Morgunblaðið - 05.11.1985, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 05.11.1985, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. NÓVEMBER1985 33 Sláturhúsdeilan á Siglufirði: Slátrunin nauðvörn manna sem voru órétti beittir — segir Olafur Jóhannsson stjórnarmaður í Sameignarfélagi fjáreigenda „VIÐ teljum að við höfum verið beittir órétti, að það hafi átt að kúga okkur til að fara annað með féð, þrátt fyrir að við höfum góða aðstöðu til slátrunar í eigin húsi. Menn láta ekki kúga sig svona nema í algerri neyð og var slátr- unin því nauðvörn af okkar hálfu,“ sagði Ólafur Jóhannsson stjórnarmaður í Sameignarfélagi fjáreigenda á Siglufirði í samtali við blaðamann Morgun- blaðsins þegar hann var spurður um ástæður þess að fjáreigendur slátruðu án leyfis landbúnaðarráðuneytisins. Eins og fram hefur komið hefur frystigeymsla sláturhússins nú verið innsigluð að kröfu Hollustu- verndar ríkisins en því hefur félag- ið mótmælt eins og fram kom I blaðinu sl. sunnudag. Sameignarfélag fjáreigenda var stofnað árið 1972 af 42 sauðfjáreig- endum í Siglufirði og nágrenni og var það haust í fyrsta skipti slátr- að í sláturhúsi félagsins á Ólagötu 4. Árið áður slátruðu þeir reyndar Eigum að koma í veg fyrir að óstimplað kjöt sé á boðstólum — segir Halldór Runólfsson deildardýralæknir hjá Hollustuvernd ríkisins „ÞAÐ er fyrst um þetta að segja að landbúnaðarráðherra gaf félaginu ekki sláturleyfi og er þetta hús því ekki sláturhús og það vissu þeir alla tíð,“ sagði Halldór Runólfsson deildardýralæknir hjá Hollustuvernd ríkisins í samtali við Morgunblaðið þegar hann var spurður um ástæður þess að Hollustuverndin krafðist lokunar kjötgeymslu sláturhússins á Siglufirði. „Ástæðan fyrir kröfu okkar er fyrst og fremst sú að þarna er brotið gegn heilbrigðisreglugerð, þar sem segir að óheimilt sé að slátra búfé utan sláturhúsa í þétt- býli,“ sagði Halldór. Hann sagði að það væri hreinn misskilningur og fjarstæða hjá lögmanni Sam- eignarfélagsins að þetta reglu- gerðarákvæði stæðist ekki þar sem það hefði ekki stoð í lögum. „í öðru lagi setja þeir kjötið inn í frystihús, sem er geymsla við sláturhúsið, þar sem líka eru geymdar vörur fyrir almenning á Siglufirði, m.a. heilbrigðisstimpl- að kjöt. Þar með eru þeir búnir að brjóta gegn lögum um eftirlit með matvælum og öðrum neyslu- og nauðsynjavörum því vörur sem geymdar eru í frystihúsi teljast vera á boðstólum. Okkur ber skylda til að koma í veg fyrir að óheilbrigðisskoðað kjöt sé boðið til sölu og því báðum við um lokun frystigeymslunnar. Auk þessa brjóta þeir ýmsar reglur land- búnaðarráðuneytisins, til dæmis með því að láta lækna skoða kjötið, en með því fara þeir inn á verksvið dýralækna," sagði Halldór. - Hafið þið ástæðu til að ætla að kjötið sé óheilnæmt? „Nei, það getur enginn sagt til um það, af því að fénu var ekki slátrað á venjulegan hátt, undir eftirliti dýralæknis. Það getur alveg eins verið að það sé eitthvað athugavert við kjötið - við vitum hreinlega ekki hvernig þeir fóru að.“ Er Halldór var spurður hvort dýralæknirinn hefði brotið emb- ættisskyldur sínar með því að neita að skoða kjötið í sláturtíð- inni, sagði hann: „Þetta er alrangt. Dýralæknirinn gat ekki farið að skoða kjöt í sláturhúsi sem ekki hafði leyfi til slátrunar. Hann hefði þá brotið gegn embættis- skyldum sínum.“ - Fjáreigendur hafa gefið í skyn að hagsmunaaðilar hafi beitt stjórnvöld þrýstingi í þessu máli? „Ég vil að það komi skýrt fram að mér er ekki kunnugt um að Hollustuverndin sé undir neinum þrýstingi i þessu máli og tel að unnið hafi verið að því á fullkom- lega faglegan hátt. Málið barst til okkar með skýrslu héraðsdýra- læknisins sem fór á staðinn og staðfesti að kjötið var geymt í frystihúsinu.“ Halldór sagði að kjarninn I þessu máli væri sá að með aðgerð- um sínum væri Hollustuverndin að vernda hag neytenda með því að koma í veg fyrir að kjötið væri sett á almennan markað. Ekki kvaðst Halldór vita um hvert framhald málsins yrði, sagði að kjötgeymslan yrði innsigluð um óákveðinn tíma. Hið umdeilda sláturhús Sameignarfélags fjáreigenda á Siglufirði. Morgunbladid/Helgi Bjarnason sjálfir en í mörg ár þar á undan slátraði Kaupfélag Siglufjarðar fyrir þá, en starfsemi kaupfélags- ins var hætt um þetta leiti. Að félaginu hafa alla tíð staðið fjár- eigendur á Siglufirði, ábúendur lögbýla í lögsagnarumdæminu og 3 bændur í Fljótum. Hafa yfirvöld verið að fetta fingur út í slátrun Fljótabændanna þarna, að sögn ólafs. Telur hann að þau vilji beina slátrun þeirra annað og það sé ástæðan fyrir því að ekki fékkst sláturleyfi í haust þrátt fyrir að sláturhúsið væri óaðfinnanlegt. ólafur lagði á það áherslu að félagið sjálft ætti ekki kjötið. Slátrunin í haust hefði verið heimaslátrun, eða slátrun á blóð- velli eins og það væri víst orðað í lögunum, þar sem hver slátraði fyrir sig. Hann sagði að allir hefðu talið það leyfilegt með því að hver fjáreigandi tæki sitt kjöt til eigin nota, það fari ekki til neyslu á almennan markað. Hann sagði að stjórn félagsins hefði ekki talið sér fært að neita að afhenda félögum sínum lyklana að húsinu eftir að leyfið var tekið af húsinu. Hann sagði að dýralæknirinn hefði neit- að að skoða kjötið í sláturtíðinni en þeir í staðinn fengið lækna á Siglufirði til að skoða það. Hann lagði á það áherslu að þeir hefðu ekkert á móti því að kjötið væri skoðað, enda vildu þeir hafa það í lagi. „Við höfum enga löngun til að eitra fyrir okkar fólk,“ sagði Ólafur. Klingjandi kristall-kærkomin gjöf kostaIíboda Bankastræti 10. Sími 13122
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.