Morgunblaðið - 05.11.1985, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 05.11.1985, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. NÓVEMBER1985 Með sérstakri áherslu Bókmenntir Jóhann Hjálmarsson Þráinn Bertelsson: ÞAÐVAROG... 33 útvarpsþKttir. Nýttlíf 1985 Ég skal játa að ég er ónýtur útvarpshlustandi. I utvarpinu eru menn einatt að lýsa skoðun- um sínum og þær koma manni sjaldan við. Með því versta eru þættirnir um dag og veg og rabbþættir af ýmsu tagi; ég tala nú ekki um þáttagerð manna sem verka á undirritað- an eins og gamlar og slitnar grammófónplötur. En líklega er þó ýmislegt frambærilegt í útvarpinu, það skulum við vona. Ég hlustaði stundum á Þráin Bertelsson flytja þætti sína Það var og..., með sérstakri áherslu á og. Fyrir kom að ég hlustaði til enda. Nú hefur Þráinn safnað þrjá- Vorið kemur með Bergþóru Hljómplötur ÁrniJohnsen Á plötunni Það vorar sem kom út fyrir skömmu og er eins konar afrakstur tónlist- arsambands þeirra þeirra Bergþóru Árnadóttur og Graham Smith, er fléttað saman eins konar ljóðakynn- ingum og lögum. Platan er fremur byggð upp að mínu mati sem tónleikar en hljóm- plata sem fýsilegt er að spila margsinnis þótt skemmtilegt geti verið að grípa niður í hana. Satt best að segja er allt of lítið af Bergþóru Árnadóttur á þessari plötu. Graham Smith er snjall hljómlistarmaður og hughrif hans i tónum um íslenska náttúru eru falleg verk, en ljóðaflutningur hans á plöt- unni er eitthvað sem ég finn ekki neinn kjöl undir. Að þessu leiti er platan eins konar bókmenntakynning þar sem falleg melódía leikur undirölduna, en maður sér blómin fyrst spretta á þessari vorplötu þegar Bergþóra kemur fram með sinn per- sónulega og sjálfstæða stíl. Lag hennar, Lifsbókin, er fagurt og fallega flutt. Þá er Hótel Búðir mjög skemmti- legt lag og i Þremur ljóðum um litinn fugl er gullfalleg túlkun og útsetning og þar fær gitarinn óþvingaður að vera nálægt Bergþóru og það fer henni best. í laginu Tvenn spor er fiðlan skemmtilega seiðandi í fjarska, en fyrst og fremst er Bergþóra hryggur- inn i þessari plötu sem á allan hátt er vandað til og plötuum- slag er til mikillar fyrirmynd- ar. Lagasmíð Graham Smith um Snæfellsjökul, Snæfells- nes og Hótel Búðir er sérstæð og skemmtileg og mér finnst hann ríma skemmtilega við landið i laginu um Hótel Búð- ir. Þar kemur islenskur tónn í túlkun þessa erlenda tónlist- armanns sem hefur sett svip á tónlistarlífið hér á landi með viðkomu sinni. áog tíu og þremur þessara þátta í bók. Góðum tilgangi þáttanna lýsir hann svo: „Þeir þættir sem hér fara á eftir voru samdir með það fyrir augum að stytta fólki stundir undir kvöld á sunnudögum og voru fluttir i Ríkisútvarpinu handa hlustendum sem gjarna voru á heimleið úr sunnudags- bíltúrnum eða helgarreisum, ellegar staddir heima hjá sér að taka til kvöldmatinn og biðu eftir heimsfréttunum klukkan sjö.