Morgunblaðið - 05.11.1985, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 05.11.1985, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. NÓVEMBER1985 Ráðstefna um Mývatnsrannsóknir: Skoðanir skiptar um áhrif kísilgúrnáms Ekki ljóst hvenær svör fást við spurningum um framtíð Kísiliðjunnar RÁÐSTEFNA náttúruverndarráðs um lífríki Laxár og Mývatns, og áhrif kísilgúrnáms á það, sem haldin var um helgina, leiddi í Ijós að um þetta efni er mikill skoðanamunur og afdráttarlaus niðurstaða, sem áhrif hefði á starfrækslu Kísiliðjunnar, er ekki auðfengin. Ráðstefnan hófst árdegis á laugardag með setningarávarpi Sverris Hermannssonar, menntamálaráðherra. Eins og greint var frá hér í blaðinu á sunnudag, hét ráðherra því, að bundinn yrði endi á námaleyfi Kísiliðjunnar ef rannsóknir vís- indamanna sýndu að dæling botnleðju úr Mývatni til vinnslu kísilgúrs skaðaði lífkerfi vatns- ins. Hann taldi sig líka geta full- yrt, að þeim fjármunum Kísiliðj- unnar, sem nú er varið til rann- sókna á lífkerfi Mývatns og Laxár, yrði áfram varið til þeirra hluta, enda þótt rannsóknir leiddu í ljós að kisilgúrnámið hefði enga hættu í för með sér. Sem kunnugt er kom upp mikill ágreiningur milli náttúruvernd- arráðs og Sverris Hermannsson- ar um rannsóknir við Mývatn og endurnýjun á námaleyfi Kísiliðj- unnar, þegar hann gegndi emb- ætti iðnaðarráðherra. Hefur náttúruverndarráð, sem heyrir undir menntamálaráðherra, lög- sótt iðnaðarráðherra vegna þess að það telur að veiting námaleyf- isins án samþykkis ráðsins stangist á við gildandi lög. Þá hefur náttúruvemdarráð heldur ekki skipað fulltrúa í verkefnis- stjórn iðnaðarráðuneytisins (sem hefur rannsóknir við Mý- vatn með höndum) og vill með þvi árétta andúð sína á vinnu- brögðum ráðherra. Sverrir Her- mannsson fjallaði hins vegar ekkert um þessi ágreiningsmál og þá kynlegu stöðu, sem komin er upp. Það var tilgangur ráðstefn- unnar um helgina, að draga upp sem heillegasta mynd af þeirri þekkingu á lifkerfi Mývatns, sem aflað hefur verið á undanförnum 15 árum. Hugmyndin var jafn- framt sú, að í fyrirlestrum vís- indamanna yrðu niðurstöður eldri rannsókna dregnar fram og jafnframt lagðar fram ákveðnar tilgátur um áhrif kísilgúrnáms á þá þætti sem fjallað er um, og sagt frá rannsóknum sem nauð- synlegar eru til að prófa þær. Þegar á hólminn var komið reyndust vísindamennirnir hins vegar tregir til að fjalla um þennan seinni þátt og kom fram óánægja með það. Þorgrimur Starri Björgvinsson, frá Land- eigendafélagi Laxár og Mývatns, gagnrýndi þetta sérstaklega, en Arnþór Garðarsson, prófessor, kvaðst ekki vilja láta fyrirfram- skoðanir á því efni hafa áhrif á rannsóknirnar. Á ráðstefnunni voru flutt 16 erindi um rannsóknir visinda- manna á Laxá og Mývatni og eitt um feril vinnslunnar hjá Kísiliðjunni. Ýmsar forvitnileg- ar upplýsingar komu fram og staðfestu þær, að á undanförnum árum hefur orðið hnignun í þeim þáttum lífrikisins, sem hefð- bundin náttúruverndarsjónar- mið taka mið af, þ.e. fuglum og fiski hefur fækkað. Árið 1977 veiddust t.d. 33 þúsund bleikjur i Mývatni, en á siðasta ári aðeins 5.000 og hefur orðið að taka upp kvótakerfi við veiðarnar. Breyt- ingar af þessu tagi eru hins vegar ekki nýlunda. Vistkerfi Mývatns hefur ætið verið verulegum sveiflum undirorpið og heimildir um óstöðugleika þess er jafnvel að finna í Jarteinabók