Morgunblaðið - 05.11.1985, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 05.11.1985, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. NÓVEMBER1985 Þorsteinn Gauti Sigurðsson: „Fólk hefur verið mjög þakklátt“ — leikur í Norræna húsinu annað kvöld ÞORSTEINN Gauti Sigurðsson, píanóleikari, hefur verið á tónleika- ferðalagi um landið upp á síðkastið. Hann lék í Borgarnesi á laugardag og Vestmannaeyjum á sunnudag — og síðustu tónleikar hans hér að þessu sinni verða í Norræna húsinu annað kvöld, miðvikudagskvöld, og hefjast kl. 20.30. „Það er mjög gaman að prófa þetta. Ég hef aldrei farið einn í tónleikaferð um landið áður,“ sagði Þorsteinn Gauti, í samtali við blaðamann Morgunblaðsins. „Viðtökurnar hafa verið góðar en aðsókn misjöfn. Ég veit ekki hvort svona ferðir borga sig fjár- hagslega — en það skiptir ekkí mestu máli. Fólk hefur verið mjög þakklátt alls staðar þar sem ég hef spilað og það er fyrir mestu." Fyrstu tónleikar Þorsteins að þessu sinni voru í Bolungarvík 5. október og síðan hefur hann leikið um hverja helgi — „en komið í bæinn á milli. Ég varð reyndar að sleppa því að spila á Egilsstöðum og Neskaupsstað vegna þess að ég var lasinn." A efnisskránni hjá Þorsteini Gauta annað kvöld í Norræna húsinu verða verk eftir J. S. Bach, F. Chopin, I. Stravinsky og F. Lizst. Þorsteinn Gauti mun ekki halda fleiri einleikstónleika fyrr en í október á næsta ári — í aldarminningu Franz Lizsts. 1 júni í ár fékk Þorsteinn Gauti úthlutun úr tónlistarsjóði Ár- manns Reynissonar til undir- búnings þeirra tónleika. Þorsteinn Gauti Sigurðsson Við rýmum fyrir nýjum birgðum. Og þess vegna er lambakjöt ennþá fáanlegt á gamla verðinu. Á meðan birgðir endast gefst þér tœkifœri til þess að fylla frystihólfin af úrvalskjöti á einstœðu verði. Það er góð búmennska! Líttu við í nœstu verslun. Látt’ekkl happ úr hendi sleppa! Verðlagsspá: Framfærslu- vísitala hækk- ar um 33%áárinu „SAMKVÆMT núverandi spá hækkar framfærsluvísitalan um nær 33%yfir árið og um nánast það sama railli 1984 og 1985. Verðbólguhrað- inn í lok ársins yrði um 30%,“ segir m.a. í Hagtölum mánaðarins fyrir októbermánuð, þar sem fjallað er um breyttar verðlagshorfur. Þar kemur jafnframt fram að forsendur júlíspár Hagtalna eru brostnar, en þar var spáð að fram- færsluvísitala hækkaði um 28% yfir árið, byggingarkostnaður um 27% og lánskjaravisitala um 30%. Lánskjaravísitala í október hafi orðið 1,7% hærri en gert var ráð fyrir í júlfspánni og framfærslu- vísitalan nær 2% hærri. Nýjasta spáin gerir ráð fyrir að lánskjara- vísitala frá því í janúar á þessu ári til janúar 1986 hækki um rúm 35%. Ástæður þess að forsendur júlíspárinnar eru brostnar eru sagðar þær að gengissig hafi orðið mun meira en gert var ráð fyrir í júlí, hærra verð Evrópugjaldmiðla vegna lækkunar dollars hafi hækk- að innflutningsverð til landsins og mikil innlend eftirspurn hafi gert fyrirtækjum kleift að velta kostn- aðarhækkunum út i verðlagið. í spánni til ársloka er gert ráð fyrir að gengi krónunnar lækki ekki um meira en 13% yfir árið, þ.e. að erlendir gjaldmiðlar hækki ekki meira en um 15%. Þetta þýð- ir, að því er segir í Hagtölum, að ekki verður tekið tillit til launa- hækkunar BSRB og ASÍ í gengis- skráningunni umfram þegar veitt- ar og umbeðnar heimildir Seðla- bankans til gengissigs. Þá er greint frá því að kaup- máttur kauptaxta á síðasta árs- fjórðungi þessa árs er áætlaður ívið hærri en á 4. ársfjórðungi 1983, eða 100,3 miðað við 1001983. Sjóefnavinnslan og Iðntæknistofnun: Samvinna um forathugun á títanhvítu- verksmiðju Vogum 1. nóvember. GERÐUR hefur verið verksamning- ur á milli Iðntæknistofnunar og stjórnar Sjóefnavinnslunnar hf. á Reykjanesi um forathugun á títan- hvítuverksmiðju. Að sögn þeirra Guðmundar Malmquist stjórnarfor- manns Sjóefnavinnslunnar hf. og Ingjalds Hannibalssonar hjá Iðn- tæknistofnun er hér um stóriðjuverk- efni að ræða, þar sem títanhvítuverk- smiðja nýtir mjög mikla orku, eða sem svarar einni milljón tonna af gufu. Áætlanir gera ráð fyrir að fram- leitt verði um 20 þúsund tonn af títanhvítu, en títanhvíta er m.a. notuð í málningu. Stofnkostnaður slíkarar verksmiðju yrði um 4 milljarðar króna. Forathugunin er unnin af Iðntæknistofnun að hluta og starfsmönnum Sjóefnavinnsl- unnar að hluta. Iðnaðarráðuneytið hefur veitt styrk til verkefnisins. Athuguninni á að vera lokið f mars á næsta ári. E.G. VJterkurog k-J hagkvæmur auglýsingamiðill! JttrogttttÞliifcib
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.