Morgunblaðið - 05.11.1985, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 05.11.1985, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐID, ÞRIÐJUDAGUR 5. NÖVEMBER1985 Skattafsláttur fiskverkunarfólks: „Tryggir varan- legar kjarabætur“ — sagði Sighvatur Björgvinsson Sighvatur Björgvinsson (A) mælti í gær fyrir frumvarpi, sem hann flytur ásamt Guðmundi J. Guðmundssyni (Abl.), þess efnis, að fiskvinnslufólk skuli eiga rétt á frádrætti, sem nemur 10% fískvinnslutekna, við álagningu tekjuskatts. Sighvatur taldi hér um tiltölulega einfalda aðgerð að ræða sem tryggði nokkrar kjarabætur. Nauðsynlegt væri að bæta starfskjör fiskvinnslufólks og Færeyingar: Ein Odd- skarðs- göng á ári — tillaga um lang- tíma áætlun í jarð- gangagerð sporna gegn starfsflótta úr físk- vinnslugreinum. Guðrun Helgadóttir (Abl.) taldi meginmálið að bæta launakjör fiskvinnslufólks í kjarasamning- um. Vafasamt væri hinsvegar að yfirlýsa það sem fátæklinga, er ekki gætu greitt skatta og skyldur eins og annað fólk. Þessi svokall- aða kjarabót, sagði Guðrún, þýðir t.d. fyrir starfsstúlku i frystihúsi með 240.000 krónu árslaun, að hún fengi greiddan kr. 4.800 neikvæðan tekjuskatt, en hún nær hvort eð er engum tekjuskatti. Guðmundur J. Guðmundsson (Abl.) ræddi stöðu sjávarútvegs i landinu yfirhöfuð sem og kjara- stöðu fiskverkunarfólks. Tekju- skatt mætti nýta sem hagstjórnar- tæki. í þessu tilfelli til að rétta nokkuð óhæf kjör fiskverkunar- fólks og taka i leiðinni tillit til aðstæðna í sjávarútvegi. Fleiri tóku til máls og sýndist sitthverjum. ÍFUNDARHLÉI Salome Þorkelsdóttir, forseti efri deildar, spjallar við Gunnar G. Schram, alþingismann. Erlent áhættufé eða erlend skuldasöfnun: Færeyingar hafa á síðastliðnum tuttugu árum gert jarðgöng sem svarar einum Oddskarðsgöngum á ári. Gerð hafa verið jarðgöng í Fær- eyjum sem samtals mælast í 13.600 lengdarmetrum. Frá þessu er sagt í greinargerð með tillögu til þings- ályktunar, sem Steingrímur J. Sig- fússon (Abl.) flytur ásamt þing- mönnum úr fjórum þingflokkum, um gerð langtímaáætlunar um jarð- gangagerð. Tillagan felur það í sér að ríkis- stjórnin feli Vegagerð ríkisins í samstarfi við sérfróða aðila að vinna langtímáætlun um gerð jarðganga á íslandi í samráði við þingflokka. Hafa skal í huga: 1) Hagkvæmni jarðgangagerðar bor- ið saman við aörar mögulegar lausnir, þar sem samgöngur á landi eru erfiðar, 2) hagkvæmni þess að koma á fót sérhæfðum vinnuflokki í gerð jarðganga borið saman við útboð verkanna, 3) hvaða tækjabúnaður til jarð- gangagerðar henti bezt íslenzkum aðstæðum, 4) að hve mikiu leyti íslendingar geti nýtt sér reynslu nágrannaþjóða, svo sem Færey- inga og Norðmanna. Samstarf á sviði fjármagns, tækni og markaðsmála — sagöi Björn Líndal (F) NAUÐSYNLEGT er að Islendingar leitist við hagnýta erlent fjármagn með öðrum hætti en lántökum, sagði Björn Líndal (F) efnislega á Alþingi í gær, þegar hann mælti fyrir frumvarpi til breytinga á iðnaðarlögum. Frumvarpið felur það í sér að iðnaðarráðherra geti veitt undanþágu frá lagaákvæðum þess efnis að erlendir aðilar megi ekki eiga meirihluta í hlutafélögum í atvinnustarfsemi hér á landi. Ræðumaður lagði einkum áherzlu á aukið samstarf erlendra og innlendra aðila eða fyrirtækja í nýjum atvinnugreinum. Markmið: „Möguleikar skapast á fjölbreyttari útflutningi, ný þekking flytzt til landsins, svo sem á sviði tækni, markaðsfærslu og stjórnunar, og síðast en ekki sízt ber hinn erlendi samstarfsaðili hluta af þeirri fjárhagslegu áhættu, sem atvinnurekstrinum fylgir.