Guðmund- ar Arasonar Hólabiskups. Um það eru hins vegar skiptar skoð- anir hvort lægðin á síðustu tveimur árum, sem orðið hefur mörgum Mývetningum mikið áhyggjuefni, sé náttúruleg sveifla eða hvort skapast hafa algerlega nýjar aðstæður. „Þetta er hrun,“ sagði Þorgrímur Starri, en Arnþór Garðarsson taldi hins vegar líklegra að um eðlilega sveiflu væri að ræða og hæpið að Mývatn væri í langtímadái. Hann sagði, að ekkert væri hægt að fullyrða um áhrif kísilgúr- vinnslunnar á dýra- og jurtalíf i vatninu nema að undangengnum rannsóknum. Til að finna hugs- anlegt orsakasamhengi þarna á milli hlytu rannsóknir fyrst og fremst að beinast að áhrifum efnistökunnar á setlögin. Það kom fram i máli Hákons Aðalsteinssonar, vatnalíffræð- ings, sem vinnur að rannsóknum við Mývatn bæði fyrir iðnaðar- ráðuneytið og náttúruverndar- ráð, að innan tíu ára yrði það að liggja fyrir hvort óhætt væri að hefja kísilgúrnám i Syðriflóa i Mývatni. Efnistakan hefur verið bundin við Ytriflóa og ekki er talið óhætt að halda henni áfram nema í 10—12 ár, án frek- ari rannsókna. Hákon varpaði fram þeirri hugmynd, að hafið yrði tilraunanám í Syðriflóa til að fá úr þessu skorið, en sú til- laga var harðlega gagnrýnd af Þorgrími Starra. Hann sagði, að Mývatn og nágrenni Kísiliðjan við Mývatn '''' \ TTrr þegar Kisiliðjan væri einu sinni komin í Syðriflóa yrði ekki aftur snúið. „Ætlar Hákon kannski að moka ofan i gryfjuna ef ekki reynist óhætt að halda áfram?“ spurði hann. Hákon kvað erfitt að ræða um þessi efni, ef ákveðn- ar hugmyndir væru fyrirfram bannfærðar. Á síðari degi ráðstefnunnar héldu visindamennirnir lokaðan vinnufund og sömdu drög að rannsóknaráætlun, sem síðan var kynnt og rædd. Hún verður einnig lögð fyrir náttúruverndar- ráð og stjórn rannsóknarstöðvar- innar við Mývatn. í áætluninni er gengið út frá því, að verndar- gildi Mývatns og Laxár sé fyrst og fremst fólgið í fiski- og fugla- stofnun vatnakerfisins og er miðað við að rannsóknirnar bein- ist að áhrifum kísilgúrnámsins á þessa stof na. Áætlunin, sem er rúmlega eitt vélritað blað, er í sex liðum. Lagt er til að rannsóknir beinist að seti, efna- og eðlisþáttum lífkerf- isins, svifum, dýralífi og gróðri á botni, fuglum og fiski. Hug- myndin er sú, að rannsóknirnar séu í kjarna sínum tvíþættar. Annars vegar tiltölulega einfalt eftirlit frá ári til árs (til að fylgj- ast með breytingum á afmörkuð- um þáttum, s.s. fugla og fiskalffi) og hins vegar kerfisbundnar rannsóknir á einstökum atriðum í því skyni að fá svör við ákveðn- um spurningum (s.s. hvort óhætt sé að hefja námavinnslu í Syðri- flóa). Fram kom að menn virðast ekki vita hvað langan tíma það tekur að fá niðurstöður svo unnt sé að svara ákveðnum pólitískum spurningum um Kísiliðjuna. Það kom líka fram, að það fé sem veitt er til rannsóknanna nægir engan veginn. Ef rannsóknar- áætluninni yrði fylgt út í ystu æsar mundi kostnaður væntan- lega nema tugum milljóna. Ey- þór Einarsson, formaður nátt- úruverndarráðs, og Þóroddur F. Þóroddsson, formaður stjórnar Rannsóknarstöðvar við Mývatn, upplýstu, að sótt hefði verið um þrjár og hálfa milljón króna til starfseminnar við Mývatn á næsta ári, þar af tvær og hálfa milljón króna til rannsóknanna sjálfra. í fjárlagafrumvarpinu er alls gert ráð fyrir 1.800 þús og af því nýtast aðeins 1.100 til 1.200 þús. í rannsóknarstarfið. „Við