sterkastar ef komi til stórjarð- skjálfta hér á landi álíka og Suðurlandsskjálftar. í þættinum verður talað við Guðjón Pedersen, framkvæmdastjóra Al- mannavarna, sem segir m.a. að orðið hafi mikil hugarfarsbreyting hjá sér varðandi almannavarnir hér á landi eftir að hafa heimsótt Mexíkóborg eftir hamfarirnar þar í fyrra mánuði. Hann segist efast um að varnir hér séu eins góðar og til er ætlast ef til stórskjálfta komi. Útvarpað verður upp- töku í þættinum sem náð- ■ Fræðslu- og 25 umræðuþáttur — um útbreiðslu og fyrirbyggjandi aðgerðir ónæmistæringar (AIDS) er á dagskrá sjónvarps kl. 22.15 í kvöld í umsjá Ögmundar Jónassonar, fréttamanns. I þættinum verður rætt við Margréti Guðnadóttur, prófessor í veirufræði, en hún hefur fengist við ist fyrir algjöra tilviljun í stórum jarðskjálfta hér á landi árið 1976. Upptöku- tæki var í gangi í einu íbúðarhúsanna á staðnum og verður 30 sekúndna broti útvarpað. Upptakan lýsir vel þeim mannlegu viðbrögðum sem upp koma í náttúruhamförum sem þessum. Hingað til hafa viðkomandi ekki viljað láta birta upptökuna. rannsóknir á visnu eða mæðiveiki sem telst mjög lík AIDS-veirunni. Rætt verður við helstu sérfræð- inga í þættinum sem gieggst þekkja til þessa sjúkdóms hérlendis, m.a. Olaf Jensson yfirlækni Blóðbankans, Sigurð Guð- mundsson og Harald Briem lækna, ólaf ólafs- son landlækni, Guðjón Magnússon aðstoðarland- lækni auk annarra. Ónæmistæring (Aids) — fræðslu- og umræðuþáttur ÚTVARP ÞRIÐJUDAGUR 5. nóvember 7.00 Veöurfregnir. Fréttir. Bæn. 7.15 Morgunvaktin. 7.20 Morguntrimm. 7JO Fréttir. Tilkynningar. 8.00 Fréttir. Tilkynningar. 8.15 Veðurfregnir. 9.00 Fréttir. 9.20 Morgunstund barnanna: „Litli tréhesturinn" ettir Urs- ulu Moray Williams. Sigrlður Thorlacius þýddi. Baldvin Halldórsson les (7). 9.20 Morguntrimm. Tilkynn- ingar. Tónleikar, þulur velur og kynnir. 9.45 Þingfréttlr. 10.00 Fréttir. 10.05 Daglegt mál. Endurtekinn þáttur frá kvöldinu áöur I umsjá Margrétar Jónsdóttur. 10.10 Veðurfregnir. 10.25 Lesið úr forustugreinum dagblaöanna. 10.40 „Ég man þá tlð“. Her- mann Ragnar Stefánsson kynnir lög frá liönum árum. 11.10 Ur atvinnullfinu — Iðnaö- arrásin. Umsjón: Gunnar B. Hinz, Hjðrtur Hjartar og Páll Kr. Pálsson. 11.30 Úr söguskjóðunni — Um minningar Louisu Magneu Ólafsdóttur. Agnes Siggerð- ur Arnórsdóttir stjórnar þætti Félags sagnfræðinema. Les- ari: Auður Magnúsdóttir. 12.00 Dagskrá. Tilkynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Tilkynning- ar. Tónleikar. 13.30 I dagsins önn — Heilsu- vernd. Umsjón: Jónlna Ben- ediktsdóttir. 14.00 Miðdegissagan: „Skref fyrir skref“ eftir Gerdu Antti. Guðrún Þórarinsdóttir þýddi. Margrét Helga Jóhannsdóttir les (11). 14.30 Miðdegistónleikar. „Ars- tlðirnar" eftir Antonio Vi- valdi. Amsterdam-gltartrlóið leikur eigin raddsetningu. 15.15 Barið að dyrum. Inga Rósa Þórðardóttir sér um þátt frá Austurlandi. 