“ Ástæðan fyrir því að þætt- irnir koma út er tvíþætt að sögn Þráins, margir hafa hvatt hann til að prenta þá og hégóm- leikans vegna langar hann til að varðveita nokkra þeirra á prenti. Þetta eru auðvitað skiljan- legar ástæður. Þó verður að segja eins og er að fáir útvarpsþættir eiga erindi á prent, allra síst í bók. Um efni þáttanna kemst Þrá- inn þannig að orði að það sé „sótt í nánasta umhverfi höf- undar eða minningasjóð“. Þráinn Bertelsson hefur ekki beitt skopskyn, en húmorinn sem er leiðarljós þáttanna er þægilegur og oftast góðlátleg- ur. Þættirnir eru vel orðaðir, stíll þeirra ber ekki vott um mikla áreynslu eða glímu við flókin umhugsunarefni, enda lagt kapp á að glata ekki rabb- tóninum sem útvarpshlustend- ur munu sækjast svo eftir. Úr nánasta umhverfi kynn- umst við m.a. vanda manns sem býr á stöðumælasvæði í borg- inni, á bil sem ekki telst fínn og hirðir lítt um fyrirmæli yfirvalda um búnað hans. í minningasjóðnum er margt að finna, m.a. hávaðasama stráka í fótbolta í íbúðahverfi, stráka sem reyna að leika á dyraverði til að komast í forboðið bíó og ferð með Gullfossi þar sem eitt skemmtiatriðanna var maður sem tók upp flöskur með tönn- unum. Þannig mætti lengi telja. Minningar Þráins Bertels- sonar frá Reykjavík bernsk- unnar eru meðal þess sem gott er að segja um Það var og... í Þríinn Bertelsson sumum þáttanna er of áberandi viljinn til að vera fyndinn, til- efnin verða of smávægileg og missa einhvern veginn marks. Stundum leitast höfundurinn við að lýsa reynslu annarra og taka heilu kaflana upp úr bók- um. Dæmi eru höfundar á borð við Þórberg Þórðarson, Stein- dór Sigurðsson og jafnvel Guð- mund Halldórsson, en til þess síðastnefnda er titill bókarinn- ar sóttur. Það er í rauninni furðulegt að lesa lýsingar Steindórs Sigurðssonar á lífinu í Reykjavík 1936 og komast að því hve lítið hefur breyst. 15 Þetta notfærir Þráinn Bert- elsson sér. í upphafi þessarar umsagnar var talað um skoðanir og vitan- lega hlýtur Þráinn Bertelsson að hafa skoðanir eins og aðrir menn. Honum er til að mynda illa við það sem kallað er „hlutabréf í sprengjuforða" og skýrist með þátttöku okkar í Atlantshafsbandalaginu í huga. Þannig segir á einum stað: „Ég sótti ferðalangana til Keflavíkur, og bauð þau form- lega velkomin til íslands um leið og við vorum komin út af Natósvæðinu..." Það er eins og ég hafi heyrt þetta áður og eflaust hefur það ekki komið útvarpshlustendum á óvart. Stundum er Þráinn Bertels- son hittinn í ádeilu sinni og jafnvel smellinn eins og í þætt- inum Að skrifa sig framhjá kreppunni, sem fjallar um með hve ólíkum hætti menn líta á glæpi á íslandi og í Þýskalandi. Þótt Það var og... eftir Þrá- in Bertelsson geti varla talist merkur viðburður í bókmennt- unum eða uppákoma í jólabóka- tíðinni munu menn geta haft ánægju af að glugga í hana. SOLHEIMA Styrkjum líknar- verkefni Gott málefni Góóskemmtun Góóirvinningar fimmtudaginn 7. nóvember nk. kl. 20.00. Húsiö opnaö kl. 19.00. lEDAÐWAY tio s&tír" A90.052 Heiðursgestir: Reynir Pétur göngugarpur og Halldór Júlíus- son forstööumaöur Sólheima. Skemmtiatriöi: Ómar Ragnarsson, Haukur Heiöar Ingólfs- son, Róbert Arnfinnsson, Rokkbræöur, Ágúst ísfjörö, Módelsamtökin sýna nýjustu fatatízkuna frá Christine, Pósthússtræti og Herradeild PÓ. Verö aðgöngumiöa kr. 250,- Gildir einnig sem happdrættis- miöi. Viö styrkjum Sólheimastarfið: ÁgústÁrmannhf. • Bílaborghf. • Bílanausthf. • Kreditkort sf. • Hlín • Feröaskrifstof- an Úrval hf. • Hagkaup • Harpa hf. • Marinó Pétursson hf. • Nathan & Olsen hf. • Prentsmiöjan Oddi • Ólafur Gíslason & Co. hf. • Penninn hf. • Pfaff hf. • Sjóvá- tryggingafélag íslands hf. • Teppaland • Verslunarbanki íslands hf. • Visa-ísland • - Voguehf. • Halldór Jónssonhf. Vert þu með lika Styrkjum líknarverkefni LIONSKLÚBBURINN ÆGIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.