vinnum að því að fá þessa upphæð hækkaða og vonumst til að geta a.m.k. tvöfaldað hana,“ sagði Þóroddur. Á ráðstefnunni var greint frá því, að tekist hefði samvinna milli hópanna tveggja, sem vinna að rannsóknum við Mývatn (þ.e. annars vegar á vegum Kísiliðju og iðnaðarráðuneytis og hins vegar á vegum menntamálaráðu- neytis og náttúruverndarráðs), en ekki hefur verið gengið ná- kvæmlega frá verkaskiptingu þeirra. Það var hins vegar talið mikilvægt að samið yrði um verkaskiptingu, svo það fé sem fyrir hendi er nýttist sem best. Nýtt vín á gömlum belgjum Kvikmyndir Árni Þórarinsson Regnboginn: Það ert þú — Baby It’s You ★★ Bandarísk. Árgerð 1983. Handrit og leikstjórn: John Sayles. Aðalhlutverk: Rosanna Arquette, Vincent Spano. Bjallan hringir — við höldum — heim úr skólanum — glöð — rétt einu sinni. Og Woolly Bully með Sam the Sham and the Pharaos hljómar á hljóðrásinni. Þannig eru upphafssekúndur Baby It’s You eins og upphafssekúndur milljón annarra bandarískra unglings- mynda. Hún leggur upp alveg eins og allar hinar gáskafullu þroska- sögurnar um menntaskólaæsku á sjöunda áratugnum. En hún endar öðruvísi. Og hún spilar ekki úr spilunum samkvæmt formúlunni. Enda er höfundurinn enginn annar en John Sayles, einn af frfsklegustu kvikmyndagerðarmönnum Banda- ríkjanna, þótt þess sé hvergi getið í auglýsingum. Baby It’s You er eftir því sem ég best veit fyrsta og eina mynd Sayles sem náð hefur upp á tjald hérlendis á almennum bíósýning- um. Hún geymir flesta eða alla fasta liði unglingamyndaformúl- unnar: Fitlsenur, foreldrasenur, skólasenur, óknyttasenur og svo framvegis. Framan af er engu lík- ara en Sayles ætli að fylgja for- skriftinni út í ystu æsar. En þegar líða tekur á myndina kemur í Ijós sá grundvallarmunur að hér heldur um stjórnvölinn leikstjóri og hand- ritshöfundur sem hefur tilfinningu fyrir því fólki sem hann er að lýsa og forðast ódýrar lausnir. Þannig fá fyrrnefndir fastir liðir nýja þýð- ingu. Rosanna Arquette leikur ungu stúlkuna; hún gengur enn f sport- sokkum og er enn með bangsann f rúminu I unglingaherberginu sfnu. En hún er að mótast i unga konu. Henni gengur allt f haginn. Nýtur umhyggju á velstæðu heimili og velgengni í þvf fagi sem hana dreymir um að forframast f, leik- listinni. Vincent Spano leikur pilt- inn sem er þegar orðinn að ungum manni. Honum gengur fátt f hag- inn. Er frá heldur bágbornu heimili Rosanna Arquette og Vincent Spano dansa við undirleik Strang- ers in the Night í mynd John Sayles, Baby It’s You. og er upp á kant við skólakerfið og umhverfið. En hann er tignar- legur á velli og nokkuð spjátrungs- legur og hefur trú á þvf að hann muni meika það eins og átrúnaðar- goðið, Frank Sinatra. í upphafi Baby It’s You verða þessar persón- ur spenntar hvor fyrir annarri, sfðan skotnar, en svo slitnar á milli þeirra af ýmsum ytri og innri ástæðum, uns þau ná saman mörg- um árum seinna án allra fyrirheita um framtfðina. Þetta fólk er afbragðs vel leikið og saga þess og þróun er mestan part rakin með hlýju, gamansemi og næmum skilningi. Baby It’s You er mjög notaleg mynd, ekki átaka- mikil eða afgerandi á ferli Johns Sayles, en sýnir vel að hæfileikar og vandvirkni geta blásið lífi f jafnvel þreyttustu kvikmyndateg- und sem nú er framleidd, unglinga- myndina.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.