“ Helgi Seljan (Abl.) sagði megin- efni frumvarpsins sér andstætt. Það fæli í sér vantraust á íslenzku framtaki og væri hallt undir er- lenda forsjá. Vitnaði ræðumaður Mælt fyrir frumvarpi um alnæmi: Aðstaða tO rann- sókna hörmuleg — sagði heilbrigðisráðherra Ragnhildur Helgadóttir heil- brigðisráðherra mælti í gær í efri deild fyrir stjórnarfrumvarpi um breytingu á lögum um varnir gegn kynsjúkdómum þess efnis, að sá skæði sjúkdómur alnæmi (AIDS) falli undir lagaákvæði um kynsjúk- dóma. Þannig yrði sjúkdómurinn skráningarskyldur sem kynsjúk- dómur og heimilt yrði að leita að sýktum einstaklingum og veita þeim meðferð og ráðleggingar til að sporna gegn því að þeir sýktu aðra. Ráðherra sagði í ræðu sinni að aðstaða til rannsókna í veiru- fræði væri hörmulega slæm. Ríkið hefði gert tilboð í húsnæði, sem m.a. ætti að hýsa rannsóknarað- stöðu af þessu tagi. Ragnhildur Helgadóttir heil- Tilboð í hús- næði fyrir rannsóknar- starf brigðisráðherra sagði spár standa til þess að sá hættulegi sjúk- dómur, sem hér væri um fjallað, tvöfaldaði tölu alnæmissjúkra í Bandaríkjunum 1985. Sama máli gegndi um önnur lönd. Nauðsyn- legt væri að bregðast við með skjótum hætti. Svíar hefðu fyrir fáum dögum sett hliðstæð lög og hér væri stefnt að. Það er skoðun ríkisstjórnarinnar, sagði ráð- herra efnislega, að hér verði að bregðast við með lögbundnum hætti. Það kom fram í máli Ragn- hildar að aðstaða til rannsókna, m.a. rannsókna í veirufræði, „væri hörmuleg". En sú hefur verið afstaða fjárveitingavalds- ins, sem er að finna í þessu húsi (Alþingi), að sú aðstaða hefði ekki forgang um framkvæmdir, en hjá því yrði ekki lengur komizt. Ríkið hafi og gert tilboð í húsnæði sem m.a. á að hýsa rannsóknarstarfsemi. Nokkrar umræður urðu um málið, sem að umræðu lokinni var vísað til heilbrigðisnefndar þingdeildarinnar. Undirtektir þingmanna vóru jákvæðar. til forystugreinar í Morgunblaðinu þar sem varað væri við samstarfi við sovézka aðila um stáliðnað hér á landi og taldi þau varnaðarorð eiga við efni þessa frumvarps. Stefán BenediktBHon Karl Steinar Guðnason (A) kvað frumvarp þetta sanna að frjáls- hyggjan riði ekki við einteyming þar sem Framsóknarflokkurinn væri. Alþingi ætti, hér eftir sem hingað til, að fjalla um hvert ein- stakt tilfelli, þegar erlendir aðilar leituðu eftir heimild til atvinnu- starfsemi hér á landi. Albert Guðmundsson iðnaðarráð- herra sagði frumvarpið jákvætt. Það gengi hinsvegar naumast nógu langt. Fullunnið væri í ráðuneyti sínu frumvarp um þetta efni, sem lagt yrði fyrir ríkisstjórn á morg- un og væntanlega fram á þingi fljótlega. Hann mæltist til þess að frumvarp Björns og frumvarp sitt fengju samhliða umfjöllun í viðkomandi þingnefnd. Sjálfsagt væri að lítil þjóð hefði varann á í samstarfi við aðra. Jafnsjálfsagt væri að koma á eðlilegu viðskipta- samstarfi aðila af ólíku þjóðerni, þegar það færði báðum hagnað. Albert sagði Morgunblaðið sitt Albert (•uAmunds.son málgagn, sem hann væri stoltur af, en það ætti hinsvegar ekki að skjóta úr fallbyssum á flugur. Stefan Benediktsson (BJ) sagði fjármuni (slendinga að stórum hluta veðsetta vegna erlendra skulda. Skulda sem að hluta til væri til stofnað vegna óarðbærrar fjárfestingar. Skuldastefna af þessu tagi, sem fylgt hafi verið lengi undanfarið, geti stefnt efna- hagslegu sjálfstæði þjóðarinnar í hættu. Sýnu heilbrigðara væri að heimila samstarf innlendra og erlendra aðila um jákvæða at- vinnustarfsemi hér á landi í því formi að erlendir fjármagnseig- endur taki áhættuna með okkur i stað þess hafa allt á þurru eins og nú væri. Stefán kvaðst styðja frumvarpið. Árni Johnsen (S) sagði grundvall- aratriði samstarfs af því tagi, sem frumvarpið stæði til, að báðir aðilar teldu til arðs að vinna. Heilbrigt samstarf væri farsælla en einangrunarstefna i viðskipt- um. Hinsvegar væri mikilvægt að velja sér góða samstarfsaðila. Það hafi verið meginefni þeirra varn- aðarorða i forystugrein Morgun- blaðsins, sem Helgi Seljan hefði reynt að rangtúlka. Fleiri tóku til máls þó ekki verði frekar rakið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.