Morgunblaðið - 05.11.1985, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 05.11.1985, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. NÓVEMBER1985 Sameining BÚR og ísbjarnarins: Tilgangurinn sá einn að bjarga ísbirninum frá gjaldþroti — segir Sigurður E. Guðmundsson, fulltrúi Alþýðuflokksins í borgarstjórn „ÉG TEL aö þær ráðstafanir sem nú stendur til að gera hafi þann megintil- gang að bjarga ísbirninum frá gjaldþroti. Því þótt þaö sé látið í veðri vaka að það sé gert í þeim tilgangi að treysta stöðu beggja fyrirtækjanna þá er ekki gengið lengra en svo aö það er reynt að ná aftur upp fyrirtæki af svipaði stærð og BÚR var áður en niðurskurðurinn hófst á þessu kjörtíma- bili,“ sagði Sigurður E. Guðmundsson, fulltrúi Alþýðuflokksins í borgar- stjórn, spurður álits á sameiningu ísbjarnarins og Bæjarútgerðar Reykjavíkur sem nú stendur fyrir dyrum. „Og ég vil líka benda á að hefði markmiðið virkilega verið það að koma upp nýju öflugu fyrirtæki, hefði væntanlega ekki verið leitað til fyrirtækis sem stendur mjög höllum fæti í útgerðinni, heldur einhvers mun öflugra fyrirtækis, eins og til dæmis Ögurvíkur hf. En það var ekki gert,“ sagði Sig- urður. Sigurður sagðist vilja minna á að á sinum tíma hefði Bæjarútgerð Reykjavíkur verið stofnuð i tvenn- um tilgangi, eins og aðrar bæjarút- gerðir: „í fyrsta lagi i því skyni að treysta með sem öflugustum hætti atvinnuöryggi sjómanna, verkakvenna, verkamanna og fjölda fólks annars sem starfar að sjávarútvegi. Ég tel að þetta mark- mið hafi náðst í reynd hér í Reykjavík eins og annars staðar þar sem bæjarútgerðir hafa verið starfræktar jafnvel þótt á þessu kjörtímabili hafi það óvanalega gerst að fólki hafi hvað eftir annað verið sagt upp störfum. Hinn megintilgangurinn með stofnun BÚR var að tryggja fram- þróun í sjávarútvegi í borginni þegar fyrir lá að útgerðarfyrirtæki einkaframtaksins hugsuðu sér ekki að kaupa nýsköpunartogara til borgarinnar að neinu marki. Þá var það að dr. Bjarni heitinn Benediktsson borgarstjóri tók ák- vörðun um það að stofna BÚR, sem Alþýðuflokkurinn hafði lengi bar- ist fyrir. Þar með varð það mál að veruleika og með þeim hætti tókst að tryggja að nýsköpun sjáv- arútvegsins yrði staðreynd hér. Síðan hefur BÚR margoft tekið af skarið og gerst brautryðjandi, eins og þegar fyrirtækið endurnýj- aði togaraútgerð sína á síðasta kjörtímabili og með þeim miklu endurbótum sem þá voru gerðar á fiskvinnslunni. Við jafnaðarmenn teljum að i stað þess að sameinast ísbirninum hefði verið nær að fara út í endur- skipulagningu og hagræðingu BÚR, því við lítum svo á að Bæjar- Sameining BÚR og ísbjarnarins: útgerðin hafi tilgangi að þjóna hér eftir sem hingað til. Og það var þess vegna sem við fluttum tillögur um það á þessu kjörtímabili að einum eða fleiri af eldri togurum BÚR yrði breytt í