Morgunblaðið - 05.11.1985, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 05.11.1985, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIDJUDAGUR 5. NÓVEMBER1985 29 Hamingjuóskir Þessi mynd er tekin í París nýlega eftir að kynntur hafði verið vor- og sumarklæðnaður 1986 eftir hinn fræga kvenfatahönnuð Yves Saint- Laurent. Ein af sýningarstúlkunum vefur tískukónginn örmum og hann brosir af velþóknun. Verðstríð breskra ferðaskrifstofa í algleymingi: Sóiarlandaferðir fyrir 290 krónur London, 4. nóvember. AP. HUNDRUÐ manna dvöldust í nótt úti á gangstéttum fyrir framan ferða- skrifstofur í breskum borgum og biðu eftir að ferðaskrifstofufólk opnaði og hsfi að selja sólarlanda- ferðir fyrir lítið. Ævintýralega lágt verð hafði verið sett upp til að draga að við- skiptavini og jafnvel boðið upp á flug með hljóðfráum Concorde- þotum. Tilboðið sem öllu sló við var frá ferðaskrifstofu Harry Shaw i Coventry: 10 daga dvöl í hjólhýsa- byggð í nágrenni St. Tropez á frönsku Miðjarðarhafsströndinni fyrir fimm pund (um 290 kr. ísl.). Og eina skilyrðið: Viðskiptavinirn- ir verða að sætta sig við, að brott- för verði 2. maí 1986. . „Okkur fannst við verða að gera okkur sem mestan mat úr þessu og vinna fyrirtækinu þannig sess í sögu ferðamálanna,” sagði for- stjóri ferðaskrifstofunnar, Robert Shaw. Ferðaskrifstofan Nat Holidays bauð svipaða ferð á svipuðum kjörum: „Við gripum til þessa ráðs til þess að mótmæla verðstríðinu, sem fer sífellt harðnandi og vekur reiði meðal mörg hundruð ferða- skrifstofumanna." En Paul Brett, forstjóri Thom- son Holidays, sagði: „Einu óánægjuraddimar koma frá keppi- nautunum." „Stríðið" hófst á miðvikudaginn var, er Intasun, ferðaskrifstofa Harry Goodmans, seldi 500 manns sólarlandaferðir á 32 pund (tæpar 2.000 kr. ísl.). Um 20 þúsund manns bókuðu sig samdægurs. I lok vik- unnar kvað Goodman ferðaskrif- stofu sína hafa fengið 320.000 pantanir. Thomson Holidays svaraði fyrst og bauð vikuferðir á 25 pund og tveggja vikna ferðir á 35 pund. Talsmaður fyrirtækisins kvað 500.000 pantanir fyrir næsta sum- ar hafa borist, áður en vikan var öll, sjö sinnum fleiri en á sama tima í fyrra. Áskorendamótinu í Montpellier lokið: Þrír Sovétmenn efstir og jafnir Tal og Timman tefla um fjórða sætið Montpellier, 4. nóvember. AP. ÁSKORENDAMÓTINU í skák í Montpellier í Frakklandi lauk á sunnudag. Þrír Sovétmenn voru efstir og jafnir meó níu vinninga: Artur Youssopov, Rafael Vaganian og Andrei Sokolov eru komnir í undanúrslit. Hollendingurinn Jan Timman og Mikhail Tal, fyrrverandi heims- meistari, deildu með sér fjórða og fimmta sæti, báðir með 8,5 vinn- inga. Þeir há því sex skáka einvígi, sem hefst á miðvikudag, um fjórða sætið. Skilji þeir jafnir eftir sex skákir hreppir Tal fjórða sætið og tekur þátt í áskorendaeinvígjunum á næsta ári. Vaganian var fyrsti skákmaður- inn til að tryggja sér þátttöku í undanúrslitunum. Hann lagði Kúbumanninn Nogueiras að velli á laugardag. Bæði Youssopov og Sokolov tefldu biðskákir á sunnu- dag og gerðu báðir jafntefli, So- kolov við Timman og Youssopov við Seirawan. Aukheldur gerði Tal jafntefli við Kanadamanninn Spragget. Spassky og Beliavsky voru í 6. og 7. sæti á mótinu með 8 stig, Smyslov og Tchernine 8. og 9. með 7,5 vinninga, en Portisch, Seiraw- an og Short í 10. til 12. sæti með 7 vinninga. Kortsnoi og Ribli voru í 13. til 14. með 6,5 vinninga og lestina ráku Nogueiras með sex vinninga og Spragget með 5 vinn- inga. Undanúrslitin fara fram á næsta ári. Sá, sem þar ber sigur úr býtum, öðlast rétt til að tefla við heimsmeistarann 1987. Núepu þau ráð dýr sem leyst gætu vanda Ewinganna. Varla mundi það skipta sköpum þótt þeir bræður væru lokaðir inní SELKO skáp; svona rétt eins og ótíndir pörupiltar. En þeim yrði klárlega ljóst hve mikill kostagripur SELKO — skápur er. Við í SELKO spörum nefnilega ekki hand- tökin við smíði skápanna okkar og skerum ekki efnið við nögl. Þeir eru nógu traustir til að þola brambolt þeirra bræðra og svo áferðar- fallegir að húsbændur á Southfork yrðu hreyknir af einum í stofu sinni. Tvískipting skápanna er hentug og gefur þeim skemmtilegt yfirbragð; hún kæmi sér mjög vel hjá þeim bræðrum núna. Þú ættir einnig að líta við hjá okkur og sjá skápana sem ekki hafa ennþá birst í Dallas þáttunum. Við framleiðum ekki aðeins frábærar hurðir! SELKO Auðbrekku 1-3, Kópavogi, sími 41380
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.