15.45 Tilkynningar. Dagskrá. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 19.00 Aftanstund. Endursýndur þáttur frá 28. október. 19.25 Ævintýri Olivers bangsa. Tlundi þáttur. Franskur brúðu- og teikni- myndaflokkur I þrettán þátt- um um vlðförlan bangsa og vlni hans. Þýðandi Guöni Kolbeinsson, lesari með honum Bergdls Björt Guðnadóttlr. 19.50 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Auglýsingar og dagskrá. 16.20 Hlustaðu með mér. — Edvard Fredriksen. (Frá Akureyri). 17.00 Barnaútvarpið. Stjórn- andi: Kristln Helgadóttir. 17M Siödegisútvarp. — Sverr- ir Gauti Diego. Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veöurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. 19.40 Daglegt mál. Sigurður G. Tómasson flytur þáttinn. 19.50 Úr heimi þjóðsagnanna — „Skemmtilegt er myrk- rið" (Draugasögur). Anna Einarsdóttir og Sólveig Halldórsdóttir sjá um þátt- inn. Lesari með þeim: Arnar Jónsson. Val og blöndun tónlistar: Knútur R. Magn- 20.40 Nýjasta tækni og vlsindi. Umsjónarmaöur Siguröur H. Richter. 21.20 Vargur I véum. (Shroud for a Nightingale). Lokaþáttur. Breskur sakamálamynda- flokkur I fimm þáttum geröur eftir sögu P.D. James. Aðal- hlutverk: Roy Marsden, Joss Ackland og Sheila Allen. Adam Dalgliesh lögreglu- maöur rannsakar morð sem framin eru á sjúkrahúsi einu ússdon og Sigurður Einars- son. 20.20 Minningar rlkisstjórarit- ara. Pétur- Eggerz les fyrsta lestur af þremur úr minninga- bók sinni. 20.50 „Andartak hallar i tón“. Guðbrandur SDiglaugsson les úr óprentuöum Ijóðum slnum. 21.05 Islensk tónlist. 21.30 Útvarpssagan: „Saga Borgarættarinnar" eftir Gunnar Gunnarsson. Helga Þ. Stephensen les (12). 22.00 Fréttir. Dagskrá morgun- dagsins. 22.15 Veðurfregnir. Orð kvölds- ins. 22.25 Spjall á slökvöldi. — Þáttur um jaröskjálfta. Um- og hjúkrunarskóla. Þýðandi Krlstrún Þórðar- dóttir. 22.15 Önæmistæring (AIDS) Fræðslu- og umræöuþáttur um útbreiðslu þessa vágests og fyrirbyggjandi aðgeröir gegn honum. I þættinum koma fram ýmsir þeir sem gleggst þekkja til þessa sjúkdóms hérlendis. Umsjónarmaður: Ögmundur Jónasson. 23.05 Fréttir I dagskrárlok. sjón: Einar Þorsteinn As- geirsson og Inga Birna Dungal. 23.05 Kvðldstund I dúr og moll með Knúti R. Magnússyni. 24.00 Fréttir. Dagskrárlok. ÞRIÐJUDAGUR 5. nóvember 10K)0—10:30 Kátir krakkar Dagskrá fyrir yngstu hlust- endurna frá barna- og ungl- ingadeild útvarpsins. Stjórnandi: Ragnar Sær Ragnarsson. 10:30—12*0 Morgunþáttur Stjórnandi: Páll Þorsteins- son. Hlé 14:00—16:00 Blöndun á staðn- um Stjórnandi: Sigurður Þór Salvarsson. 16*0—17*0 Frfstund Unglingaþáttur. Stjórnandi: Eðvarð Ingólfs- son. 17*0—18:00 Sðgur af sviöinu Stjórnandi: Þorsteinrt G. Gunnarsson. Þriggja mlnútna fréttir sagð- ar klukkan 11:00, 15:00, 16:00 og 17:00. SJÓNVARP ÞRIÐJUDAGUR 5. nóvember
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.