frystitogara. Því var ekki sinnt, en togararnir seldir á spottprís einstaklingum sem hafa breytt þeim i frystitogara, eins og til dæmis Frera. Hefðu menn viljað, hefði líka mátt fara út í það að aðskilja fjárhag BÚR og borgarsjóðs á grundvelli lag- anna um takmarkaða ábyrgð at- vinnufyrirtækja í eigu sveitarfé- laga. Þá hefði sá yfirlýsti tilgangur náðst að BÚR gengi ekki í borgar- sjóð umfram það sem eðlilegt hefði talist. Mér finnst að með þessu sem nú er verið að gera sé verið að þjóðnýta tapið - það er verið að láta borgina taka á sig fyrirtæki sem stóð afar höllum fæti og almannarómur segir að hefði annaðhvort orðið gjaldþrota eða orðið að selja sig SÍS að öðrum kosti. Og til þess síðastnefnda hafi Sjálfstæðisflokkurinn ekki mátt hugsa og því hefði það verið þrautalendingin að láta Reykvik- inga taka þetta fyrirtæki á sig með þessum sérstaka hætti," sagði Sigurður E. Guðmundsson. »m io»ii!|i|jli!íiiiii Fasteignasalan Hátún Nóatúni 17, s: 21870,20998 Ábyrgd - reynsla - öryggi Brekkugeröi 2ja herb. ca. 55 fm íb. á jarð- hæó í tvíb.húsi. Sérinng., sér- hiti. Kóngsbakki 2ja herb. ca. 70 fm íb. á 1. hæö. Þv.hús í íb. Verð 1600 þús. Maríubakki 2ja herb. ca. 60 fm glæsil. íb. á l.hæð. Lausstrax. Kleppsvegur 2ja-3ja herb. ca. 75 fm góð íb. á 1. hæö. Verð 1750-1800 þús. Hrafnhólar 4ra-5 herb. ca. 127 fm íb. á 7. hæö. Góö íb. Gott útsýni. Ljósheimar 4ra herb. ca. 104 fm íb. á 7. hæð. Verð 2,2 millj. Stóragerði Ca. 100 fm 3ja-4ra herb. íb. meö tveimur bílsk. Mögul. að taka minni eign uppí. Furugrund Kóp. 5 herb. ca. 120 fm góö endaíb. m. íb.herb. í kj. Góö sameign. Goöheimar 150 fm efri hæð. 6 herb. o.fl. Geta veriö tvær íb. 28 fm bílsk. Grænatún Kóp. Ca. 147 fm nýleg sérhæö í tvíb.húsi. Bílskúr. Skólabraut Seltj. Ca. 150 fm glæsileg efri sér- hæö. 35 fm bílskúr. Fallegt út- sýni. Dalsel Raöhús ca. 190 fm á tveimur hæðum + gott herb. og geymsl- ur í kj. Bílskýli. Skipti é minni eign möguleg. Baröavogur Einlyfteinb.húsca. 140fm. Bílsk. Hnjúkasel Einstakl. fallegt einb.hús ca. 235 fm ásamt bílskúr. Allar innr. og frég. af vönduöustu gerö. Norðurbraut Hf. íbúö og verkst.húsn. Ca. 200 fm verkstæðispláss á jaröhæö ásamt 110 fm 5 herb. íb. á 2. hæð. Lóð 1350 fm. Gott athafnasvæöi. Okkur vantar allar atærdir og geröir af eignum Skoöum og verdmetum aamdægura Hilmar Valdimaraaon a. 687225, Kolbrún Hílmarsdóttir $. 76024, Sigmundur Böóvartaon hdl. 26277 Allir þurfa híbýli 2ja og 3ja herb. Engihlíð. 2ja herb. 60 fm íb. í kj. Hamraborg. 2ja herb. 65 fm íb. á 1. hæð. Bílskýli. Góö íb. Keilugrandi. Falleg nýleg 2ja herb. íb. á 1. hæð. Suöursvalir. Brtskýli. Smyrlahraun. 3ja herb. 90 fm íb. á 1. hæö í fjórb.húsi. 28 fm bílsk. Lausstrax. Engjasel. 3ja herb. íb. á 2. hæð. Bilskýli. Góð sameign. 4ra herb. og stærri Krummahólar. 4ra herb. á 3. hæö. Þvottah. á hæöinni. Suðursv. Bílsk. Kaplaskjólsvegur. 