Morgunblaðið - 05.11.1985, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 05.11.1985, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐID, ÞRIÐJUDAGUR 5. NÓVEMBER1985 ARNOLD Nýtt fyrirtœki á traustum grunni / q? LANDSSMIÐJAN HF. SÍMI 91-20680 rn—mm^^mimm—m^^^^^^^má ^ IÐNAÐARDEILD SAMBANDSINS ITWEED 00 LOPA Bladburðarfólk óskast! Ingólfsstræti Barónstígur Leifsgata 4—33 Hverfisgata Kópavogur 65—115 Lyngbrekka Tíðni kynsjúkdóma árið 1984: Þvagrásarbólga langal- gengasti kynsjúkdómurinn Lekandi á undanhaldi, en „klamydían“ sækir á Þvagrásarbólga af ókunnum or- sökum og „chlamydia trachomatis** eru tíðastir hér á landi af þeim sjúk- dómum sem teljast til kynsjúkdóma. Á síðasta ári voru greindir kynsjúk- dómar hjá 1.486 íslendingum. Lang- flestir, eða 709, reyndust hafa þvag- rásarbólgu af ókunnum orsökum, og ennfremur voru margir, eða 458 manns, með klamydíusýkingu. 269 lekandatilfelii voru greind á árinu f GÆR, mánudag, bófst útsala á kindakjöti eins og fram hefur komið í blaðinu. Morgunblaðinu hefur borist eftirfarandi fréttatilkynning frá Framkvæmdanefnd búvörusamn- inga um útsöluna. „t framhaldi af búvörusamning- um sem gerðir hafa verið milli stjórnvalda og bændasamtakanna nú í haust samkvæmt nýrri löggjðf um framleiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum, um að stjórnvöld taki verðábyrgð á ákveðnu magni mjólkur og sauðfjárafurða á verð- lagsárunum 1985/86 og 1986/87, hefur orðið samkomulag milli að- ila um að gera markaðsátak i sölu- 1984, en lekandatilfellum hefur sí- fellt farið fækkandi frá því að sjúk- dómurinn náði hámarki hérlendis á árinu 1978. Það ár greindist lekandi hjá 590 manns. Herpes genitalis fannst hjá 35 manns á síðasta ári, en þessi sjúkdómur er nú í fyrsta sinn skráður sem kynsjúkdómur hér á landi. Fjögur ný tilfelli af sárasótt greindust á árinu. Langflestir kynsjúkdómar eru málum sauðfjárafurða. Akveðið hefur verið að lækka verð á helstu tegundum kindakjöts til neytenda um sem næst 20% frá núgildandi verði. Þessi verðlækkun nær jafnt til kjöts af framleiðslu siðasta framleiðsluárs og slátrunar nú i haust. Þetta söluátak er meðal annars gert i þeim tilgangi að draga úr birgðahaldi og auka neyslu innanlands í stað þess að flytja umframbirgðir á erlenda markaði. Fjármagn sem varið verður til áðurnefndar verðlækk- unar leggja aðilar fram sem næst að jöfnu. Verðlækkun þessi tekur gildi frá og með mánudeginum 4. nóvember. greindir á Húð- og kynsjúkdóma- deild Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur, enda er flestum þeim sem grunur leikur á að séu með kynsjúkdóm beint þangað. Að sögn Hannesar Þórarinssonar yfir- læknis deildarinnar leituðu 2.170 manns til deildarinnar á síðasta ári. Þar af reyndust 927 haldnir kynsjúkdómum af einhverju tagi. Til samanburðar má nefna að árið 1974 komu 830 manns á Húð- og kynsjúkdómadeildina og þá greindust kynsjúkdómar hjá 192. Flatlús og maurakláði teljast fremur til smitandi húðsjúdóma en kynsjúkdóma. Flatlús hefur færst töluvert í vöxt á síðustu tveimur árum. Árið 1982 greindust 103 tilfelli á Húð- og kynsjúk- dómadeild Heilsuverndarstöðvar- innar, en í fyrra voru þau komin upp í 192. Erfiðara er að gera sér grein fyrir tíðni maurakláða, að sögn Hannesar, því langflestir leita til heimilislækna sinna með það vandamál. En á Húð- og kyn- sjúkdómadeildinni greindust 6 til- felli í fyrra. Klamydía og lekandi Fyrst var farið að greina klamydíubakteríuna hér á landi árið 1982. Þá voru rúmlega 2.400 sýni ræktuð og reyndust 500 þeirra jákvæð. Árið 1984 voru tæplega 4.900 sýni ræktuð og reyndust þá 790 jákvæð. Klamydíubakterían veldur sérstakri tegund af þva- grásarbólgu, oft einkennalausri. Hún getur valdið ófrjósemi hjá konum. Talið er víst að hluti þeirr- ar þvagrásarbólgu sem ekki tekst að greina orsakist í raun af klamydíusýkingu. Sýkladeild Landspítalans hefur annast alla greiningu á sýnum með tilliti til klamydíuskýkingar hér á landi. Fram til þessa hefur þurft að rækta bakteríuna i sérstökum frumugróðri, sem er tímafrekt og vandasamt verk. Hafa sjúklingar þvi oft þurft að biða upp undir hálfan mánuð eftir sjúkdóms- greiningu, sem er bagalegt, þvi það tefur mjög fyrir meðferð. Nýlega var hins vegar tekin upp ný og skjótvirkari aðferð til klamydíu- greiningar á sýkladeildinni, sem byggjast á ónæmisfræðilegum aðferðum. Notuð eru mótefni til að finna mótefnavaka bakteriunn- ar. Greining tekur nú aðeins um hálfan dag. Forstöðumaður Sýkla- deildar Landspítalans er ólafur Steingrímsson læknir. Hann var spurður hvað ylli því að lekandinn væri á undanhaldi á meðan klamy- dían sækti á: „Menn hafa mjög velt vöngum yfir þessari spurningu," sagði ól- afur. „Báðir sjúkdómarnir herja fyrst og fremst á sama aldurhóp- inn, ungt fólk um tvitugt, og berast á sama hátt. Svo fyrirfram gæti maður búist við að breytingar á tiðni þeirra héldust i hendur. En það eru einkum þrjá skýringar taldar koma til greina. í fyrsta lagi er það vitað að lekandabakter- fan er að breyta sér og það er hugsanlegt að hin nýju afbrigði hennar séu meinlausari, þ.e.a.s. valdi síður einkennum. í annan stað gæti undanhald lekandans verið ávöxtur af þrotlausri vinnu sem lögð hefur verið i að halda sjúkdómnum niðri. í þriðja lagi hafa menn bent á að það er engan veginn víst hvort klamydiusýking- ar hafi aukist. Það er tiltölulega stutt síðan farið var að greina bakteriuna og það getur vel verið að hún hafí lengi verið til staðar i sama mæli og i dag. En hverjar sem skýringarnar eru, þá er það alla vega Ijóst að klamydfan er algengasti skilgreindi kynsjúk- dómurinn,“ sagði ólafur. „Kindakjöts- útsalan hafín“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.