4ra herb. 110 fm endaíb. á 3. hæð. Seljabraut. Mjög skemmtileg 4ra herb. íb. á 2 hæöum. Bíl- skýli. Hraunbær. 4ra herb. 117 fm íb. á3. hæö. Breiðvangur Hf. Glæsileg 4ra-5 herb. 120 fm íb. á 2. hæð. Gott aukaherb. í kj. Bilsk. meö hitaografmagni. Granaskjól. Neöri sérhæð í þríb.húsi um 117 fm. 4 svefn- herb. Bílsk.réttur. Rauóalækur. 4ra-5 herb. 130 fm efri hæð í f jórb.húsi með bílsk. Kársnesbraut. Ca. 130 fm sérh. með bílsk. Þvottah. á hæðinni. Sk. mögul. á3ja herb. Nýbýlavegur. Sérhæö í fjórb - húsi. 150 fm, 4 svefnherb. Góöur bílskúr. Logafold. Sérhæö um 140 fm auk bílsk. Að auki er 60 fm pláss í kjallara. Tæpl. tilb. undir trév. ______ Raðhús og Einbýlishús Rjúpufell. Einlyft raöhús um 140 fm auk bílskúrs. Góö eign. Fífumýri. Einbýlishús. Kjallari, hæð og ris m. tvöföldum innb. bilskúr. Samtals um 300 fm. Laugarásvegur. Glæsil. einb- hús, kj. og tvær hæöir. Samtals um 250 fm. 35 fm bílskúr. Furugerði. Gullfallegt einb.hús ca.300fm. Verslunarhúsnæói. Heimar 70 fm verslunarhúsn. HÍBÝLI & SKIP Garóastræti 38. Sími 26277. Brynjar Fransson, sími: 39558. Gylfi Þ. Gislason, sími: 20178. Gisli Óiafsson. simi: 20178. Jón Ólafsson hrl. Fróóleikur og skemmtun fyrirháa semlága! Ábyrgð borgarsjóðs breytist ekki ef um taprekstur verður að ræða - segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarfulltrúi Kvennaframboðs „ÉG GET í fljótu bragði ekki séð hvaða hag borgin hefur af þessum samn- ingi, vegna þess að borgin er eftir sem áður meirihlutaaðili að þessu fyrir- tæki, á 75% í þessu hlutafélagi og ber þá væntalega fjárhagslega ábyrgð gagnvart því,“ sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, borgarfulltrúi Kvennafram- boðs í Reykjavík, er hún var innt álits á sameiningu Bæjarútgerðar Reykja- víkur og Ísbjarnarins hf. Ingibjörg Sólrún kvaðst ekki hafa haft tækifæri til að fara ná- kvæmlega ofan í saumana á þess- um samningi þar sem henni barst hann ekki í hendur fyrr en sl. þriðjudag. En við fyrstu athugun gæti hún ekki séð ávinning fyrir borgina á sameiningu þessara fyrirtækja. Um þær fullyrðingar borgarstjóra,, að ábyrgð borgar- sjóðs myndi hverfa sagði Ingibjörg Sólrún: „Hér er auðvitað um að ræða sjálfstætt fyrirtæki og að því leyti hverfur ábyrgð borgarsjóðs. En segjum sem svo að fyrirtækið gangi ekki, þá þarf væntanlega að auka hlutafé og hver kaupir hluta- bréf í fyrirtæki sem gengur ekki? Það gerir auðvitað enginn annar en borgarsjóður, ef borgin vill þá reka fyrirtækið áfram. Ég fæ því ekki séð að ábyrgð borgarsjóðs breytist verði um taprekstur að ræða. Þar að auki er gert ráð fyrir að þetta fyrirtæki yfirtaki 560 milljón króna skuldir frá ísbirnin- um, sem mér finnst talsvert stór biti, auk þess sem borgarsjóður tekur á sig 200 milljón króna skuld frá Bæjarútgerðinni. Það er því vandséð hver hagur borgarsjóðs er af þessum tilfæringum," sagði Ingibjörg Sólrún. Út í hött að orrustuþotur fljúgi nær eldsneytislausar — segir Friðþór Eydal blaðafulltrúi varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli „FYRIR hverja flugferð orrustuþota er gerð áætlun um hvert er flogið og flugtíma og er eldsneytismagnið áætlað nákvæmlega samkvæmt henni. Eftir æflngaflug æfa flug- mennirnir oft aðflug þegar gott er veður og ef þeir hafa nægilegt elds- neyti til þess. Það gerðu þeir einmitt á miðvikudaginn," sagði Friðþór Eydal blaðafulltrúi varnarliðsins í samtali við Morgunblaðið, er hann var spurður hvort það kæmi oft fyrir að orustuþoturnar væru a flugi með knappar eldsneytisbirgðir. En eins og fram hefur komið í fréttum tafðist þota Eduard Shevardnadze utan- ríkisráðherra Sovétríkjanna í nokkr- ar mínútur eftir að hún var tilbúin til flugtaks á Keflavíkurflugvelli í miðvikudaginn vegna þess að orr- ustuþotur frá varnarliðinu komu inn til lendingar á sama tíma. Þeim var veitt leyfi til lendingar á þeim for- sendum að eldsneytisbirgðir þeirra væru litlar. „Orrustuþoturnar komu að vell- inum þegar sovéska vélin átti að vera farin. Síðan seinkaði brottför hennar og er hún var tilbúin til þess að fara út á braut voru orr- ustuvélarnar komnar í aðflug. Sovéska flugvélin stóð utan braut- ar á meðan orustuþoturnar flugu yfir flugbrautinni endilangri og er allt tal um að þær hafi verið yfir sovésku flugvélinni ekki á rökum reist,“ sagði Friðþór. „Eins og skýrt hefur verið frá áður er ekkert óeðlilegt við það sem þarna gerðist, þetta var bara tilviljun vegna þessarar seinkunar á brottför sovésku vélarinnar. Allt tal um að þessar vélar séu að fljúga hér yfir nær eldsneytislausar er alveg út I hött því allt var þetta innan venjulegra öryggismarka. Þegar flugmaður tilkynnir að hann þurfi að lenda vegna þess að hann eigi lítið eftir af eldsneyti, þá er alltaf gert ráð fyrir ákveðnum öryggisþætti, t.d. að vélin hafi nóg eldsneyti, ef hætta verður við lend- ingu og flugmaðurinn þarf að fara annan hring. Þetta fer allt eftir settum reglum og því var þetta alls ekki óeðlilegt," sagði Friðþór að lokum. Einbýli — Þinghólsbraut Vorum að fá í beina sölu mjög gott 214 fm einbýli meö innbyggöum bílskúr. Ýmsir greiðslumöguleikar í boði. Verð4,9millj. 4ra herb. — Hraunbær. 110 tm á 2. hæö. 3ja herb. — Rauðarárstígur. Mjög snyrtii. íb. á2.hæö. Lausstrax. Verð 1750 þús. 3ja herb. — Krummahólar. Mjög góð 90 tm íb. á 6. hæð. Bílskýli. Skipti möguleg. Verö 1850 þús. 2ja herb. — Efstasund. stórgóð íb. meö sér- inng. og allt sér. Verð 1400 þús. 2ja herb. — Nökkvavog. Mjög góö íbúö á 1. hæö ásamt stóru herb. í kjallara. Sérhiti. verö 1,7 millj. í Seljahverfi — mjög góðar 4ra og 5 herb. íbúðir og einnig raöhús. EIGNAÞ JÖNUSTAN S. 26650/27380
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.